Pössum okkur á nýju vopnunum

Er Facebook að tæta niður samfélagslega umræðu? Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Facebook heldur þessu fram. Nýr veruleiki kallar á endurskoðun á regluverki.

Auglýsing

Á til­tölu­lega skömmum tíma hefur tek­ist að tengja með hug­bún­að­i/­sam­fé­lag­miðli saman tvo millj­arða manna. Þetta er gert með per­sónu­upp­lýs­ingum hvers og eins not­anda.

Gert er ráð fyrir að talan verði komin í þrjá millj­arða áður en árið er úti, eða sem nemur næstum helm­ingi mann­kyns.

Face­book heitir hug­bún­að­ur­inn/­sam­fé­lags­mið­ill­inn.

Auglýsing

Óhætt er að segja að notendum Facebook hafi fjölgað hratt á undanförnum misserum.

Stjórn­laus?

Margt bendir til þess að þessi teng­ing meðal fólks sé orðin gjör­sam­lega stjórn­laus og að upp­lýs­inga­straum­ur­inn, sem líf fólks hrær­ist í allan dag­inn út og inn, sé bein­línis byrj­aður að grafa undan lýð­ræð­inu.

Fyrr­ver­andi fram­kvæmd­stjóri hjá Face­book,Cham­ath Pali­hapitiy, sem stýrði meðal ann­ars not­enda­vexti fyr­ir­tæk­is­ins, lét hafa eftir sér á fundi hjá Stan­ford háskóla á dög­unum að Face­book væri bein­línis að „tæta niður sam­fé­lag­ið“. „Þetta snýst ekki um rúss­neskar aug­lýs­ing­ar. Þetta er alheims vanda­mál. Þetta er að breyta kjarn­anum í því hvernig við hegðum okkur og eigum sam­skipt­i,“ sagði Pali­hapitiy.

Þennan veru­leika og upp­lýs­inga­straum er auð­velt að mis­nota. Það þarf ekki endi­lega djúpa vasa af pen­ingum heldur frekar gott skipu­lag og góða tækni­þekk­ingu. Upp­gangur falskra frétta og vin­sælda­brölts í stjórn­málum er meðal ann­ars rak­inn til þess­ara hluta.

Margar vís­bend­ingar hafa komið fram um þetta. Má nefna upp­lýs­ingar sem komu fram við yfir­heyrslur í banda­ríska þing­inu því til stað­fest­ing­ar. Þar komu full­trúar tækni­fyr­ir­tækj­anna, Face­book, Twitter og Goog­le, fyrir þing­nefnd og voru spurðir út í ýmis mál sem snéru að upp­lýs­inga­flæði.



Ýtir undir for­dóma og falska mynd

Harð­asta gagn­rýnin hefur beinst að Face­book. Alvar­leg­asti fylgi­fiskur þess mið­ils er að hann ýtir undir for­dóma og mistúlk­an­ir, della og rugl flýtur ofan á.

Fólk sér falska mynd af veru­leik­anum í sínum upp­lýs­inga­straumi og í ljósi þess hve yfir­gnæf­andi Face­book er orðið í lífi fólks þá er þarna orðið til nýtt vopn í stjórn­mál­um, mark­aðs­starfi og sam­fé­lags­legri umræðu.

Aug­ljóst er að þessi þróun hefur verið of hröð fyrir reglu­verk­ið.

Face­book byggir á notkun per­sónu­legra upp­lýs­inga og hag­nýt­ingu þeirra.

Nú hefur tekið gildi ítar­legra reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hefur verið lög­leitt hér á landi, sem fyr­ir­tæki og stofn­anir þurfa að fara eft­ir. Það snýr að með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga. Um mikla breyt­ingu er að ræða og til marks um það hefur hlut­verk Per­sónu­verndar verið stór­eflt og fyr­ir­tæki og stofn­anir vinna nú að því að efla þekk­ingu sína á þessum breyt­ing­um.

Margt bendir til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að það þurfi að ganga mun lengra, til að vernda rétt fólks og koma í veg fyrir mis­notkun per­sónu­upp­lýs­inga.

Macron Frakk­lands­for­seti hefur nú boðið laga­setn­ingu gegn fölskum frétt­um, og verður for­vitni­legt að sjá hvernig hún verður útfærð. Eflaust munu spjótin bein­ast að Face­book.

Hrein sam­viska?

Á Íslandi hafa stjórn­mála­menn einnig rætt rann­sókn á útbreiðslu falskra frétta og áróð­urs í aðdrag­anda kosn­ing­anna í októ­ber, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, kall­aði eftir rann­sókn á þessum hlutum á dög­un­um.

Full þörf er á því að taka þetta alvar­lega og fara í gegnum hlut­ina nákvæm­lega. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir stjórn­mála­flokk­anna að leggja öll spilin á borð­ið, gefa upp hverjir það voru sem unnu fyrir flokk­anna í þessum mál­u­m. 

Sé mið tekið af því hvernig umfjöll­unin birtist, meðal ann­ars dæma­laus dellu- og níð­um­fjöllun um Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, þá hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vafa­lítið ekki hreina sam­visku í þessum mál­um.

Fjöl­miðl­ar, á Íslandi eins og ann­ars stað­ar, vita vel hversu mikil áhrif Face­book hefur á gang sam­fé­lags­um­ræð­unn­ar. Það verður að sjá til þess með lögum og reglum að þessi hug­bún­aður verði ekki upp­spretta svika, rugls og dellu, þó erfitt sé að tryggja mis­notk­un­ina alveg. Þessi nýju vopn eru hættu­leg og við þurfum að passa okkur á þeim, eins og aðrar þjóðir eru nú byrj­aðar að ræða af mik­illi alvöru. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari