Þegar Jón bóndi elskaði Ástu Sigurðar – eða lifað á tímum Netflix

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um stöðu bókarinnar í breyttum heimi.

Auglýsing

Mig minnir að ég hafi verið nítján ára þegar við Jón bóndi kynnt­umst á bóka­mark­aði Félags íslenskra bóka­út­gef­enda. Hann var einn þeirra, hafði gefið út Græn­lend­inga­sögur og sitt­hvað fleira, þá orð­inn bóndi með lag­er­inn geymdan í bíl­skúr þangað sem var inn­an­gengt úr þvotta­hús­inu en hafði áður verið blaða­maður og rit­stjóri Fálkans. Þessi fyrrum rit­stjóri og nú bóka­út­gef­andi í hjá­störfum með búskapn­um, alveg að skríða inn á sjö­tugs­ald­ur­inn, var poka­dýr hjá mér, nítján ára sígeispandi kassa­döm­unni á bóka­mark­aðn­um.

Við Jón urðum perlu­vinir á met­tíma. Raunar svo góðir að þegar bóka­mark­aðnum lauk bauð hann mér að ger­ast ráðs­kona hjá sér á bónda­bænum í Reyk­hóla­sveit. Og það varð úr. Ég pakk­aði niður helstu nauð­synj­um: Ævi­sögu Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur, smá­sögum Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur, nær­buxum og tann­bursta.

Sauða­drukkin á taxa

Ásta átti stóran þátt í þessum óvænta vin­skap okkar Jóns bónda. Hann hafði þekkt hana og djammað með henni þegar hann var spengi­legur rit­stjóri í Reykja­vík­-city og hin nítján ára ég hefði ekki getað orðið meira upp með mér að þekkja gamlan djamm­vin Ástu. Þau höfðu rún­tað saman um bæinn í leigu­bíl þegar þeim leidd­ist... og bara, sög­urn­ar!

Auglýsing

Jón þreytt­ist ekki á að segja ráðs­konu sinni sögur af Ástu og Jökli Jak­obs og öllu þessu liði sem topp­aði fljótt öll þau æsi­legu atvik sem und­ir­rituð hafði upp­lifað á Kaffi­barn­um. Þarna sátum við í vor­nótt­inni og síðan sum­arnótt­inni og drukkum sveita­kaffi með vöru­bíl­stjórum sem bönk­uðu upp á til að fá bensín því Jón seldi bensín og lottómiða með Græn­lend­inga­sög­un­um. Vöru­bíl­stjór­unum fannst nú heldur ekki ama­legt að heyra um Ástu og Jökul og hvað það hefði nú verið gaman þegar þau rúll­uðu öll sauð­drukkin á taxa upp í Heið­mörk.

Minn helsti og raunar eini starfi þarna var að baka sand­kökur ofan í vöru­bíl­stjór­ana, nokkuð sem ég hélt langar ræður yfir Jóni bónda um að væri engan veg­inn sam­boðið nítján ára femínista og píndi hann til að lesa Fay Weldon, vita sam­visku­laus, þegar ég sá hann hengja upp þvott­inn af mér, nývöknuð í eft­ir­mið­dag­inn.

Það urðu fljót­lega hlut­verka­skipti hjá ráðs­konu og bónda þess­um. Ráðs­konan þurfti frið til að skrifa háfleygar smá­sögur þegar síð­asti vöru­bíl­stjór­inn hvarf út í nótt­ina sem þýddi að hún áskildi sér rétt til að sofa fram yfir hádegi. Og bónd­inn var nógu mik­ill bóhem til að virða það eftir allt volkið með löngu dánum skálda­vinum sín­um. Var­fær­inn sagði hann henni að slaka á, horfa á ensku knatt­spyrn­una með heimaln­ingnum og gæða sér á sand­köku – sem hann var far­inn að baks­ast við að baka sjálf­ur.

Á Net­fl­ix-­tímum

Nú veit ég ekki hvort hann Jón vinur minn er lif­andi eða dáinn. Mér varð hugsað til hans í eft­ir­öldum jóla­bóka­flóðs­ins, stuttu eftir að hafa flissað djúpt ofan í innstu iðrum lík­am­ans að Dóra DNA, ská­bróður mín­um, skýla sér fyrir bóka­lög­regl­unni (Bergi Ebba og Eddu Björg­vins) sem öskr­aði á hann fyrir að taka Net­flix fram yfir Stein­unni Sig­urðar og Sjón. Skets­inn var svo inni­lega fynd­inn því hann var svo sann­ur... óþægi­leg­ur. Sér­stak­lega fyrir rit­höf­und. Þarna voru þau að gera grín að mínu innsta og höfðu, í þokka­bót, inni­stæðu fyrir grín­inu. Þessi jólin var oftar en ekki átak­an­legt að hitta fólk úr bóka­brans­an­um: kollega og ýmsa þá sem vinna við útgáfu bóka.

Það var kvartað undan því að vit­ræn umræða um bækur væri að drag­ast saman með hverju árinu sem líð­ur. Auð­vitað er Kiljan á dag­skrá rík­is­sjón­varps­ins og líka fjallað um bók­menntir í útvarp­inu en fátt um fína drætti í öðrum fjöl­miðl­um. Síð­ustu vik­urnar fyrir jólin birt­ast reglu­lega dómar um ein­hverjar bækur í blöð­un­um, meira eins og af skyldu­rækni en gleði, en lítið umfram það. Umræðan um bók­menntir er álíka fátæk­leg og tann­garð­ur­inn í áður­nefndum vöru­bíl­stjór­um.

Draum­kennd útópía um umræðu

Í ár áttu tveir þjóð­þekktir karlar jóla­mark­að­inn, svo að segja, og allt gott um þá að segja. Bækur byggðar á ævi þekkts fólks fengu líka athygli og það verð­skuld­aða. En það breytir því ekki að umræða um skáld­verk, þar sem þau eru sett í sam­hengi við hug­mynda­strauma, sam­fé­lag og heims­mál, er af skornum skammti. Tæt­ings­leg, til­vilj­ana­kennd, hröð, stundum eng­in.

Ef maður reynir að ræða menn­ing­ar­efni við for­kólfa blaða- og net­miðla eru margir hverjir fljótir að hrökkva í vörn og bera fyrir sig hinar ýmsu lög­gildu útskýr­ingar á því hversu oft er illa staðið að slíku efni. Ein­hver sagði við mig um dag­inn að það væri í tísku hjá fólki eins og mér að flagga ein­hverri draum­kenndri útópíu um hvernig þetta ætti að vera. Þetta væri jú liðin tíð. Að kryfja hug­verk í opin­berum díalóg.

Ný lög­mál, nýr heimur

Kannski, hvað veit ég!

En ég reyndi að hugga hnuggna skálda­vini mína sem voru að gefa út fyrir jól­in. Sumir þeirra farnir að trúa því að bókin þeirra hefði verið ímyndun ein. Ég pepp­aði líka aðra vini – og í leið­inni sjálfa mig – sem veigra sér við að gefa út í öðru eins árferði.

Fyrir tíu eða fimmtán árum var miklu meira stuð að gefa út bók, þá var áræðin lif­andi bókaum­ræða í ýmsum miðl­um, tek­ist á um hug­myndir og fag­ur­fræði eins og hverja aðra póli­tík og smekkur á skáldum hér í bæ jaðr­aði við að vera flokks­skír­teini í stjórn­mála­flokki.

Það er af sem áður var, segi ég nú bara og hræri í gam­al­dags sand­köku. Stapp­full af minn­ingum um skálda­r­óm­an­tík ung­linga og sauð­fjár­bændur á fyll­er­íum með íðil­fögrum skáld­kon­um. Afsprengi sam­fé­lags sem er senni­lega ekki lengur til, eins og ég sé ímyndun sjálfrar mín. Kvarta á kjarn­yrtu máli, pikk­föst í róm­an­tískri dillu, meðan ég bíð þess að Dóri DNA búi til brand­ara um hina mjög svo beisku frænku sína.

Gleymdu þessu! segir ein­hver. Þú hefur ekk­ert í nýja tækni og nýjar kyn­slóð­ir, sættu þig bara við það. Þetta er breyttur heim­ur! Og hann verður aldrei aftur sá sem hann var. Fjöl­mið­arnir eru öðru­vísi, lög­málin önn­ur. ­Dísúss, senni­lega er það rétt. Ég eld­ist í heimi sem yng­ist. Mig svim­ar.

Beta frænka á sós­í­alnum

En! Einu sinni sátum við Jón bóndi í sum­arnótt­inni og hann sagði mér frá Ástu Sig­urð­ar­dóttur og ég sagði honum frá Fay Weldon og við reyktum fullt af filt­erslausum kamel og ég var hreykin af því að sýna fólki að það væri bóka­búð í bíl­skúrnum hans, þó að það þyrfti að berj­ast við þvotta­bala og heimaln­ing á leið­inni þang­að. Að hann vinur minn hefði upp á eigið ein­dæmi gefið út Græn­lend­inga­sögur – af því að það var ein­hvers virði. Að ég væri að skrifa háfleygar smá­sög­ur. Að þetta væri eitt­hvað, öll þessi skrif­uðu orð og öll sam­tölin okkar og vöru­bíl­stjór­anna um þau.

Bíl­stjór­unum fannst svo gaman þegar ég sagði þeim frá Sue Town­send og bók­inni The Queen and I þegar drottn­ing­ar­fjöl­skyldan var flæmd frá völdum og sett á sós­í­al­inn þar sem þau fengu úthlutað mel­rósiste og mar­melaði. Þeir hlógu svo skein í köku­mylsn­una í tann­lausum gómum og köll­uðu drottn­ing­una elsku Betu frænku og við skegg­ræddum breska heims­veldið og allt milli him­ins og jarðar því það að spinna hrúta­vit­leysu upp úr góðri bók er með betri tóm­stunda­iðj­um. En það var þá. Og ég er að verða göm­ul. Eins og Jón bóndi var þá. Bráðum get ég sagt sög­ur. Af fyll­er­íum með hinum ýmsu lífs­drukknu skáld­um. Hver nennir að hlusta?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit