Ótti afsakar ekki ofbeldi

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um þá normalíseringu orðræðu sem á sér stað í vestrænum samfélögum, fréttaflutning af hryðjuverkum og viðbrögð fólks við þeim.

Auglýsing

Fyrir rúmum ára­tug sat ég ásamt fyrr­ver­andi eig­in­manni mínum á nor­rænni bjór­kynn­ingu í Krist­jan­íu. Okkur var farið að lengja eftir dönskum vini sem ætl­aði að hitta okk­ur.. Búldu­leitur Finni fór ljóð­rænum orðum um blæ­brigði bragða hins nor­ræna bjórs en minn ex var eirð­ar­laus og sendi sms til að reka á eftir vin­in­um. Loks sendi vin­ur­inn skila­boð, góð­lát­lega kald­hæð­inn að vanda: Held ég beili. Inn­flytj­andi af annarri kyn­slóð er geng­inn af göfl­unum þarna með hríð­skota­byssu!

Sam­tímis heyrð­ist þyrlu­hvinur og sírenur þögg­uðu niður í hinum bjórelska Finna. Við fengum hraða lög­reglu­fylgd út úr fyrrum hipp­aný­lend­unni en þar höfðu menn vopn­aðir hríð­skotarifflum arkað inn um aðal­inn­gang­inn og hafið skotárás í átökum um eit­ur­lyfja­mark­að­inn.

Augna­blikið var tákn­rænt fyrir stemmar­ann í Köben þá. Allar þessar yfir­læt­is­legu sam­nor­rænu upp­á­komur, sem maður rambaði inn á sem Íslend­ing­ur, í bland við spennu­þrungið and­rúms­loftið í Krist­janíu og á Norð­ur­brú. Norð­ur­brú er eitt skemmti­leg­asta hverfið í borg­inni en samt veigr­uðu ein­hverjir sér við að fara í ákveðnar götur á kvöldin þar sem exó­tísk glæpa­gengi ung­lings­stráka og mót­or­hjóla­gengi höfðu átt í byssu­bar­dögum eftir að hass­salan var bönnuð í Krist­jan­íu.

Auglýsing

Normalís­er­ing hat­urs­orð­ræðu

Umræðan um átök dópsölu­manna átti til að renna saman við umræðu um mót­mælin gegn skop­mynd­unum af spá­mann­inum Múhameð og annað ótengt svo í með­vit­und sam­fé­lags­ins varð til ímynduð inn­flytj­enda­grýla sem reykti stöðugt hass um leið og hún for­dæmdi tján­ing­ar­frelsið og sprengdi stræt­is­vagna.

Dönsk sam­fé­lags­um­ræða var þó, þá sem fyrr, oft skemmti­lega kald­hæðin og djörf, í anda húmors vinar okk­ar. En kald­hæðnin varð ekki til þess fallin að grynnka á spenn­unni í sam­fé­lag­inu – sem pólaríser­að­ist þegar verst lét í háðs­glósum mein­fynd­inna menn­ing­ar­post­ula og hvat­vísum upp­hróp­unum við­kvæms flótta­fólks í stöðugri vörn.

Til­finn­inga­þrungin umræða í bland við æsifrétta­mennsku ýtti undir ótta fólks við að sitja í almenn­ings­far­ar­tæki ásamt mann­eskju sem leit út fyrir að upp­fylla ster­íótýpíska hug­mynd um múslima frekar en hug­mynd­ina um hrein­rækt­aðan Dana í sjötta lið. Niðr­andi orð­ræða í garð inn­flytj­enda og flótta­fólks var orðin útbreidd, eins og hún fengi and­rými til að normalíser­ast.

Íslenskur inn­flytj­andi

Sjálf átti ég til að upp­lifa mig sem fyrrum nýlendu­búa eða svo­kall­að­aðan isperker. Ég hef búið í fjórum erlendum löndum en aldrei fundið eins oft fyrir því í dag­lega líf­inu að vera aðgreind ann­ars flokks sem inn­flytj­andi og hjá dönsku frænd­þjóð­inni – þó að ég væri að gefa út skáld­sögur þar og ætti góða danska vini og kollega. Það var skrýtin lífs­reynsla að finna að hreim­ur­inn minn fékk fólk á förnum vegi til að ákveða hvernig ég væri.

Maður fann því til sam­líð­unar með þeim sem upp­lifðu sig fórn­ar­lömb menn­ing­ar­legrar mis­mun­unar á ein­hvern hátt. Og í þessu and­rúms­lofti átti það helst við múslima.

Síðan þá hafa for­dómar gagn­vart múslimum orðið æ fyr­ir­ferð­ar­meiri og ótti Vest­ur­landa­búa við hryðju­verka­árásir hefur vaxið og tekið á sig ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Á þessum tíma hef ég átt heima í hverfum þar sem búa fjöl­margir múslimar, bæði í Barcelona og Berlín, og allt þetta fólk er stöðug áminn­ing um að múslimar, með allan sinn inn­byrðis ólíka bak­grunn, eru upp til hópa, eins og fólk yfir­leitt, ein­lægir í ásetn­ingnum að fá hvers­dags­lífið til að fún­kera – og að menn­ing­ar­legur ágrein­ingur er óhjá­kvæmi­legur en eðli­legur fylgi­fiskur fjöl­menn­ing­ar. Ef allar þessar millj­ónir manna og kvenna aðhyllt­ust eins öfga­fullar hug­myndir og sumir ætla þeim, þá hefði töl­fræði­lega verið hægð­ar­leikur að marg­sprengja Evr­ópu í tætlur síð­ustu árin.

Til­beiðsla tölvu­leikja eða íslam

Ég ótt­ast ekki múslima frekar en aðra, aftur á móti þekki ég ótt­ann við árásir vit­firr­inga almennt. Um dag­inn heyrði ég skell í Kringl­unni. Ef ég hefði heyrt skell­inn í versl­un­ar­mið­stöð í vin­sælu hverfi í Berlín hefðu fyrstu við­brögðin verið að leita útgöngu­leið­ar.

Frétta­flutn­ingur vest­rænna miðla síð­ustu árin hefur fætt af sér þá skrum­skældu mynd að hryðju­verk póli­tískra bók­stafs­trú­ar­manna séu dag­legt brauð. En hverju ódæði eru gerð slík skil að þau skilja eftir sig rang­hug­myndir eins og eftir pöntun ódæð­is­manna. Það sér ekki fyrir end­ann á þeim og eitt­hvað hræði­legt gæti gerst á morg­un, hvar sem er – en þau eru samt ekki algeng í stóra sam­heng­inu. Oftar en ekki er ódæð­is­mað­ur­inn vit­firrtur ein­fari, hvort sem hann aðhyllist íslam eða til­biður tölvu­leiki eins og Breivik. Nú er rúmt ár síðan vöru­bíll keyrði inn á jóla­markað skammt frá hverf­inu þar sem ég bjó í Berlín. Um svipað leyti gekk vinur minn yfir torgið og tvær íslenskar vin­konur hjól­uðu fram­hjá. Sjálf hafði ég komið við þarna skömmu áður og leitt hug­ann að því að stað­setn­ingin væri tákn­rænt skot­mark við hlið Kaiser-Wil­helm Gedächtniskirche sem var sprengd í seinni heims­styrj­öld­inni en látin standa til áminn­ingar um fánýti stríðs.

Þannig var ég farin að hugsa en sporn­aði gegn ótt­anum með því að láta hann ekki ráða för. Ef ég fór með barn­inu mínu í mann­þröng í versl­un­ar­mið­stöð eða lest fann ég, þegar síst varði, fyrir með­vit­und um árás vit­firr­ings. Ótt­inn var ekki rök­rétt­ur. En raun­veru­leg­ur. Ég skynj­aði það við að flytja aftur til Íslands, þá hvarf inni­lok­un­ar­kenndin sem var farin að elta mig inn í mann­þröng á vin­sælum stöð­um. En auð­vitað eru líka vit­firr­ingar á Íslandi sem geta framið ódæði…

Her­menn að und­ir­búa hryðju­verk

Nú má ekki gera lítið úr hættu á hryðju­verkum og leyni­þjón­ustur hafa komið í veg fyrir mörg. Í borg eins og Berlín er spennan stundum áþreif­an­leg, eins og þegar bryn­varðar lög­reglur hlupu okkur mæðginin nán­ast niður við leit að grun­uðum hryðju­verka­manni, stuttu eftir að mað­ur, grun­aður um að leggja á ráðin um hryðju­verk, hafði verið hand­tek­inn í stiga­gangi vina okk­ar.

Nokkru áður hafði ég fengið hræði­lega 7-evru klipp­ingu á Cut­man á aðal­göt­unni í hverf­inu og síðar orðið vitni að því þegar tugir lög­reglu­manna þyrpt­ust þangað inn til að hand­taka einn klipp­ar­ann. Borgar sig ekki að láta öfga­mann klippa sig – skrif­aði vinur minn á face­book-­vegg­inn minn.

Í Barcelona reyndi elli­líf­eyr­is­þegi í næstu götu við heim­ili mitt að sprengja neð­an­jarð­ar­lest­ina – vænsti karl og góður afi, sagði apó­tek­ar­inn þar stein­hissa. Kol­brún Berg­þórs var nálæg slíkri árás í sömu borg um dag­inn og aðrir vinir mínir hafa verið í næsta nágrenni við hryðju­verka­árás­ir. En vit­firr­ing­arnir eru víða og alls­kon­ar, í Þýska­landi komst nýlega upp um her­menn sem ætl­uðu að fremja hryðju­verk til þess eins að koma sök­inni á múslima.

Ofbeldi orð­anna

Vit­firr­ingar fremja ódæði og yfir­völd remb­ast við að koma vörnum við. En á sama tíma er áskorun að láta ekki ótt­ann villa sér sýn og búa til grýlur úr sak­lausu fólki. Þessi ótti gýs upp í hvert skipti sem við heyrum af gölnum ein­fara í Evr­ópu sem gengur af göfl­un­um. Þessi ótti ræðst með orðum og for­dómum – ofbeldi – á sak­laust fólk. Það er ekki spurn­ing um hvort það verði bráðum annað hryðju­verk eða hvort Íslend­ingar verði þar nálægt. Það verð­ur. Stóra spurn­ingin er: Hvernig eru við­brögð okkar við hryðju­verki?

Eng­inn á skilið að vera dæmdur á öðrum for­sendum en eigin orðum og gerð­um. Íslenskur inn­flytj­andi í Köben á ekki skilið að vera upp­nefndur isperker. Ungur maður ætt­aður frá … til dæmis Íran á ekki skilið að vera upp­nefndur perker – eða hryðju­verka­mað­ur. Ótti okkar við ofbeldi afsakar ekki ofbeldi gagn­vart sak­lausu fólki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit