Auglýsing

Áreitni hefur verið hluti af öllu sem ég tek mér fyrir hendur á sviði skemmt­ana­iðn­að­ar­ins, nema í burlesque-inu þar sem ríkir full­komin virð­ing, traust og konu er 100% trúað þegar hún biður um að láta fjar­lægja óþægi­lega nær­veru úr partý­inu. Í kjöl­far #metoo bylt­ingar slá margir sér á jafn­rétt­is­brjóst og segja að nú sé komið nóg og að nú verði sko tekið á áreitni. Mikið var ég glöð, loks­ins verður mark á mér tek­ið, og fólkið sem er dóna­legt fær ekki að mæta! En þetta er ekki svona ein­falt, og hér neðar er glæ­nýtt dæmi um týpíska áreitni.

Áður en lengra er hald­ið:

„Af hverju pakk­að­irðu ekki bara saman og fór­st?” Því að ég er ráðin í x mik­inn tíma og ég neita að láta einn ógeð­skall eyði­leggja kvöld allra þó hann eyði­leggi mitt kvöld, en eitt kvöldið mun það ger­ast ef þessu kjaftæði linnir ekki.

Auglýsing

„Af hverju kvart­arðu ekki í skemmti­nefnd/­mannauðs­stjóra?”

Ég geri það. Og fæ alltaf svör á borð við „Ónei, ekki aft­ur. Hann er alveg aga­leg­ur.”

If you cant stand the heat stay out of the kitchen.”

Nei, meira svona það er ekki eðli­legt að áreita mann­eskj­ur.

„Af hverju ertu ekki með almenni­legt DJ búr og borð og svona til að vernda þig?”

Vitið þið, það er bara eitt sem kemur í veg fyrir áreiti og það er áreit­ar­inn sjálf­ur, og ef verk­ferlar eru skýrir þá mun það fá áreit­ar­ann til að hugsa sig tvisvar um.

Í byrjun des­em­ber á árinu sem leið lenti ég í óþægi­legu atviki hjá fyr­ir­tæki sem ég hef oft starfað fyrir áður án alls svona ves­ens og ákvað því að taka ekki með mér sjapp­erón í þetta skipt­ið. Ég sendi mannauðs­stjór­anum bréf eftir þetta partý vegna manns sem lét mig ekki í friði, og ég veit að með því að tjá mig um þetta á þessum vett­vangi verður mér ekki boðið aftur að skemmta fyrir þetta fyr­ir­tæki. Þannig virkar þögg­un, ef ég segi frá á ég hættu á að skerða tekju­mögu­leika mína, en áreit­ar­inn er enn þá í fínni stöðu.

Áreitnin byrj­aði sak­leys­is­lega en þró­að­ist út í það að maður nokk­ur, kall­aður S hér fyrir svín, þrá­spurði mig um hvort hann mætti klípa mig í rass­inn og svo almennan dólg og dóna­leg­heit, sem ég marg­bað hann að hætta og leyfa mér að vinna í friði. Það er ekki fyrr en eftir að hann gerir sér grein fyrir að kona í skemmti­nefnd er vitni OG sér mig ræða þetta við hátt setta konu innan fyr­ir­tæk­is­ins að hann ætlar að biðj­ast afsök­un­ar, sem gengur ágæt­lega, þar til:

S: „En hey, ég spurði um leyf­i.”

M: „Hélstu í alvöru að ég myndi segja já?”

S: „Nei.”

M: „Hver var þá til­gang­ur­inn?”

S: „Mér fannst þetta bara fynd­ið… svona út af þessu #metoo.”

M: „Þetta er ekki fynd­ið. Þetta er veru­leiki kvenna í öllum störf­um. Ég lendi í svona ógeðisköllum eins og þér í öðru hvoru giggi og það er sorg­leg­t.”

Það að upp­lýst­um, mennt­uðum manni, í flottri stöðu hjá rót­grónu fyr­ir­tæki, þyki svona lagað fyndið er banalt. Að halda að #metoo-­bylt­ingin sé enn eitt til­efni til að gera lítið úr konum og að gera sex­ist “grín” er ekki manni í þess­ari stöðu sæm­andi. Að hegða sér svona gagn­vart utan­að­kom­andi aðila í veislu á vegum fyr­ir­tækis er fyr­ir­tæk­inu öllu til skamm­ar.  

Það sem gerir þetta ein­stak­lega asna­legt er að í jafn­rétt­is­stefnu þessa fyr­ir­tækis stend­ur:

„Stefna _______ er að gæta fyllsta jafn­réttis milli kvenna og karla og að starfs­menn njóti jafnra tæki­færa óháð kyn­i.” Í þessu finnst mér fel­ast að að fólk geti sinnt vinnu sinni án kyn­ferð­is­legrar áreitni. Enn frem­ur: #6 Ein­elti, for­dómar og kyn­bundin eða kyn­ferð­is­leg áreitni eru ekki liðin innan ______.

Að eitt­hvað sé ekki liðið er loðið orða­lag. Í þessu fyr­ir­tæki þýðir það að mað­ur­inn var skammaður og mannauðs­stjór­inn ætl­aði svo að segja mér frá því hver næstu skref yrðu. Ég hef ekki heyrt frá honum síðan þarna í byrjun des­em­ber. Þess ber að geta að fyr­ir­tækið hefur fengið ýmsar jafn­rétt­is­við­ur­kenn­ingar og leggur sig fram að taka þátt í alls kyns jafn­rétt­is­verk­efn­um. Ég fékk auð­vitað sím­töl frá fullt af fólki sem var í partý­inu og varð vitni að þessu um hvað það væri miður sín, og að hans hegðun er ekki dæmi­gerð fyrir alla starfs­menn. Það er ekki nóg að svara rétt á jafn­rétt­is­spurn­inga­list­anum sem þið fáið send­an, þið þurfið að gera eitt­hvað í því í alvör­unni þegar svona mál koma upp.

Þetta atvik og þessi „mjeh" við­brögð urðu til þess að ég ákvað að skrifa klausu á heima­síð­una mína um áreitni. Ég nenni nefni­lega ekki að lenda í henni lengur og að tekjur mínar séu skertar því ég neyð­ist til að taka með mér „líf­vörð.” Klaus­una sendi ég svo á alla þá sem höfðu bókað mig næstu vik­urn­ar. Lang­flestir voru jákvæð­ir, en ég missti í alvöru tvo við­burði því að fólk gat ekki lofað því að ég yrði ekki fyrir áreitni, eða treysti sér til að taka á henni ef hún ætti sér stað. Svo þar, svart á hvítu, missti ég tekjur upp á 380.000 krónur því að ég mun ekki halda kjafti og láta áreitni yfir mig ganga.

Lögum þetta kjaftæði og skemmtum okkur fal­lega. Við eigum það öll skil­ið.

Við­bót: Eftir að pistill­inn birt­ist fyrst hefur umrætt fyr­ir­tæki haft sam­band við mig og óskað eftir fundi, þar sem farið verður yfir verk­ferla um mál sem tengj­ast áreitni. Það ber að þakka og virða, og vona ég að eitt­hvað komi út úr því svo að betur verði tekið á slíkum málum í fram­tíð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði