Endastöðin eða Alheims-karlrembu-kaffihúsið

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar sig frá kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir í Berlín þegar hún bjó þar. Hún lýsir sínum eigin mótsagnakenndu viðbrögðum sem hún upplifði eftir á, varnarleysi og meðvirkni.

Auglýsing

Hann var um sex­tugt, karl­inn sem sleikti sól­ina í dyra­gætt­inni á karla­kaffi­hús­inu undir skilti þar sem stóð á tyrk­nesku: Enda­stöð­in.

Ég bauð góðan dag­inn þar sem ég sil­að­ist keng­bogin fram­hjá að kenna syni mínum að hjóla. Karl­inn ljóm­aði og bað okkur að bíða og skrapp svo inn. Síðan sneri hann aftur með súkkulaði handa syni mínum og spurði hvort það mætti bjóða okkur inn­. Ég var for­vitin en vildi ekki bjóða syni mínum upp á að anda að sér reyk­mett­uðu loft­inu svo ég afþakk­aði og við héldum áfram ferð­inni með súkkulaðið sem bráðn­aði undir eins. Seinna um dag­inn skrif­aði ég á face­book að mér hefði boð­ist að fara inn á alvöru karla­kaffi­hús og að rit­höf­und­inn í mér hefði blóð­langað en konan í mér hikað við það.

Þiggðu boð­ið! skrif­aði vin­kona sem hafði áður átt heima við sömu götu í Berlín. Ég var einu sinni læst úti og fékk að hringja þarna og þetta eru ynd­is­legir karl­ar.

Auglýsing

Mér leið svo­lítið aula­lega við að lesa þetta og hét því að þiggja boðið ef það gæf­ist aft­ur.

Atlaga karls­ins

Nokkru síðar fór ég út að hlaupa og var að setja upp heyrn­ar­tólin þegar karl­inn steig út í dyra­gætt­ina og bauð mér að kíkja inn. Og ég þáði boð­ið.

Þarna inni sátu þrír eða fjórir yngri menn að spila. Karl­inn bauð mér sæti við borð og náði í kaffi, ekki mokkakafi í silf­ur­bolla – eins og ég hafði gert mér hug­ar­lund – heldur volgt instant-­kaffi. Síðan sett­ist hann og fór að segja mér frá ódám­inum syni sínum sem gæti aldrei gert neitt rétt en um leið strauk hann mér upp lærið og með­fram mjöð­minni.

Þá gerð­ist það skrýtna. Að ég stirðn­aði og það eina sem komst að var að vera ekki ókurt­eis, að standa upp án þess að hann tæki því sem móðg­un, svona líka ákafur að trúa mér fyrir vanda­mál­unum út af syni sín­um. Ég hef oft hugsað um þessi við­brögð, gáttuð á rugl­inu í mér.

Káfið hélt áfram meðan ég reyndi að tauta eitt­hvað í afsök­un­ar­skyni en um leið stigu menn­irnir upp frá spil­unum og kvöddu karl­inn sem reis á fæt­ur, dró fyrir glugg­ann og var í þá mund að loka dyr­unum á eftir þeim þegar ég gerði mig lík­lega til að fara út á eftir mönn­un­um.

Þá stökk karl­inn á mig og slef­blautar varir hans klínd­ust um and­lit mitt og ég rembd­ist við að ýta honum frá mér – og með yfir­nátt­úru­legum krafti tókst mér að slíta mig lausa og ég rauk út og hljóp af stað.

Ég hent­ist blint áfram með Lady Gaga í botni og hjartað líka meðan hug­ur­inn ham­að­ist við að búa til gam­an­sögu úr atburð­in­um. Ég man reyndar að það var eins og hug­ur­inn væri spít­t­að­ur, að hugs­an­irnar væru of hraðar fyrir hug­ann og það var sér­stak­lega óþægi­leg til­finn­ing.

Um stund hljóp ég í ráð­villu en kom loks heim þar sem ég hitti minn þáver­andi eig­in­mann og stjúp­dóttur og sagði þeim hraðmælt í léttum dúr frá asna­skapnum að hafa farið þarna inn beint upp í fangið á karlfauski úr frum­stæðu fjalla­þorpi sem hlyti að hafa farið á mis við lág­marks upp­fræðslu um heil­brigð sam­skipti kynj­anna.

Við­brögð mín voru að búa til kald­hæðn­is­lega for­dóma­þrungna brand­ara um karl­inn og um leið fjöl­menn­ing­ar­sinn­ann mig að hafa toppað sjálfa sig í traustinu að fara þarna inn og bara, eitt­hvað bull. Mér fannst þetta heitt efni í skáld­sögu og hristi þetta af ör af mér, upp­tendruð af því vinna sögu úr því.

Mót­sagna­kennd við­brögð

Ein­hverju sinni gengum við hjónin fram hjá kaffi­hús­inu og eig­in­mað­ur­inn sendi karl­inum illi­lega ógn­andi augna­ráð, mátu­lega mafíósa­leg­ur, því það loddu ein­hverjir grun­sam­lega nýríkir náungar við kaffi­húsið sem park­er­uðu lúxuskerr­unum alltaf upp á stétt, mér og hjólandi syni mínum til trafala.

Við­brögð mín voru að snöggreið­ast mínum fyrr­ver­andi um leið og ég fann til skrýt­innar sam­líð­unar með karl­inum að húka þarna, einn gegn okkur tveim­ur.

Mér varð hugsað til þessa í mat­ar­boði í Reykja­vík um dag­inn þar sem vin­kona mín var að tala um mót­sagna­kennd við­brögð í aðstæðum sem þessum, hvernig hún hefði fundið til sam­úðar með sam­starfs­manni á stofnun hér í bæ sem hafði marg­sinnis áreitt hana en hún ekki viljað kvarta undan hon­um, þó að henni fynd­ist návist hans óþægi­leg.

Ég lét mig nefni­lega hafa það að heilsa karl­inum fyrst í stað og jafn­vel brosa, ef hann vék ekki af stétt­inni og ég átti ein leið fram­hjá.

Fárán­leg hegðun

Síðan fóru svo skrýtnir hlutir að ger­ast að þeir hefðu orðið fínn efni­viður í skáld­sögu. Gall­inn var bara sá að ég átti í erf­ið­leikum með að umbreyta þeim í eitt­hvað annað en líðan mína – sem varð æ furðu­legri.

Kaffi­húsið var stað­sett sömu megin göt­unnar og húsið sem ég bjó í, aðeins örfáum skrefum frá úti­dyr­un­um. Ég var vön að vinna ein heima á dag­inn og fara út að fá mér snarl í hádeg­inu en allt í einu fór ég að veigra mér við að fara út til þess. Mér fannst svo óþægi­legt að þurfa að labba fram­hjá kaffi­hús­inu þar sem karl­inn húkti vana­lega í dyr­un­um.

Einn dag­inn rank­aði ég við mér í hnipri á milli tveggja kyrr­stæðra bíla við umferð­ar­göt­una fyrir framan hús­ið. Þá hafði ég stigið út, séð karl­inn og brugðið svo að ég henti mér á milli bíl­anna og grúfði mig niður meðan ég beið þess í hjart­slátt­ar­kasti að hann færi aftur inn.

Þessi skringi­lega hegðun ágerð­ist; ég faldi mig ítrekað eins og hrædd mús á milli þess sem ég skrif­aði stór­karla­lega pistla í fjöl­miðla á Íslandi og þótt­ist ekki hræð­ast neitt. Ég tók upp á því að hjóla út á kaffi­hús eða labba stóran hring til þurfa ekki að fara þarna fram­hjá. En ég náði botn­inum dag­inn sem ég hljóp með son minn skelf­ingu lostin fyrir hraða traffík­ina á göt­unni til þess að þurfa ekki að labba út göt­una að gang­braut­inni.

Barna­morð og spreng­ing

Á þessu tíma­bili gerð­ist það að tveir litlir drengir á aldur við son minn hurfu með stuttu milli­bili. Þeir höfðu verið pynt­aðir hræði­lega og myrtir af pip­ar­sveini í móð­ur­hús­um. Það var erfitt að leiða þetta hjá sér, sama hvað ég reyndi, því for­síður gulu pressunnar eru aug­lýstar í hverri blaða­sjoppu og varla hægt að kom­ast hjá því að sjá vís­anir í hrika­legan glæp­inn og horfa í augun á þessum litlu drengj­um.

Ein­hvern veg­inn náði þetta tvennt að eyði­leggja borg­ina fyrir mér. Ég hugs­aði ekki rök­rétt, á tíma­bili var ég stöðugt hrædd við fárán­lega hluti og and­vaka af streitu við til­hugs­un­ina um allt sem gæti komið fyrir son minn í næsta nágrenni.

Til að toppa þetta allt saman sprengdi nágranni í blokk á móti heim­ili mínu sig í loft upp um miðja nótt og tók næstu íbúðir með sér í spreng­ing­unni. Svart gapið inn í blokk­ina blasti við með brotnum gluggum lengi á eft­ir, beint and­spænis skrif­borð­inu þar sem ég sat, með stig­vax­andi þrá­hyggju, og skrif­aði.

Vin­konur hefðu feisað karl­inn

Ég sagði engum frá líðan minni því ég átt­aði mig ekki á henni sjálf. Ég hafði búið til gam­an­sögu um atvikið með karl­inum sem þótti fyndin í mat­ar­boðum og það var ekki fyrr en systir mín kom í heim­sókn frá Íslandi að ég við­ur­kenndi fyrir henni hvernig mér liði og hún tengdi það við atvikið á Enda­stöð­inni – sem hún kall­aði Alheimskar­l­rembu­kaffi­hús­ið. Ég hafði smættað atvik­ið, farið ítrekað yfir það í hug­anum og fund­ist það lít­il­vægt miðað við hvað hefði getað ger­st, það eina sem ég skildi ekki voru þessi öfga­fullu við­brögð mín. Mér fannst ég ekki hafa stjórn á neinu lengur og ég var hætt að vilja gera nokkuð á kvöldin nema fara helst klukkan hálf níu í rúmið og kúra þar í öryggi ein með syni mín­um.

Í sumar flutti ég óvænt frá Berlín til Reykja­víkur þar sem ég er nú búin að vera í átta mán­uði og á þeim tíma, í miðri metoo-­bylt­ingu, hef ég náð að sjá hversu skrýtið tíma­bil þetta var. Svo skrýtið að ég skil varla ennþá hvað gerð­ist.

Hér eru mínar gömlu góðu lífs­reyndu vin­konur sem hefðu verið eldsnöggar að feisa þennan karl hefðu þær verið innan seil­ingar og ég er svo þakk­lát fyrir að vera nálægt þeim því sumt getur kona bara rætt við vin­konur sínar til að stað­festa eigin órök­réttu en þó raun­veru­legu upp­lif­un.

Kona í karla­bún­ingi

Það versta við þetta allt er að innst inni hélt ég að eng­inn myndi gera svona við mig. Ég hafði lent í óþægi­legum atvikum á yngri árum og skrifað þau for­dóma­full á æsk­una eins og það væru bara yngri, reynslu­lausar konur sem lentu í svona. Ég hafði árum saman upp­lifað mig sem rit­höf­und frekar en konu eins klikkað og það kann að hljóma; rit­höf­und í karl­kyni í fag­heimi sem hefði roð við hvaða karl­manni sem væri og gæti svarað fullum hálsi.

Ef ég lenti í skrýtnu atviki hristi ég það af mér, ef ein­hver sagði eitt­hvað óvið­eig­andi við mig þótt­ist ég ekki vera týpan sem kippti sér upp við það. Mér fannst ég ekki vera lengur týpan sem væri hægt að beita ofbeldi – eins hroka­fullt og það hljómar – og leit frekar fram­hjá því en að gang­ast við því að ég væri úr sama efni og aðr­ir. Ég get ekki alveg útskýrt þetta, það var eins og árum saman hefði ég ekki viljað kven­gera mig nema bara sem móður með syni mín­um. Og svo rank­aði ég þarna við mér, svín­beygð bak við bíl út af slef­andi karlfugli á einu af karl­rembu­kaffi­húsum heims­ins.

En þetta atvik lifir ekki með mér leng­ur, það er farið úr kerf­inu, aðeins und­ar­leg minn­ing og upp­spretta í for­vitni­legar vanga­velt­ur, sér­stak­lega þegar ég les karla nota mót­sagna­kennd við­brögð kvenna við kyn­ferð­is­legri áreitni gegn þeim. Því það er einmitt það sem við­brögðin eru, mót­sagna­kennd. Þau meika engan sens því kyn­ferð­is­leg áreitni meikar engan sens. Ein­kenni­leg hegðun vekur ein­kenni­leg við­brögð.

Allt verður óeðli­legt.

Hvers­dag­ur­inn óbæri­lega óeðli­leg­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit