Auglýsing

Frjáls við­skipti milli landa og alþjóða­væddur heimur við­skipta er grund­völlur fyrir lífs­kjara­bæt­ingu um allan heim síð­ustu ára­tugi.

Það er svo til óum­deilt, en þrátt fyrir böl­móð - ekki síst hjá okkur fjöl­miðla­fólki í umfjöll­unum frá degi til dags - þá lifum við á spenn­andi tímum og aldrei hefur verið meiri frið­sæld í heim­in­um, heilt á lit­ið.

Skelf­ing­ar­stríðin hluti af til­ver­unni

Skelf­ing­ar­stríð hafa alltaf fylgt mann­kyn­inu og eins og mál standa nú, þá er frið­sæld með mesta móti og svæðum sem barist hafa við örfá­tækt und­an­farna ára­tugi hefur fækk­að.

Auglýsing

Með því að benda á þessar stað­reyndir þá er ekki verið að gera lítið úr þeirri skelf­ingu sem nú þrífst, eða spenn­unni sem aug­ljósa má greina á mörgum svæðum í heim­in­um. Síður en svo. Einmitt vegna þess hvernig staða mála hefur þróast, til betri veg­ar, þá ættu þjóðir heims­ins að eiga auð­veld­ara með sam­starf til að veita hjálp þar sem þarf. Óhætt er að segja að stjórn­mála­mönnum gangi mis­jafn­lega vel upp í þeim efn­um.

Það vakti mann líka til umhugs­unar þegar Mik­hail Gor­bachev, fyrr­ver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, full­yrti í lok jan­ú­ar, að heim­ur­inn væri að búa sig undir stríð. Sér­stak­lega vitn­aði hann til víg­bún­að­ar­kapp­hlaups á landa­mærum margra ríkja í Aust­ur-­Evr­ópu. Að hans mati var þarna farin af stað atburða­rás sem hefði verið mörg ár í und­ir­bún­ingi, og væri nú á þeim stað að stríð - af meiri þunga en þegar hefur verið í gangi - væri lík­lega óum­flýj­an­legt.

Tolla­stríðin auka á vand­ann

Eitt af því sem vekur ugg í brjósti er upp­gangur tolla­vernd­un­ar­tals og hafta­bú­skap­ar. Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, hefur að miklu leyti leitt þessa bylgju, með því að koma á tollum og höftum á við­skipti fyr­ir­tækja í öðrum lönd­um. Þetta er óra­fjarri hug­mynd­inni um alþjóða­væddan heim við­skipta, og það verður að koma í ljós hver áhrifin verða á við­skiptin í heim­in­um.

Þegar hafa komið fram rót­tækar sér­tækar til­lögur. Meðal ann­ars 30 til 50 pró­sent tollur á ákveðnar vör­ur, eins og þvotta­vél­ar, sem eru fluttar til Banda­ríkj­anna. Þá hafa einnig verið settar fram aðgerðir um að hækka tolla á stál og ál. Toll­ur­inn á inn­flutt stál verður 25 pró­sent og 10 pró­sent á inn­flutt ál.

Frek­ari aðgerðir eru í píp­un­um, ef marka má skrif blaða­manna sem eru sér­hæfðir í mál­efnum Hvíta húss­ins. Þar á meðal eru rót­tækar til­lögur um hækkun tolla á inn­flutta bíla, bæði frá Evr­ópu og Asíu.

Mark­miðið með þessum aðgerðum er að skapa störf í Banda­ríkj­un­um, fyrst og fremst. Það er hin yfir­lýsta stefna, en margir ótt­ast að tolla­stríð við önnur mark­aðs­svæði, eins og Evr­ópu­sam­bandið og Kína, muni raska jafn­vægi í alþjóða­við­skiptum með rót­tækum hætti.

Ísland á mikið undir álútflutningi, og gæti skörp hækkun tolla á ál í Bandaríkjunum haft óbein áhrif á Íslandi í gegnum heimsmarkaðsverð.

Spáði nákvæm­lega fyrir um áhrifin

Einn þeirra sem var­aði við þess­ari stefnu Trumps, með ítar­legum skrifum fyrir um ári síðan, var Wall Street goð­sögnin Seth Klarm­an.

Í greinum sem hann sendi fjár­fest­um, sem hann hefur unnið fyrir í meira en 30 ár, sagði hann að ein­angr­un­ar­stefna Trumps gæti grafið undan banda­rísku hag­kerfi til lengdar og raun einnig undan öðrum hag­kerf­um, í ljósi þess hve rót­tækar hug­mynd­irnar væru. 

Þá gæti mikil skatta­lækkun á sama tíma og tollar yrðu hækk­aðir leitt til vax­andi verð­bólgu­þrýst­ings og vanda við að vernda sam­keppn­is­hæfni ákveð­inna geira banda­rísks atvinnu­lífs. Heilu löndin væru einnig undir í þeim efn­um, vegna óbeinna áhrifa. Þá sagði hann nokkuð aug­ljóst að spenna gæti til skamms tíma auk­ist í hag­kerf­inu sem myndi gera starf Seðla­bank­ans erf­ið­ara.

Vaxta­á­kvarð­anir Seðla­banka Banda­ríkj­anna eru síðan ekk­ert einka­mál Banda­ríkj­anna, enda er meira en 60 pró­sent af gjald­eyr­is­forða heims­ins geymdur í Banda­ríkja­dal. Miklar og hraðar breyt­ingar á efna­hags­stefnu Banda­ríkj­anna eru því alltaf ákveðin ögrun við umheim­inn og röskun á við­skiptaum­hverf­inu er grund­völlur dags­legs lífs fólks í heim­in­um.

Ísland á allt undir opnum heimi

Á litla Íslandi, örmark­aði með aðeins 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði, er óhætt að segja að tolla­vernd og hafta­bú­skapur sé umsvifa­mik­ill. Tollum er beitt til að vernda land­búnað og þá er erlend fjár­fest­ing bönnuð með lögum í sjáv­ar­út­vegi, að miklu leyti. Fátt er jafn víðs­fjarri hug­mynd­inni um mark­aðs­bú­skap eins og að banna erlenda fjár­fest­ingu með lögum í ákveðnum geir­um.

Þá má segja að okkar mynt­kerfi sé tolla­vernd í ákveðnum skiln­ingi, þar sem sér íslenskum höftum - ýmist á útflæði eða inn­flæði - hefur verið beitt til að láta hlut­ina falla vel að íslenskum hags­mun­um, einkum þeirra sem eiga fyr­ir­tækin og digr­ustu sjóð­ina.

Til fram­tíðar litið ætti það að vera kapps­mál fyrir Ísland að stuðla að hlut­verki sínu í opnum heimi, og reyna með því að opna á tæki­færi fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Frjáls við­skipti milli landa hafa leitt lífs­kjara­bæt­ingu und­an­far­inna ára­tuga í heim­in­um, og von­andi verða íslenskir stjórn­mála­menn ekki of upp­teknir af því að styðja tolla­stríðs­hug­myndir í út í heimi, hvort sem það er í Bret­landi eða Banda­ríkj­un­um. Stuðn­ing­ur­inn ætti að vera við hið opna og frjálsa, ekki hið lok­aða og hefta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari