Auglýsing

Þótt Ísland hreyki sig af því að vera heims­meist­ari í jafn­rétti, og að hér hafi margt áunn­ist í þeim málum á skömmum tíma, þá skulum við ekki blekkja okkur gagn­vart því að stóru vígin eru eft­ir.

Það að kona hafi verið for­sæt­is­ráð­herra und­an­farna rúma þrjá mán­uði breiðir ekki yfir þá stöðu að hún er ein­ungis önnur konan til að gegna þeirri stöðu í Íslands­sög­unni. Á sama tíma hafa 25 karlar setið á þeim stóli. Konur hafa verið for­sæt­is­ráð­herrar þjóð­ar­innar sam­tals minna en fimm ár. Tvær konur hafa verið fjár­mála­ráð­herrar og haldið um buddu rík­is­sjóðs. Þær gegndu því emb­ætti sam­tals í tæpt eitt og hálft ár. Þá fækk­aði konum á þingi á milli kosn­inga og þær eru nú 38 pró­sent þing­manna. Í rík­is­stjórn sitja fleiri karlar en kon­ur.

­Seðla­bank­anum hefur alltaf verið stýrt af körlum ein­vörð­ungu. Og svo fram­veg­is.

Fjár­mála- og við­skipta­lífið er líka að nán­ast öllu leyti undir stjórn karla. Fimm ár í röð hefur Kjarn­inn fram­kvæmt könnun á því hvernig kynja­skipt­ingin í efsta lagi þeirra sem stýra pen­ingum hér­lend­is. Fimm ár í röð hefur nið­ur­staðan verið nán­ast sú sama: fyrir hverja eina konu sem stýrir pen­ingum á Íslandi eru níu karlar á fleti.

Pen­ingar eru hreyfi­afl sem tryggir völd

Pen­ingar eru hreyfi­afl í mark­aðs­drifnu hag­kerfi. Þeir sem stýra þeim búa yfir valdi til að láta hug­myndir verða að veru­leika og móta allar áherslur í fjár­fest­ing­um.

Ef pen­ing­unum er fyrst og síð­ast stýrt af körlum, og til karla, þá verður aldrei jafn­ræði í sam­fé­lag­inu. Karllægar hug­myndir fá frekar braut­ar­gengi, karlar taka áfram ákvarð­an­ir, karlar halda á völd­un­um.

Stærstu fjár­fest­arnir á Íslandi eru líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eru allt um lykj­andi í við­skipta­líf­inu. Um síð­ustu ára­mót var hrein eign þeirra 3.892 millj­arðar króna. Það eru um þriðj­ungur af heild­ar­fjár­munum sem til eru á Íslandi og sá eign­ar­hlutur mun vaxa á næstu árum. Árið 2060 munu þeir eiga tæp­lega 40 pró­sent allra fjár­muna hér. Árið 2016 áttu líf­eyr­is­sjóð­irnir 70 pró­sent allra mark­aðs­skulda­bréfa á Íslandi og 41 allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni.

Með öðrum orðum þá er vald líf­eyr­is­sjóð­anna gríð­ar­legt. Og þar af leið­andi hafa þeir mikið vald til breyt­inga.

Nær allir stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða eru karl­ar. Líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og rekstr­­ar­­fé­laga verð­bréfa­­sjóða. Flestir á þeim mark­aði hafa þorra tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­­sjóði um þókn­ana­­tekjur fyrir milli­­­göngu í verð­bréfa­­kaup­­um. 18 slík fyr­ir­tæki eru eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þeim er öllum stýrt af körl­um. Þegar litið er yfir starfs­manna­list­ann er ljóst að kynja­hlut­fallið lag­ast ekki mikið þegar neðar í skipu­ritið er kom­ið.

Auglýsing
Það kemur því ekki á óvart að allir for­stjórar skráðra félaga á Íslandi, sem ofan­greindir kaupa hluti í, eru líka karl­ar. All­ir.

Nið­ur­staðan er skýr. Karlar í líf­eyr­is­sjóðum fjár­festa, oft með milli­göngu ann­arra karla, í körl­um.

Breytum líf­eyr­is­sjóð­unum og þá breyt­ist sam­fé­lagið

Konur eru 49 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Það veldur sam­fé­lags­legum skaða þegar þær njóta ekki jafn­réttis hvað varðar völd, áhrif eða laun.

Í ljósi þeirrar sam­þjöpp­unar sem fylgir umfangi líf­eyr­is­sjóða hér­lendis þá er aug­ljós og fljót­leg leið til að breyta þessu jafn­vægi. Hún felst í því að breyta lögum um líf­eyr­is­­sjóði á þann hátt að þeir verði að jafna kynja­hlut­­föll á meðal þeirra sem stýra þeim, á meðal þeirra sem starfa við fjár­­­fest­ingar innan þeirra og á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem byggja til­­veru sína á þókn­ana­­tekjum frá líf­eyr­is­­sjóð­­um. Það er hægt að breyta lög­­unum þannig að líf­eyr­is­­sjóðir fjár­­­festi ekki í skráðum fyr­ir­tækjum sem eru ekki með jafn­­ræði á milli kynja í stjórn­­enda og stjórn­­­ar­­stöð­­um. Og svo fram­­veg­­is.

Þetta er mjög ger­legt. Það eina sem þarf til er tvennt. Í fyrsta lagi þurfum við að við­ur­kenna að karlar halda enn á völd­um, áhrifum og pen­ingum hér­lend­is. Við þurfum að segja það upp­hátt. Og í öðru lagi þurfum við að búa yfir vilja til að breyta því.

Karlar eru nefni­lega ekki hæfi­leik­a­rík­ari en kon­ur. Þeir njóta hins vegar sögu­legra for­rétt­inda sem hafa fleytt þeim í áhrifa- og valda­stöður og þaðan vilja þeir ekki fara.

Þess vegna þarf að ýta þeim til hlið­ar.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 16. mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari