Enn ein ástæðan til þess að ganga í ESB og taka upp evruna

Eiríkur Ragnarsson segir að evran sé ekki fullkomin, en persónulega kunni hann vel að meta hana og Evrópu.

Auglýsing

Bjarna Ben og Katrínu Jak­obs finnst evran glöt­uð. Þor­gerður Katrín og Bene­dikt Jóhann­es­son kunna að meta hana. Pörin tvö eru eflaust sam­mála því að kostur krón­unnar sé sá að með henni getum við sett okkar eigin pen­inga­stefnu. Einnig eru þau eflaust líka sam­mála um gall­ana, sem eru óstöð­ug­leiki og verð­bólgu vesen. Og hvort sé mik­il­væg­ara ríf­ast þau svo um okkur öllum til ánægju og ynd­is­auka.

Evran er ekki full­kom­in, en per­sónu­lega kann ég vel að meta hana. Og ekki bara evr­una, ég kann vel að meta Evr­ópu og er evr­ópusinni. Sú stað­reynd að við Íslend­ingar erum í Schengen og EES hefur bætt líf mitt (og okkar allra) til muna og vona ég að einn dag­inn klárum við Íslend­ingar dæmið og byrjum að borga fyrir franska osta með evrum sem skarta  Brand­en­borgar hlið­inu og Virtú­víksa mann­inum.

Eftir að ég flutti til Þýska­lands byrj­aði ég að borga oftar með reiðu­fé. Þegar ég kem heim til Íslands, eins og ég geri reglu­lega, þá ég held ég mig við það, nema í stað þessa að borga með múltu­berjum og hörpum  borga ég með bisk­upum og fiskum. Eftir stutta dvöl á Íslandi er ég með vasa fulla af fiskum (og kröbbum).

Auglýsing

Þetta er ekki eins mikið vanda­mál fyrir mig í Köln. Þar er ég jú alltaf með slatta af klinki, en aldrei eins mikið og á Íslandi. Og það er góð ástæða fyrir því.

Seðla­banki Evr­ópu gefur út átta mis­mun­andi stærðir mynta (1c, 2c, 5c, 10c, 20c, 50c, 1€ og 2€). Seðla­banki Íslands gefur aðeins út fimm (1 kr., 5 kr., 10 kr., 50 kr., og 100 kr.). Sem gerir það að verkum að þegar maður borgar með reiðufé í Þýska­landi getur sölu­fólk gefið manni stærri ein­ingar til baka. Ein­faldasta dæmið um þetta er það að ef ég borga með 5.000 kr. seðli fyrir eitt­hvað sem kostar 4.998 kr., þá fæ ég tvær 1. kr. til baka á Íslandi, en ef ég borga 50 € seðli fyrir hlut sem kostar 49,98€, þá fæ ég eina 2c mynt til baka. Og Þarf því að burð­ast með helm­ingi færri ein­ingar í vas­anum í Evr­ópu en á Íslandi.

En að sjálf­sögðu er ekki eitt dæmi nóg. Til þess að meta hversu mikil byrgði þetta væri fyrir þá Íslend­inga sem en borga með pen­ingum þá ákvað ég að búa til mód­el. Það virk­aði þannig að ég sagði við tölv­una að hún ætti að draga úr potti vöru, á verð­bil­inu 500 til 5.000 krónur og aðra vöru í evr­um, á bil­inu 5€ til 50€.

Því næst lét ég tölv­una finna minnsta mögu­lega seðil í báðum mynntum og borga fyrir vör­una með hon­um. Þannig að ef, til að mynda, tölvan valdi vöru að verð­mæti 1.571 kr. Þá valdi mód­elið að borga með 2.000 kr. og gaf mér því til baka 429 kr. í 11 skild­ing­um: fjórum hund­rað köll­um; tveimur tík­öll­um; einum fimm­kalli; og fjórum krón­um. Að sama skapi reikn­aði tölvan það út að í Evrum borg­aði ég með 20€ fengi ég 4,29€ til baka í 6 skild­ing­um: tveimur 2€; einum 20c, einum 5c og tveimur 2c..

Þetta lét ég tölv­una gera miljón sinnum (bók­staf­lega) og út úr því kom að þegar ég borga krónum fæ ég að með­al­tali 7 skild­inga til baka, en ef ég borga með evrum fæ ég aðeins 4.6 skild­inga til baka. Og þar sem maður hefur ekki alltaf tíma við afgreiðslu­borðið að telja saman klink og borga með því þá á maður það oft til að borga bara með seðli og áður en maður veit af eru vasar manns fullir af alls­konar fisk­um..

Það vill reyndar svo til að flestir Íslend­ingar nota ekki krón­ur. Þeir nota bara kort. En það er samt slatti af okkur (að­al­lega ég; gam­al­menni; ferða­menn; og glæpon­ar) sem enn þá notum reiðu­fé. Við værum því rík­is­stjórn Íslands þakk­lát ef þau gerðu okkur lífið ein­fald­ara með því að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, og taka upp evr­una.

En Katrín og Bjarni! Ef þið eruð ekki til í að ganga í ESB, þá gætuð þið kannski hringt upp í Seðla­banka, spurt eftir Má, og beðið hann um að slá: Tveggja; tutt­ugu; og tvö hund­ruð krónu mynt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics