Ein lausn á loftslagsvandanum er að giftast grænmetisætum

Eiríkur Ragnarsson fjallar um „jákvæð ytri áhrif“ þess að vera giftur grænmetisætu.

Auglýsing

Ein lausn á lofts­lags­vand­anum er að gift­ast græn­metisæt­u­m. ­Fyrir stuttu heim­sóttum við konan mín hag­fræð­ing­inn, mann­vin­inn, og góð­vin okkar Ólaf Mar­geirs­son í Sviss. Óli er ein­stak­lega góður gest­gjafi og lagði til að við grill­uðum á svöl­unum hans. Hann sá um pyls­urnar og kart­öfl­urnar á meðan við hjónin græj­uðum sal­at.

Ég útbjó dýr­indis Grískt sal­at, löðrað í fyrsta flokks spænskri ólífu­ol­íu. Þegar ég bar þetta á borð hámuðu við hjónin í okkur sal­atið (ég smakk­aði líka á pyls­unum sem voru ljóm­andi vel grill­að­ar). Óli hins vegar lét sal­atið að mestu eiga sig en át kjötið og kart­öfl­urnar af bestu list.

Að borða aðal­lega kjöt og kart­öflur er alls ekki óal­gengt meðal okkar Íslend­inga. Og þegar við Óli bjuggum saman í Lund­úna­borg árið 2013 þá man ég ekki eftir því að við höfum einu sinni haft bara salat og brauð í kvöld­mat.

Auglýsing

En eftir að ég kynnt­ist breytt­ist kon­unni minni breytt­ist það. Hún er nefni­lega græn­metisæta. Þegar við byrj­uðum að búa saman setti hún sig aldrei á móti kjöt­áti mínu. En þar sem hún er græn­metisæta þurfti ég að sætta mig við að borða það sem hún eld­aði (og þegar ég eld­aði þurfti ég að elda eitt­hvað sem hún vildi líka borða).

En fljót­lega átt­aði ég mig á því að kjöt og kart­öflur eru ekki einu hita­ein­ing­arnar sem bragð­ast vel. Til dæmis er hægt að nota spínat í nán­ast allt, aspas með smjöri og salti er himneskt og grískt salat sem og bauna­sa­löt eru herra­manns­mat­ur. Og súr­kál, fyrir utan það að vera fing­ur-­s­leikj­and­i-­gott með­læti, fer vel í súpu og ofn­rétti.

„Já­kvæð ytri áhrif“ er hag­fræði­hug­tak sem lýsir því þegar hegðun eins aðila hefur jákvæð áhrif á líf ann­ars. Þannig með því að ákveða að vera kærastan mín, og seinna konan mín, hefur Hanna, án nokk­urrar fórn­ar, gert mig að heil­brigð­ari manni með rík­ari bragð­lauka.

En jákvæðu ytri áhrifin enda ekki þar. Því eins og allir vita þá spilar þetta mikla kjötát mann­kyns stóran þátt í hnatt­rænni hlýn­un. Ef ég gef mér að áður hafi verið meðal kjöt­æta og kjöt­neysla mín hafi síðan dreg­ist saman um 80%, þá má reikna það út að hjóna­band okkar hafi dregið úr CO2e fótspori mínu um um það bil 800kg á ári. Það er kannski ekki mik­ið, en molar eru líka brauð. Ef ég næ 90 ára aldri þá er þessi pörun sam­bæri­leg því að ég legði bílnum mínum í um það bil 10 ár (ef ég ætti bíl, það er að segja).

En af hverju að hætta þar. Ég er bara einn Íslend­ing­ur. Ímyndið ykkur ef við myndum hvetja alla Íslend­inga sem borða kjöt til þess að gift­ast græn­metisæt­um. Sam­kvæmt könnun Land­læknis frá árinu 2012 borð­uðu um það bil 0.8% karla og 1.5% kvenna á Íslandi borði aldrei kjöt. Síðan þá hafa græn­metisætum eflaust fjölgað tals­vert, og því óhætt að námunda þessar tölur upp í 1% og 2%. Þýðir þetta það að á Íslandi í dag séu um 1.750 karl­kyns og 3.500 kven­kyns græn­metisætur (sem er eflaust færri en raunin er). Ef allar þessar græn­metisætu­konur myndu gift­ast kjöt­ætu af hinu kyn­inu (eða af sama kyn­i), þá myndi hlut­fall græn­metisætna á Íslandi tvö­faldast: úr 5.250 upp í 10.500!

Nútíma karlar (sem ekki eru í erf­ið­is­vinnu) þurfa um það bil 2.700 hita­ein­ingar á dag og konur um það bil 2.200. Þar sem við Íslend­ingar erum ansi dug­legir í rækt­inni og sumir í erf­ið­is­vinnu þá er ekki ólík­legt þessar tölur séu í lægri kant­in­um, en samt sem áður hægt að not­ast við.

Tals­verð óvissa er í útreikn­ingum sem tengj­ast losun gróð­ur­hús­loft­teg­unda, en í rann­sókn frá árinu 2014 kemur það fram að fyrir hvert hita­ein­ing­ar­gramm sem græn­metisæta neytir fram­leiðir hún um það bil 1.9 jafn­gild­is­grömm af koltví­sýr­ing (CO2e). Hin meðal kjöt­æta fram­leiðir aftur á móti um það bil 2.9 grömm. Sem sagt, kjöt­ætur menga um það bil 50% meira en græn­metisæt­ur!

Konur menga minna, sama hvort þær séu grænmetisætur eða ekki. Heimild: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4372775/ og útreikningar Eikonomics.

Þetta þýðir það að ef þessar 5.250 græn­metisætur finna sér maka sem er kjöt­æta og ná að koma þeim í koll að bakað súr­kál með kart­öfl­um, með kannski bara smá kjöt­bita til að bragð­bæta, sé ekk­ert verra en kótel­ettur með rabbabara­sultu og kart­öfl­um, þá myndi það þýða að Íslend­ingar kæmu til með draga úr CO2e losun sem nemur tæp­lega 5 þús­und tonn­um, á ári. Það er á pari við það að taka rúm­lega þús­und bíla úr umferð. Sem er ekki slæmt.

Von­andi halda vin­sældir græn­met­is­matar­æðis áfram að vaxa. Því þegar græn­metisætum fjölgar þá aukast lík­urnar á því að þær finni sér lífs­föru­naut sem borðar kjöt. Og von­andi einn dag­inn verður sú kjöt­æta að sem­i-græn­metisætu. Ég held að þetta sé það sem maður kallar að slá tvær flugur í einu höggi.

Sam­kvæmt rann­sókn Swis­veg eru um það bil 14% Sviss­lend­inga græn­metisæt­ur. Því er ekki ólík­legt að næst þegar ég kem í heim­sókn til Óla að hann verði komin í sam­band við græn­metisætu. Þá þegar við grillum næst fær gríska sal­atið mitt kannski meira pláss á disknum hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics