Auglýsing

Í nýaf­stöð­unum mið­kjör­tíma­bils­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum kom margt mik­il­vægt og jákvætt upp úr köss­unuim í þessum ótrú­lega suðu­potti sem Banda­ríkin eru.

Eitt af því sem ekki hefur stolið fyr­ir­sögn­unum - enda sam­keppnin hörð við Don­ald Trump for­seta - eru miklar breyt­ingar sem náð­ust fram á reglu­verk­inu sem snýr að byss­um.

Mesta skömm sam­fé­lags­ins í Banda­ríkj­unum - eins og Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, komst að orði - eru tíð dauðs­föll vegna byssu­glæpa og skotárása á opin­berum vett­vangi, eins í skól­um, versl­un­ar­rýmum og veit­inga­hús­um. Engin þjóð í heim­inum er neitt nálægt Banda­ríkj­unum hvað þetta varð­ar, og er þjóð­ar­skömm rétt orð til að lýsa þeim tölum sem sýna hvernig staðan er.

Auglýsing

Byssu­lög­gjöfin - og reglur innan ríkja - eru mik­il­vægt tól þegar kemur að byssum, en erf­ið­lega hefur gengið að breyta lög­unum nægi­lega mik­ið, til að hafa áhrif til góðs. Ástæðan er sú að stjórn­mála­menn hafa ekki haft nægi­legan vilja til breyt­inga, og það á einkum við Repúblik­ana og þá sem styðja mál­staða Sam­taka byssu­eig­enda (NRA). 

Bar­átta sam­tak­anna snýr meðal ann­ars að því að berj­ast gegn öllum breyt­ing­um, þar sem tak­mark­anir eru settar upp á því hverjir megi eign­ast byss­ur, og þá ekki síst hern­að­ar­vopn eins og sjálf­virka riffla sem hann­aðir eru til að drepa menn í einu skot­i. 

Glæp­ur­inn hrylli­legi 14. febr­úar á þessu ári, mark­aði þátta­skil í bar­átt­unni gegn byssu­tengdnum glæp­um. Í skotárás þar sem 17 létu­st, þar af stór hluti ungt fólk sem var meðal nem­enda í Marjory Sto­neman Dou­glas High School í Park­land í Flór­ída.

Í fram­hald­inu reis ungt fólk upp - með bekkj­ar­systk­ini þeirra sem lét­ust í broddi fylk­ingar - og krafð­ist úrbóta. Mót­mæli vítt og breitt um Banda­rík­in. Fundir með ráða­mönn­um. Þrýst­ingur á fyr­ir­tæki. Og fleira til. 

Breyt­ingar voru allt í einu sjá­an­leg­ar, sem ekki höfðu verið það áður. Og margt af því sem ung­mennin börð­ust fyrir var stað­fest vítt og breitt í Banda­ríkj­unum í kosn­ing­um. Ungt fólk kaus mun frekar Demókrata en Repúblik­ana - eins og kann­anir hafa gefið til kynna, und­an­farna mán­uði - en þegar kom að byssu­lög­gjöf­inni og strang­ari reglum fyrir byssu­eig­endur - þá birt­ist þverpóli­tískur vilji fólks. „Stór­sigur fyrir þá sem vilja strang­ara reglu­verk fyrir byssu­eig­end­ur,“ segði í umfjöllun Vox.



Í kjöl­far árásanna í Park­land þá ákváðu fyr­ir­tæki - loks­ins - að bregð­ast við og hækka lág­marks­aldur þeirra sem máttu kaupa hern­að­ar­vopn eins og AR15 riffla og fleiri dráp­stól. Wal­mart gerði þetta meðal ann­ars, og fleiri fyr­ir­tæki einnig. Bylgja fór af stað.

Í kosn­ing­unum sem nú eru nýaf­staðnar var kosið um strang­ari byssu­reglu­verk í mörgum ríkj­um. Hækkun á lág­marks­aldri byssu­kaup­enda úr 18 í 21 ár var sam­þykkt víða, en einnig mun strang­ari reglur um skoðun á bak­grunni þeirra sem kaupa byss­ur, sér­stak­lega þau vopn sem eru sér­stak­lega hættu­leg og hafa oft verið þau sem morð­ingjar nota til að drepa fólk í skotárás­um.

Það merki­lega er, að þetta gerð­ist nokkuð hljóð­lega, eftir að ung­mennin frá Park­land náðu að koma mál­inu upp á yfir­borðið og ná eyrum valda­fólks­ins í stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Þá var eins og stjórn­ar­skráin - og inni­halds­laus della NRA og fylg­is­manna sam­tak­anna á þingi - hætti að skipta veru­lega miklu máli. 

Þetta gerð­ist ekki átaka­laust þar sem margt af því fólki sem barð­ist hvað mest fyrir breyt­ing­um, fékk yfir sig morð­hót­anir og árásir á fjöl­skyldur sín­ar, miss­erum sam­an. Samt héldu þau áfram og breyttu heim­in­um.

Park­land-á­hrifin eru mögnuð og sýna hvað það getur verið jákvæður afl­vaki fyrir sam­fé­lag­ið, að leyfa ungu fólki að tala skýrt og skor­in­ort, breyta eftir vilja þess. Það er næmt á það sem skiptir máli og leggur gott til mik­il­vægra mála. 

Langan tíma tekur að breyta byssu­menn­ing­una í Banda­ríkj­un­um, sem á sér víða djúp­stæðar rætur og eflaust tengsl við hern­að­ar­hugs­un­ar­hátt­inn í þessu flókna sam­fé­lagi ólíkra ríkja, en breyt­ingar í rétta átt eru stór­sig­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari