Sæstrengurinn endurvakinn

Auglýsing

Hug­myndin um lagn­ingu sæstrengs frá Íslandi til ann­arra Evr­ópu­ríkja hefur fengið end­ur­nýjun líf­daga á síð­ustu vik­um. 

Skiptar skoð­anir eru um ágæti slíkrar fram­kvæmd­ar, en fylgj­endur hennar benda á auk­inn arð af auð­lindum og minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á meðan and­stæð­ingar ótt­ast að hún leiði til hærra raf­orku­verðs. Til við­bótar við verð­hækkun til neyt­enda gæti streng­ur­inn sömu­leiðis haft nei­kvæð áhrif á stór­iðju og starf­semi gagna­vera fyrir raf­mynt­ir. En hvort vegur ábat­inn eða kostn­að­ur­inn af lagn­ingu sæstrengs þyngra?

Gömul saga og ný

Fyrstu hug­myndir um flutn­ing á raf­orku frá Íslandi voru settar fram fyrir meira en 60 árum þegar mögu­leik­inn á raf­streng til Skotlands var skoð­að­ur.

Á und­an­förnum ára­tugum hefur Lands­virkjun svo kannað hag­kvæmni slíkrar teng­ingar með reglu­legu milli­bili, en frá árinu 2009 hafa komið upp vís­bend­ingar um að sæstrengur milli Íslands og Bret­lands gæti falið í sér mikil verð­mæti.

Á árunum 2013-2016 unnu svo bresk og íslensk yfir­völd náið saman til að kanna fýsi­leika sæstrengs á milli land­anna tveggja, auk þess sem breskir fjár­festar stofn­uðu félag sem leit­aði að frek­ari fjár­mögnun fyrir verk­efn­ið. Á því tíma­bili lét hið opin­bera á Íslandi gera þrjár skýrsl­ur; tvær að beiðni atvinnu­vega-og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins og ein að beiðni Lands­nets. Nið­ur­staða þeirra allra var sú að bygg­ing sæstrengs­ins yrði lík­lega hag­kvæm og arð­söm, að því gefnu að íslensk yfir­völd bæru ekki alla hætt­una af fjár­fest­ing­unni og að Bretar myndu halda áfram að nið­ur­greiða end­ur­nýj­an­lega orku líkt og þeir gera nú.

Auglýsing

Lítið heyrst

Frá síð­ustu skýrslu­skil­unum árið 2016 hefur lítið heyrst frá Íslandi og Bret­landi vegna verk­efn­is­ins og enn er hvorki komið á hreint hvernig fjár­mögn­unin yrði né hverjir bæru ábyrgð á stærstu áhættu­þátt­un­um.

Áhug­inn á verk­efn­inu virð­ist þó enn vera til stað­ar, en Hörður Árna­son for­stjóri Lands­virkj­unar studdi verk­efnið í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 fyrr á árinu og félagið Atl­antic Superconn­ect­ion leitar enn að fjár­festum fyrir það. Verk­efnið er einnig enn á lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir mik­il­væg inn­viða­verk­efni í orku­mál­um.

Að öllum lík­indum er fjár­mögnun aðgerð­ar­innar sjálfrar stærsta hindr­un­in, en talið er að hún muni kosta á bil­inu 800-1100 millj­arða íslenskra króna í dag. Þar að auki þyrfti lík­lega að bæta við orku­fram­leiðslu hér á landi til að ann­ast auk­inni eft­ir­spurn, annað hvort með vatns­-eða vind­virkj­unum.

Á síð­ustu vikum hefur svo mögu­legur sæstrengur borist aftur í tal í sam­bandi við inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Með inn­leið­ingu pakk­ans yrði sam­evr­ópskri stofnun gefið eft­ir­lits­vald á orku­við­skiptum milli ríkja innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, en ýmsir stjórn­mála­menn hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögu­legs full­veld­is­fram­sals sem því fylg­ir. Þessu svar­aði Guðni Jóhann­es­son orku­mála­stjóri í Kast­ljósi í síð­ustu viku, en sam­kvæmt honum hefði sam­þykkt pakk­ans engin áhrif svo lengi sem eng­inn sæstrengur lægi til Evr­ópu. 

Á hinn bóg­inn er lík­legt að sæstrengur verði lagður fyrr eða síðar frá land­inu, þar sem hag­kvæmni þess eykst með vax­andi þörf fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í heim­in­um. Sam­hliða hækk­andi heims­mark­aðs­verði á raf­orku verður sér­staða Íslands ein­ungis verð­mæt­ari á kom­andi árum þar sem hér er nægt fram­boð af umhverf­is­vænni orku.

Trú erlendra fjár­festa á verk­efnið virð­ist heldur ekki hafa horf­ið, en Frétta­blaðið greindi fyrr í vik­unni frá kaupum eins þeirra sem unnið hefur að lagn­ingu strengs­ins á hlut í HS orku.

„Ein­hvers­konar álstreng­ur“

Þrátt fyrir að eng­inn raf­orku­strengur tengi Ísland við önnur lönd enn sem komið er flytjum við meg­in­þorra orkunnar okkar út með óbeinum hætti. Um 80 pró­sent af raf­orkunni sem fram­leidd er hér á landi eru seld til erlendra stór­fyr­ir­tækja, þá helst til álvinnslu. Þetta benti Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-­iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, á í við­tali við Kjarn­ann í síð­asta mán­uði, en sam­kvæmt henni mætti segja að „ein­hvers­konar álstreng­ur“ liggi frá land­inu nú þeg­ar. Til við­bótar við stór­iðju­fram­leiðslu hafa ýmis önnur fyr­ir­tæki hér á landi byggt starf­semi sína á þeirri for­sendu að raf­orku­verð sé lægra en ann­ars stað­ar, líkt og gagna­ver fyrir raf­mynt­ir. Slík starf­semi er gríð­ar­lega orku­frek, en sam­kvæmt Stund­inni notar gagna­ver Advania í Reykja­nesbæ eitt pró­sent af allri orku­fram­leiðslu lands­ins.

Með teng­ingu Íslands við raf­orku­markað í Evr­ópu í gegnum sæstreng yrði verð­hækkun á raf­magni óhjá­kvæmi­leg, ann­ars yrði aldrei arð­bært að ráð­ast í fram­kvæmd hans. Áður­nefndar skýrslur búast við 8-10 pró­senta verð­hækkun til fyr­ir­tækja og heim­ila á Íslandi vegna sæstrengs­ins, en með því þyng­ist greiðslu­byrði neyt­enda auk þess sem rekstr­ar­skil­yrði álstrengs­ins svo­kall­aða versna tölu­vert.

Auð­lindaarður

Hvers vegna er sæstrengnum þá hampað þrátt fyrir að lagn­ing hans komi niður á íslenskum neyt­endum og setji fyr­ir­tækjum þrengri skorð­ur? Svar við þeirri spurn­ingu liggur meðal ann­ars í auknum arði þjóð­ar­innar af nátt­úru­auð­lindum lands­ins.

Þessa stund­ina er orkan sem við fram­leiðum mun verð­mæt­ari en hún kost­ar. Með teng­ingu við alþjóð­lega mark­aði feng­ist rétt­ara verð fyrir hana sem myndi betur end­ur­spegla raun­veru­legt virði fram­leiðslu okkar á henni en nú er gert. Þar sem orku­fram­leiðsla er í höndum hins opin­bera hér á landi hagn­ast því öll þjóðin á hærra raf­orku­verði, að því gefnu að hægt sé að selja ork­una erlend­is.

Verð­hækk­unin yrði þó á kostnað erlendra stór­iðju­fyr­ir­tækja sem reiða sig á lágt raf­orku­verð­lag til þess að geta hagn­ast meir á fram­leiðslu sinni. Raunar má segja að með lagn­ingu sæstrengs fær­ist arð­ur­inn af einni helstu nátt­úru­auð­lind lands­ins frá stór­iðj­unni til íslensku þjóð­ar­inn­ar. Sam­kvæmt öllum skýrsl­unum sem gerðar voru um sæstreng­inn yrði slíkur arður mun meiri en sam­an­lagt tap íslenskra heim­ila vegna hærra raf­orku­verðs.

Losun og neyslu stillt í hóf

Önnur og mik­il­væg­ari rök fyrir lagn­ingu sæstrengs­ins tengj­ast þó lofts­lags­mál­um.

Með sölu á íslenskri raf­orku erlendis stæði fleiri Evr­ópu­búum til boða að kaupa mun hreinni orku en áður og gætu því dregið úr kolefn­islosun sem um mun­ar. Sam­kvæmt mati Evr­ópu­sam­taka rekstr­ar­að­ila flutn­ings­kerfa (ENTSO-E) myndi fyr­ir­hug­aður sæstrengur milli Íslands og Bret­lands leiða til þess að losun kolefnis drægist saman um tæp milljón tonn á ári, en það jafn­gildir fimmt­ungi af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda lands­ins.

Til við­bótar við minni losun erlendis hefði sæstreng­ur­inn líka jákvæð áhrif á orku­sparnað Íslend­inga. Hækkun orku­verðs sem skilar sér í auknum arði til hins opin­bera mætti líta á sem aukna skatt­lagn­ingu á orku­neyslu hér­lend­is.

Orku­neysla Íslend­inga er næst­mest allra þjóða í heimi ef tekið er til­lit til mann­fjölda og er á pari við olíu­ríkið Kat­ar. Megnið af neysl­unni fer til meng­andi stór­iðju, en þökk sé henni eigum við líka Evr­ópu­met í kolefn­is­út­blæstri á mann. Með svoköll­uðum orku­skatti myndi slík fram­leiðsla ekki lengur njóta þess afsláttar sem hann hefur fengið í formi óeðli­lega lágs orku­verðs hér á landi. Þannig yrði henni stillt í hóf og útblæstri kolefnis sömu­leið­is. Þar að auki myndi skatt­lagn­ingin leiða til þess að fyr­ir­tæki fari síður í áhættu­sama fram­leiðslu líkt og gagna­vinnslu fyrir raf­mynt­ir, sem er gíf­ur­lega orku­frek og keyrð áfram af spá­kaup­mennsku.

Eftir margra ára­tuga umræðu um hugs­an­legan sæstreng frá Íslandi til Evr­ópu er ekki enn komið á hreint hvernig eða hvenær hann yrði að veru­leika, þótt lík­legt sé að hann verði lagður á næstu árum. Lagn­ing strengs­ins og hærra raf­orku­verð yrði til hags­bóta fyrir íslensku þjóð­ina, bæði vegna auk­innar arð­semi af auð­lindum okkar og mik­il­vægrar minnk­unar á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Á­bat­inn yrði tölu­verður þrátt fyr­ir, eða öllu heldur vegna þrengri stöðu stór­iðju og raf­mynt­ar­fram­leiðslu á land­inu og gæti hjálpað til við að svipta okkur þeim vafa­sama titli að til­heyra hópi mestu orku­sóða heims­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None