Svar við yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar

Auglýsing

Síð­ast­lið­inn föstu­dag klukkan 20:22 birt­ist yfir­lýs­ing frá Ágústi Ólafi Ágústs­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-­síðu hans. Í henni greinir hann frá því að hann muni fara í leyfi eftir að hafa fengið áminn­ingu frá flokki sínum vegna atviks sem átti sér stað síð­asta sum­ar. Atvikið snérist um fram­komu hans í garð konu.

Ég er sú kona og máls­at­vika­lýs­ing Ágústar Ólafs, sem fram er sett í yfir­lýs­ingu hans, er ekki í sam­ræmi við upp­lifun mína af atvik­inu. Þá upp­lifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann geng­ist við því að hún væri rétt. Þá upp­lifun rakti ég einnig fyrir trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar og Ágúst Ólafur gerði engar athuga­semdir við mála­vexti. Þeir mála­vextir eru raktir í skrif­legri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og verða þar af leið­andi vart hrakt­ir.

Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvik­inu en hann hefur áður geng­ist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfir­lýs­ingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjöl­miðlar hafa haft sam­band við mig und­an­farna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opin­bert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum hönd­um.

Auglýsing

Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.

Ágúst Ólafur yfir­gaf ekki skrif­stof­una þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á end­anum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.

Vinnu­stað­ur­inn sem Ágúst Ólafur minn­ist á í yfir­lýs­ingu sinni er vinnu­staður minn, Kjarn­inn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfir­gefið bar­inn þar sem við hitt­umst og til­gang­ur­inn með því að fara á vinnu­stað­inn var ein­göngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þing­mað­ur, var í opin­beru sam­bandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjöl­miðlum og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­an­um. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti mis­skilið aðstæð­ur.

Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu.

Mér fannst ég líka algjör­lega nið­ur­lægð og var gjör­sam­lega mis­boðið vegna ítrek­aðra ummæla hans um vits­muni mína og útlit.

Næstu dagar voru mér erf­ið­ir. Ég fann fyrir kvíða og van­líðan og ég ótt­að­ist áfram að atvikið gæti haft áhrif á starfs­ör­yggi mitt. Meðal ann­ars fyllt­ist ég mik­illi van­líðan þegar ég sá hann í fjöl­miðlum eða mynd af honum á net­inu. Eins kveið ég fyrir því að rekast á hann á förnum vegi eða að þurfa starfa minna vegna að sjá eða hitta hann á þing­inu. Þetta átti eftir að vara næstu mán­uði og gerir í raun enn að vissu leyti.

Mér fannst ég þurfa að skila þessum afleið­ingum til ger­and­ans sem hafði orsakað þær. Og við tók löng atburða­rás.

Ég sendi Ágústi Ólafi tölvu­póst á tvö net­föng í vik­unni eftir þar sem hann hafði ekki haft sam­band að fyrra bragði. Hann svar­aði ekki og ég sendi því ítrek­un. Níu dögum eftir atvikið hringdi Ágúst Ólafur í mig og baðst afsök­unar á hegðun sinni. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skila­boðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert.

Seinna um sum­arið ákváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­sögn mína af atvik­inu með neinum hætti og baðst aftur afsök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.

Mér fannst það ekki í lagi að ég væri ein með vit­neskju um þessa hegðun hans og þar með ábyrgð vegna henn­ar. Ég gat ekki hugsað mér að annar ein­stak­lingur myndi síðar lenda í við­líka atviki með hon­um. Því væri eðli­legt að skilja vit­neskj­una um atvikið eftir ann­ars stað­ar. Sér­stak­lega í ljósi þess að um mann í vald­stöðu var að ræða.

Ég hafði því sam­band við Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og greindi honum frá mála­vöxt­um. Hann benti mér á að senda inn erindi til trún­að­ar­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar en hún hafði þá nýlega hafið störf. Ég gerði það þann 19. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Nefndin skil­aði nið­ur­stöðu sinni þann 27. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Nið­ur­staðan var skýr og afger­andi. Í henni seg­ir: „Ágúst Ólafur Ágústs­son sæti áminn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti: Með því að reyna end­ur­tekið og í óþökk þol­anda að kyssa hana á starfs­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að nið­ur­lægja og auð­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi athuga­semdum um útlit hennar og vits­muni þegar til­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­gengið stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og áreitni og bakað félögum sínum í Sam­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins. Ákvörð­unin styðst við verk­lags­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­ferð umkvart­ana á sviði ein­eltis og áreitn­i.“

Ég vil taka það fram að ég ætl­aði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætl­aði ég aldrei að gera þetta mál opin­bert. ­Fyrir mér vakti að fá við­ur­kenn­ingu frá ger­anda á því sem átti sér stað og að skilja upp­lýs­ing­arnar um atvikið eftir hjá öðrum ef við­líka kæmi ein­hvern tím­ann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þol­anda að hann ákveði afleið­ing­ar. Það er Ágústar Ólafs, Sam­fylk­ing­ar­innar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.

Það er ábyrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­boð séu send út í sam­fé­lag­ið. Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing.

Mér finnst jafn­framt mik­il­vægt að fram komi að mér finn­ist auð­vitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. Ef ein­hver vill kyssa aðra mann­eskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef mann­eskja fær aftur á móti neit­un, þá er mik­il­vægt að sá hinn sami beri virð­ingu fyrir þeirri ákvörð­un.

Ég hef reynt að stíga hvert skref yfir­vegað í þessu ferli og gert það sem ég hef talið rétt á hverjum tíma­punkti fyrir sig. 

Einnig er nauð­syn­legt að fólk í valda­stöðum geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem það er í. Fólk í valda­stöðu er ekki „venju­legt“ fólk. Munur á aðstöðu fólks getur skipt sköp­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit