Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS fjallar um íslenskan ­sjáv­ar­út­veg og stefnu stjórnvalda þegar kemur að gjaldtöku fyrir nýtingu á auðlindum.

Auglýsing

Allt frá árdaga fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins, við upp­haf níunda ára­tug­ar ­síð­ustu ald­ar, má finna ýmis konar hug­myndir manna um gjald­töku vegna nýt­ing­ar á auð­lind­um. Með réttu má efast um að umræðan hafi verið tíma­bær á þessum árum þegar afkoma í sjáv­ar­út­vegi var léleg. En hvað um það, hug­mynda­auðgi okk­ar Ís­lend­inga í gjald­töku hefur svo sem sjaldn­ast verið fátæk­leg. Kannski er þetta ekki alslæmt – hug­myndir sem virð­ast rót­tækar í fyrstu, slíp­ast til, breytast og venj­ast með tíð og tíma. Síðar kann svo að fara að hug­mynd verði að veru­leika. Auð­linda­gjaldi í sjáv­ar­út­vegi var form­lega komið á árið 2004, en það hafði hins vegar verið lagt á með óbeinum hætti í gegnum gengið og ýmis kon­ar ­sjóðum sem útgerðir greiddu í um ára­bil. Aðdrag­andi auð­linda­gjalds, eins og við þekkjum það í dag, var því um tveir ára­tug­ir.   

Fleiri auð­lindir en ­sjáv­ar­auð­lind

Um leið og fyrstu hug­myndir um auð­linda­gjald í sjáv­ar­út­vegi litu dags­ins ­ljós komu sam­hliða fram hug­myndir um gjald­töku af öðrum auð­lind­um. Gjald fyr­ir­ nýt­ingu vatns- og hita­orku og nátt­úr­unnar vegna ferða­mennsku var einnig nefn­t. ­Síðar hafa fjar­skipta­tíðni­svið einnig verið nefnd þegar hugað er að mögu­leg­um ­tekjum rík­is­ins af auð­lind­um. En þessar hug­myndir hafa ein­hverra hluta vegna aldrei orðið að veru­leika. Með­ganga hug­mynd­ar­innar um gjald­töku af nýt­ingu fleiri ­nátt­úru­auð­linda en sjáv­ar­auð­lindar er því orðin æði löng.

Nú er sú sem þetta ritar eng­inn tals­maður auk­innar skatt­heimtu, nema ­síður sé. Þó varð ekki hjá því kom­ist að leiða hug­ann að mis­mun­andi afstöðu til­ at­vinnu­greina sem birt­ist í umræðum á vor- og haust­þingi í ár. Þing­menn settu á ræður í marga klukku­tíma og á köflum virt­ist áhugi sumra helst bein­ast að því skrúfa ­sem næst fyrir súr­efni til sjáv­ar­út­vegs­ins, án þess þó að ganga af hon­um ­dauð­um. Það er sér­kenni­leg veg­ferð, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Sú ­veg­ferð verður raunar enn sér­kenni­legri þegar haft er í huga að íslenskur ­sjáv­ar­út­vegur er í fremstu röð í heim­in­um.

Auglýsing

Áherslan öll á gjald­töku

Hlutur sjáv­ar­út­vegs í útflutn­ings­tekjum Íslend­inga hefur farið minnkand­i á umliðnum árum. Ferða­þjón­usta og orku­frekur iðn­aður hafa þar stækkað sinn hlut. Það er vel, enda nauð­syn­legt að fleiri en færri öfl­ugar atvinnu­grein­ar standi undir útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Það vekur hins vegar furðu að áhug­i margra alþing­is­manna á auð­linda­gjaldi ein­skorð­ast við sjáv­ar­út­veg. Ekki nóg með­ að það eigi að kreista úr honum hverja krónu, heldur fá fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og orku­frekum iðn­aði bein­línis skatta­af­slátt. Þessu til við­bót­ar má nefna að engin atvinnu­grein á Íslandi hefur náð eins miklum árangri í að ­draga úr olíu­notkun og sjáv­ar­út­veg­ur­inn. Á tímum þegar stjórn­völd leggja ­sér­staka áherslu á umhverf­is­mál, þá hefði mátt halda að greinin fengi not­ið þessa í ein­hverju, svo gera mætti enn betur með fjár­fest­ingum í nýrri tækni til­ ­sjós og lands. Því er ekki að heilsa.  

Aðrir þættir skila meiru

Umræður um nán­­ast allt annað í sjáv­ar­út­vegi en veiði­gjald liggja óbætt­ar hjá garði og er það mið­ur. En um hvað á að ræða, kann ein­hver að spyrj­a? ­Ís­lenskur sjáv­ar­út­vegur er einn sá fram­sækn­asti í heimi. Íslenskur ­sjáv­ar­út­vegur er ekki rík­is­styrkt­ur, eins og í mörgum ríkj­um, heldur greið­ir hann veru­legar fjár­hæðir ár hvert í formi skatta og gjalda til rík­is­ins. ­Sam­vinna íslensks sjáv­ar­út­vegs og iðn- og tækni­fyr­ir­tækja hefur skilað sér í stór­kost­legum árangri og haf­inn er útflutn­ingur á þekk­ingu og hug­viti fyr­ir­ millj­arða króna á ári. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur algera sér­stöðu þeg­ar kemur að því að draga úr olíu­notk­un, en á sama tíma og olíu­notkun á Íslandi frá­ ár­inu 1990 hefur auk­ist um 57% hefur hún dreg­ist saman í sjáv­ar­út­vegi um 46%. Eins og sést af þess­ari stuttu upp­taln­ingu er margt að ger­ast í íslenskum ­sjáv­ar­út­vegi. Flest af því skiptir miklu meira máli en veiði­gjald – og skilar sam­fé­lag­inu raunar mun meiri ábata en veiði­gjaldið getur nokkurn tíma gert. Á­hersla á kom­andi árum verður því von­andi á þessi mál­efni, en ekki ein­göngu gjald­tök­una.

 Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit