Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS fjallar um íslenskan ­sjáv­ar­út­veg og stefnu stjórnvalda þegar kemur að gjaldtöku fyrir nýtingu á auðlindum.

Auglýsing

Allt frá árdaga fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins, við upp­haf níunda ára­tug­ar ­síð­ustu ald­ar, má finna ýmis konar hug­myndir manna um gjald­töku vegna nýt­ing­ar á auð­lind­um. Með réttu má efast um að umræðan hafi verið tíma­bær á þessum árum þegar afkoma í sjáv­ar­út­vegi var léleg. En hvað um það, hug­mynda­auðgi okk­ar Ís­lend­inga í gjald­töku hefur svo sem sjaldn­ast verið fátæk­leg. Kannski er þetta ekki alslæmt – hug­myndir sem virð­ast rót­tækar í fyrstu, slíp­ast til, breytast og venj­ast með tíð og tíma. Síðar kann svo að fara að hug­mynd verði að veru­leika. Auð­linda­gjaldi í sjáv­ar­út­vegi var form­lega komið á árið 2004, en það hafði hins vegar verið lagt á með óbeinum hætti í gegnum gengið og ýmis kon­ar ­sjóðum sem útgerðir greiddu í um ára­bil. Aðdrag­andi auð­linda­gjalds, eins og við þekkjum það í dag, var því um tveir ára­tug­ir.   

Fleiri auð­lindir en ­sjáv­ar­auð­lind

Um leið og fyrstu hug­myndir um auð­linda­gjald í sjáv­ar­út­vegi litu dags­ins ­ljós komu sam­hliða fram hug­myndir um gjald­töku af öðrum auð­lind­um. Gjald fyr­ir­ nýt­ingu vatns- og hita­orku og nátt­úr­unnar vegna ferða­mennsku var einnig nefn­t. ­Síðar hafa fjar­skipta­tíðni­svið einnig verið nefnd þegar hugað er að mögu­leg­um ­tekjum rík­is­ins af auð­lind­um. En þessar hug­myndir hafa ein­hverra hluta vegna aldrei orðið að veru­leika. Með­ganga hug­mynd­ar­innar um gjald­töku af nýt­ingu fleiri ­nátt­úru­auð­linda en sjáv­ar­auð­lindar er því orðin æði löng.

Nú er sú sem þetta ritar eng­inn tals­maður auk­innar skatt­heimtu, nema ­síður sé. Þó varð ekki hjá því kom­ist að leiða hug­ann að mis­mun­andi afstöðu til­ at­vinnu­greina sem birt­ist í umræðum á vor- og haust­þingi í ár. Þing­menn settu á ræður í marga klukku­tíma og á köflum virt­ist áhugi sumra helst bein­ast að því skrúfa ­sem næst fyrir súr­efni til sjáv­ar­út­vegs­ins, án þess þó að ganga af hon­um ­dauð­um. Það er sér­kenni­leg veg­ferð, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Sú ­veg­ferð verður raunar enn sér­kenni­legri þegar haft er í huga að íslenskur ­sjáv­ar­út­vegur er í fremstu röð í heim­in­um.

Auglýsing

Áherslan öll á gjald­töku

Hlutur sjáv­ar­út­vegs í útflutn­ings­tekjum Íslend­inga hefur farið minnkand­i á umliðnum árum. Ferða­þjón­usta og orku­frekur iðn­aður hafa þar stækkað sinn hlut. Það er vel, enda nauð­syn­legt að fleiri en færri öfl­ugar atvinnu­grein­ar standi undir útflutn­ings­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Það vekur hins vegar furðu að áhug­i margra alþing­is­manna á auð­linda­gjaldi ein­skorð­ast við sjáv­ar­út­veg. Ekki nóg með­ að það eigi að kreista úr honum hverja krónu, heldur fá fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og orku­frekum iðn­aði bein­línis skatta­af­slátt. Þessu til við­bót­ar má nefna að engin atvinnu­grein á Íslandi hefur náð eins miklum árangri í að ­draga úr olíu­notkun og sjáv­ar­út­veg­ur­inn. Á tímum þegar stjórn­völd leggja ­sér­staka áherslu á umhverf­is­mál, þá hefði mátt halda að greinin fengi not­ið þessa í ein­hverju, svo gera mætti enn betur með fjár­fest­ingum í nýrri tækni til­ ­sjós og lands. Því er ekki að heilsa.  

Aðrir þættir skila meiru

Umræður um nán­­ast allt annað í sjáv­ar­út­vegi en veiði­gjald liggja óbætt­ar hjá garði og er það mið­ur. En um hvað á að ræða, kann ein­hver að spyrj­a? ­Ís­lenskur sjáv­ar­út­vegur er einn sá fram­sækn­asti í heimi. Íslenskur ­sjáv­ar­út­vegur er ekki rík­is­styrkt­ur, eins og í mörgum ríkj­um, heldur greið­ir hann veru­legar fjár­hæðir ár hvert í formi skatta og gjalda til rík­is­ins. ­Sam­vinna íslensks sjáv­ar­út­vegs og iðn- og tækni­fyr­ir­tækja hefur skilað sér í stór­kost­legum árangri og haf­inn er útflutn­ingur á þekk­ingu og hug­viti fyr­ir­ millj­arða króna á ári. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur algera sér­stöðu þeg­ar kemur að því að draga úr olíu­notk­un, en á sama tíma og olíu­notkun á Íslandi frá­ ár­inu 1990 hefur auk­ist um 57% hefur hún dreg­ist saman í sjáv­ar­út­vegi um 46%. Eins og sést af þess­ari stuttu upp­taln­ingu er margt að ger­ast í íslenskum ­sjáv­ar­út­vegi. Flest af því skiptir miklu meira máli en veiði­gjald – og skilar sam­fé­lag­inu raunar mun meiri ábata en veiði­gjaldið getur nokkurn tíma gert. Á­hersla á kom­andi árum verður því von­andi á þessi mál­efni, en ekki ein­göngu gjald­tök­una.

 Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit