Hata hagfræðingar jörðina sína?

Eikonomics segir að of mikil áhersla sé lögð á hagvöxt. En segir það rangt að hagfræðistéttin sé full af drulluhölum sem pæli í engu öðru en beinhörðum peningum.

Auglýsing

Ég gerði þau mis­tök fyrir ekki svo löngu að opna Twitter appið á sím­anum mín­um. Eftir að hafa eytt dýr­mætum tíma mínum í að skrolla feed-ið rakst ég á status eftir ungan lög­fræði­nema: „Hag­fræð­ing­ar: Jörðin er að útrýmast, en stóra spurn­ingin er hvernig höldum við hag­vexti gang­andi á með­an“. Sem sagt, ungi mað­ur­inn var að gefa í skyn að hag­fræð­ingum sé sama um jörð­ina okk­ar, svo lengi sem hag­kerfið vex.

Þetta var aug­ljós­lega brand­ari, og þótti mér hann alveg fynd­inn. Ég fékk engar harð­sperrur í mag­ann af hlátri, en brosti. Þegar ég tók eftir því að yfir 200 manns hefðu like-að og tólf re-tweetað þess­ari ágætu hnyttni breyt­ist þó gleðin í sorg. Af ein­hverjum ástæðum hafa hag­fræð­ingar svo vont orð á sér að fólk heldur að stéttin sé full af drullu­hölum sem pæla í engu öðru en bein­hörðum pen­ing­um.

En svo er ekki. Flestir hag­fræð­ingar eru á þeirri skoðun að hin klikk­aða losun gróð­ur­hús­loft­teg­unda, sem er að rústa jörð­inni, sé bæði ömur­leg og und­ir­verð­lögð. Þ.e.a.s. þeir trúa því að það kosti of lítið að menga og því sé ein lausn á þessu vanda­máli að skatt­leggja mengun. Slíkur skattur myndi leiða til hærra bens­ín­verðs og hvetja fólk til að keyra minna og – guð hjálpi þeim – taka jafn­vel taka strætó. Einnig myndu flug­far­gjöld hækka, sem drægi úr komu ferða­manna. Sem að öllu óbreyttu myndi draga úr hag­vexti. Alla­vega til skemmri tíma.

Auglýsing

Brand­ari unga manns­ins á þó alveg rétt á sér. Það er oft lögð of mikil áhersla á hag­vöxt. Í hvert skipti sem Hag­stofan gefur út nýjar tölur þá taka blaða­menn upp sím­ann og hringja upp í háskóla og grein­ing­ar­deildir bank­anna til þess að fá ein­hvern með hag­fræði­próf til að tala um þessar töl­ur. Það er þó ekki endi­lega af því að 0.1% hag­vöxtur frá fyrri mán­uði skipti endi­lega miklu máli, eða að það segi okkur mik­ið. Heldur er ástæðan lík­lega sú að lands­fram­leiðsla (eða breyt­ing á henni, sem við köllum hag­vöxt) er breyta sem blaða­menn kann­ast við (en fáir kannski skilja) og hag­fræð­ingar hata það ekki að fá að bess­erwiss­ast aðeins og aug­lýsa eigið ágæti í fjöl­miðlum lands­ins.

Hvað er á bak við hag­vöxt­inn?

Í byrjun tutt­ug­ustu aldar var Ísland ömur­legur staður að búa á. Nán­ast allir sem bjuggu á Íslandi unnu alla daga – allan dag­inn – við það að reyna að búa til mat. Tæp­lega 20% barna sem fædd­ust lét­ust á fyrsta ald­ursári; það var ekki óal­gengt að mæður þeirra lét­ust við fæð­ingu þeirra (eða systk­ina þeirra).

Svo gerð­ist eitt­hvað. Íslend­ingar fluttu inn tækni frá útlönd­um. Trakt­orar og áburður gerðu það að verkum að færri ein­stak­lingar þurftu að vinna á bænda­býl­um. Vél­bátar og ný veið­ar­færi drógu úr þörf á sjó­mönn­um. Þar af leið­andi gat fólk, sem áður hefði þurft að vinna við að búa til mat, farið að sér­hæfa sig í annarri snilld. Eins og til dæmis að lækna sjó­menn og ganga úr skugga um að unga­börn lifðu. Einnig, þar sem hver sjó­maður veiddi meiri fisk, juk­ust tekjur ein­stak­linga og þar af leið­andi tekjur rík­is­ins. Þess vegna gat ríkið tekið smá pen­ing, sem við köllum skatta, af vinnu­færum sjó­mönnum og bænd­um, og borgað lækn­unum fyrir að sinna þeim sem ekki höfðu efni á lækn­is­þjón­ustu.

Því er hag­vöxtur hvorki orsök né afleið­ing fram­fara. Hag­vöxtur er ein­fald­lega ófull­kom­in, en ágæt, mæl­ing sem hag­fræð­ingar nota til að lýsa hvernig ver­ald­leg verð­mæta­sköpun á ákveðnu land­svæði (til dæmis Íslandi) breyt­ist frá einu tíma­bili til ann­ars (til dæmis milli ára).

Þökk sé vexti þeirrar fram­þró­un­ar, sem hag- og töl­fræð­ingar summa saman upp í Hag­stofu og kalla hag­vöxt, eru Íslend­ingar hættir að lepja dauð­ann úr skel. Þeir lifa líka lengur og vinna minna. Hag­fræð­ingar eru mis­-slakir yfir því hvort hag­vöxtur á hvern íbúa hald­ist hár á Íslandi þar til sólin étur jörð­ina. Eftir allt höfum við það ágætt í dag. En Ísland er ekki eina landið í heim­in­um. Í Afr­íku eru hund­ruð milj­ónir ein­stak­linga sem búa við algjöran skort. Stór hluti þessa fólks býr við jafn slæmt, og jafn­vel verra, ástand en Íslend­ingar gerðu í byrjun síð­ustu ald­ar. Ef fátæk­ustu þjóðir Afr­íku geta búið til meiri mat með færri bænd­um, þá geta þær fjölgað lækn­um, verk­fræð­ingum og for­rit­ur­um. Allt sem stuðlar að frek­ari hag­vexti. Og þá gætu hund­ruð milj­ónir ein­stak­linga lifað leng­ur, borðað betur og unnið minna.

Það er kannski þess vegna sem hag­fræð­ingar tala svona mikið um hag­vöxt. En ekki af því að þeir hata jörð­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics