Stríðshetja, áhrifamikill hagfræðingur og krókódílaveiðimaður – eða vaxtarræktarmógúll?

Eiríkur Ragnarsson fjallar um hógværa mikilmennið Bill Phillips en nafn hans er hægt og rólega að falla í gleymskunnar dá.

Auglýsing

Alban William Hugo Phillips fædd­ist árið 1914 í Te Rehunga-­sýslu á Nýja Sjá­landi. Hann gekk þó aldrei undir því nafni og þekktu allir hann sem Bill Phillips. Þegar Bill fædd­ist benti allt til þess að hann myndi lifa við­burða­litlu lífi. Tæki­færin sem börn kúa­bænda á Nýja Sjá­landi fengu á þessum tíma voru fá og var fast reiknað með því að einn dag­inn tæki Bill við fjöl­skyldu­bú­inu. En svo varð ekki.

For­eldrar Bill voru blá­fá­tæk og höfðu ekki efni á að senda hann í fram­halds­nám. Eftir grunn­skóla flutt­ist hann því til Ástr­al­íu, og gerð­ist þar krókó­díla­veiði­mað­ur. Árið 1937 sagði Bill skilið við krókó­díla­veiðar og sigldi til Kína, þá 23 ára gam­all. Ekki leið þó á löngu þangað til Jap­anir réð­ust inn í Kína og flúði Bill þá til Bret­lands, í gegnum Rúss­land.

Á ferð sinni með Síber­íu­lest­inni sótti Bill um vinnu í rúss­neskum nám­um. Ástæðan sem hann gaf var ekki sú að vinnan væri góð eða borg­aði vel. Hann lang­aði ein­fald­lega að prófa að vinna í mið­stýrðu sós­íal­ísku landi. Það var þó enga vinnu fyrir hann að fá og árið 1938 mætti hann til Bret­lands þar sem hann hóf nám í verk­fræði.

Auglýsing

Ári seinna, við upp­haf heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari, hætti Bill í verk­fræði og skráði sig í breska flug­her­inn. Her­inn sendi Bill beint aftur til Asíu og var hann í Singa­pore þegar það vígi féll í hendur Jap­ana. Bill flúði til Java, en fljót­lega tóku Jap­anir völdin þar líka og eyddi hann næstu þremur árum í Japönskum stríðs­fanga­búð­um. Það tók sinn toll.

Eftir að hann losn­aði úr fanga­búð­unum flutti Bil svo aftur til London og var þar sæmdur MBE orðu Breska Kon­ungs­veld­is­ins, fyrir störf hans í hern­um. Bill, sem nú var orð­inn 29 ára, fékk úthlutað pláss í London School of Economics, þar sem hann las hag­fræði. Í fyrstu þótti Bill ekk­ert sér­stakur nem­andi. Eflaust spil­uðu fyrri áföll þar sitt hlut­verk, en einnig getur líka oft verið erfitt fyrir vís­inda­menn og verk­fræð­inga að eiga við mýkri vís­indi, eins og hag­fræði.

Bill Phillips sást sjaldan án sígó, það átti einnig við þegar hann sat fyrir með MONIAC.

Svo leið og beið og einn dag­inn sá Bill teikn­ingu af því hvernig hægt væri að búa til fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­módel með vatni, leiðslum og tönk­um. Þetta fannst verk­fræð­ingnum snið­ugt. Honum fannst þetta meira segja svo snið­ugt að hann tók sig til og bjó til vatns­drifanna-­vél sem lýsti þá nýstár­legum kenn­ingum J. M. Kay­nes. Vél­ina kall­aði hann Monet­ary National Income Ana­logue Computer (MON­I­AC).

MON­IAC var hönnuð og smíðuð af mik­ill list. Bill var ekki bara góður verk­fræð­ing­ur, heldur einnig þótti hann sér­stak­lega hand­lag­inn. Megin til­gangur vél­ar­innar var þó ekki hag­grein­ing sér­fræð­inga, heldur var hún hönnuð til kennslu. Þar sem vélin var stór og dýr í fram­leiðslu, og þótti ekki hafa mikið fram yfir hefð­bundnar kennslu­að­ferðir (al­gebru og gröf), þá fór hún aldrei í fjölda­fram­leiðslu.

Eftir MON­IAC verk­efnið komst Bill yfir nýtt gagna­sett. Þetta gagna­sett listaði verð­bólgu (launa) og atvinnu­leysi í Bret­landi langt aftur í tím­ann. Að skoða þessar tölur varð hans næsta verk­efni. Bill hófst handa. Með blað og blý­ant að vopni teikn­aði Bill punkta á hnit. Eftir mikla vinnu komst Bill að því að sam­band væri á milli launa­verð­bólgu og atvinnu­leys­is. Það er að segja, gögnin virt­ust sýna það að það væri hægt að skipta út smá verð­bólgu fyrir atvinnu­leysi, og svo öfugt. 

Eitt af fjölmörgum gröfum Bill Phillips.

Bill, sem bæði hóg­vær og nettur tappi, hélt því reyndar aldrei fram að verð­bólga stjórn­aði atvinnu­leysi. Heldur benti hann bara á þetta sam­band og var­aði fólk við að lesa of mikið í það. Það kom þó ekki í veg fyrir að kollegar Bill tækju kúrv­una, skelltu henni í kennslu­bækur og nefndu hana svo í höf­uðið á hinum hóg­væra Bill Phillps: Phillips-kúr­van.

Milton Fried­man heim­sótti London stuttu eftir að rann­sóknir Bill komu út. Sagan segir að þeir félagar hafi setið á bekk í garði í London þegar Bill hafi teiknað gríska stafi á blað sem lýstu því hvernig vænt­ingar ein­stak­linga gætu afleitt þetta sam­band verð­bólgu og atvinnu­leys­is. Milton, sem átti eftir að vinna Nóbels-verð­laun nokkrum árum síð­ar, og er einn áhrifa­mesti hag­fræð­ingur sög­unn­ar, nýtti sér þessa hug­mynd Bill seinna til þess að sýna fram á að þetta sam­band héldi bara til skamms tíma. Síðan þá hefur Phillips-kúr­van hægt og smátt misst vægi sitt.

Phillips-kúr­van var lengi vel áhrifa­mik­il. Seðla­bankar reyndu að hafa áhrif á atvinnu­leysi með til­raunum byggðum á rann­sókn Bill. Sumir hag­fræð­ingar héldu að loks­ins væri komið tól sem gæti komið í veg fyrir ömur­leg­heit á kreppu­ár­um. Aðrir töldu þetta allt steypu. Sama hvað því líð­ur, þá spil­aði þessi upp­finn­ing Bill stórt hlut­verk og mótar enn hvernig hag­fræð­ingar hugsa og deila um hvernig á að stjórna hag­kerfum okk­ar.

Kúr­van skaut Bill upp á stjörnu­himin hag­fræð­inga. Bill var þó aldrei fyrir frægð og frama og flúði hann fljót­lega London og sett­ist að í Ástr­al­íu, þar sem hann fékk frið frá húll­um­hæinu í kringum kúrv­una. Hann bjó þar þó ekki lengi þar sem hann dó aðeins 60 ára gam­all. En þá var hann kom­inn aftur heim til Nýja Sjá­lands.

Bill var hóg­vært mik­il­menni. Bæði í sínu einka­lífi og sem hag­fræð­ing­ur. Honum ber að muna eft­ir. Hann ber að heiðra. Rann­sóknir hans breyttu því hvernig hag­fræð­ingar hugs­uðu um heim­inn. Ef slegið er inn nafn hans á Goog­le, „Bill Phillips“, þá skilar Google ekki stríðs­hetj­unni, upp­finn­inga­mann­inum og hag­fræð­ingnum Bill Phillips frá Te Rehunga. Í stað­inn skilar Google yfir­liti yfir vaxt­ar­rækt­ar­mó­gúl­inn, og höf­und bók­ar­innar Body for Life: 12 Weeks to Mental and Physical Strenght, sem einnig heitir Bill Phillips.

Skjáskot af Google: Bill Phillips, vaxtarræktarmógúll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics