Stjórnmálamenn sem velja að draga ekki línu í sandinn

Auglýsing

Almenn­ingur á að geta gert ríkar kröfur til þeirra sem bjóða sig fram sem kjörnir full­trú­ar. Þótt þeir geri slíkt fyrir hönd ákveð­inna stjórn­mála­flokka, og þar af leið­andi til að beita sér fyrir ákveð­inni hug­mynda­fræði, þá eru mörg mál sem falla utan þess ramma.

Í þeim málum reynir á getu stjórn­mála­manna að standa í lapp­irnar og taka rétta sið­ferð­is­lega afstöðu. Að taka almanna­heill fram yfir hags­muni ein­stak­linga eða ákveð­inna flokka og búa yfir nægi­legum heil­indum til að standa gegn hinu óboð­lega þegar það lætur á sér kræla. Það getur verið í málum sem snúa að ógnum gagn­vart grund­vall­ar­reglum lýð­ræð­is­ins, þegar undir er rök­studdur grunur um mis­notkun á almannafé eða þegar kjörnir þing­menn sýna af sér ósæmi­lega hegðun gagn­vart borg­ur­un­um.

Kjörnir full­trúar þurfa  að geta dregið línu í sand­inn um hvað sé í lagi og hvað ekki. Í allt of mörgum málum sem upp hafa komið á þessu kjör­tíma­bili, sem er þó ekki einu sinni hálfn­að, hefur þeim mis­tek­ist hrapa­lega að gera slíkt.

1. Kosn­inga­svindl og nafn­laus áróður

Í síð­ustu tveimur Alþing­is­kosn­ingum var nafn­laus áróður mjög áber­andi. Honum var beint að ákveðnum flokk­um, ákveðnum ein­stak­lingum og jafn­vel ákveðnum fjöl­miðl­u­m. 

Auglýsing
Í mörgum til­vikum var hinn nafn­lausi áróður vel fjár­magn­að­ur. Þ.e. á bak við síð­urnar sem deildu honum var umtals­vert fjár­magn, sem notað var til að kaupa birt­ingar á hinum ýmsu miðl­um. Mest var þetta áber­andi á Youtube þar sem áróður frá fyr­ir­bæri sem kall­aði sig „Kosn­ingar 2017“, og var aðal­lega beint gegn helstu and­stæð­ingum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, birt­ist miklum fjölda lands­manna vikum saman áður en þeir spil­uðu mynd­band á þeim miðli.

Annað fyr­ir­bæri, Kosn­inga­vakt­in, var mun fyr­ir­ferð­ar­m­inna en ein­beitti sér að áróðri gegn flokkum á hægri væng stjórn­mál­anna. Það var alveg jafn nafn­laust og óboð­legt.

Lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda eru mjög skýr um að það sé óheim­ilt að veita við­töku fram­laga frá óþekktum gef­end­um. Aug­ljóst er öllum með augu að nafn­lausu kosn­inga­á­róð­urs­vél­arnar tóku við slíkum fram­lögum og not­uðu til þess að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöðu kosn­inga.

Til við­bótar voru tveir flokk­ar, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, upp­vísir af því að brjóta lög með því að senda á ólög­legan hátt tugi þús­unda SMS-skila­boða til kjós­enda ann­ars vegar dag­inn fyrir kjör­dag og hins vegar á kjör­dag. Báðir flokkar fengu meira upp úr kjör­köss­unum en síð­ustu skoð­ana­kann­anir höfðu gefið til kynna að þeir myndu fá.

Afleið­ingar

Eðli­leg­ast hefði verið að allt ofan­greint hefði verið skoðað ítar­lega af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og í kjöl­farið hefði verið skipuð sér­stök rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, í ljósi þess að um rök­studdan grun um alvar­legt kosn­inga­svindl var að ræða. Lög­brotum hefði svo átt að vísa til lög­reglu.

Hvor­ugt var gert. Alþingi hefur með engum hætti brugð­ist við ólög­legum SMS-­send­ingum tveggja flokka sem þar eiga sæti utan þess að hækka fram­lög til þeirra feiki­lega mik­ið. Málið er ekki einu sinni rætt á þeim vett­vangi.

Varð­andi nafn­lausa áróð­ur­inn þá tóku fram­kvæmda­stjórar allra flokka á þingi sig saman og sendu sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu í apríl í fyrra þar sem þeir lýstu andúð sinni á óhróðri í kosn­inga­bar­áttu. Yfir­lýs­ingin var afar veik og virt­ist því marki brennd að sam­komu­lag hefði náðst milli allra flokka um að gera ekk­ert varð­andi það fikt í lýð­ræð­inu sem átt hafði sér stað í síð­ustu kosn­ing­um, heldur horfa með óljósum hætti til fram­tíð­ar. Í júní 2018 birt­ist svo skýrsla for­sæt­is­ráð­herra um aðkomu og hlut­deild huldu­að­ila í kosn­ingum til Alþing­is. Skýrslan var heilar átta blað­síður og nið­ur­staðan var að ekk­ert lægi fyrir hvort stjórn­­­mála­­sam­tök sem lúta eft­ir­liti Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar hafi „staðið á bak við umræddar her­­ferðir eða notið góðs af þeim þannig að slíks fram­lags bæri að geta í reikn­ingum stjórn­­­mála­­sam­tak­anna eða ein­stakra fram­­bjóð­enda.“ Þá væri vand­­séð hvað stjórn­­völd geti gert til að graf­­ast fyrir um hverjir standi á bak við þær.

Ákveðið var að gera ekk­ert.

2. Meint sjálf­taka úr opin­berum sjóðum

Í upp­hafi árs 2018 var leynd loks svipt af því hvað Alþing­is­menn fengu í svo­kall­aðar end­ur­greiðslur vegna akst­urs á eigin bíl­um. Fjöl­miðlar og ýmsir þing­menn höfðu reynt árang­urs­laust að fá þessar sjálf­sögðu upp­lýs­ingar upp á borð­ið. Réttur þeirra þing­manna sem þáðu þessar greiðslur til að halda leynd yfir þeim var rík­ari en réttur almenn­ings til að vita hvað þeir fengu greitt úr almanna­sjóð­um.

Það sem blasti við þegar upp­lýs­ing­arnar voru loks gerðar opin­berar var ekki fal­legt. Mest stakk í augun að einn þing­maður hafði á árinu 2017 tek­ist að keyra 47.644 kíló­metra. Fyrir það fékk hann 4,6 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna ferða­kostn­að­ar, eða um 385 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði. Um 94 pró­sent þeirrar upp­hæðar var vegna ferða á eigin bif­reið. Þetta var sér­stak­lega athygl­is­vert vegna þess að 2017 var skrýtið ár. Ein­ungis 66 þing­fund­ar­daga voru haldnir og heilir 14 dagar teknir undir nefnd­ar­fundi.

Auglýsing
Stjórnarmyndunarviðræður vegna kosn­ing­anna 2016 höfðu nefni­lega teygt sig vel inn í árið, þingið var vart byrjað þegar það fór í langt páska­frí og skömmu eftir það fóru þing­menn­irnir í mjög langt sum­ar­frí. Það tókst vart að kynna fjár­lög í sept­em­ber áður en að þáver­andi rík­is­stjórn sprakk og boðað var til nýrra kosn­inga. Þegar búið var að mynda núver­andi rík­is­stjórn í lok nóv­em­ber var setið í nokkra daga og svo haldið í langt og gott jóla­frí.

Þing­menn voru með öðrum orðum afar lítið í vinn­unni árið 2017.

Síðar kom í ljós, þegar upp­lýs­ingar um akst­urs­kostnað þing­manna voru birtar nokkur ár aftur í tím­ann, að sami þing­maður hafði fengið 23,4 millj­ónir króna í end­ur­greiddan akst­urs­kostnað frá árinu 2013 og fram í nóv­em­ber 2018. Mest fékk hann 5,4 millj­ónir króna á árinu 2014.

Þótt umræddur þing­maður sé svæsn­asta dæm­ið, þá er hann ekki eins­dæmi. Greiddur kostn­aður ýmissa ann­arra þing­manna, úr flokkum all­staðar að úr hinu póli­tíska lit­rófi, var þess eðlis að full ástæða var til þess að kanna nánar rétt­mæti end­ur­greiðslna á hon­um.

Afleið­ingar

For­sætis­nefnd Alþingis tók mál þing­manns­ins til skoð­unar og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert hafi gefið til kynna að „hátt­erni hans hafi verið and­stætt siða­reglum fyrir alþing­is­menn.“ Nefndin taldi heldur ekki að fram hefðu komið fram neinar upp­­lýs­ingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um að refsi­verð hátt­­semi hafi átt sér stað við fram settar kröfur um end­­ur­greiðslur vegna akst­­ur­s­­kostn­aðar sem kæra beri sem meint brot til lög­­­reglu. Samt hafði þing­mað­ur­inn ákveðið að end­ur­greiða skrif­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­ur­greiddar á árinu 2017. Þetta gerði hann vegna þess að honum hafði orðið það ljóst „að það gæti orkað tví­­­mælis að blanda saman ferðum mínum um kjör­­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­­fólki ÍNN“.

Í jan­úar 2019 greindi Kjarn­inn svo frá því að þing­menn fái mun hærri end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­ingar fara fram en öðr­um. Ekk­ert hefur verið gert til að kanna mögu­lega mis­notkun á opin­berum sjóðum á þeim tíma­bilum held­ur.

Erfitt er að draga aðra ályktun af þessu en að ekk­ert þyki athuga­vert við það að þing­menn noti skattfé til að reka kosn­inga- eða próf­kjörs­bar­áttu sína eða láta vil­hallan fjöl­miðil taka upp kynn­ing­ar­efni um sig á ferð um kjör­dæm­ið, jafn­vel þótt við­kom­andi hafi við­ur­kennt að hann hefði ekki átt að fá pen­ing­anna end­ur­greidda! Sú yfir­burð­ar­staða sem aðgengi að opin­berum sjóðum skapar þing­mönnum umfram þá sem bjóða sig nýir fram, hvort sem er í þing­kosn­ingum eða próf­kjörum, þykir ekki aðfinnslu­verð. Í raun bara eðli­leg.

Í sam­an­tekt Kjarn­ans, sem birt­ist í apríl 2019, kom skýrt fram að kostn­aður almenn­ings vegna end­ur­greidds ferða­kostn­aðar hefur minnkað umtals­vert eftir að upp­lýs­ingar um hann urðu opin­berar og fjöl­miðlar gátu fylgst með því sem menn rukk­uðu. Þing­mað­ur­inn sem keyrði mest 2017 fékk til að mynda ein­ungis 684 þús­und krónur end­ur­greiddar í fyrra vegna akst­urs á eigin bíl og leigði bíla­leigu­bíla fyrir 1.166 þús­und krónur á því ári. Auk þess tók hann elds­neyti fyrir 633 þús­und krón­ur, flaug fyrir 79 þús­und krónur og keyrt í gegnum jarð­göng eða tók leigu­bíl fyrir alls sex þús­und krón­ur. Sam­an­lagt var kostn­aður skatt­greið­enda vegna ferða­kostn­aðar hans inn­an­lands í fyrra 42 pró­sent minni en árið áður. Þing­mað­ur­inn hefur aldrei ferð­ast fyrir jafn lít­inn pen­ing inn­an­lands frá því að hann var kjör­inn á þing vorið 2013. Árið 2017 var raunar fyrsta heila árið sem mað­ur­inn hefur setið á þingi þar sem ferða­kostn­aður hans inn­an­lands, sem þingið borg­aði, var undir fimm millj­ónum króna. 

Gagn­sæ­ið, umfjöllun fjöl­miðla og við­brögð almenn­ings virð­ast að minnsta kosti hafa skilað því að betur er farið með sporslu­féð. Það var því til ein­hvers unn­ið.

3. Óboð­leg hegðun og athæfi

Undir lok síð­asta árs komu upp mál sem snúa að hegðun og athæfi þing­manna. Ann­ars vegar er um að ræða Klaust­urs­málið svo­kall­aða, þar sem sex manna hópur þing­manna sem nú til­heyra allir Mið­flokkn­um, tal­aði með jákvæðum for­merkjum um spill­ingu og fyr­ir­greiðslu við emb­ætt­is­veit­ing­ar, töl­uðu með klám­fengnum og  öm­ur­legum hætti um nafn­greindar stjórn­mála­konur og niðr­andi um nafn­greinda stjórn­mála­menn. Þá urðu þessir þing­menn, sem eiga að vera full­trúar allrar þjóð­ar­innar á Alþingi, sér til ævi­var­andi skammar með ummælum um fatl­aða og sam­kyn­hneigðra. Í stað þess að iðr­ast og horfa inn á við hefur þessi hópur ofsótt fatl­aða og sam­kyn­hneigða konu – sem ofbauð tal þeirra og tók tal þeirra upp – með brjál­uðum sam­sær­is­kenn­ingum og ásök­un­um.

Auglýsing
Hins vegar er um að ræða þing­mann Sam­fylk­ing­ar­innar sem áreitti með kyn­ferð­is­legum hætti blaða­mann Kjarn­ans á hátt sem var niðr­andi, óboð­legur og hafði víð­tækar afleið­ingar fyrir þann sem fyrir henni varð, bæði per­sónu­lega og fag­lega.

Afleið­ingar

Alþingi hefur gjör­sam­lega mis­tek­ist að takast á við bæði þessi mál þannig að skýr skila­boð séu send út í sam­fé­lagið um hvað sé æski­leg og umborin hegðun hjá kjörnum full­trú­um, og hvað ekki. Ein birt­ing­ar­mynd þess er sú að traust til Alþingis hefur hrunið niður í 18 pró­sent og er nú minna en traust til banka­kerf­is­ins.

Allir þing­menn­irnir sem um ræðir sitja enn á þingi og iðr­ast mis­mikið gjörða sinna. En afleið­ingar þeirra gjörða sitja allar eft­ir. Stjórn­mála­konum sem hafa greint frá því að hafa upp­lifað klám­fengin ummæli um sig sem ofbeldi þurfa að vinna með ger­end­un­um. Fag­fólk í  fötl­un­ar­fræð­um, og ýmsir aðrir sem gæta hags­muna fatl­aðra eða ann­arra hópa sem þurfa að eiga við Alþingi til að sækja eða verja mann­rétt­indi sín, þurfa annað hvort að gefa frá sér aðkomu að mik­il­vægum málum eða mæta fyrir nefndir sem í situr fólk sem níðir fatl­aða og minni­hluta­hópa á opin­berum vett­vangi.

Blaða­mað­ur­inn þarf að takast á við afleið­ingar brots­ins – bæði per­sónu­lega og fag­lega. Afleið­ingar sem eru dæmi­gerðar fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is. Hún þarf jafn­framt að setja sér fag­leg mörk vegna veru ger­and­ans á svið­inu sem hún starfar á. Um leið og ósæmi­leg hegðun er umborin og þannig sam­þykkt þarf þol­and­inn í þessu til­felli að bregð­ast við breyttum aðstæðum en ger­and­inn ekki. 

Sam­an­dregið

Alþing­is­menn eru ein­göngu bundnir við sann­fær­ingu sína sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Þeir geta því beitt sér fyrir að grund­vall­ar­reglur lýð­ræð­is­ins séu virt­ar, að vel sé farið með opin­bert fé og að girð­ingar séu reistar um hvað þing­menn geti sagt og gert án þess að það hafi áhrif hæfi þeirra til að sitja við Aust­ur­völl.

Í öllum ofan­greindum atvikum felst trún­að­ar­brestur milli þings og þjóð­ar. Sá trún­að­ar­brestur hefur svo verið end­ur­tekin með aðgerð­ar­leysi Alþingis í kjöl­far atvikanna. Þing­mönnum hefur mis­tek­ist hrapa­lega að takast á við sið­ferð­is­legar og lýð­ræð­is­legar áskor­anir sem þeir standa ítrekað frammi fyr­ir.

Þvert á flokka hafa þeir ákveðið að gera annað hvort ekk­ert eða ekki nægj­an­lega mikið í mik­il­vægum málum sem snúa að trausti á stjórn­mál, boð­legri stjórn­sýslu, með­ferð almanna­fjár, góðu sið­ferði og almennri sóma­kennd.

Þess í stað eru hags­munir ein­stakra stjórn­mála­manna, stjórn­mála­flokka eða stjórn­mála­kerf­is­ins settir ofar hags­munum almenn­ings. Þessi heilaga þrenn­ing er mik­il­væg­ari en trú­verð­ug­leiki, virð­ing og traust gagn­vart stofn­un­inni sem kjörnir full­trúar starfa á.

Á þessu sviði er Ísland mikil eft­ir­bátur sam­fé­laga sem við berum okkur saman við.

Í Sví­þjóð hafa stjórn­mála­menn þurft að segja af sér vegna tengsla við dreif­ingu á fals­frétt­um.

Í Bret­landi sögðu fjöl­margir þing­menn og ráð­herrar af sér þegar fríð­inda­hneykslið svo­kall­aða var opin­berað fyrir nokkrum árum. Nokkrir voru sóttir til saka og dæmdir til fang­els­is­vistar fyrir mis­notkun á opin­beru fé. Upp­hæð­irnar þar voru í mörgum til­vikum mun lægri en þær sem end­ur­greiddar voru til íslenskra þing­manna árum saman vegna akst­ur­s. 

Ofrukk­aður ferða­kostn­aður varð til þess að þrír sænskir þing­menn sögðu annað hvort af sér eða buðu ekki aftur fram í síð­ustu kosn­ingum þar í landi.

Í Nor­egi sagði ráð­herra af sér í fyrra­vor eftir að hafa látið ummæli um annan flokk en þann sem hún situr á þingi fyrir falla á Face­book. Skömmu síðar sagði annar ráð­herra, og vara­for­maður stjórn­ar­flokks, af sér emb­ætti og störfum vegna þess að hann not­aði sím­ann sinn erlendis í trássi við örygg­is­regl­ur.

Í Banda­ríkj­unum var fyrir einu og hálfu ári þrýst fast öld­unga­deild­ar­þing­mann, mest úr eigin flokki, til að segja af sér vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­legra áreitni, sem hann á end­anum varð við. Sama hefur gerst með full­trúa­deild­ar­þing­menn úr báðum flokkum banda­rískra stjórn­mála.

Og svo fram­veg­is.

Það er hægt að bregð­ast rétt við sið­ferð­is­legum og lýð­ræð­is­legum áskor­un­um.

Enn sem komið er hafa íslenskir stjórn­mála­menn valið að gera það ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari