Auglýsing

Enn á ný stendur til að vísa börnum sem hafa komið til Íslands í leit að öryggi, tæki­færum og betra lífi aftur í óboð­legar flótta­manna­búðir vegna þess að þau lentu ekki fyrst á Íslandi þegar þau komu til Evr­ópu. Það á að senda Sawari-­fjöl­skyld­una (faðir með tvo syni) og Safari-­fjöl­skyld­una (móður með tvö börn) aftur í flótta­manna­búðir í Grikk­landi. Það sem af er árinu 2019 einu saman hafa íslensk stjórn­völd synjað 75 börnum um vernd hér­lend­is, af þeim fengu 15 synjun á grund­velli verndar í öðru land­i. 

Það liggur fyrir að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur verið leiddur í lög á Íslandi. Þannig hefur málum verið háttað frá 20. febr­úar 2013, eða í rúm sex ár. Sam­kvæmt honum ber stjórn­völdum skylda að meta það sem barni er fyrir bestu í öllum ákvörð­unum sem varða börn. Í þriðju grein hans segir orð­rétt: „Allar ákvarð­anir eða ráð­staf­anir yfir­valda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst. Aðild­ar­ríki eiga að sjá til þess að stofn­anir og þjón­usta sem ann­ast börn upp­fylli reglur sem stjórn­völd hafa sett, sér­stak­lega um öryggi, heilsu­vernd, fjölda og hæfni starfs­manna og yfir­um­sjón.“

Auglýsing
Samt eru íslensk stjórn­völd að senda börn í grískar flótta­manna­búðir vegna þess að þau lentu, ásamt millj­ónum ann­arra, í því landi þegar þau flúðu heima­land sitt og fengu þar hæli. Það ferli er á grund­velli Dýflina­reglu­gerð­ar­innar sem segir að það eigi að sækja um hæli í fyrsta landi sem stigið er fæti í innan þeirra sem til­heyra Schen­gen-­svæð­inu. Reglu­gerðin er auð­vitað heppi­leg fyrir stóru löndin í Evr­ópu sem eru ekki með landa­mæri að straumnum frá Mið­aust­ur­löndum eða Norð­ur­-Afr­íku. Straumi sem er, að minnsta kosti að hluta, til kom­inn vegna aðgerða sem vest­ræn stór­veldi studdu og tóku með ýmsum hætti þátt í. Hún er líka heppi­leg fyrir eyju í miðju Atl­ants­haf­inu með þá stefnu að vilja taka við sem fæstum flótta­mönn­um, enda bæði dýrt og flókið að láta smygla sér hingað til að Ísland geti verið fyrsta stopp. 

Send í óör­yggið

Árið 2010 hættu Íslend­ingar að senda flótta­menn sem hingað hafa komið til Grikk­lands vegna þess að aðstæður þeirra þar þóttu ófull­nægj­andi. Sú afstaða hefur ekki verið form­lega end­ur­skoð­uð. Samt eru íslensk stjórn­völd að senda bæði börn og full­orðna þang­að, sem hlotið hafa sam­þykkta vernd þar, þrátt fyrir að allar alþjóða­stofn­anir sem fylgj­ast með hafi ítrekað lýst því yfir að staða barna á flótta í Grikk­landi er hörmu­leg. Aðbún­aður er algjör­lega óboð­leg­ur, fjöldi barna er haldið í því sem er ekki hægt að kalla annað en búr og mörg þeirra hafa orðið fyrir miklu ofbeldi í þessum aðstæð­u­m. 

Sam­kvæmt tölum UNICEF voru um 28.500 börn á flótta stað­sett í Grikk­landi í lok apr­íl. Þeim fjölg­aði um 7.500 frá því í des­em­ber 2017. Af þessum börnum voru 3.564 án for­ráða­manna og af þeim vant­aði 2.443 en langtima­hús­næð­is­lausn. Það þýðir á manna­máli að þau voru í hæl­is­leit­enda­kerf­inu. Lang­flest börn sem koma til Grikk­lands koma frá Afganistan, Sýr­landi og Írak. Nú megið þið rifja upp hverjir bera ábyrgð á þeim stríðum sem geisað hafa í þessum þremur lönd­um.

En Ísland vill ekki taka við þessum tugum barna sem hingað kom­ast til að sækj­ast eftir vernd. Stjórn­völd hér telja þessi börn vera vanda­mál ann­arra, og mun verr staddra ríkja. Grikk­land, eða eftir atvikum Ítal­ía, geta fundið út úr þessu. 

Fylgd­ar­lausum börnum borgað fyrir að fara

Afstaðan gegn flótta­fólki, og börnum á flótta, hefur verið hert til muna á und­an­förnum árum. Skila­boðið eru skýr: Við viljum ekki fá ykkur og þeim sem hingað kom­ast þrátt fyrir það verður gert afar erfitt fyrir að fá hér vernd. 

Dæmi um þessa afstöðu er til að mynda að finna i reglu­gerð sem þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen, setti í fyrra og fól í sér að Útlend­inga­­stofnun fékk heim­ild til þess að greiða end­urað­lög­un­­ar- og ferða­­styrk til umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd í til­­­teknum til­­vik­­um. Þau til­­vik sem um ræðir eru þegar flótta­­maður hefur annað hvort dregið umsókn sína um vernd hér­­­lendis til baka eða hann hefur fengið synjun og ákvörðun hefur verið tekin um að veita aðstoð til sjálf­viljugrar heim­far­­ar. Íslenska ríkið var að búa til fjár­hags­legan hvata fyrir flótta­menn að fara ann­að.

Einn þeirra hópa sem hvata­kerfið nær til eru fylgd­ar­laus börn frá völdum ríkj­um. Þau geta fengið allt að eitt þús­und evr­­­ur, tæp­lega 142 þús­und krón­­ur, sam­­þykki þau að draga vernd­­ar­um­­sókn sína til baka eða að það sé þegar búið að synja þeim um alþjóð­­lega vernd. Það er því stefna íslenskra stjórn­valda, sam­kvæmt reglu­gerð sem var sam­þykkt og tók gildi í tíð sitj­andi rík­is­stjórn­ar, að borga fylgd­ar­lausum börnum til að fara ann­að. 

Til við­bótar var frum­varp núver­andi dóms­mála­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, til breyt­inga á útlend­inga­lög­um, afgreitt sem stjórn­ar­frum­varp á rík­is­stjórn­ar­fundi í byrjun apríl síð­ast­lið­ins. Sam­kvæmt grein­ingu Stund­ar­innar kemur fram í frum­varp­inu, sem komst ekki til umræðu á ný yfir­stöðnu þingi, að svipta ætti þá sem þegar höfðu hlotið alþjóð­lega vernd í Evr­ópu­löndum eins og Grikk­landi rétt­inum til efn­is­legrar með­ferðar á grund­velli und­an­tekn­ing­ar­á­kvæðis útlend­inga­laga sem fjallar um sér­stök tengsl og sér­stakar ástæð­ur, t.d. heilsu­far. 

Þetta er því skjal­fest stefna íslenskra stjórn­valda í mál­efnum flótta­manna. 

Skil­virkni og varúð í fyr­ir­rúmi

Þrír flokkar skipa rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þeirra stærstur og er sá flokkur sem nær alltaf hefur mannað dóms­mála­ráðu­neytið hér­lend­is, enda hefur hann meira og minna stýrt Íslandi frá því að Íslend­ingar fengu rétt til þess að gera það sjálf­ir. 

Í stefnu flokks­ins í útlend­inga­málum er stutt­lega fjallað um flótta­fólk og sagt að mót­taka þess sé sjálf­sögð. Þar segir einnig að „mann­úð­ar­sjón­ar­mið og skil­virkni“ skuli höfð að leið­ar­ljósi í mála­flokknum og að aðstoð við flótta­menn „leiði til tæki­færa til sjálfs­bjarg­ar“. 

Í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins frá síð­asta lands­fundi, sem fór fram í mars 2018, er nán­ast ekk­ert talað um flótta­menn. Eina máls­greinin sem er um mála­flokk­inn er eft­ir­far­andi: „Taka þarf vel á móti þeim sem leita hælis á Íslandi. Ekki má láta átölu­laust að hingað komi fólk frá öruggum ríkjum í þeim til­gangi að mis­nota rétt­indi fólks sem er á flótta frá raun­veru­legri neyð. Mik­ill árangur hefur náðst við stytt­ingu máls­með­ferð­ar­tíma umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Að öðru leyti virð­ist stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í útlend­inga­málum að mestu snú­ast um að tryggja erlendu vinnu­afli jafn­ræði og finna leiðir til að laða hingað til lands erlendra sér­fræð­inga og/eða vinnu­afl sem bæti sam­keppn­is­stöðu Íslands. 

Barnapóli­tík fyrir íslensk börn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur heldur ekki mjög skýra stefnu í mál­efnum flótta­manna. Í álykt­unum Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fram fór í fyrra­vor, er ein­ungis fjallað um útlend­inga almennt og að mestu snýr sá litli hluti skjals­ins sem til­eink­aður er þeim mála­flokki að útlend­ingum almennt. Þ.e. inn­flytj­endum sem geta komið hingað til að starfa og búa, flótta­mönnum sem sækja hér um vernd og kvótaflótta­mönnum sem hingað koma á grund­velli alþjóða­sam­vinnu. Í álykt­unum Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir: „Mik­il­vægt er að við mót­töku útlend­inga sé unnið með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi, að fram­kvæmd laga sé skil­virk og vel sé staðið að skipu­lagi hvort sem er vegna umsókna um dvöl, atvinnu­rétt­indi eða þjón­ustu sam­fé­lags­ins.“

Auglýsing
Semsagt „mann­úð­ar­sjón­ar­mið og skil­virkni“ en í aðeins öðrum og enn óljós­ari gjafa­pappír en hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur hins vegar lagt sig fram við að setja mál­efni barna á odd­inn. Þannig var titli Ásmundar Ein­ars Daða­sonar breytt í félags- og barna­mála­ráð­herra og all­flest lyk­il­mál hans snúa að vel­ferð barna. Í áður­nefndum álykt­unum flokks­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins frá því í fyrra seg­ir: „Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leggur ríka áherslu á vel­ferð barna.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er einnig með eitt­hvað sem kall­ast grund­vall­ar­stefnu­skrá flokks­ins. Sam­kvæmt heima­síðu hans er hún „kjarn­inn í stefnu flokks­ins – eða það leið­ar­ljós sem önnur stefnu­mótun bygg­ist á.“ Grund­vall­ar­stefnu­skráin er því eins­konar stjórn­ar­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hún var síð­ast end­ur­skoðuð 2001 og þar áður árið 1987.

Í 2. grein hennar segir að flokk­ur­inn berj­ist fyrir „mann­rétt­ind­um, virð­ingu fyrir ein­stak­lingnum og fjöl­skyld­unni. Við höfnum hvers konar mis­munun sem gerir grein­ar­mun á fólki t.d. eftir kyn­þætti, kyn­ferði, tungu, trú, þjóð­erni, kyn­hneigð, búsetu eða stjórn­mála­skoð­un­um. Við munum ávallt verja skoð­ana- og tján­ing­ar­frelsi, trú­frelsi og frið­helgi einka­lífs.“ Í 3. grein hennar seg­ir: „Við setjum mann­gildi ofar auð­gildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til mennt­un­ar, þroska og grund­vall­ar­lífs­kjara óháð upp­runa, heilsu og efna­hag.“ Í fjórðu grein hennar seg­ir: „„Við viljum efla mannauð með því að sér­hver ein­stak­lingur fái örvun og tæki­færi til að þroskast og vaxa í leik og starfi. Við stefnum að sam­fé­lagi umburð­ar­lyndis og víð­sýni svo marg­breyti­leiki þjóð­lífs og ein­stak­linga fái notið sín.“

Það er spurn­ing hvort að þessi grund­vall­ar­mál nái ein­ungis til skil­greindra Íslend­inga – og barna með íslenskan rík­is­borg­ara­rétt – vegna þess að ekk­ert í útlend­inga­stefnu stjórn­valda bendir til þess að unnið sé eftir þess­ari grund­vall­ar­stefn­u. 

Flokkur sem skil­greinir sig út frá flótta­mannapóli­tík

Einn flokkur sem situr í núver­andi rík­is­stjórn skil­greinir sig sér­stak­lega sem stjórn­mála­afl út frá stefnu sinni í flótta­mál­um. Mála­flokk­ur­inn er mjög umfangs­mik­ill í öllum stefnu­plöggum flokks­ins. Það eru Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra. Í stefnu flokks­ins segir t.d.: „Ís­land þarf að axla ábyrgð og koma fólki í neyð til hjálpar eins og mögu­legt er, bæði með því að taka á móti fleira flótta­fólki og styðja fólk í því að geta lifað með reisn ann­ars staðar í heim­in­um. Nauð­syn­legt er að Ísland axli ábyrgð á for­rétt­inda­stöðu sinni í alþjóða­sam­fé­lag­inu og geri það sem í valdi þess stendur til að deila auð­legð sinni með þeim sem mest þurfa á að halda. Við megum ekki líta und­an.”

Á síð­asta lands­fundi Vinstri grænna, sem fór fram í októ­ber 2017, var eft­ir­far­andi hluti af álykt­unum fund­ar­ins: „Stríðs­á­tök, sem oftar en ekki er stofnað til eða mögnuð upp af NATO-­ríkj­um, geta af sér neyð og eyði­legg­ingu. Sömu ríki styðja við bakið á ein­ræð­is­stjórnum sem brjóta á mann­rétt­indum borg­ara sinna og NATO-­ríki eru sömu­leiðis í far­ar­broddi þeirra sam­fé­laga sem við­halda þeirri efna­hags­legu mis­skipt­ingu sem veldur því að fjöldi fólks um heim allan sér ekki fram á að geta skapað sér sóma­sam­legt líf á heima­slóð­um. Allir fram­an­greindir þættir ýta undir flutn­inga fólks, oft við hörmu­legar og háska­legar aðstæð­ur, í leit að friði, öryggi og betra líf­i.“

Auglýsing
Vinstri græn settu líka fram sér­staka ályktun um stöðu umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og flótta­fólk. Í henni sagði að lands­fund­ur­inn vildi stór­bæta aðbúnað umsækj­anda um alþjóð­lega vernd og veita fleirum stöðu flótta­fólks. „Sem einni rík­ustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóð­lega vernd og taka mál fleiri ein­stak­linga til efn­is­legar með­ferð­ar, veita fleirum stöðu flótta­fólks og senda færri úr landi á grund­velli Dyfl­in­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar.[...]­Nauð­syn­legt er að tryggja að farið sé eftir lög­um, reglum og alþjóð­legum skuld­bind­ing­um  hvað varðar mót­töku, rétt­indi og skyldur umsækj­enda um alþjóð­lega vernd.[...]­Mik­il­vægt er að tryggja að börn umsækj­enda um alþjóð­lega vernd búi við ásætt­an­legar aðstæður og fái fljótt inni í skóla, á meðan mál fjöl­skyld­unnar bíður afgreiðslu. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að standa betur að mót­töku og þjón­ustu við fylgd­ar­laus börn.”

Eng­inn flótta­manna­vandi á Íslandi

Ísland rekur mjög harða flótta­manna­stefnu. Til­gangur hennar er að sem fæstir fái hér alþjóð­lega vernd. Nær allar breyt­ingar sem gerðar eru fela í sér að þrengja nál­ar­aug­að. Það er ein­fald­lega stað­reynd. Í því felst „skil­virkn­in“ sem stefnt er að póli­tískt í þessum mál­um. Fram­kvæmd þeirra útlend­inga­laga sem sam­þykkt voru í þverpóli­tískri sátt árið 2016 hefur öll verið á þessum nót­um. Að sýna sem mesta hörku til að sem fæstir kom­i. 

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er fjallað um flótta­fólk. Þar seg­ir: „Aldrei hafa fleiri verið á flótta vegna stríðs­átaka, ofsókna og umhverf­is­vár. Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flótta­manna­vand­anum og taka á móti fleiri flótta­mönn­um. Mann­úð­ar­sjón­ar­mið og alþjóð­legar skuld­bind­ingar verða lögð til grund­vallar og áhersla á góða og skil­virka með­höndlun umsókna um alþjóð­lega vernd. Auk þess verður tryggð sam­fella í þjón­ustu og aðstoð við þá sem fá slíka vernd. Þverpóli­tískri þing­manna­nefnd verður falið að meta fram­kvæmd útlend­inga­laga og eftir atvikum end­ur­skoða þau.“ 

Ekk­ert bólar á nið­ur­stöðu þeirrar end­ur­skoð­un­ar. Þvert á móti hefur kjör­tíma­bilið verið notað til að herða enn fram­kvæmd og auka „skil­virkni“ í flótta­manna­mál­u­m. 

Það er oft látið þannig í umræð­unni að Ísland eigi við ein­hvern flótta­manna­vanda að stríða. Það er ekki þannig. Hingað koma mjög fáir í öllu sam­hengi og enn færri fá að vera. Helstu vanda­mál sem skap­ast eru þau að ein­ungis þrjú sveit­ar­fé­lög hér á suð­vest­ur­horn­inu eru til­búin að þjón­usta flótta­menn í bið­stöðu: Reykja­vík, Hafn­ar­fjörður og Reykja­nes­bær. Hin stóru sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu svara ekki erindum um þátt­töku eða telja sig ekki í stakk búið til að leggja hönd á plóg. Það kemur ekki á óvart að á meðal þeirra eru þau sveit­ar­fé­lög sem sinna síst félags­legri þjón­ustu, bjóða vart upp á félags­legar íbúðir og hafa hlut­falls­lega lang­fæsta erlenda rík­is­borg­ara búandi hjá sér. 

Val að vísa börnum frá

Við tökum á móti fáum flótta­mönn­um. Í fyrra fengu hér 289 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Umsóknum um vernd hefur fækkað mikið frá árunum 2016 og 2017. 

­Fyrir utan þá flótta­­­menn sem koma að sjálfs­dáðum til lands­ins þá tekur Ísland líka við svoköll­uðum kvótaflótta­­­mönn­­­um. Stefnt er að því að taka við allt að 75 slíkum á þessu ári, að mestu Sýr­­­lend­ingum sem eru staddir í Líbanon og hinsegin flótta­­­mönnum og fjöl­­­skyldum þeirra frá Kenýa. Áður hafði Ísland tekið við sam­tals 695 kvótaflótta­­­mönnum á 62 árum. Það þýðir að við höfum tekið við 12,2 að með­al­tali á ári. 

Það er alveg hægt að skilja flótta­mannapóli­tík Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Innan þeirra flokka eru vissu­lega skiptar skoð­anir á þessum málum en stórir hópar þar eru mjög fylgj­andi hörku í bæði flótta­manna- og inn­flytj­enda­málum almennt. 

Vinstri græn hafa hins vegar þá yfir­lýstu stefnu að það megi ekki líta undan í mál­efnum flótta­manna. Að nauð­syn­legt sé að Ísland axli ábyrgð og komi fólki í neyð til hjálp­ar. Að for­rétt­inda­landið axli ábyrgð á stöðu sinni og taki við fleir­um. 

Í áður­nefndri lands­fund­ar­á­lyktun Vinstri grænna frá haustinu 2017, segir að í stað þess að horfast í augu við ástæður og ástæður flótta­manna­straums „kjósa ýmsir á Vest­ur­löndum að skjóta sér undan ábyrgð, afmennska fólkið sem hér um ræðir og breyta þeim í vanda­mál – flótta­manna­vand­ann.“

Það er full ástæða til að spyrja þing­menn, ráð­herra og aðra Vinstri græna sem standa að ofan­greindri stefnu og álykt­unum hvernig þær sam­ræm­ast raun­veru­leik­anum sem flokk­ur­inn tekur þátt í að móta við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Hvort það felist ekki afmennskun í því að heim­ila sífellt hert­ari fram­kvæmd útlend­inga­laga. Hvort það sé mennska að vísa börnum frá öryggi á Íslandi og í grískar flótta­manna­búð­ir. 

Eða er eina spurn­ingin sem vert sé að spyrja sú hvort það sé ekki alveg örugg­lega þannig að þegar það þurfi að mynda óvenju­lega rík­is­stjórn flokka sem eru ósam­mála um flest þá sé í lagi að kyngja flestu sem skil­greinir þig, til að tryggja sæti við borð­ið. 

Íslensk stjórn­völd, undir for­sæti Vinstri grænna, þurfa nefni­lega ekki að vísa frá börnum sem sækja hér um hæli. Þau kjósa að gera það. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari