Mynd: 123rf.com

Rúmlega einn Ísafjörður af erlendum borgurum bæst við Reykjanesbæ

Erlendum ríkisborgurum hélt áfram að fjölga gríðarlega hratt í fyrra. Fjöldi þeirra hefur rúmlega tvöfaldast á sjö árum. Mest er fjölgunin áfram á Suðurnesjum og í Reykjavík. Ef allir Pólverjar sem hér búa byggju í eigin sveitarfélagi væri það fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Næstum fjórði hver íbúi í Reykja­nesbæ þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn var erlendur rík­is­borg­ari. Alls voru íbúar sveit­ar­fé­lags­ins 18.888 og þar af voru erlendir rík­is­borg­arar 4.575, eða 24,2 pró­sent. Í lok árs 2011 voru 1.220 erlendir rík­­is­­borg­­arar í sveit­­ar­­fé­lag­inu og þeir 8,6 pró­­sent íbúa. Á sjö árum hefur erlendum rík­is­borg­urum sem búa Í Reykja­nesbæ því fjölgað um 3.355 og fjöldi þeirra tæp­lega fjór­falt meiri en hann var þá. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag á land­inu hefur upp­lifað jafn hraða og mikla aukn­ingu og Reykja­nes­bær á und­an­förnum árum.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár Íslands um fjölda erlendra rík­is­borg­arar sem búa á Íslandi.

Mikil fjölgun á öllum Suð­ur­nesjum

Fjölgun útlend­inga er yfir­höfuð mjög mikil á Suð­ur­nesj­um. Alls bjuggu 6.050 erlendir rík­is­borg­arar á svæð­inu í byrjun des­em­ber í fyrra og voru þá orðnir 22,3 pró­sent allra íbúa þess. Í kringum 19 pró­sent íbúa Suð­ur­nesja­bæj­ar, sem mynd­aður er úr Garði og Sand­gerði, og Voga eru erlendir rík­is­borg­arar og um 17 pró­sent íbúa Grinda­vík­ur.

Í lok árs 2011 var fjöldi erlendra rík­is­borg­ara á Suð­ur­nesjum 1.890. Slíkum hefur því fjölgað um 4.160 á sjö árum. Það er rúm­lega einn Ísa­fjarð­ar­bær, en íbúar hans voru 3.807 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Ástæðan er fyrst og síð­­­­­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli sem stað­­­settur er á Suð­­­ur­­­nesj­­­um. Ferða­­­mönnum sem heim­­­sækja Íslands hefur endað fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,5 millj­­­ónir í fyrra, sam­­­kvæmt spám.

Fjöldi erlendra tvö­fald­ast á sjö árum

Alls voru 44.276 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér­lendis í byrjun árs 2019. Í lok árs 2011 voru þeir 20.930 tals­ins og því hefur fjöldi þeirra rúm­lega tvö­fald­ast á sjö árum. Saman myndu erlendu rík­is­borg­ar­arnir geta myndað næst fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins, en í dag er það Kópa­vogur með 36.930 íbúa.

Árið 2017 var algjört metár í fjölgun erlendra rík­is­borg­ara sem hófu búsetu hér­lendis en þá fjölg­aði slíkum um 7.570 á tólf mán­uð­um. Í fyrra var fjölg­unin hæg­ari, en þá fjölg­aði þeim um 6.326. Það er samt sem áður næst mesta fjölgun erlendra rík­is­borg­ara innan árs í Íslands­sög­unni.

Alls fjölg­aði þeim sem búsettir eru á Íslandi um 8.834 í fyrra. Það þýðir að erlendir rík­is­borg­arar voru ábyrgir fyrir um 72 pró­sent af fjölgun íbúa lands­ins á árinu 2018.

Lyk­il­tölur um erlenda rík­is­borg­ara:

  • Erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi í byrjun árs 2019: 44.276

  • Erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík: 18.435 eða 14,3 pró­sent allra íbúa

  • Erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­nes­bæ: 4.575 eða 24,2 pró­sent allra íbúa

  • Erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ: 724 eða 4,4 pró­sent allra íbúa

  • Pól­verjar sem búa á Íslandi: 19.269 eða fleiri en búa á Akur­eyri og Reykja­nesbæ

Heim­ild: Þjóð­skrá Íslands

Lang­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn sem hér býr eru Pól­verj­ar. Þeir eru alls 19.269 tals­ins og fjölg­aði um rúm­lega 2.200 í fyrra. Það þýðir að 44 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi eru með pólskt rík­is­fang.

Fjölgun þeirra hefur verið mjög hröð. Í byrjun árs 1998 bjuggu 820 ein­stak­lingar sem fæddir voru í Pól­landi hér­lend­is. Fjöldi þeirra hefur því tæp­lega 24fald­ast á rúm­lega 20 árum.

Ef allir Pól­verjarnir sem búa hér­lendis byggju saman í einu sveit­ar­fé­lagi væri íbúa­fjöldi þess hærri en á Akur­eyri (18.903) í Reykja­nesbæ (18.888) og Garðabæ (16.277). Pólska sveita­fé­lagið væri því fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Reykja­vík tekur við lang­flestum

Mesta fjölgun erlendra rík­is­borg­ara er þó áfram sem áður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Erlendir rík­is­borg­arar þess eru nú 27.213 tals­ins og fjölg­aði um 4.013 í fyrra. Lang­flestir þeirra sett­ust að í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, en þar fjölg­aði um 2.795 útlend­inga í fyrra og þeir eru nú 18.435 tals­ins. Nú eru 14,3 pró­sent íbúa Reykja­víkur erlendir rík­is­borg­arar en þeir voru 12,4 pró­sent íbúa borg­ar­innar í byrjun árs 2018. Til sam­an­burðar var fjöldi erlendra rík­is­borg­ara í Reykja­vík 9.190 í lok árs 2011. Frá þeim tíma hefur fjöldi erlendu rík­is­borgar­anna tvö­fald­ast. Sú aukn­ing hefur að mestu átt sér stað á síð­ustu tveimur árum, 2017 og 2018. Á þeim hefur árum einum saman hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 5.935, sem þýðir að 65 pró­sent af aukn­ing­unni sem átt hefur sér stað á síð­ustu sjö árum varð árin 2017 og 2018.

Íbúar Reykja­víkur eru 56,4 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en þar búa samt 68 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara sem búa á svæð­inu. Eina sveit­ar­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins utan Reykja­víkur sem nær að vera erlenda rík­is­borg­ara sem yfir tíu pró­sent íbúa sinna er Hafn­ar­fjörður (10,6 pró­sent).

Fæstir útlend­ingar eru að venju í Garða­bæ, en 4,4 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeim fjölg­aði úr 640 í 724 í fyrra. Á Sel­tjarn­ar­nesi eru síðan 7,4 pró­sent íbúa erlend­ir, og þeim fjölg­aði úr 330 í 347 á árinu 2018. Mos­fells­bær er með svipað hlut­fall útlend­inga á meðal íbúa, alls 7,8 pró­sent, og þar fjölg­aði þeim úr 650 í 896 í fyrra.

Fáir á Akur­eyri

Ann­ars­staðar á land­inu er ekki jafn mikil og hröð aukn­ing eins og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um. Þar búa þrír af hverjum fjórum erlendum rík­is­borg­urum sem sest hafa hér að.

Utan suð­vest­ur­horns­ins er hlut­fall þeirra hæst á Vest­fjörðum þar sem 15,5 pró­sent íbúa eru erlend­ir. Lægst er það að Norð­ur­landi vestra þar sem 6,8 pró­sent íbúa eru útlend­ing­ar, eða 491 af 7.227 íbúum alls.

Á Norð­ur­landi eystra búa alls 2.296 útlend­ingar sem þýðir að 7,5 pró­sent íbúa þar eru slík­ir. Lang­fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lagið þar er Akur­eyri, þar sem 937 útlend­ingar búa. Það þýðir að ein­ungis fimm pró­sent af 18.903 íbúum þess eru útlend­ing­ar. Til sam­an­burðar er næst fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag svæð­is­ins Norð­ur­þing. Þar búa 3.050 manns og þar af 493 útlend­ing­ar. Það þýðir að 16,2 pró­sent íbúa Norð­ur­þings eru erlendir rík­is­borg­ar­ar.

Það sveit­ar­fé­lag sem er með hæst hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara innan sinna bæj­ar­marka er þó Mýr­dals­hreppur á Suð­ur­land­inu. Alls eru 40,2 pró­sent íbúa hans erlendir rík­is­borg­ar­ar, en þess ber þó að geta að þar búa 697 manns. Útlend­ing­arnir eru því ein­ungis 280 tals­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar