Eigindlegt tilfelli
Ég heyrði frásögn um daginn sem fékk mig til að hugsa „hversu sterka afstöðu seigla tekur til einstaklingi sem tekst á við erfiðleika í lífinu“. En til að átta sig betur á vangaveltu minni þá er viðeigandi að renna yfir sögu viðkomandi einstaklings. Viðkomandi hefur upplifað og lent í áföllum síðan hann var ungur á árum og hafa þessi áföll takmarkað aðgengi hans að tækifærum í lífinu.
Hann hefur verið að afmarka sjálfan sig og sína getu í lífinu, segir: „að áföllin hafi sett strik í reikninginn en fagaðilar hafi reynt að aðstoða eins mikið og hægt var og reynt að vinna með hans flókna umhverfi, en hann skynjaði að þeim hafi vantaði skilning á hans aðstæðum“. Þetta með að hafa ekki skilning á aðstæðum er til umfjöllunar (hér). En viðfangsefnin eru - heimilisofbeldi af hálfu föður hans, einelti í skóla, námsörðugleikar sem urðu til þess að hann brást við; með ofbeldi, fljótlega byrjaði hann að neyta eiturlyfja, og fremja afbrot. Á unglingsárunum var hann greindur með þunglyndi og kvíðaröskun. Um svipað leyti var hann settur á meðferðarheimili sem inngrip og fyrirbygging í hans málum. Hvað varð til þess að þessi einstaklingur hefur ekki hingað til náð að komast á ákjósanlegan stað í lífinu? Er erfitt að segja til um, enda vafið flóknum þræði. En hvernig væri hægt að nálgast einstaklinginn í dag hefur seigla mikið til málsins að leggja.
Hugmyndafræði seiglunnar hefur ætið sett erfiðleika einstaklingsins í annað sjónarhorn eins og hefur komið fram í öðrum greinum (hér, hér, hér), sem getur kveikt á meiri trú og von hjá viðkomandi. Í því samhengi, verður haldið áfram að vekja athygli á kenningu sem snýr að seiglu einstaklingsins, í þessu tilfelli er horft á síendurtekin atvik eins og á sér stað í ofanverðu eigindlegu tilfelli. En seiglu fræðimenn tala um styrkjandi áhrif eða „steeling effect“.
Styrkjandi áhrif
Michael Rutter sem er einn af þeim helstu seiglu fræðimönnum, er klínískur sálfræðingur og hefur rannsakað mikið erfiðleika einstaklingsins; áhrif erfiðleikana, hvernig er hægt að yfirstíga þá og hvað einkennir þá einstaklinga sem komast yfir erfiðleikana. Hann vill meina að einstaklingur sem tekst á við erfiðleika ítrekað myndi með sér svokölluð styrkjandi áhrif eða „steeling effect“.
Þessi styrkjandi áhrif verða til við að upplifa eða lenda í erfiðleikum þar sem atvikin eiga sér stað oftar en einu sinni. Í kjölfarið getur einstaklingur myndað með sér áreitis- eða streituþröskuld sem gerir honum kleift að takast á við áreiti eða streituvaldandi aðstæður með minni viðkvæmni vegna reynslu sinnar. Að neikvæð áhrif atvikana umbreytist í jákvæð áhrif sem nýtist sem uppbyggingar efni fyrir hans drifkraft og lífshvata í tengslum við persónulegu eiginleika og ytri aðstæður. Rutter tók saman rannsóknir er bæði snýr að dýrum og mönnum til að skoða þessa tilgátu betur (2012).
Rannsóknir á öpum
Margar grunnrannsóknir byrja á dýrum og af því sögðu skoðaði hann rannsóknir frá David Lyon´s hópnum sem eru framkvæmdar á árunum 2004-2009. Í einni þeirri rannsókn var gerð samanburðarrannsókn á öpum þar sem fyrirkomulagið var aðskilnaður frá móður og mæling á kortisóli. Kortisól er eitt af hormónum taugakerfisins sem tengist okkar streitustjórnun.
Einum of mikið magn af kortisóli getur valdið mikilli streitu en andstæðan ekki. Öpunum var skipt í tvo hópa: þeir sem voru aðskildir með slitrótum hætti og aldrei eða aðeins einu sinni. Þeir apar sem voru aðskildir með slitrótum hætti höfðu betri svörun við aðskilnaðinum heldur en þeir sem fengu aldrei aðskilnað nema í lokinn. Þegar kortisól var mælt hjá fyrri hópnum var minni magn heldur en hjá þeim seinni. Þarna bendir Rutter á að sé vísbending um styrkjandi áhrif hjá öpunum sem tókust á við síendurtekið áreiti sem fólst í aðskilnaðinum frá móður sinni sem bjó til ákveðna svörun fyrir seinni áreitum, og ályktaði sömuleiðis að svokallaður áreitis- eða streituþröskuldur hafi orðið til í ferlinu.
Rannsóknir á mönnum
Næsta skref var að skoða hvernig þær rannsóknir sem snúa að mönnum segja til um þessa tilgátu. Hann tók saman margar skammtíma og langtíma megindlegar og eigindlegar rannsóknir. Þær allar náðu til einstaklinga sem komu frá brotkenndu umhverfi eins og skertar fjölskyldu aðstæður t.a.m. ólust upp með einstæðri móður eða föður, tókust á við vanrækslu móðurs eða föðurs, voru send á fósturheimili eða geðstofnun á einhverjum tímapunkti.
Af því töldu, ætlum við einvörðungu að einblína á eigindlega rannsókn Hauser og Allen (2006). Í þeirri rannsókn, bjuggu flestir viðmælendur við andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi sem börn. Í framhaldi upplifðu þau og lendu í mörgum atvikum er tengdist áfalli, erfiðleikum, og mótlæti á einhverjum tímapunkti á þeirra uppvaxtar árum. Þar af leiðandi báru þau með sér mikið að sálfræðilegum flækjum frá þessum atvikum. Stór hluti af einstaklingunum sem höfðu síendurtekið upplifað og lent í erfiðleikum gátu nýtt sér þessa reynslu sem efling fyrir framtíðina. En það sem einkenndi einstaklingana voru fimm persónulegir eiginleikar:
Endurspeglun, þau gátu horft tilbaka og séð sjálfan sig í fjölbreytum sjónarhornum eftir á hyggja.
Sjálfræði, þau voru búin að ákveða hvert þau ætluðu að fara þegar þau kæmust á þann aldur til að taka slíkar ákvarðanir.
Sjálfsvitund, flestir einstaklingar voru meðvitaðir um þeirra bakgrunn og sálfræðilegar flækjur, og nýtu sér það til að efla sjálfan sig.
Þrautsegja, flestir einstaklingarnir töldu að upplýsingar frá sálfræðingum, geðlæknum og öðru fagfólki hafi verið gagnlegt innihald. En vegna þeirra takmarkana sem fagaðilar settu þeim varðandi þeirra líkur á að komast á ákjósanlegan stað þrátt fyrir erfiðleika, þá voru þau meðvituðu um sín markmið þannig að þessi túlkun fagaðila fékk að njóta vafans.
Sjálfsmat, þau gátu horft á sína erfiðleika sem efnivið til byggingar á þeirra sjálfstraust í samspili við bjartsýni og svartsýni. Náðu að meta aðstæður með réttmætum hætti sem gaf þeim sterkari vitund um hvernig væri hægt að finna jafnvægi á að vera bjartsýn og svartsýn þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Einnig birtust þrír sambands eiginleikar:
Töldu það skipta verulega miklu máli að ígrunda hvatir, hugsanir og tilfinningar hjá öðrum. Að fjölskylda og vinir væru þýðingarverðir þættir sem undanfari til að geta haldið áfram.
Að fjárfesta í fjölskyldu og vinum, sem þýddi að þau hittu ekki fólk fyrir tilviljun heldur voru þau markvisst að reyna finna sér maka eða vini til að uppfylla það tómarúm sem þau höfðu alist upp við í sínu fjölskylduumhverfi.
Þau áttu auðvelt með að meta hvers virði það var að kynnast maka, eignast börn og stofna fjölskyldu. Sjá virði hennar og nýtu hvert tækifæri til að styrkja stoðir sínar með sínum fyrrum fjölskyldu tengslum í forgrunni.
Samþjöppun
Þessar niðurstöður sýna að rannsóknir á dýrum og mannfólki gefa góð fyrirheit um styrkleika tilgátunar að verðandi kenningu, að síendurteknir erfiðleikar feli í sér styrkjandi áhrif. Samkvæmt rannsókninni á öpum kemur fram að þeir sem eru aðskildir ítrekað frá móður sinni virðast búa yfir minni magn af kortisóli en þeir sem voru aldrei aðskildir nema einu sinni. Þessi atvikaröðun gerir þeim kleift að búa til streituþröskuld þannig að þeir finni minna fyrir framtíðar áreiti.
En að mínu mati er þessi dýra rannsókn ósiðferðileg og ómannúðleg enda ekki talið vera viðeigandi að aðskilja börn frá móður sinni og horfa á það sem hvata fyrir mögulegri bjargráði í þeirra lífi. En á sama tíma er verið að framkvæma eftir þessu fyrirkomulagi í hinu veraldlega samhengi þannig mörgum finnst þetta vera siðferðilegt og mannúðlegt, sem er ofvaxið minni hugsun. En það sem er hægt að draga frá þessu - er að minni magn af kortisóli getur átt sér stað við síendurtekna erfiðleika sem er mikilvægur útgangspunktur. Með rannsókninni á mannfólkinu kemur þetta betur í ljós.
En þar eru einstaklingar sem hafa ítrekað upplifað og lent í erfiðleikum í sínu lífi skoðaðir nánar. Þar kemur fram að þeirra upplifun af síendurteknum atvikum sem snúa að áföllum og mótlæti ýtir undir þeirra getu til að takast á við lífið í heild sinni. Þau notfæra sér sína reynslu til að efla sjálfan sig út frá eftirfarandi þáttum eða persónulegum eiginleikum: endurspeglun, sjálfræði, sjálfsvitund, þrautsegja, og sjálfsmat. Til viðbótar eru sambands þættir: ígrundun á ytri umhverfi, fjárfesta í fjölskyldum og vinum, og kunna að meta virði hennar.
Ef við horfum síðan á eigindlega tilfellið er ágætis samsvörun varðandi síendurtekna erfiðleika sem gefur því sterkari forsendur fyrir styrkandi áhrifum. Þar af leiðandi væri ráðlagt í dag að leggja áherslur á hans styrkleika og persónulega eiginleika í sampili við ytri aðstæður og líta á hans erfiðleika sem styrkjandi afl? Með því, værum við allavega að gefa einstaklingnum möguleika á að skoða sig frá öðru sjónarhorni sem er hluti af einum af þeim persónulegum eiginleikum eins og kemur fram í ofan verðri eigindlegri rannsókn eða þeirri endurspeglun sem einstaklingur beitir.
Til viðbótar væri búið að auka val möguleikana fyrir einstakling sem tekst á við erfiðleika í sínu lífi, ef þetta viðleitni fær sitt svigrúm. Af því sögðu, er ég meðvitaður um að greiningarformið (þunglyndi og kvíði) sem fær mikla athygli og stundum einum of mikla athygli sem gæti verið að margar trjá greinar á trjánum í skóginum fá ekki sína athygli. En það getur haft þau áhrif að horft er á einstakling eingöngu sem sjúkt ferli í staðinn fyrir líka sem heilsufarslega braut, sem verður til þess að við missum af hans möguleikum að hann nái sinni bestu getu á hverjum tímapunkti fyrir sig.
En sem betur fer, er stöðug þróun í vísindum og hinu faglega starfsumhverfi og styrkjandi áhrif er hluti af henni. Hún felur einmitt í sér sterkari tilhneigingu fyrir heilsu einstaklings og veitir honum öðruvísi sýn og nálgast hann frá heildstæðari sjónarhorni. Með þessu komum við í veg fyrir að horfa á einstakling sem veikburða, og einblínum frekar á að hann geti eflt sig þrátt fyrir hans síendurtekna erfiðleika.
Höfundur er seigluráðgjafi.