Í 52. gr. laga númer 99/1993 eru ákvæði um hvernig fara megi með mjólk sem framleidd er umfram svokallað greiðslumark: „Framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó heimilað sölu þessara vara innan lands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefa tilefni til.“
Slíka „umframmjólk“ má hvort heldur sem er selja innan lands eða utan þó þannig að ef selja á mjólkina innanlands skal leita heimildar Framkvæmdanefndar búvörusamninga. Áfram segir í 52. gr. áður tilvitnaðra laga: „Um greiðsluskyldu afurðastöðva fyrir innlegg umfram greiðslumark mjólkur, en innan efri marka þess, fer eftir gildandi samningum [ráðherra] 4) og Bændasamtaka Íslands skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. laganna“.
Lesa
Eftir stendur óhögguð sú staðreynd að með því að selja smjör úr landi er Mjólkursamsalan að beita þekktum aðferðum einkasöluðaðila til að auka hagnað sinn með því að dumpa hluta framleiðslunnar á erlendan markað og komast þannig hjá að selja innlendum neytendum smjör eða rjóma á lækkuðu verði. Sjálfsagt mun samskiptafulltrúinn enn halda áfram að reyna að fegra hlut síns fyrirtækis. Bið ég lesendur Kjarnans að virða mér það til vorkunnar þó ég setji hér með punkt.
Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.