Auglýsing

Á þriðju­dag voru ætl­aðar mútu­greiðsl­ur, skatt­svik og pen­inga­þvætt­is­til­burðir Sam­herja opin­berað­ir. Líkt og venja er var lítið um varnir dag­inn eft­ir. Gögnin sem umfjöll­unin byggði á, og trú­verð­ug­leiki upp­ljóstr­ar­ans sem reyndi ekki með neinum hætti að breiða yfir sinn þátt í mál­inu, var enda yfir­þyrm­andi. Rétt­lát reiði kraum­aði í sam­fé­lag­inu og hvert rann­sókn­aremb­ætti á fætur öðru, í hverju land­inu á fætur öðru, stað­festi að Sam­herji væri nú til rann­sóknar hjá því.

Því var hins vegar spáð, á þessum vett­vangi, að það myndi ekki taka langan tíma fyrir þá vél fólks sem hefur fyrst og síð­ast þann til­verutil­gang að verja íslensku kerf­in, þau sem gagn­ast sumum mun betur en öllum öðrum, myndi hefja sína hefð­bundnu veg­ferð í átt að því að afvega­leiða umræð­una og skil­greina innan hvaða marka hún mætti fara fram. Yfir á hvað mætti alls ekki yfir­færa hana. Færa hana frá aðal­at­rið­unum að auka­at­rið­unum svo að svig­rúm myndi skap­ast fyrir ger­end­urna í Sam­herj­a­mál­inu, menn sem eru með íslenskt vald í vas­an­um, til að hefja til­raunir til björg­un­ar­að­gerða fyrir sig sjálfa.

Fyrst ber að rifja upp að á Íslandi er kerf­is­læg spill­ing, og hún er rót­bundin í kerf­unum okk­ar. Í henni felst óheil­brigt sam­spil stjórn­mála og við­skipta og birt­ing­ar­mynd hennar er fyrst og síð­ast sú að valin hópur fær betra aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra. Það er oft reynt að beina sjónum frá þess­ari við­bla­sandi stöðu með því að bera fyrir sig alþjóð­lega spill­inga­lista, sem mæla allt annað en þá stroku­spill­ingu sem tröll­ríður öllu hér í rassvas­anum á útgerð og eins­leitri stjórn­sýslu, sem oft á tíðum virð­ast vera sami hlut­ur­inn.

Eig­endur sjáv­ar­út­veg­ar­ins eru orðnir að ofur­stétt hér­lendis með tök á mörgum stjórn­mála­flokkum og -mönn­um, með ítök í fullt af óskyldum grein­um, meðal ann­ars fjöl­miðlum og með hags­muna­gæslu­arm sem er sá áhrifa­mesti á land­inu og mótar til dæmis öll lög og reglu­gerðir sem settar eru um geir­ann. 

Skref 1: Ekki tala niður Ísland

Tæki­færið til að láta umræð­una snú­ast frekar um umræð­una en inn­takið gafst þegar heim­iluð var umræða á þingi um spill­ingu. For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar steig í pontu og sagð­ist ótt­ast að Ísland væri að teikn­ast upp sem spill­ing­ar­bæli. Sam­flokks­kona hans, með engin völd til að gera nokkuð enda í stjórn­ar­and­stöðu, hafði áður sagt á Face­book að í hennar huga kæmi ekk­ert annað til greina en að eignir Sam­herja yrðu frystar núna strax á meðan að rann­sókn stæði yfir. 

Auglýsing
Í aðdrag­anda þessa hafði takt­ur­inn verið sleg­inn í ýmsum einka­sam­töl­um, líkt og van­inn er þegar við­spyrnan hefst. Það má segja að sá taktur hafi fjögur skref. 

Í fyrsta skrefi er því laumað að hér og þar að það megi ekki tala niður Ísland með því að tala upp­hátt um það sem er aug­ljós­lega að hérna, og var meðal ann­ars opin­berað með slá­andi hætti síð­ast­lið­inn þriðju­dag. Að benda á brotala­mir í sam­fé­lagi manna er hins vegar ekki nið­ur­tal, heldur til­raun til að laga skemmd. Á þessu tvennu eru eðl­is­mun­ur. 

Inn­takið er að það séu ekki þeir sem liggja undir grun um að hafa greitt mútur til að sölsa undir sig auð­lindir í landi sem Ísland hefur veitt þró­un­ar­að­stoð sem eru vanda­mál­ið. Ekki þeir sem rök­studdur grunur er um að beiti þaul­skipu­lagðri skatta­snið­göngu til að kom­ast hjá því að greiða til sam­fé­lag­anna þar sem arð­ur­inn er skap­aður og þess í stað miklu meira inn á þegar bólgnar norskar banka­bækur sín­ar. Ekki þeir sem skýrar vís­bend­ingar eru um að hafi þvættað fé. 

Nei, vanda­málið eru þeir sem tala um vanda­mál­in. Þeir eru að rústa orð­spori Íslands. Þeir sem tala, ekki sem þeir gerðu.

Skref 2: Finna nýjan söku­dólg

Annað skrefið er að finna nýjan söku­dólg til að láta umræð­una hverf­ast um. Í þetta skiptið daðrar smjör­klípan þó við mörk hins fárán­lega. Það virð­ist vera orðið aðal­at­riði í þessu máli að valda­laus þing­maður í stjórn­ar­and­stöðu hafi talað frjáls­lega um fryst­ingu eigna í Face­book-­stöðu­upp­færslu á íslensku. Eitt­hvað sem hún hefur enga heim­ild til að gera né neina stöðu til að fram­fylgja. For­stjóri Sam­herja í leyfi sagði í eina við­tal­inu sem hann hefur veitt síð­ustu daga að honum blöskri umræð­an. Hann bætti við að við­skipta­vinir Sam­herja erlendis væru fyrst og síð­ast að hafa áhyggjur af þessum hug­myndum þing­manns­ins. Ekki meintum mútu­greiðsl­um, skattsvikum eða pen­inga­þvætti eða umfangs­miklum rann­sóknum í þremur lönd­um. 

Sama tón sló tíma­bund­inn eft­ir­maður hans á for­stjóra­stóli, sem hafði eytt síð­ustu miss­erum sem stjórn­ar­for­maður Íslands­stofu, og haft aðal­lega það hlut­verk að auka hróður Íslands alþjóð­lega. Hann sagði í við­tali við Morg­un­blaðið að við­brögð við­skipta­vina Sam­herja erlendis við frétt­unum og hin meintu stór­felldu brot hafi verið hóg­vær. „Stóra spurn­ingin fyrir við­skipta­vini er umræðan á Alþingi um mögu­lega fryst­ingu eigna Sam­herja. Það getur vissu­lega haft áhrif á við­skipta­vini að fá ekki vörur og svo fram­vegis ef slíkar hug­myndir fengju eitt­hvert flug. Þær spurn­ingar lúta þá fyrst og síð­ast að því að full­vissa aðila um að félagið standi við gerða samn­inga og afhendi vörur sam­kvæmt því. Það er auð­vitað það sem menn ætla að gera en getur trufl­ast ef farið verður í þá veg­ferð sem Helga Vala [Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar] var að tala um.“

Við þessar aðstæð­ur, sem eru orðnar allt of kunn­ugar og inni­halda nær und­an­tekn­ing­ar­laust nákvæm­lega sömu leik­endur í öllum helstu hlut­verk­um, verður með­virkni að skyn­sem­i. 

Þessi tónn sem Sam­herj­a­menn­irnir slógu er end­ur­tek­inn í leið­ara­skrifum valdra fjöl­miðla. Af völdum stjórn­mála­mönn­um. Af öllum hinum í þessu þrönga sér­hags­muna­mengi almanna­tengla og ann­arra sem eiga allt sitt undir því að hanga í rík­ispils­fald­inum til að halda sér gang­and­i. 

Skref 3: Ráð­ast á fjöl­miðla fyrir að segja fréttir

Þriðja skrefið er árás á fjöl­miðl­anna sem segja frétt­irn­ar. Efa­semda­fræjum sáð um að þátt­ur­inn um Sam­herja hefði nú verið mjög ein­hliða, og ekk­ert minnst á það að stjórn­endur Sam­herja neit­uðu að svara spurn­ingum þátt­ar­gerð­ar­manna vik­urnar fyrir birt­ing­una. Þess í stað eyddi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins vikum í að atyrða RÚV og einn frétta­mann Kveiks opin­ber­lega, eftir að honum var gerð grein fyrir því hvaða umfjöllun væri í vænd­um. 

Auglýsing
Þingmaður skrif­aði grein þar sem hann sagði RÚV og Stund­ina, sem birtu umfjöll­un­ina í sam­starfi við Wiki­leaks og Al Jazeera, hafa áður sængað saman „og þá mat­reitt málin eftir eigin höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eftir heild­­ar­­mynd­inni áður en opin­berar aftökur hefj­­ast.“ 

Þing­mað­ur­inn bætti svo við að æsingur fjöl­miðla yfir höfuð til að ná athygl­inni væri á stundum svo mik­ill að annað skipti ekki máli. „At­hygl­iskeppnin er eins og aur­skriða sem engu eirir og síst sann­­leik­­anum sem kannski kemur í ljós seint og um síð­­­ir. Á þá ekki að upp­­lýsa um það sem miður fer eða þegar líkur eru á ein­hverju broti? Jú, svo sann­­ar­­lega en hvernig það er gert skiptir máli.“ Hann til­tók engin dæmi. 

Skref 4: Ekki ráð­ast á börnin

Fjórða skrefið er að fórn­ar­lamba­væða þá sem urðu upp­vísir að brot­un­um, með því að mála upp mynd af þeim sem hluta af heild, ekki ein­angr­uðum ein­stak­lingum sem í krafti stöðu sinnar og valda tóku vondar ákvarð­an­ir. Það er gert með því að bera fyrir sig starfs­menn, fjöl­skyldur og sér­stak­lega börn. Þetta er þekkt bragð og hefur ríka til­hneig­ingu til að virka ágæt­lega. Það má til að mynda rifja upp aug­lýs­ing­arnar sem birtar voru af nið­ur­lútum sjó­manna­fjöl­skyld­unum í dag­blöðum þegar inn­heimta átti eðli­leg og sann­gjörn gjöld fyrir nýt­ingu á auð­lindum í eigu þjóð­ar. Skila­boðin voru að þær væru fórn­ar­lömb þeirrar gjald­töku. Verið var að hafa lífs­við­ur­værið af þessum fólki, í hinum dreifðu byggð­um, þrátt fyrir að gjöldin legð­ust auð­vitað ekki á laun sjó­manna eða land­vinnslu­fólks, heldur arð­semi millj­arð­ar­mær­inga sem hafa hagn­ast um nokkur hund­ruð millj­arða króna á síð­ustu árum með því að greiða meira til sín en minna til sam­fé­lags­ins sem bjó þá til.

For­stjóri Sam­herja í tíma­bundnu leyfi sagði í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2: „Sam­herji er ekki sál­ar­laust fyr­ir­tæki, það eru meðal ann­ars 800 starfs­menn á Íslandi og annað eins, meira, erlend­is. Þessar árásir hér á Íslandi, á starfs­fólk og fjöl­skyldur þeirra, mér finnst þetta orðið full langt gengið og með því að stíga til hliðar er ég að vona að sú umræða geti róast eitt­hvað.“

Þing­mað­ur­inn sem var nefndur hér að ofan gekk enn lengra. Í grein hans sagð­ist hann hugsa til starfs­­manna Sam­herj­a ­sem horfi nú á stríðs­­fyr­ir­sagnir um fyr­ir­tækið og stjórn­­endur þess. „Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­­skyld­­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­­skyld­u­fað­ir­inn eða móð­irin bland­­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­­um.“

Fólk og fjöl­miðlar sem flytja fréttir af, eða tala um mein­semd í íslensku, og nú alþjóð­legu, sam­fé­lagi eru sam­kvæmt þessu að valda börnum skaða. Það vill auð­vitað engin og því er svona orð­ræða sterkt tól.

Þeir sem henni beita eru þó ekki að bera hags­muni allra barna fyrir sig. Til dæmis barna í Namibíu sem lifa við skert lífs­gæði vegna þess að útlensk stór­fyr­ir­tæki og rót­spilltir stjórn­mála­menn nýta sér aðstöðu sína til að arð­ræna sam­fé­lagið sem þau búa í, og þar með tæki­fær­inu fyrir betra lifi. Það hefði kannski verið rétt að hugsa eitt­hvað um þau börn síð­ustu árin þegar hagn­aður Sam­herja nam 112 millj­örðum króna á átta ára tíma­bili, og hvort þau yrðu mögu­lega fyrir skaða.

Hér að neðan má sjá skoðun þeirra á Sam­herj­a­mál­inu:Mynd: Facebook-síða Helga Seljan



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari