Auglýsing

„Hér á landi tíðkast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterkir sér­hags­muna­að­ilar nái tang­ar­haldi á stjórn­völdum og hafi áhrif á þau með við­brögðum sínum við ein­stökum ákvörð­un­um.“ Þetta sögðu Sam­tök atvinnu­lífs­ins í umsögn um frum­varp sem fjall­aði meðal ann­ars um skrán­ingu hags­muna­gæslu­að­ila þegar það lá frammi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Þessi fram­setn­ing sam­tak­anna er svo fjar­stæðu­kennd í ljósi opin­ber­ana Kveiks og Stund­ar­innar á athæfi Sam­herja að hún er nán­ast hlægi­leg. 

Hér hafa sterkir sér­hags­muna­að­ilar þvert á móti fullt tang­ar­hald á stjórn­völd­um. 

Það tak hefur margar birt­ing­ar­mynd­ir. Sú tærasta er að litlum hópi fólks, örfáar fjöl­skyldur og fylgi­hnettir þeirra, hefur tek­ist að tryggja sér eig­in­legt eign­ar­hald á auð­lind þjóð­ar. Það eign­ar­hald hefur hóp­ur­inn svo nýtt sér til að veð­setja auð­lindir þjóðar í þjóð­ar­bönkum til þess að fá lán. Lán sem fyrst voru notuð til að kom­ast yfir fleiri auð­lindir í eigu þjóð­ar. Svo yfir ótengda starf­semi til að ná fleiri valda­þræðum í sam­fé­lag­inu. Svo til þess þess að auka enn á ríki­dæmið með því að sækja í erlendar auð­lind­ir, nú síð­ast með því að taka þátt í arðráni á hinni fátæku þjóð Namib­íu. 

Tang­ar­haldið herð­ist

Með auknum umsvifum hefur tang­ar­haldið styrkst. Valdir stjórn­mála­menn, þvert á flokka, eiga allt sitt undir þessum léns­herr­um. Heilu byggð­ar­lögin standa og falla með þeim og eru fyrir vikið föst í eilítið skilj­an­legu með­virkniskasti vegna óverj­an­legra athafna vinnu­veit­enda sinna. Fjöl­miðlar hafa verið keyptir og reknir í millj­arða tapi til að ná skýrum og fram­settum mark­miðum á borð við það að stöðva að auð­lind­ar­á­kvæði verði sett í stjórn­ar­skrá og koma í veg fyrir breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­in­u. 

Auglýsing
Í krafti þessa ofur­valds geta þeir sett sínar eigin reglur og sín eigin lög, með því að beita fjár­munum og frekju við mótun þeirra. Eða bara snið­gengið þau þegar það hent­ar. 

Skýrasta dæmi þess er ákvæði laga um kvóta­þak. Það gerir ráð fyrir að engir tengdir aðilar megi halda á meira en 12 pró­sent af úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta hverju sinni. Samt blasir við að þessi lög eru þver­brot­in, og hafa verið það árum sam­an, án þess að eft­ir­lits­stofn­unin Fiski­stofa, eða ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála, hafi gert nokkuð í því. 

Þess í stað var Fiski­stofa flutt, án vit­rænna rök­semd­ar­færslna, heim til Sam­herja með þeim afleið­ingum að sér­fræði­þekk­ing­in, og aðhaldið sem fólst í henni, varð eftir fyrir sunn­an. Og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Sam­herja settur í stól sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra.

Tjöldin dregin frá

Þessi mynd hefur teikn­ast upp fyrir flestum lands­mönnum síð­ustu daga. Tjöldin hafa enn og aftur verið dregin frá. Það blasir við öllum sem kjósa að horfa beint á kjarna máls­ins að hér er um stöðu sem er afleið­ing af kerf­is­lægri spill­ingu sem hefur fengið að festa fast­ari rætur árum sam­an.

Vil­hjálmur Árna­son, pró­fessor í heim­speki, orð­aði stöð­una vel í pistli sem hann birti fyrr í vik­unni. Þar sagði hann: „Öllu rétt­sýnu fólki er mis­boðið og engum nema þeim sem eru blind­aðir af eig­in­hag­munum eða póli­tískri hug­mynda­fræði kemur í hug að verja þetta fram­ferði eða tala af vand­læt­ingu um „fjöl­miðla­storm“. Grein­ing Kveiks er senni­lega eitt besta dæmið um hvað við kunnum að hafa lært af fjár­mála­hrun­inu. Árvekni fjöl­miðla er allt önnur en fyrir hrun og þótt það sé sárt að verða vitni að afhjúpun alvar­legra hneyksl­is­mála þá er það fagn­að­ar­efni að öfl­ugir fjöl­miðla­menn skuli fylgja málum eftir og upp­lýsa þau af festu og ein­urð. Nú reynir á aðrar meg­in­stoðir sam­fé­lags­ins að bregð­ast við þessu máli af mynd­ug­leik.“

Nýr sátt­máli

Sú meg­in­stoð sem þarf helst að bregð­ast við eru stjórn­mál­in. Þeir sem starfa innan þeirra þurfa að taka ákvörð­un. Hvort ætla þeir að vera hluti af ein­hvers­konar lausn eða vera áfram tól til að við­halda vanda­mál­in­u. 

Það er komið að því að taka afstöðu. Að velja hvað þið viljið verða þegar þið eru orðin stór. Til að laga þá óværu sem er til staðar í íslensku sam­fé­lagi, þar sem stroku­spill­ing valda­kjarna ræður öllu aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og fjár­magni, þarf að ráð­ast í stór­tækar kerf­is­breyt­ing­ar. Hér þarf að taka völdin af þeim sem tóku þau af almenn­ingi. Tryggja að stærsti hluti arð­semi af nýt­ingu þjóð­ar­auð­linda fari til sam­fé­lags­legrar upp­bygg­ing­ar. Að traust verði end­ur­reist með því að hags­munir heildar verði alltaf teknir fram yfir sér­hags­muni. Að ákvarð­anir hafi afleið­ingar og að þeir sem kjósa að brjóta regl­urnar verði látnir sæta ábyrgð.

Að upp­ræta það tveggja þjóða kerfi sem er við lýði í sam­fé­lag­inu þar sem meg­in­þorri Íslend­inga eru launa­menn í krónu­hag­kerfi á meðan að sér­valin yfir­stétt fjár­magns­eig­enda geymir stóra sjóði, sem urðu að uppi­stöðu til vegna nýt­ingu á þjóð­ar­auð­lind­um, ein­ok­unar á fákeppn­is­mark­aði eða með því að merg­sjúga pen­inga út úr íslensku banka­kerfi sem var svo látið falla á rest­ina af þjóð­inni, í aflands­fé­lögum og erlendum myntum vegna þess að hún vill ekki borga skatta í sam­neysl­una. 

Það þarf að lofta veru­lega út. Það þarf að mynd­ast sam­staða um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála. Það þarf að berj­ast á móti því að þeir sem eru núna að bíða eftir tæki­fær­inu til að draga aftur fyrir kom­ist enn og aftur upp með það.

Alvöru gagn eða kerfistær­ing

Þeir sem eru í stjórn­málum þurfa að ákveða sig, núna, hvort þeir ætli að gera gagn eða halda bara áfram að vera til til­gangs­ins vegna. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir þurfa að ákveða sig hvort þeir ætli að halda áfram að vera við­bragðs­flokk­ar, sem elta umræð­una hverju sinni en bjóða upp á lítið ann­að, og fá fyrir vikið allir á sig popúl­ískan blæ. Ætla þeir að búa til almenni­legan grund­völl til að bjóða upp á breyt­ing­ar? Ætla þeir að vinna heima­vinn­una, finna réttu áhersl­urnar og réttu leið­irnar til að setja á odd­inn þannig að þeir nái til sín fylgi til að fá slíkt umboð, í stað þess að sitja pikk­fastir í með­al­mennsku­fylgi sem stuðlar að póli­tískri kreppu og í óra­fjar­lægð frá völd­um?

Eða ætla þeir, líkt og Vinstri græn hafa gert, að verða næsti val­kost­ur­inn sem býðst til þess að kerfistær­ast. Þar geta þeir séð flokk sem var stofn­aður utan um umhverf­is­mál, and­stöðu gegn þátt­töku í hern­að­ar­banda­lög­um, kven­rétt­indi og -frelsi og aukin jöfn­uð. Flokk sem á fyrstu 18 árum til­veru sinnar tal­aði fast gegn kerf­is­lægri spill­ingu og fyrir umbót­um, eða þangað til að hann ákvað að taka þátt í rík­is­stjórn með flokk­unum tveimur sem bjuggu til kerfin sem við búum við, og hafa þann megin til­gang í póli­tík að verja áfram­hald­andi til­vist þeirra. 

Auglýsing
Þá sagði Drífa Snæ­dal, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri og stofn­fé­lagi í Vinstri græn­um, sig út flokknum með eft­ir­far­andi frægum orð­um: „Við munum ekki breyta Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Inn­viðir hans eru spilltir og fullir kven­fyr­ir­litn­ingar og að halda að við breytum honum er með­virkni í hæsta máta.[...]Við og við vellur gröft­ur­inn upp í formi frænd­hygli, inn­herj­a­við­skipta, skatta­skjóla, auð­valds­dek­urs, útlend­ing­ar­andúðar eða skjald­borgar um ofbeld­is­menn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin munu sífellt fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo leng­i.“

Mörkin færð til fyrir stöð­ug­leik­ann

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að þessi ummæli féllu hafa ráða­menn Vinstri grænna, með for­sæt­is­ráð­herr­ann í far­ar­broddi, leitt rík­is­stjórn í landi þar sem losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum er að aukast, sjó­kvía­eldi er nýjasta atvinnu­lífs­bragðið sem fær umhverf­is­af­slátt og verið er að byggja nýjar virkj­anir með til­heyr­andi fórnum á ósnort­inni nátt­úru. Rík­is­stjórn sem er að heim­ila aukin hern­að­ar­um­svif hér­lend­is. Rík­is­stjórn og þing sem mistókst hrapa­lega með ein­hverjum almenni­legum hætti að nýta Metoo-­bylt­ing­una til að inn­leiða merkj­an­legar breyt­ingar og tókst síðan að láta einu afleið­ingar Klaust­ur­máls­ins, þar sem nokkrir orð­ljótir og drukknir þing­menn úthúð­uðu konum og ýmsum öðrum minni­hluta­hóp­um, vera þá að Mið­flokk­ur­inn er nú með meira fylgi en nokkru sinni fyrr. 

Rík­is­stjórn sem hefur staðið fyrir laga­breyt­ingum sem hafa leitt af sér lækkun þegar allt og lágra veiði­gjalda og stefnir nú á að afnema stimp­il­gjald af fiski­skipum vegna þess að útgerðin bað um það. Rík­is­stjórn sem stendur að sam­fé­lagi þar sem helm­ingur alls upp­gef­ins auðs fer til rík­ustu Íslend­ing­anna og þar sem rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna hefur eign­ast 59 millj­arða nýja millj­arða króna á tveimur árum, fyrir utan pen­ing­anna sem sá hópur felur í aflands­fé­lög­um.

Rík­is­stjórn sem í stað þess að end­ur­heimta traust almenn­ings ákvað að auka, í sam­starfi við flesta hinna flokk­anna á þingi, fram­lög til stjórn­mála­flokka um 127 pró­sent svo þeir hægt sé að stofn­ana­væða þá full­kom­lega. 

Þetta er rétt­læt með nauð­syn þess að stuðla að póli­tískum stöð­ug­leika, sem er ekk­ert annað en kyrr­staða, og skreytt með sjálfs­hóli um árangur í breyt­ingum sem eru allar þess eðlis að þær eru fyrst og síð­ast frið­þæg­ing fyrir því að ráð­ast ekki að rót vand­ans. Vara­litur á svín­ið.

Til að við­halda stöð­ug­leik­anum hafa Vinstri græn síðan eytt þorra kjör­tíma­bils­ins að verja verk sam­starfs­flokka sinna. Í að færa til mörk­in. Í það sem, Drífa Snæ­dal kall­aði að „éta skít“. Afleið­ingin er sú að flokk­ur­inn er nú hald­inn ein­hvers­konar per­sónu­leika­rösk­un. Hann vinnur gegn nán­ast öllu sem hann seg­ist standa fyr­ir. Og ver það sem honum í orði hugn­ast ekki. Aftur og aftur og aft­ur. Skiptir engu hvort þar sé um að ræða ólög­mætt athæfi ráð­herra við skipun dóm­ara, breyt­ingar á veiði­gjöldum sem leiða til lækk­unar þeirra eða hæfi ráð­herra til að sitja áfram í ráðu­neyti þar sem nær allar ákvarð­anir hans hafa beinar fjár­hags­legar afleið­ingar fyrir einn nán­asta vin hans og fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda. Manns sem nú er til alþjóð­legrar rann­sóknar vegna mútu­greiðslna, skattsvika og pen­inga­þvætt­is.

Eina sem heldur Vinstri grænum á ein­hvers konar floti er hinn oft á tíðum hæfi­leik­a­ríki og per­sónu­töfr­andi for­sæt­is­ráð­herra. En dýrð­ar­ljómi hennar er eðli­lega far­inn að dofna. Og við flokknum virð­ist ekk­ert bla­sa, að óbreyttu, en áfram­hald­andi hnign­un. Áfram­hald­andi til­færsla á mörk­um. Jafn­vel enda­lok.

Hvað ætlið þið að gera?

Það er dap­ur­legt að fylgj­ast með takt­inum í íslensku sam­fé­lagi í dag. Í kjöl­far síð­ustu stóru spill­inga­mála sem upp hafa komið hefur alltaf von um breyt­ingar fylgt reið­inni og áfall­inu sem fylgt hefur opin­ber­un­inni. Í þetta skiptið virð­ist hins vegar við­mót flestra vera að þau búist ekki við því að Sam­herj­a­málið hafi ein­hverjar afleið­ing­ar. ­Fólk er bara að gef­ast upp. Sætta sig við þetta.

Það virð­ist vera sem van­trú sé til staðar á getu íslenskra rann­sókn­ar­yf­ir­valda til að takast á við rík­ustu og valda­mestu menn lands­ins. Það virð­ist, með réttu, vera algjör van­trú á að stjórn­málin ráði við það verk­efni að taka á mál­inu með fest­u. 

Og það virð­ist, líka með réttu, van­trú vera til staðar að þetta Sam­herj­a­mál, frekar en banka­hrun­ið, Leka­mál­ið, Pana­ma-skjöl­in, Lands­rétt­ar­mál­ið, Upp­reist æru-­málið eða Klaust­ur­mál­ið, og mörg önnur minni en ekki síður alvar­leg mál, sem eiga það öll sam­eig­in­legt ofboðið hafa stórum hluta þjóð­ar­inn­ar, muni leiða til þess að hér verði grund­vall­ar­breyt­ing á leik­regl­un­um. Að á Íslandi verði ráð­ist í kerf­is­breyt­ingar til að leiða af sér breytta menn­ingu sem líður ekki að hér geti lít­ill hópur vald­spilltra og for­ríkra aðila, með til­veru á mörkum mörkum við­skipta og stjórn­mála, hagað sér eins og þeir setji sínar eigin reglur sem gildi ofar þeim almennu.

Bolt­inn er hjá stjórn­mála­mönn­um. Þvert á flokka. Það er komið að ögur­stundu. Hvers konar sam­fé­lag viljum við vera? Fyrir hvað ætlið þið að standa? Hvað ætlið þið að gera?

Eða eigum við bara að kyngja þessu líka, í nafni stöð­ug­leik­ans?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari