Þjóðarsátt um flugelda

Eikonomics bendir á að í einn klukkutíma á ári er Reykjavík ein mengaðasta borg í heimi.

Auglýsing

Ár hvert, stuttu eftir aðfanga­dag, hefst bar­áttan um flug­eldana. Og skipt­ist þá sam­fé­lagið okkar í þrjá hópa:

  1. fólk sem er pró-flugeld­ar,
  2. fólk sem er ant­i-flugeld­ar, og
  3. fólk sem er tví­stíg­andi.

Ef maður býr bara á inter­net­inu, þá væri auð­velt að halda að nán­ast allir Íslend­ingar hafi sterka skoðun á flug­eld­um. Að nán­ast allir falli í annan af fyrstu tveimur hóp­un­um. Þegar tekin er pása frá inter­net­inu kemur þó í ljós að lang flestir eru ein­hvers staðar í miðj­unni. Þeir skilja það vel að meng­unin og slysa­hættan sem af flug­eldum stafar er ekki frá­bær, en kunna þó að meta ljósin og stemmn­ing­una sem býr til meng­un­ina og veldur slys­un­um.

Ytri áhrif 

Þegar ein­hver fram­kvæmir eitt­hvað sem ein­hver annar þarf að gjalda fyrir – eða getur grætt á – án þess að sá sem geldur eða græðir hafi neitt um það að segja, tala hag­fræð­ingar um að fram­kvæmdin beri með sér ytri áhrif. 

Ef ég, til að mynda, moka snjó­inn við inn­gang fjöl­býl­is­húss­ins sem ég bý, þá græða líka nágranna mín­ir. Þ.e.a.s. af því að þeir geta nú ætt inn og út af heim­ili sínu án þess að blotna í fæt­urna. Því ber fram­kvæmdin snjó­mokstur með sér jákvæð ytri áhrif.

Aftur á móti er jóla­lagið sem nágrannar mínir eru nú að blasta hér og nú – aftur og aftur og aftur og aftur – mér (og lík­lega ölum íbúum fjöl­býl­is­húss­ins) til ama [1]. Ég bað ekki um að lagið yrði spil­að, ég fæ ekk­ert við því gert og engar bætur fyrir að þurfa að hlusta á það. Því ber sú fram­kvæmd með sér nei­kvæð ytri áhrif.

Auglýsing
Nágrönnum fylgja því oft­ast bæði jákvæð og nei­kvæð ytri áhrif. Sér­stak­lega þegar þeir skjóta upp flug­eld­um.

Nei­kvæð ytri áhrif flug­elda

Fyrir ekki löngu las ég grein á vef­síðu New York Times. Grein­in, sem er stór­feng­legt augna­konfekt fyrir gagna­lúða eins og mig og aðra, leyfir manni að bera saman mengun í borg að eigin vali, við mengun í Pek­ing. 

Ef maður ber saman Reykja­vík og Pek­ing má greini­lega sjá að loft­gæði í Reykja­vík er um margt  betri hér en í Pek­ing (sem er reyndar mjög lág stöng að lim­bóa sig und­ur). Svo gott sem alla klukku­tíma árs­ins eru loft­gæðin marg­falt betri í Reykja­vík, nema klukkan tólf að mið­nætti á gamlárs­kvöld. Þá stund­ina skiljum við Pek­ing­búa eftir í ör-ösk­unn­i.

Í einn klukku­tíma á ári er Reykja­vík ein meng­að­asta borg í heimi 

Mynd er fengin af heimasíðu New York Times.

Nei­kvæð ytri áhrif flug­elda hafa fyrst og fremst með mengun að gera. Þ.e.a.s., þeim sem finnst stuð að sprengja drasl í tætl­ur, gera það á kostn­að:

  1. þeirra sem langar að fara snemma í hátt­inn; 
  2. gælu­dýra­eig­enda (og dýr­anna þeirra);
  3. fólks sem hlýtur heil­brigð­is­skaða þar af (fólk með ast­ma- og hjart­veik­ir); og 
  4. óhepp­ins fólks sem slasast vegna kæru­leysis sprengju­varga. 

Og já, umhverf­is­ins. 

Allir eiga þessir hags­muna­að­ilar eitt sam­eig­in­legt: Þeir hafa ekk­ert um það að segja hvort fólk skjóti upp flug­eldum eða ekki. Þeir þurfa ein­fald­lega að lifa með þeirri til­færslu sem flug­elda­skot eru.

Jákvæð ytri áhrif flug­elda

Flug­eldar eiga sér tvær hlið­ar. Mörgum þykja nefni­lega flug­eldar geggj­að­ir. Ann­ars vegar er hópur fólks sem ár eftir ár kaupir heilu kílóin af flug­eldum og sprengir þá í tætl­ur. Sem hlýtur að vera sönnun þess að ein­hverjir fá ein­hverja ánægju út úr þeim. Þeir sem græða þó einnig á þessu áhuga­máli fólks er fólk eins og ég. Fólk sem þykja lit­irnir fal­leg­ir, spreng­ing­arnar spenn­andi og lyktin af meng­un­inni hátíð­leg en hafa engan áhuga á því að sprengja.

Verkn­aður þeirra sem þykja gaman að sprengja hafa því einnig jákvæð ytri áhrif. Þ.e.a.s. með því að sprengja gleðja þau þá sem ekki tíma (eða ekki hafa áhuga á) að kaupa og sprengja sjálf. 

Þjóð­ar­sáttin

Í grunnin er vanda­málið eft­ir­far­andi: Þeir sem hafa gaman af flug­eldum fá að njóta á kostnað þeirra sem ekki kunna flug­elda að meta. 

Þetta er algengt vanda­mál, sem ég hef oft skrifað um. Vanda­málið er það að þeir sem njóta færa hluta af byrð­inni sem verkn­aði þeirra fylgir yfir á fólk sem hefur ekk­ert um það að segja. Lausnin er því að sjálf­sögðu falin í því að leið­rétta þann halla eins og mögu­legt er. 

Því legg ég hér með til að í fram­tíð­inni verði settur á sér­stakur flug­elda­skatt­ur. Helsti kost­ur­inn við skatt­inn er að hann bæði dregur úr skoti (dýr­ari flug­eldar leiða til minni kaupa og minna skots) og býr til tekjur sem hægt er að nota til þess að bæta upp fyrir nei­kvæðu ytri áhrif skots­ins. 

Skatt­ur­inn þarf að vera nógu hár til þess að nægar tekjur fáist til þess að greiða fólki sem illa fer út úr flug­elda­veisl­unni fyrir ónæðið (gælu­dýra­eig­end­ur, hjart­veikir og fólk sem vill sof­a). Og einnig þarf hann að dekka kolefn­is­jöfnun flug­eldana (til að mynda með fram­lagi til skóg­ræktar á Íslandi eða erlend­is, sem er mögu­lega skil­virkara).

Ég hef ekki reiknað það út nákvæm­lega hvað er skil­virkur skatt­ur. Hann er þó hægt að reikna út (og prófa sig áfram með). Á þessu ári legg ég því til að rík­is­stjórnin hefji þessa vinnu (og klári hana). Þá getum við öll farið á inter­netið milli jóla og nýárs á næsta ári – og rif­ist um eitt­hvað ann­að. 

 [1] nágrannar mínir eru að spila þýska jóla­lagið Weinachts­backerei. Sem er svo sem ágætis barna-jóla­lag, þegar það er ekki í gangi vik­unum sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics