Íslenskan sem menningarverðmæti

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur fyrsti pistillinn.

Auglýsing

Umræða um íslenskt mál, stöðu þess og fram­tíð er alltaf í gangi og alltaf tíma­bær. Iðu­lega lit­ast sú umræða samt af órök­studdum full­yrð­ingum og sleggju­dómum í stað þess að byggj­ast á þekk­ingu, hóf­semi og umburð­ar­lyndi. Umræða af því tagi er ekki í þágu íslensk­unn­ar. 

Í fyrra datt mér í hug að reyna að leggja mitt af mörkum til upp­byggi­legrar og mál­efna­legrar umræðu um íslensk­una og tók saman heil­ræði eða boð­orð um mál­rækt sem á end­anum urðu 20 tals­ins. Þessi heil­ræði, sem hefj­ast öll á „Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að …“, setti ég á heima­síð­una mína í haust og dreifði á Face­book og víð­ar. 

Við nán­ari íhugun fannst mér ástæða til að fylgja þessum heil­ræðum eft­ir, og skrif­aði 400-500 orða pistil út frá hverju þeirra – útfærslu, útskýr­ingu eða útlegg­ingu. Á næstu vikum mun Kjarn­inn birta þessa pistla. Ég legg áherslu á að í þeim birt­ast skoð­anir mínar sem ég einn ber ábyrgð á – þetta eru ekki fræði­grein­ar. Ég lagði kapp á að mál­flutn­ingur minn væri heið­ar­leg­ur, hóf­samur og rök­fast­ur, og hvergi er vís­vit­andi farið rangt með, en vissu­lega hefði ég stundum þurft að færa sterk­ari rök fyrir máli mínu og til­greina fleiri og traust­ari heim­ildir ef um fræði­texta væri að ræða. 

Auglýsing

Í pistl­unum er að finna fjöl­marga hlekki á efni á net­inu. Stundum er þar að finna heim­ildir fyrir beinum eða óbeinum til­vitn­unum eða til­teknum full­yrð­ing­um, en oft­ast eru þessir hlekkir þó ekki beinar heim­ilda­vís­anir heldur benda á efni þar sem fjallað er nánar eða á annan hátt um það sem ég er að skrifa um. Ég not­aði nær ein­göngu heim­ildir sem eru aðgengi­legar á net­inu vegna þess að ég vildi að les­endur gætu sann­reynt stað­hæf­ingar mínar þegar í stað án þess að þurfa að standa upp frá tölv­unni eða leggja frá sér sím­ann.

Sam­kvæmt þings­á­lyktun frá því í vor um að efla íslensku sem opin­bert mál á Íslandi á að end­ur­skoða íslenska mál­stefnu á þessu ári. Ef ég ætti að semja íslenska mál­stefnu yrði hún í anda þess­ara pistla.

---

1. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hafa í huga að í hverju tungu­máli fel­ast menn­ing­ar­verð­mæti og við berum ábyrgð á fram­tíð íslensk­unn­ar.

Talið er að um sjö þús­und tungu­mál séu nú töluð í heim­in­um. Rúm 40% þeirra, tæp þrjú þús­und, eru talin í útrým­ing­ar­hættu og tvö þús­und af þeim eru töluð af færri en þús­und manns. UNESCO áætlar að meira en helm­ingur þeirra tungu­mála sem nú eru töluð muni deyja út fyrir lok þess­arar aldar og hefur sett fram áætlun um tungu­mál í hættu (End­an­gered Langu­age Programme) til að stuðla að varð­veislu sem flestra mála vegna þess að í öllum þessum tungu­málum fel­ast ómet­an­leg menn­ing­ar­verð­mæti.

Sér­hvert tungu­mál er ein­stakt – orða­forði þess, setn­inga­gerð og hljóð­kerfi er frá­brugðið öllum öðrum tungu­mál­um, merk­ing­ar­blæ­brigðin sem það getur tjáð geyma reynslu kyn­slóð­anna og eru önnur en í öðrum mál­um. Tungu­mál sem deyr er að eilífu glatað – þótt við höfum um það miklar rit­heim­ildir og upp­tök­ur, sem sjaldn­ast er (og slík gögn eru for­gengi­leg eins og sann­að­ist átak­an­lega í bruna þjóð­minja­safns Bras­ilíu haustið 2018), verður það aldrei end­ur­vakið í sömu mynd því að tungu­mál lærist ekki til hlítar nema ber­ast frá manni til manns – frá for­eldrum til barna.

Sam­kvæmt mæli­kvarða UNESCO um líf­væn­leik tungu­mála er íslenska í fimmta og efsta styrk­leika­flokki og er örugg (sa­fe). Kvarði UNESCO bygg­ist á sex mælistikum og hingað til hefur verið talið ótví­rætt að íslenska sé í efsta þrepi á þeim öll­um.



Mynd: Eiríkur Rögnvaldsson



En ef til vill er ekki lengur alveg ljóst að íslenska nái efsta þrepi sam­kvæmt öllum við­mið­um. Utan­að­kom­andi áreiti á tungu­málið hefur stór­auk­ist á síð­asta ára­tug, bæði af völdum þjóð­fé­lags­breyt­inga og tækni­breyt­inga. Þeim íbúum lands­ins sem ekki tala íslensku fer t.d. ört fjölg­andi, og ensku­notkun fer vax­andi á ýmsum svið­um, t.d. í ferða­þjón­ustu, háskóla­kennslu, við­skipta­líf­inu og víð­ar. Jafn­framt hafa komið fram vanga­veltur um hugs­an­lega truflun á mál­töku vegna ónógrar íslensku í mál­um­hverf­inu. Þá valda þættir eins og snjall­tækja­notk­un, áhorf á efni á erlendum efn­isveitum eins og YouTube og Net­fl­ix, alþjóða­væð­ing o.fl. auknum þrýst­ing á íslensk­una og lang­tíma­á­hrif þess­ara þátta eru óljós.

Eitt er þó alveg ljóst: Það er okkar að sjá til þess að íslenskan lifi. Ef mál­not­endur hafa ekki áhuga á því að halda í málið og þar með þau menn­ing­ar­verð­mæti sem það geymir er það dauða­dæmt. Ábyrgðin er okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit