Listin á tímum samkomubanns

Forseti Bandalags íslenskra listamanna skrifar um mikilvægi þess að veita fjármagni inn í listgreinar um þessar mundir.

Auglýsing

Hluti af við­bragðs­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar við COVID-19 far­aldr­inum er 750 millj­óna króna sjóður sem á að bregð­ast við þeim áföllum sem menn­ing­ar­starf­semi, list­greinar og íþrótta-og æsku­lýðs­mál verða fyr­ir. Að auki eru 400 milj­ónir ætl­aðar til rann­sókna­tengdra verk­efna.  

Það er ánægju­legt hversu stjórn­völd hafa brugð­ist snar­lega við því ástandi sem skap­að­ist í umhverfi menn­ingar og list­sköp­unar á land­inu með setn­ingu sam­komu­banns. Sam­komu­bann þýðir í raun fjölda­upp­sögn á hinu víð­feðma atvinnu­svæði list- og menn­ing­ar­greina, atvinnu­svæði sem teygir sig út í alla kima sam­fé­lags­ins. Í dag starfar 7,7%  vinnu­afls í land­inu við menn­ingu og list­sköpun og með­vitað eða ómeð­vitað hreyfir starf þess fólks við okkur í hverju skrefi okkar dag­lega lífs. Það er nán­ast ekki til sá mála­flokkur í nútíma­sam­fé­lagi sem list­sköpun “klukk­ar” ekki með beinum eða óbeinum hætti. Listin er grund­vall­ar­verk­færi í mótun hug­mynda­heims­ins og á grunni auð­ugs hug­mynda­heims vaxa tæki­færi til fjöl­breytt­ara atvinnu­lífs, fyrir utan þá mann­legu  þræði sem listin vefur um sam­fé­lagið okkur til gleði og ynd­is­auka.

Það er óvenju­hljótt þessa dag­ana á vinnu­stof­unni minni hér niður við gömlu höfn­ina. Bíll keyrir vestur Geirs­göt­una og maður staldrar ósjálfrátt við, svo hljóðnar allt á ný. Eng­inn á ferli. Það er ein og maður sé skyndi­lega lentur í sögu­sviði und­ar­legrar blöndu af  vís­inda­skáld­sögu og Palli var einn í heim­in­um.

Auglýsing
Það sem eykur enn á þessa kúnst­ugu upp­lifun er hin and­lits­lausa ógn. Áföllin sem við geymum í erfða­efni okkar sem þjóð hafa verið áþreif­an­legri, skilj­an­legri. Eld­gos, storm­ar, snjó­flóð og óveður með mann­skaða og felli. En við þekkjum ekki þetta flóð, vitum ekk­ert hvert á að hlaupa. Okkar eina úrræði er að fylgja vit­urra manna ráðum, vís­inda­manna og sér­fræð­inga, sem leið­beina okkur dag frá degi í gegnum storm­inn. Eða á maður að segja logn­ið, þögn­ina. Ofan á þetta skáld­sögu­lega ástand bæt­ist síðan ótti fólks um líf og heilsu ætt­ingja og vina­fólks. 

Ótt­inn er raun­veru­leg ógn einn og sér. Í gegnum sög­una hafa lista­menn mildað höggin og borið ljós og von inn í þung­bærar og erf­iðar kring­um­stæð­ur. Og þó að afleið­ingar veirunnar hafi að þessu sinni hitt lista­menn lóð­beint í haus­inn og svipt þá afkomu og vinnu, leið ekki langur tími þar til margir þeirra voru farnir að leita allra leiða til að finna list­inni far­veg í nýj­um, breyttum heimi. Það er ekki sjálf­gefið en köll­unin verður ekki tam­in, það bara ger­ist með jafn­sjálf­sögðum hætti og lóan mætir að vori. 

Vinnu­stofur lista­manna eru tóm­ar, tón­leika­salir og leik­hús. Tón­leika­ferðum og hátíðum er aflýst, kennsla og nám­skeið falla nið­ur. Allt er þetta unnið af lista­mönn­um, oft­ast ein­yrkjum með veik kjör og skert rétt­indi á vinnu­mark­aði. Að veita fjár­magni inn í list­grein­arnar núna er ekki bara ráð­stöfun til að koma að ein­hverju leiti til móts við tekju­tap lista­manna, heldur er ekki síður mik­il­vægt að þegar við förum að sjá til lands, handan þessa draum­kennda ástands, náum við vopnum okkar fyrr, ef við höldum áfram að sá og yrkja jarð­veg­inn, rækta hug­mynda­heim­inn. Þannig tryggjum við áfram­hald­andi grósku og nýsköpun og getum hlakkað til upp­sker­unnar með hækk­andi sól og von­betri tíð.

Höf­undur er for­seti Banda­lags íslenskra lista­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar