Hvers vegna leikhús?

Margrét Bjarnadóttir danshöfundur skrifar ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum.

Auglýsing

Þegar leik­hús­inu er lýst er oft talað um að það sé aðeins til í núinu. Leik­list og dans eru þau list­form sem reiða sig á núið, raun­ger­ast þegar leik­ari eða dans­ari mætir áhorf­anda og við öndum að okkur sama loft­inu. Í dag veit aftur á móti heim­ur­inn allur að það er vara­samt að anda að sér sama loft­inu. Að sitja í myrkv­uðum sal, í miklu návígi við annað fólk, í nokkra klukku­tíma er í besta falli bannað og í versta falli lífs­hættu­legt. Árið 2020 er Alþjóð­lega leik­list­ar­deg­inum fagnað um allan heim á meðan leik­húsin standa tóm. 

Það sem hefur alltaf heillað mig mest við leik­húsið eru áhorf­endur sem kaupa miða, taka frá tíma, skipta jafn­vel um föt, mæta á svæðið og ganga inn í algjöra óvissu en með von í brjósti og beina síðan óskiptri athygli sinni og ein­beit­ingu að því sem fram fer á svið­inu. Í áhorf­and­anum birt­ist eft­ir­vænt­ing, for­vitni og örlæti. — Í sam­ein­ingu hlaða flytj­endur og áhorf­endur sal­inn af orku. 

Leik­list getur sýnt okkur hluti sem við höfum sjálf upp­lifað eða hluti sem aðrir hafa upp­lifað og við vitum að við munum aldrei í líf­inu þurfa að reyna á eigin skinni – eða eitt­hvað sem við gætum mögu­lega átt eftir að ganga í gegnum síð­ar. Dans getur sýnt okkur eitt­hvað sem við vissum kannski ekki að byggi innra með okk­ur. – Eitt­hvað sem erfitt er að útskýra með orðum og verður ekki skilið með heil­an­um. Hvort tveggja, leik­listin og dansinn, eiga rætur í fórnum og fornum helgi­siðum og e.t.v. er það þess vegna sem við förum í leik­hús – af því að leik­húsið felur enn í sér mögu­leik­ann á til­finn­inga­legri útrás og hreins­un. Þegar vel tekst til þá bræðir leik­húsið íshell­una innan í okkur eins og Franz Kafka orð­aði það – brýtur frosin úthöfin innra með okkur með exi – þannig að frumur sem legið hafa í dvala vakna á ný. 

Auglýsing
En það er sann­ar­lega ekki alltaf gaman í leik­húsi. Leik­hús­inu getur líka fylgt leiði sem þegar verst – eða best – læt­ur, getur látið mann ferð­ast út úr lík­am­an­um. Rann­sóknir benda til þess að mann­inum hafi aldrei leiðst jafn mikið eins og und­an­farin ár. Á móti kemur að flótta­leið­irnar hafa aldrei verið fleiri. Undir eins og leið­inn birt­ist grípum við til allra þeirra tækja og tóla sem í boði eru til að dreifa athygl­inni; við erum á stöð­ugum hlaupum undan leið­anum og teljum okkur jafn­vel trú um að okkur leið­ist bara alls ekki neitt. Við þurfum því æ sjaldnar að sitja með leið­an­um, hlusta á hann og heyra hvað hann hefur að segja okk­ur. Það er ekk­ert mál að labba út í miðri bíó­sýn­ingu, ganga fram hjá mynd­list­ar­verki eða leggja frá sér bók­ina. Raunar er leik­húsið einn af fáum stöðum sem eftir eru í sam­fé­lagi okkar þar sem við getum raun­veru­lega upp­lifað leiða, ótrufl­uð, í nokkra klukku­tíma. Það er ótrú­lega mikið vesen að ætla út í miðri leik­sýn­ingu ... að klöngr­ast fram hjá sæta­röð­inni í rökkrinu, láta aðra standa upp fyrir sér og vekja á sér óþarfa og nei­kvæða athygli sem truflar bæði fólkið á svið­inu og í saln­um. 

En þegar leið­inn læð­ist að okkur og engin flótta­leið er í boði er eins og til­vist okkar sé stungið í sam­band við magn­ara. Og þá er ekki annað hægt en að leggja við hlust­ir.

Þetta er dýr­mætt á okkar dög­um. Leið­inn er mik­il­vægt afl, liggur mér við að segja. Afl sem má beisla og nýta til góðs. Leiði er ekki nei­kvæð til­finn­ing; það er ekk­ert rangt við að leið­ast. Leiði er bara ástand og hann felur gjarnan í sér gagn­legar vís­bend­ing­ar. Hann er mik­il­væg til­vist­ar­leg reynsla sem býr til pláss fyrir íhugun og end­ur­skoð­un. Það eru tæki­færi í leið­an­um, tæki­færi til umbreyt­inga. Leiði er lognið á undan sköpun og húmor. 

Einn af mörgum töfrum leik­húss­ins er rýmið sem það opnar í hugum áhorf­enda. Hvort sem sýn­ingin vekur hlát­ur, grát­ur, reiði eða leiða þá komum við út reynsl­unni rík­ari, vegna þess að leik­húsið hægir á tím­anum og býr til pláss. Nú er þetta löngu farið að hljóma eins og ég sé ein­hver sér­fræð­ingur í leiða – það er ég alls ekki – en ég get þó sagt að með honum hef ég átt mörg af mínum gjöf­ul­ustu og fyndn­ustu augna­blik­um. Á þessum ótrú­legu tímum sem við lif­um, hef ég tekið eftir því að fyrir utan áhyggjur af kór­óna­veirunni og afleið­ingum hennar hefur fólk haft tölu­verðar áhyggjur af því að því muni leið­ast í sótt­kvínni. – Á tíma­bili mátti vart á milli sjá hvort fólk ótt­að­ist meira, veiruna eða leið­ann. 

Það er eins og við séum á risa­stórri leik­sýn­ingu – þeirri fjöl­menn­ustu í sög­unni. Og rétt eins og í leik­hús­inu er engin flótta­leið. Það eru allir í heim­inum með hug­ann við það sama. Hver og einn speglar sig í aðstæðum og fréttum en jafn­framt er komið gat á frosna íshell­una hið innra og nú sem aldrei fyrr leita til­finn­ingar og hugs­anir sem legið hafa í dvala upp á yfir­borð­ið. Við vitum nú þegar að við munum ekki ganga söm út af þess­ari leik­sýn­ing­u. 

Ég stend hér á auðu sviði fyrir framan mörg hund­ruð auð sæti. Um allan heim; millj­ónir auðra sæta. Nú gefst tóm til þess að velta upp spurn­ing­unni: hvers vegna leik­hús? Þegar við stígum út úr þessu tíma­bili munum við sjá betur hvers við sökn­uð­um. Hvað viljum við taka með okkur og hvað skiljum við eft­ir? Eins og staðan er núna bjóða öll auðu svið heims­ins ekki upp á neitt – nema enda­lausa mögu­leika. 

Höf­undur er dans­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar