Núna á þessum krefjandi og erfiðu tímum er Íslenskt samfélag að upplifa tíðaranda sem hefur ekki sést lengi vel eða kannski árið 1918. En þá var það Spænska veikin sem barst til Íslands og hafði áhrif á fjölda manns (hér). Núna er það vágesturinn Covid-19 sem hefur tekið sér bólfestu í samfélaginu með einum og öðrum hætti. Þessi gestur er meðal annars nú þegar farinn að hafa áhrif á efnahag, velferð, menntun og heilbrigði fólksins hér í landinu. Það getur haft í för með sér miklar áhyggjur, óvissu, kvíða, mögulega depurð og áföll. Við eigum eftir að horfa upp á birtingarmynd sem líkist spænsku veikinni og bankahruninu árið 2008 að einhverjum hluta til. Af slíkri óvissu vitum við af og höfum séð áður.
Til hliðsjónar höfum við mýmörg erlend dæmi eins og jarðskjálftinn árið 2004 sem skall á indversk höf sem náði til Indónesíu, Taílands og nær liggjandi löndum með 9.2 á Richter. Þessar náttúrulegu hamfarir höfðu áhrif á ógrynni af fólki og létust meðal annars 230,000 manns af völdum þeirra afla. Annað dæmi er útbreiðsla á Ebólu vírusnum árið 2014 í Afríku sem náði mest til Gínea, Líbería og Síerra Leóne. Þessi vírus hafði áhrif á 28,616 manns þar sem 11,310 létu lífið. En heimildir um þessa atburði fást (hér, hér og hér).
Þannig erfiðleikar hafa verið á þröskuldinum hjá okkur Íslendingum í einni eða annarri mynd í gegnum tíðina. En munurinn á okkur í dag og þegar Spænska veikin kom, hamfarirnar við indversk höf og Ebóla vírusinn í Afríku er að við búum í vestrænu samfélagi. Þar af leiðandi við þau forréttindi að við höfum sterka innviði eins og heilbrigðis, mennta, velferðar og fjárhagslegt kerfi þannig að höggið frá Covid-19 mun aldrei hafa eins mikill áhrif á okkur eins og Spænska veikin, hamfarirnar og Ebóla vírusinn gerðu. Við getum farið í uppbyggingu fyrr en ella og við getum náð andlegri og líkamlegri heilsu upp á ný áður en líður undir lok. Líka að hér er verið að greina Covid-19 nánast jafnskjótt og það orsakast og fyrirbyggja en meiri útbreiðslu til samanburðar við Spænsku veikina og Ebólu vírusinn.
Að finna tilganginn
Í bókinni „Man Search for Meaning“ lýsir hann ástandinu í útrýmingarbúðunum sem fangi í seinni heimsstyrjöldinni þar sem frelsið til að lifa var af skornum skammti og mátti minnstu muna af ástæðunni að einstaklingurinn væri tekinn af lífi. Hann talar um hörmulega tíma þar sem tilgangsleysið er yfirvofandi og auðvelt að missa vonina og trúna fyrir betri tímum. Á svipuðum tíma sat Frankl inn í sínu herbergi og velti fyrir sér angistunum, reiðinni, mannvonskunni, hatrinu og þessu heiftarlega sambandi sem myndaðist á milli manna í búðunum. Velti mikið fyrir sér hvernig væri hægt að hugsa skýrt og greinilega þrátt fyrir þessar aðstæður. Hann hafði það af vana að skrifa sínar hugsanir og sitt sálarlíf niður í stílabók sem hjálpaði honum að viðhalda þeirri hugsun að þessu myndi ljúka fyrr en síðar. En við og við, var innlit og fataskipti hjá föngunum sem varð til þess að Frankl missti stílabókina sína á einu augnabliki.
En eftir að fataskiptin voru yfirstaðin, fann hann miða í buxnavasanum sem stóð á „ég trúi“ sem Frankl hugsaði mikið um. Hvað eiginlega þýddi þessi miði? Það rann upp fyrir honum fljótlega að hann ætti að halda áfram að skrifa sem hann gerði en í minni mæli enda munur á stílabók og blaðsnepli. Frankl stóð í þeirri merkingu að hans leið til að komast í gegnum þessa erfiðleika var að skrifa sig frá þeim í anda stóískra hugsuða. Þegar Frankl slapp úr útrýmingarbúðunum og náði að lifa af þessa sálfræðilegu angist var hann staðráðinn á því að finna leið fyrir einstaklinginn til að geta tekist á við sinn sársauka, sína þjáningu og erfiðleika. Með þessu byrjar hann með tilvistarmeðferð eða Logotheraphy sem snýr að því að finna tilganginn með þeim erfiðleikum sem standa andspænis okkur og gefa þeim djúpstæða merkingu. Með þessu þróaði hann ákveðna aðferð til viðhorfsbreytinga sem hann kallar „öfuga nálgun“.
Öfug nálgun
Frankl vill meina að þegar erfiðleikar eiga sér stað, á einstaklingurinn að líta inn á við og skoða umhverfið sitt. Að hafa viljann fyrir því að finna merkingu fyrir þeim erfiðleikum er ekki auðvelt verkefni en nauðsynlegt til að geta yfirstígið þá. Í ljósi þess talar hann um að nota svokallaða „öfuga nálgun“ eða „paradoxical intentions“. Þessi aðferð snýr að því að einstaklingurinn á að snúa erfiðleikunum við og horfa á þá frá öðru sjónarhorni þannig að hann setur sig í spor annarra með sína erfiðleika. Með því nær hann að fjarlægjast raunveruleikann en á sama tíma öðlast nýja sýn á hann. Í þessu ferli fer einstaklingurinn að finna fyrir þakklæti og auðmýkt gagnvart sínum erfiðleikum. Þegar einstaklingur fer að finna slíkt getur hann farið að horfa á sína erfiðleika og lágmarka styrkleika þess þannig að sársaukinn, þjáningin hefur ekki eins sterka þýðingu.
Hugsun Frankl´s
Á þessum fáheyrðu tímum í vestrænu samfélagi eða á Íslandi er viðeigandi að leita í hugsunar- og gjörðaforða Viktor Frankl´s og hvernig við ætlum að hugsa og komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Við getum hugsað hvernig það hafi verið að lifa á Íslandi þegar Spænska veikin herjaði á forfeður okkur. Þar var ekki beint velferðarríki eins og við búum við, þar bjó fólk í ónýttum húsum með óhreinindi sem við þekkjum eingöngu með ógagnvirkum hætti í gegnum sjónvarp eða internetið. Sumir sennilega heimsótt svipaða staði en aðeins sem ferðalangur tímabundið. Í framhaldi getum við síðan horft til jarðskjálftans við indverska hafið sem eyðilagði heilu húsin, stofnanir og tók þúsundir mannslífa. En þessi staðir höfðu ekki björgin okkar til að fyrirbyggja og vinna á sama tíma á þessum náttúrlega vágesti. Vegna þess að náttúru hamfarirnar komu skyndilega og það var ekkert hægt að gera annað en að biðja til hins heilaga anda og vona það besta. Á meðan höfum við fengið góðan fyrirvara til að geta brugðist við þessum óboðna gesti, skipulagt áætlanir til að fyrirbyggja svo að hann hafi ekki eins skaðleg áhrif og hann hefur gert í Ítalíu. Þannig við búum við gríðarlegt stuðningsnet sem heldur utan um okkur sem býr í heilbrigðis og menntastofnunum. Þetta getur auðveldað okkur að sjá tækifæri og horfa á þetta sem áskorun frekar en fráhrindandi verkefni.
Í þessu sambandi er hægt að horfa líka til Ebólu vírusins sem lagðist á góðan hluta af Afríku og fólk gat í raun og veru ekkert brugðist við þar sem hvorki var búnaður eða tækni til að greina og aðstoða fólkið. Þar þurfti hver og einn að bíða eftirtektar í fátækum hverfum þar sem óhreinindi og eftirlit var eins skert og við getum rétt svo ímyndað okkur. Þar barðist heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar við að finna fólkið í allri þessari óreiðu og grennslast fyrir í ónýttum húsum. Á meðan við höfum starfsfólk í heilbrigðis- og menntastéttinni sem stendur í framlínunni í hraustum byggingum. Það er sömuleiðis greiðari leið og aðgangur að fólkinu í landinu þar sem fólk er líka að gefa sig fram.
Í þessu samhengi, er hægt að hugsa til þess þegar Frankl var að vinna sig úr sínum aðstæðum þar sem hann bjó við hörmulegar aðstæður, fastur inn i herbergi mögulega ekki með glugga og skert frelsi til að athafna sig. Hann var sömuleiðis í troðningi hvort sem það var að sækja sér nauðsynjar eins og vatn, mat eða annan varning. Hann gat ekki leyft sér að fara út að labba, skokka eða keyra í bíl á milli staða. Hann gat ekki pantað sér þjónustu á internetinu hvort sem það eru matarinnkaup eða í formi afþreyingar. Hann bjó ekki í sinni eigin íbúð, með rúmi, sófa, kaffibolla og gat unað sér til dundurs að lesa bók eða spila spil með fjölskyldunni. Þannig að horfa á erfiðleikana frá sjónarhorni Frankl´s og beita hans hugsun varðandi „öfuga nálgun“ er viðeigandi þegar við mætum okkar erfiðleikum.
Þannig að, í heildarmyndinni erum við vel í stakk búinn til að geta svarað þessum aðstæðum og berjast við þessa vá. Á sama tíma getum við horft til þess hvernig þetta hefur átt sér þegar Spænska veikið reið yfir árum áður á Íslandi og hvernig þetta hefur verið í öðrum löndum eins og við Indverska hafið og hluta af Afríku með því að beita „öfugri nálgun“ Frankl´s. Að horfa á okkur, hvað við höfum það gott og hvað við erum í mun betri stöðu til að geta tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni. Margir hverjir búa við ríkulegar og gefandi aðstæður sem aðstoða þau við að bregðast við þessum kringumstæðum bæði fjárhagslega og félagslega. Að líta á þessar áhyggjur frá öðrum sjónarhornum færir okkur bæði þakklæti og auðmýkt sem verður til þess að við er tilbúnari til að takast á við þessar krefjandi og sérstöku aðstæður. Að nýta sér hugsun Frankl´s sem náði að lifa af seinni heimsstyrjöldina sem er áreiðanlegt veganesti enda einn af þeim réttmætustu hugsuðum síðastliðnu 60 ár sem ætti að geta hughreyst okkur í að breyta erfiðleikum í styrkleika. Þrátt fyrir áhyggjur, sársauka, þjáningu og erfiðleika sem virðast vera óumflýjanlegir um stund, þrátt fyrir, er hægt að byggja upp von og trú til að yfirstíga og finna merkingu í allri þessari óvissu.
Höfundur er seigluráðgjafi.