Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir segir að nú sé tækifæri til að innleiða sjálfbærni í kerfin okkar, fyrirtæki, venjur og líf um leið og við byggjum okkur upp aftur eftir COVID-19.

Auglýsing

#1 Hlustum á sér­fræð­inga

Til að sporna við COVID-19 höfum við Íslend­ingar haft sér­fræð­inga í fram­lín­unni, annað en flestar aðrar þjóðir þar sem póli­tíkin hefur stýrt umræðum og við­brögð­um. Hér hafa ákvarð­anir byggt á með­mælum sér­fræð­inga sem hafa fengið rými til að bregð­ast við eftir þeirra reynslu og þekk­ingu. Árang­ur­inn hefur vakið athygli á alþjóða­vett­vang­i. 

Í skýrsl­unni Heimur í hættu, sem kom út í sept­em­ber 2019 hjá Global Perpared­ness Mon­itor­ing Board (GPMB), sem er sam­starfs­verk­efni Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) og Alþjóða­banka­stofn­ana (e. World Bank Group) kom fram að alvar­legur svæð­is­bund­inn eða alþjóð­legur heims­far­aldur væri yfir­vof­andi, að hann myndi valda mörgum dauðs­föllum og setja hag­kerfin í upp­nám. Ef alþjóða­sam­fé­lagið hefði hlustað fyrr á sér­fræð­ing­ana þá hefðu kerfin okkar verið betur í stakk búin fyrir þennan far­ald­ur.

Þetta er umhugs­un­ar­vert varð­andi sjálf­bærni og lofts­lags­mál – við höfum nú þegar eytt ára­tugum í að draga nið­ur­stöður sér­fræð­inga í efa varð­andi alvar­leika lofts­lags­breyt­inga. Hver skýrslan á fætur annarri á vegum milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) dregur fram sífellt svart­ari mynd af því sem vofir yfir. Samt höfum við ekki farið í öfl­ugar kerf­is­bundnar breyt­ingar til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga. 

#2 Gerum ráð fyrir að það sem kemur fyrir aðra geti komið fyrir okkur

Mikil gagn­rýni hefur verið á leið­toga heims­ins þar sem ekki var gripið nógu snemma til ráð­staf­ana vegna veirunnar þegar hún kom upp í Kína. Meðal ann­ars vegna þess að ekki var gert ráð fyrir að það sem gerð­ist í Kína gæti ger­st  Vest­ur­lönd­um. 

Auglýsing
Þegar lofts­lags­málin eru ann­ars­vegar heyrum við af hita­bylgj­um, flóðum og hækk­andi sjáv­ar­yf­ir­borði en tengjum ekki við að þetta geti gerst hjá okk­ur. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða á alþjóða­vísu og þó þær séu alvar­legri erlendis ennþá þurfum við að grípa strax til aðgerða til að sporna við þeim.

#3 Það sem þú gerir hefur áhrif á aðra

Covid-19 veiran berst með mann­legum sam­skiptum og það hversu hratt hún hefur breiðst út um allan heim sýnir okkur hve þétt mann­legur vefur er ofinn. Hegðun okkar hefur mikil áhrif á aðra. Ekki bara nán­ustu fjöl­skyldu, nágranna og bæj­ar­fé­lag heldur heim­inn all­an. Við getum hægt á dreif­ingu veirunnar og minnkað álagið á heil­brigð­is­kerfið svo það ráði betur við aðstæð­ur.

Sama á við um lofts­lags- og sjálf­bærni­mál. Margir telja að ein­stak­lingur eða eitt fyr­ir­tæki hafi engin áhrif í stóra sam­heng­inu. Það finnst mér sorg­leg afstaða – að trúa því að maður skipti ekki máli. Við getum með hegðun okkar sem ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og þjóð hægt á skað­legum umhverf­is­á­hrifum og gefið þannig jörð­inni tíma til að ráða við aðstæð­ur.

Ekki halda að þú skiptir ekki máli, við erum öll almanna­varn­ir.

#4 Við­ur­kennum það sem erfitt er að við­ur­kenna

Mikil gagn­rýni hefur verið á yfir­völd í Tíról vegna þess að ekki var brugð­ist strax við ábend­ingum frá Íslandi um að skíða­fólk væri að koma smitað heim frá skíða­svæð­inu Ischgl. Yfir­völd þar voru lengi í afneit­un. Ferða­menn í Ischgl skiptu þús­undum á degi hverjum og má rekja smit víðs­vegar um Evr­ópu þang­að.

Það er erfitt að við­ur­kenna að líf okkar eða lífs­við­ur­væri sé að hafa skað­leg áhrif – hvort sem það eru veirusmit eða lofts­lags­á­hrif. Þess vegna er erfitt að horfa á venjur sínar og verk­ferla m.t.t. sjálf­bærni, af því við munum finna eitt­hvað óþægi­legt. Við getum gert marga hluti betur en það er ekki fyrr en við við­ur­kennum vand­ann að við getum tekið á hon­um. 

#5 Við getum brugð­ist hratt við nýjum aðstæðum

Sam­skipti hafa breyst á undra­skömmum tíma. Við höfum fundið nýjar leiðir til að vinna saman án þess að vera sam­an. Við notum tækni til að minnka alla „físíska“ snertifleti um leið og við notum hana til að auka and­lega snertifleti. Við erum að upp­götva nýjar leiðir til að lifa og starfa í nýju umhverfi. Það er ekki hnökra­laust en það sem þarf að ger­ast það er gert.

Við vitum að til að verða sjálf­bært sam­fé­lag þurfum við að gera breyt­ing­ar. Áherslur hjá hinu opin­bera, hvernig við rekum fyr­ir­tækin okkar og hvernig við lifum líf­inu sem ein­stak­lingar þarf að breyt­ast til að sporna við hlýn­andi lofts­lagi og til að sam­fé­lagið verði sjálf­bært. Þar eru margar áskor­anir en við getum náð tökum á þeim eins og þeim sem við fáumst við í dag. 

#6 Í nýjum aðstæðum tekur tíma að læra nýjar venjur

Við búum í nýjum veru­leika. Hér eru leik­reglur aðrar en þær sem við ólumst upp við. Við þurfum að halda tveggja metra fjar­lægð frá öllum sem við búum ekki með. Við eigum að halda okkur heima þó við séum bara með kvef, líka ef við höldum að við séum að fá kvef. Það er erfitt að fara eftir nýjum reglum og þær vilja gleym­ast í augna­blik­inu. Tveir metrar geta verið fljót­andi þegar maður rekst á góðan vin.

Sama gildir um að verða sjálf­bært sam­fé­lag. Við erum alin upp við ákveðnar venjur og þeim er erfitt að breyta. Sér­stak­lega þegar við höfum ekki Víði sjálf­bærn­innar til að segja okkur til dag­lega. Því er mik­il­vægt að sýna sér og öðrum skiln­ing á meðan við erum að læra. Þetta snýst ekki bara um pappír eða plast heldur nýjar sam­skipta­regl­ur. Þegar við drögum úr sóun og útblæstri eða beinum við­skiptum til ábyrg­ari aðila erum við að taka til­lit til fólks sem við sjáum ekki en höfum áhrif á í dag­legu lífi og vinnu. Þegar við gleymum tveggja metra regl­unni í augna­blik stígum við til baka. Eins getum við stígið til baka þegar við dettum í gamla vana og haldið áfram nýjum venjum í átt að sjálf­bærni.

Það er margt sem við getum lært af við­brögðum okkar við COVID-19 um það hver við erum og hvernig við getum spornað við lofts­lags­breyt­ing­um. Nú er tæki­færi til að inn­leiða sjálf­bærni í kerfin okk­ar, fyr­ir­tæki, venjur og líf um leið og við byggjum okkur upp aftur eftir þetta tíma­bil. Við höfum séð margt á síð­ustu vikum sem okkur óraði ekki fyrir að gæti gerst. Bíðum ekki eftir að afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga hafi for­dæma­laus áhrif á líf okk­ar.

Höf­undur er stofn­andi And­rýmis sjálf­bærni­set­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar