Hagkerfið eða lífið?

Eikonomics kryfur togstreituna milli þess að reyna að bjarga lífum fólks í miðjum veirufaraldri og þess að reyna að koma hagkerfinu aftur í gang.

Auglýsing

Íslend­ingar hafa að mestu tekið COVID-19 aðgerðum stjórn­valda með stóískri ró. Við höldum okkur heima, virðum flest sótt­kví­ar-, félags- og ein­angr­un­ar­regl­ur. Við sættum okkur við það að krísu sem þess­ari fylgir kostn­aður sem fólk greiðir með atvinnu­missi og fyr­ir­tæki með gjald­þrotum og tekju­tapi. Við skiljum og sættum okkur við það að það kostar að bjarga manns­lífum [1]

Stundum heyr­ast þó raddir sem minna á það að ekki sé gáfu­legt kreista allt líf úr hag­kerf­inu. Rökin eru á þann veg að vos­búðin sem fylgir höml­unum sé í raun verri en veik­indin og dauð­inn sem fylgir COVID-19. Eins og hinn óþol­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, apaði eftir frétta­stöð­inni Fox: „Lyfið má ekki gera meiri skaða en vanda­mál­ið.“

Annar hópur gagn­rýnenda vill meina að hag­kerfið skipti ekki svo miklu máli. Það sem skiptir máli er að bjarga manns­líf­um. Þessi hópur vill lág­marka veik­indi og dauða, af völdum COVID. Í þeirra huga má þannig skipta út hag­vexti og fá í stað­inn betri heil­brigðis­út­kom­ur.

Báðir hóp­arnir eru að sjálf­sögðu ýktir – jafn­vel öfga­fullir – og í öllu falli ekki lýsandi fyrir sam­fé­lagið í heild. Og í takt við aðra öfga­hópa hafa báðir þessir hópar rangt fyrir sér.

Munið eftir 2009?

Fyrir rúm­lega 10 árum lauk ein­hverju mesta stuði í hag­sögu Íslands. Á árunum 2004–2007 óx hag­kerfið okk­ar, ár eftir ár, eins og eng­inn væri morg­un­dag­ur­inn. Skjár Einn hélt hvert partíið á fætur öðru, Jón Ásgeir keypti alls­konar búðir á Oxford Street og Ólafur Ragnar Gríms­son útskýrði fyrir útlend­ingum hvernig fjár­mála­frum­kvöðla­snilld Íslend­inga ætti sér beinar rætur að rekja í vík­ingagen okk­ar. Þó genið virð­ist hafa legið dor­m­ant í u.þ.b. 1000 ár, þar á und­an.

Því­lík stemm­ing.

Á árunum 2004 til 2007 óx vergur lands­fram­leiðslu um 22%. Á sama tíma­bili uxu tekjur hins opin­bera um 31%. Og þar sem ríkið hafði úr miklu að moða eyddi ríkið í alls­konar upp­bygg­ingu og félags­lega þjón­ustu, þar á meðal í heil­brigð­is­kerf­ið. Útgjöld á tíma­bil­inu til heil­brigð­is­mála uxu um 11% [2].

Auglýsing
Árið 2008, þegar fjár­mála­frum­kvöðla­snilld­ar­genið lagð­ist aftur í dvala, fór hag­kerfið á hlið­ina. Rétt eins og vöxtur hag­kerf­is­ins fyrir hrun leiddi til auk­inna rík­is­tekna, þá leiddi sam­drátt­ur­inn í efna­hags­líf­inu á árunum eftir hrun til raun­veru­legs sam­dráttar [3]

Á sam­drátt­ar­ár­unum miklu, 2008 – 2011, skrapp íslenskt hag­kerfi saman sem nemur 9%. Tekjur hins opin­bera dróg­ust saman um 15% og útgjöld til heil­brigð­is­mála um 11%. Með öðrum orð­um, þegar Ísland varð fátækara, varð heil­brigð­is­kerfið okkar það líka.

Tafla 1: Valdar hag­stærðir á árunum fyrir og eftir hrunHeimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Eikonomics [2].

Áfram vel­megun – úúú á vol­æði

Við upp­haf 19. aldar lét­ust um 10% íslenskra barna á sínu fyrsta ald­ursári. Mæður lét­ust reglu­lega við barns­burð og aðrir máttu lofa sig sæla ef þeir lifðu til fimm­tugs. Í dag tökum við flest því sem sjálf­sögðum hlut að eign­ast heil­brigð börn, lifa heil­brigðu lífi og deyja eld­göm­ul.

Sömu sögu má segja frá Evr­ópu, Amer­íku, Ástr­alíu og Jap­an. Þar má fólk búast við að lifa til átt­ræðs, í minnsta lagi. Að sama skapi er dán­ar­tíðni unga­barna ljósári frá því sem hún var fyrir 100 árum. Ástæðan er sú að þessar þjóðir skarta allar flottum hag­kerf­um, sem ríkið hefur tekjur af og notar hluta þeirra til þess að byggja upp heil­brigð­is­kerfi, beint eða óbeint, þegnum sínum til heilsu­bót­ar. 

Sömu sögu er þó ekki að segja frá þjóðum sem ekki skarta eins flottum hag­kerf­um. Í Níger­íu, Angóla og Chad eru aðeins hinir heppnu á lífi þegar kemur að því að halda upp á fimm­tugs afmæl­ið. Ástæðan er, að hluta til sú, að í fátæk­ari hag­kerfum verða ekki til næg verð­mæti og því eru tekjur hins opin­bera litlar og enn minna af þeim fer í að byggja upp heil­brigð­is­kerfi [4].

Mynd 1: Sam­band með­al­ævi­lengdar og lands­fram­leiðslu á mannHeimild: www.ourworldindata.org

Fram á veg­inn

Vissu­lega er það rétt að setja á hömlur á fólk og hægja á útbreiðslu hins ömur­lega COVIDs. Það er engin bót í því að leyfa sjúk­dómnum að leika lausum hala og smita alla í einu. Ólíkt því sem Trump virð­ist trúa – engar höml­ur, engin kreppa – þá fer hag­kerfið líka í hnút ef COVID-19 fær að breiða úr sér eins og ástr­alskur skóg­ar­eld­ur. Ef við liggjum öll með bull­andi pest mán­uðum saman í bólinu, og heil­brigð­is­kerfið okkar lamast, þá verður verð­mæta­sköp­unin á Íslandi heldur ekki mik­il. 

Fyrir utan það, þá er það þess virði að fórna ein­hverri vel­megun til þess að bjarga manns­lífum – þau eru líka ein­hvers virði

En ef við förum ekki ein­hvern tíma að mæta aftur í vinnu og skapa verð­mæti, þá heldur áfram að hæg­ast á lands­fram­leiðslu­vél­inni og á meðan það hægist á henni, þá hægist á tekju­söfnun rík­is­ins. Og þegar hægist á tekju­söfnun rík­is­ins, þá mynd­ast halli og ríkið byrjar að safna skuld­um. 

Einn dag­inn mun ein­hver stjórn­mála­flokkur kom­ast til valda með það að lof­orði að draga úr skuldum rík­is­ins. Það eru aðeins tvær leiðir til þess: Hækka skatta eða draga úr útgjöldum [5] og lík­lega verða útgjöldin verði fyrir val­inu. Þegar sá dagur gengur í garð verður heil­brigð­is­kerfið lík­lega fyrir val­inu. Sá nið­ur­skurður mun kosta heilsu, vel­megun og líf, þeirra sem þurfa þá á kerf­inu að halda. 

Punktar höf­undar

[1] Að sjálf­sögðu er einnig ráð­ist í aðgerðir til að koma í veg fyrir ófremd­ar­á­stand á heil­brigð­is­stofn­unum og víðar í þjóð­fé­lag­inu (ófremd­ar­á­stand sem einnig kostar heilsu og manns­líf).  

[2] Ég not­ast við raun­tölur í gegnum alla grein­ina. Það er að segja, ég hef deilt öllum krónu­tölum með vísi­tölu neyslu­verðs þess árs, grunn­ur­inn er 2019.

[3] útgjöld rík­is­ins aftur á móti tóku stökk, en það er önnur saga og var það vegna björg­unar bank­anna. Hag­fræð­ingar eru flestir sam­mála því að á kreppu tímum beri rík­inu að standa í halla­rekstri og halda þannig efna­hags­líf­inu á floti. Stað­reyndin er þó sú að of mik­ill halla­rekstur er póli­tískt óvin­sæll og ef rík­is­skuldir vaxa of hratt og mikið getur það til lengri tíma sýkt efna­hags­kerfið af skuld­ar­-COVID. Því er ávallt pressa á stjórn­mála­menn að hag­ræða ein­hver­stað­ar. Þar sem heil­brigð­is­kerfið telur um 20% af útgjöldum hins opin­bera, væn­legt til vinn­ings tekið fyr­ir.

[4] Það eru vissu­lega fleiri ástæður fyrir lélegum heil­brigðis­út­komum í þriðja heim­in­um, en það segir sig sjálft að heil­brigð­is­kerfi þarfn­ast auð­linda og ef ekki þau eru ekki sköpuð er ekki hægt að byggja upp kerf­ið. 

[5] Reyndar er tækni­lega séð þriðja leiðin til. Hún felur í sér að auka enn frekar verð­mæta­sköpun sam­fé­lags­ins og láta hag­vöxt­inn sjálfan sjá um að auka tekjur rík­is­ins sem svo dregur úr skuldum rík­is­ins, sem hlut­falli af tekjum rík­is­ins (eða sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu). 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics