Auglýsing

Þann 30. júlí síð­ast­lið­inn til­kynnti Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi að á hádegi dag­inn eft­ir, 31. júlí, myndu hertar aðgerðir til að takast á við útbreiðslu kór­ónu­veiru taka gildi inn­an­lands og á landa­mær­um. Til­kynn­ingin var mörgum Íslend­ing­um, ef ekki flest­um, þung­bær. Bæði vegna þess að hún var kynnt vegna aukn­ingar í greindum smitum en líka vegna þess að þjóðin hafði notið frelsis og líf­gæða í sumar eftir erfitt sam­eig­in­legt áhlaup gegn kór­ónu­veirunni í vor. Nú þyrfti að taka tvö skref aftur á bak.  

Á blaða­manna­fund­inum sagði Svan­dís: „Þar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi verði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­linga. Það er að segja að hún verði ekki lengur val­kvæð heldur skyldu­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga þá er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis segir að á meðal aðgerða sem grípa eigi til sé að hvar sem fólk komi saman og í allri starf­semi verði við­höfð „sú regla að hafa a.m.k. 2 metra milli ein­stak­linga en að sú ráð­stöfun verði ekki lengur val­kvæð.“

Í reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir, í 4. grein sem fjallar um nálægð­ar­tak­mörk­un, að á sam­komum, öllum vinnu­stöðum og í allri annarri starf­semi skuli tryggja að „hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki deila heim­il­i.“

Á vefnum covid.is, þar sem almenn­ingur fær flestar sínar upp­lýs­ingar um gild­andi tak­mark­an­ir, seg­ir: „Hvar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi þarf að hafa hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki deila heim­ili. Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga þarf að nota and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Auglýsing
Það að tveggja metra reglan væri orðin að sann­kall­aðri reglu, ekki bara til­mæl­um, var alveg nýtt. Þannig hafði henni ekki verið beitt áður. Ástæðan var meðal ann­ars sú að setja frek­ari ábyrgð á ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir, í stað þess að skerða frelsi okkar til athafna, og atvinnu­frelsi fyr­ir­tækja, með þeim hætti sem gert var við upp­haf fyrstu bylgju smita. 

Þegar fjallað var um þessar aðgerðir á blaða­manna­fundi almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í aðdrag­anda þess að þær tóku gildi sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn: „Ekki heils­­ast með handa­­bandi. Ekki faðm­­ast. Ekki vera að fara í hópa með fólki sem þú þekkir ekki ef þú ert í áhætt­u­hópi. [...] Hand­þvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.[...]Ég vil beina orðum mínum sér­­stak­­lega til unga fólks­ins sem hefur verið spennt mjög lengi að fara í úti­­­legu og skemmta sér með vinum og kunn­ingj­u­m[...]­Búum til öðru­­vísi minn­ing­­ar, verum heima með fjöl­­skyld­unni, látum lífið halda áfram og verum góð hvert við ann­að.“

„Þetta veltur á okk­ur“

Rúmri viku eftir að hertar aðgerðir tóku gildi skrif­aði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, grein í Morg­un­blaðið með fyr­ir­sögn­inni: „Þetta veltur á okk­ur“. Þar fjall­aði hún um þann upp­takt í smitum sem hafði verið frá lokum júlí­mán­að­ar. Í grein­inni sagði: „Auð­vitað von­um við öll að þetta bak­slag end­­ur­taki sig ekki og kúrf­an fletj­ist út. Í því skipt­ir mestu að við, hvert og eitt okk­­ar, gæt­um að sótt­­vörn­um í dag­­legu líf­i.“

Í stöðu­upp­færslu sem Þór­dís setti á Face­book síð­ast­lið­inn föstu­dag, í kjöl­far þess að stjórn­völd ákváðu að herða veru­lega tak­mark­anir á landa­mærum Íslands, sem í reynd loka land­inu að mestu fyrir komu ferða­manna, sagði hún að áfram væru „per­sónu­bundnar sótt­varnir langöflug­asta tækið til að berja þessa veiru niður og hert­ari aðgerðir á landa­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í góðu sam­fé­lagi. Sterku sam­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem ráð­leggur okkur í gegnum þann þátt þessa risa stóra verk­efn­is.“

Á laug­ar­dag fór ráð­herr­ann út með æsku­vin­konum sín­um, af þeim voru teknar röð mynda þar sem þær stóðu saman í hnapp og aug­ljós­lega ekki með tvo metra á milli sín, heldur í svo mik­illi nálægð að þær snert­ast. 

Sjálf brást Þór­dís við frétta­flutn­ingi um mögu­leg brot á sótt­varna­regl­um, og gagn­rýni á hana vegna þessa, með því að skrifa meðal ann­ars i stöðu­upp­færslu: „Ég átti lang­þráðan frí­dag með æsku­vin­konum mínum sem mér þykir vænt um og dag­ur­inn, sem ég hafði hlakkað mikið til, var nær­andi. En dag­ur­inn í dag síður og ein­fald­ara hefði verið að ákveða að vera ekki með þeim.“

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að hegðun hennar hefði verið óheppi­leg. 

Hvor­ugt þeirra hefur sagt að hegð­unin hafi verið röng. 

Eru allir almanna­varn­ir?

Nú er ljóst að fjöl­margir lands­menn hafa aðlagað sig að þeim reglum sem tóku gildi um síð­ustu mán­aða­mót, með miklum afleið­ingum fyrir áform þeirra. Jarða­farir hafa þurft að end­ur­skipu­leggj­ast með þeim hætti að fjöl­margir hafa ekki getað kvatt ást­vini sína. For­eldrar hafa þurft að útskýra fyrir ferm­ing­ar­börnum af hverju það sé ekki hægt að halda ferm­ing­ar­veisl­ur, fólk hefur blásið af brúð­kaup eða skalað þau veru­lega niður og afmæl­is­veislur eru annað hvort settar til hliðar eða haldnar í sam­ræmi við þá skyldu að á milli þeirra sem deila ekki heim­ili eigi að vera tveir metrar á milli manna. 

Auð­vitað er það þannig að flestir munu lenda í aðstæðum þar sem reglan er brot­in. Það getur gerst í mat­vöru­versl­un. Inni á vinnu­stað. Eða þegar van­inn tekur yfir í aðstæðum þar sem við­kom­andi er með sínu nán­asta mengi vina eða ætt­ingja. 

Lyk­il­at­riðið hlýtur að vera að allir séu þó með það mark­mið, eftir bestu getu, að virða nálægð­ar­tak­mark­anir í þeirri við­leitni að vera öll almanna­varn­ir.

Lög­reglu­ríki?

Í kjöl­far frétta af hegðun Þór­dísar um helg­ina hefur opin­ber­ast að það er sann­ar­lega ekki ein­ungis ráð­herr­ann sem hefur talið að regl­urnar væru þannig að val­kvætt væri hvaða mengi hver ein­stak­lingur velur sem „sitt“ mengi sem þurfi ekki að við­halda tveggja metra regl­unn­i. 

Fullt af fólki sem annað hvort hefur varið Þór­dísi fyrir gagn­rýni eða hefur lagt þann skiln­ing í hertar reglur að þær giltu ekki um þá vini sem það lang­aði mjög til að hitta, hefur stigið fram. Starfs­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins skrif­aði meðal ann­ars ummæli við Face­book-­færslu ráð­herr­ans þar sem hann sagði: „Síð­ast þegar ég vissi búum við ekki í lög­reglu­ríki. Við fylgjum leið­bein­ingum eftir bestu getu og af skyn­semi og metum aðstæður hverju sinni. Við erum eftir allt full­orðið fólk. Í vina­hópi veit maður betur for­sögu hvers og eins og líðan en í hópi ókunn­ugra. Þið ráðið nánd­inni sjálf­ar. Þú ert í fullum rétti Þór­dís og hefur ekk­ert að afsaka.“

Fram­kvæmda­stýra hags­muna­sam­taka skrif­aði á sama stað: „Ekki afsaka neitt – við megum slaka á með vinum – vona að þið hafið átt góðan dag“.

Hvort er rétt?

Nú er það þannig að bæði getur ekki verið rétt. Þ.e. að tveggja metra nálægð­ar­við­mið séu skyldu­bundin milli allra þeirra sem deila ekki heim­ili, líkt og heil­brigð­is­ráð­herra sagði og stendur í reglu­gerð­inni sem gefin var út í lok síð­asta mán­að­ar, og að full­orðnu fólki sé í sjálf­vald sett að ráða nánd sinni við fólk sem býr ekki með því. 

Auglýsing
Þarna eru um mis­vísandi skila­boð að ræða. Það sem stjórn­völd kalla upp­lýs­inga­óreiðu, og skip­uðu sér­stakan vinnu­hóp til að takast á við í apríl síð­ast­liðn­um. Í frétt frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu vegna skip­unar vinnu­hóps­ins sagði meðal ann­ars: „Á alþjóða­vísu virð­ist hafa orðið mikil aukn­ing á dreif­ingu rangra og mis­vísandi upp­lýs­inga um COVID-19, einkum á sam­fé­lags­miðl­um. Á það við hvort heldur sem um er að ræða upp­lýs­ingar sem miðlað er með skipu­lögðum hætti eða óaf­vit­andi sem geta ógnað heilsu fólks og grafið undan trausti á heil­brigð­is­yf­ir­völd­um.“ 

Nú þurfa stjórn­völd að útskýra hvor skiln­ing­ur­inn sé rétt­ur: sá sem Þór­dís setur fram og á sér greini­lega marga fylg­is­menn, eða sá sem settur var fram í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is, í orðum heil­brigð­is­ráð­herra og í reglu­gerð sem birt var í Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Áhrifa­vald­hafar

Í ofaná­lag er full­kom­lega eðli­legt að ítr­ustu kröfur séu gerðar til ráð­herra í rík­is­stjórn sem tekur ákvörðun um að setja reglur sem tak­marka frelsi fólks veru­lega, og hvetur til sam­stöðu í bar­áttu gegn heims­far­aldri sem er að valda gríð­ar­legum heilsu­fars­leg­um, sam­fé­lags­legum og efna­hags­legum skaða. Svo ekki sé minnst á dauða.

Megin þorri lands­manna styður þær aðgerðir og skilur ástæð­una fyrir því að gripið sé til þess að skerða mann­rétt­indi þeirra og frelsi. En þá hrein­lega verður að gera þá ský­lausu kröfu til ráða­mann­anna sem setja regl­urnar að þeir fylgi þeim sjálf­ir. 

Ungir ráð­herrar hafa hlotið fram­gang á und­an­förnum árum sem þeir áttu fullt til­kall til. En þeim fram­gangi fylgir líka óhjá­kvæmi­lega að rík­ari kröfur eru gerðar til þeirra en venju­legra borg­ara, og þeir geta á móti ekki gert sömu kröfu um að njóta skjóls frá umfjöllun um þeirra per­sónu­legu mál­efni.

Það á sér­stak­lega við þá ráð­herra sem velja að veita fylgj­endum sínum á sam­fé­lags­miðlum ítrek­aða inn­sýn í dag­legt líf. Það er val­kvætt að lifa lífi sínu með þeim hætti. Þess vegna er eðli­legt að illa fram­settar upp­lýs­ingar hafi afleið­ing­ar, á sama hátt og þær vel fram settu þjóna ákveðnum til­gangi sem póli­tísk mark­aðs­setn­ing. 

Þeir bera líka ríka ábyrgð sem fyr­ir­myndir og athæfi þeirra sem mynduð eru þurfa að end­ur­spegla það. 

Sér­stak­lega þegar það virð­ist vera í and­stöðu við kröfur sem stjórn­völd eru að gera til almennra borg­ara. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari