Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga

Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum ætti að vera einfalt og auðsótt mál, en er það ekki. Eins og reifað hefur verið ansi vel í greinum fyrr í vikunni (20. okt., 21. okt. og 22.okt) er kerfið sem við búum við í dag hvað varðar birtingu og aðgang að fræðigreinum, afskaplega ósjálfbært og dýrt. Enn er beðið eftir heildstæðri stefnu frá íslenskum stjórnvöldum um opinn aðgang eins og Rósa Bjarnadóttir talaði um á mánudaginn. 

En af hverju er þetta svona flókið, af hverju birtir fræðafólk ekki greinar í opnum aðgangi? Jú þau tímarit sem eftirsóttast er að birta í eru yfirleitt lokuð áskriftartímarit, sem háskólabókasöfn kaupa aðgang að dýrum dómum. Það eru tímaritin sem fræðafólk fær flest stig fyrir í ársmatinu og upphefðin fyrir að fá grein sína birta í virtu tímariti er það sem máli skiptir. Það mætti ætla að ástæðan fyrir þessu hræðilega útgáfukerfi væri útgáfufyrirtækin en málið er að útgáfufyrirtækin eru einfaldlega að spila með þessu upphefðarkerfi og meðan að fólk birtir enn í þessum dýru tímaritum og háskólar kaupa enn áskriftir er enginn ástæða til að breyta kerfinu. Útgáfufyrirtækin hafa meira segja nýtt sér hugtakið opinn aðgangur til enn meiri gróða.

Þegar fyrst fór að bera á hugtakinu opinn aðgangur í upphafi aldarinnar var gjarnan talað um tvær leiðir til birtingar í opnum aðgangi, gullnu leiðina og grænu leiðina:

Gullna leiðin:

Grein kemur út í opnum aðgangi í tímariti án endurgjalds eða hindrana fyrir þann sem les, gjarnan í tímariti sem allt er í opnum aðgangi. Til að byrja með var þetta einnig endurgjaldslaust fyrir þann sem birti. 

Græna leiðin:

Handrit að grein er birt og gert aðgengilegt í rafrænu varðveislusafni samhliða birtingu annars staðar. Höfundur sendir varðveislusafninu lokagerð handrits (Pre-print) eða ritrýnt lokahandrit (Post-print/Accepted manuscript) sem tilbúið er til birtingar. Greinin er síðan gefin út í áskriftartímariti en handritið er jafnframt aðgengilegt í opnum aðgangi í varðveislusafninu. Landsbókasafn Íslands ásamt öllum háskólum á Íslandi reka saman varðveislusafnið Opin vísindi, þar sem hægt er birta samkvæmt þessari leið.

Auglýsing
Útgáfufyrirtækin eru vel með á nótunum og hafa búið til sína útgáfu af opnum aðgangi með sinni leið:

Hybrid leiðin:

Útgáfufyrirtækin fóru að bjóða uppá að hægt væri að birta grein í opnum aðgangi í áskriftartímariti gegn gjaldi og til urðu hybrid tímarit. Höfundur borgar fyrir að grein sín birtist í opnum aðgangi þjónustugjöld vegna birtinga (Article processing charge) og geta þau numið allt að 500. þús. ISK fyrir einstaka grein. Ég endurtek hálf milljón fyrir eina grein. Þessi hybrid tímarit eru á sama tíma áskriftartímarit sem háskólabókasöfn borga aðgang að en jafnframt einnig að hluta í opnum aðgangi. Aukinn gróði fyrir útgáfufyrirtækin, aukin kostnaður fyrir fræðafólk, háskóla og háskólabókasöfn. Af einhverjum ástæðum hefur þetta orðið sú leið sem þekktust er í dag og ástæðan fyrir því að margt fræðafólk veigrar sér við að birta í opnum aðgangi. Útgáfufyrirtækin tóku fallega hugsjón um opinn aðgang og gerðu að gróðamaskínu. 

Brons leiðin:

Annað sem útgefendur gera einnig er að hafa greinar úr áskriftartímaritum opnar/ókeypis um óákveðinn tíma, gjarnan merktar Free access, en án nokkurra OA leyfa, þ.e. útgefandi getur án tafar ákveðið að loka aðgangi að grein þegar honum þóknast. Það er engin trygging fyrir því að grein sem er „opin“ í dag verði það áfram.

Demanta leiðin:

Demanta leiðin er andsvar við Hybrid leiðinni, nokkurs konar gullna leiðin 2.0. Opinn aðgangur með gullnu leiðinni nema engin þjónustugjöld vegna birtinga leggjast á höfunda. Höfundur heldur að jafnaði höfundarréttinum, í stað þess að framselja réttinn til útgefanda eins og í hefðbundinni útgáfu. Tímarit sem þessi eru annað hvort rekin af háskólum eða vísindafélögum og er markmið þeirra einfaldlega að vera vettvangur fyrir birtingu vísindagreina án þess að þurfa að leita til stóru útgefendanna. Open Library of Humanities og Scoap3 eru dæmi um svona útgáfuform. Allt er gefið út í opnum aðgangi án kostnaðar fyrir höfunda né lesendur og rekið af frjálsum framlögum frá t.d. háskólabókasöfnum. Landsaðgangur styrkir t.a.m. Scoap3. 

Það er ljóst í mínum huga að leiðin til að allt vísindaefni heimsins verði í opnum aðgangi er ekki hybrid leiðin heldur demanta leiðin og ég mæli eindregið frá því að fólk birti samkvæmt hybrid leið útgáfufyrirtækjanna. Demanta leiðin er ekki orðin fullfær ennþá en þangað til mæli ég með að fólk nýti sér grænu leiðina og birti handrit greina sinna í varðveislusafni allra háskóla á Íslandi Opnum vísindum

Nánari upplýsingar um opinn aðgang má finna á  openaccess.is.

Höfundur er verkefnastjóri Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

#HvarerOAstefnan?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar