Kreppan kallar á breytta pólitík

Forréttindapólitík yfirstéttarinnar mun ekki hverfa af sjálfu sér þó hún sé bæði ósanngjörn og ósjálfbær, því henni er viðhaldið með því valdi sem mest vegur – en það er peningavaldið. Að því leyti er þörf fyrir meiri áherslu á stéttapólitík í nútímanum.

Auglýsing

Kreppur eru eins konar álags­próf á skipan sam­fé­laga, ekki síst skipan efna­hags­mála, fjár­mála og vel­ferð­ar­mála. Kreppur draga fram veik­leika sem fyrir eru og vísa veg­inn um hvernig byggja má sam­fé­lagið betur upp til að taka á ógn­um, óvæntum áföllum og tryggja bætt lífs­kjör þeirra sem verr standa. 

Það þarf öfl­uga póli­tík til að ná slíkum mark­miðum – öðru­vísi póli­tík en ríkt hefur víða á síð­ustu ára­tug­um.

Skip­brot nýfrjáls­hyggj­unnar

Sú póli­tík sem hefur verið ríkj­andi á Vest­ur­löndum frá um 1980 í Bret­landi og Banda­ríkj­unum og í flestum öðrum ríkjum frá um 1990 hefur einkum mót­ast af hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Hún hefur gjarnan verið á borð borin sem „eina alvöru hag­fræð­in“ sem hægt sé að hafa að leið­ar­ljósi við mótun sam­fé­laga.

Þar hefur verið boðuð aukin mark­aðsvæð­ing, einka­væð­ing, afreglun og skatta­lækk­anir á hátekju- og stór­eigna­fólk. Í stað­inn hafa oft komið skatta­hækk­anir og kjara­rýrnun fyrir lægri tekju­hópa. 

Kjarn­inn í þessum boð­skap hefur falið í sér aukið frelsi fjár­mála­afla og mark­aða einka­geirans, sam­hliða veik­ingu rík­is­valds­ins. Þetta hefur almennt leitt til veik­ara lýð­ræðis og auk­ins auð­ræð­is, auk­inna áhrifa auð­manna.

Þessi póli­tík var sögð far­sælust til að auka hag­vöxt og bæta hag allra. 

Auglýsing
Reynsla frá 1980 sýnir hins vegar að hag­vöxtur á nýfrjáls­hyggju­tím­anum síð­ustu 3-4 ára­tug­ina hefur víð­ast hvar verið minni en á gullöld bland­aða hag­kerf­is­ins (1945 til 1980/1990) og að lág­tekju- og milli­tekju­fólk hefur setið eftir á meðan hátekju­fólk hefur stór­aukið tekjur sínar og eign­ir, eins og Thomas Piketty og sam­starfs­menn hans hafa ítar­lega sýnt (sjá t.d. hér). 

Nýfrjáls­hyggjan er því nátengd auknum ójöfn­uði í nútíma­sam­fé­lög­um.

Brauð­mola­kenn­ingin sem brást

Sem dæmi um fárán­leika hug­mynda nýfrjáls­hyggju­manna má benda á „brauð­mola­kenn­ing­una“, sem átti að sýna að for­rétt­indapóli­tík gagn­vart rík­asta fólk­inu myndi gagn­ast sam­fé­lag­inu öllu. Ef mark­miðið var t.d. að draga úr fátækt þá sögðu nýfrjáls­hyggju­menn að stjórn­völd ættu að byrja á því að bæta hag þeirra rík­ustu (t.d. með skatta­lækk­unum á fjár­magn og háar tekj­ur). Þetta myndi síðan skila sér til þeirra sem neðar væru í tekju­stig­anum – í formi brauð­mola sem hryndu af háborðum yfir­stétt­ar­innar niður tekju­stig­ann. 

Þeir ríku myndu kaupa meiri þjón­ustu af iðn­að­ar­mönnum og verka­fólki og þar með skapa fleiri störf, sögðu frjáls­hyggju­menn. En aukið ríki­dæmi þeirra allra rík­ustu skilar sér ekki í auk­inni eft­ir­spurn inn­an­lands, heldur teng­ist frekar auknu flæði fjár­magns úr landi, meðal ann­ars í erlend skatta­skjól. Auð­ur­inn færð­ist ein­fald­lega í meiri mæli á æ færri hend­ur. 

Ótví­ræð reynsla síð­ustu ára­tuga hefur nú vendi­lega opin­berað blekk­ing­arnar sem fel­ast í brauð­mola­kenn­ing­unni (sjá nýlegar rann­sóknir um það hér



). Aukið ríki­dæmi yfir­stétt­ar­innar hefur hvorki verið gott fyrir hag­vöxt né lífs­kjör alls þorra almenn­ings. Það hefur einnig aukið líkur á óheil­brigðu braski og fjár­málakrepp­um.

Brauð­mola­kenn­ingin hefur því sýnt sig að vera hin versta svika­mylla.

Fjár­málakreppur sýna bresti mark­að­anna

Fjár­málakrepp­ur, eins og sú sem skall á árið 2008, verða vegna mark­aðs­bresta. Aukna frelsið í fjár­mála­geir­anum getur af sér aukið brask með láns­fé, taum­lausa græðgi, óhóf­legar verð­hækk­anir á eignum (bólu­hag­kerfi) og auknar áhættur í fjár­mála- og efna­hags­líf­i. 

Hér á landi gekk slíkt bólu­hag­kerfi óvenju langt á ára­tugnum fram að hruni – með óvenju miklum afleið­ingum í hrun­inu. Eftir að frelsi var aukið í fjár­mála­geirum Vest­ur­landa upp úr 1980 fóru slíkar fjár­málakreppur að verða mun algeng­ari en áður hafði verið (sjá hér).

Fjár­málakreppur sýna þannig mis­bresti og ósjálf­bærni óheftu mark­að­anna á óvenju skýran hátt. Eftir að hafa þurft að bjarga bönk­um, fyr­ir­tækjum og styðja við heim­ili í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008 standa stjórn­völd víð­ast nú skuldugri en áður var (það gildir þó ekki um Ísland, sem betur fer). Það hefur veikt við­náms­þrótt stjórn­valda og vel­ferð­ar­rík­is­ins sér­stak­lega.

Óheftur kap­ít­al­ismi getur svo af sér sívax­andi ósjálf­bæra ágengni á umhverfi og vist­kerfi jarð­ar­inn­ar, sem hefur kallað yfir okkur þá stór­brotnu ógn sem felst í lofts­lagskrepp­unni. Hug­myndir nýfrjáls­hyggj­unnar neita þess­ari ógn ann­ars vegar og vinna síðan bein­línis gegn því að hægt sé að taka á þessum vanda og byggja betur sjálf­bæra þróun sam­fé­laga og hag­kerfa.

Kóvid-kreppan sýnir mik­il­vægi vel­ferð­ar­rík­is­ins

Núver­andi kreppa er ólík fyrri kreppum kap­ít­al­ism­ans, þar eð hún orsakast af nauð­syn­legum sótt­varn­ar­að­gerðum vegna veiru­far­ald­urs. Hún er því meira kreppa vegna nátt­úruógnar en vegna mark­aðs­bresta. 

Kóvid kreppan er þó lík fyrri kreppum að því leyti að hún bitnar almennt mest á verka­fólki og lág­tekju­fólki almennt (sjá nánar um það hér https://global.oup.com/academ­ic/prod­uct­/welfare-and-t­he-gr­eat-recession-9780198830962?cc=is&lang=en&). Raunar eru horfur á að Kóvid-kreppan geti bitnað enn meira á lág­launa­fólki en algeng­ast er í kreppum (sjá hér). Þannig vara bæði Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og OECD nú við hættu á auknum ójöfn­uði vegna Kóvid-krepp­unar og brýna stjórn­völd um að fyr­ir­byggja slíkt.

Í raun má segja að ríki heims búi nú við þrí­þætta alls­herj­ar­kreppu:

  • Heilsu­far­skreppu sem ógnar manns­lífum í stórum stíl. 
  • Hún hefur svo leitt til sótt­varn­ar­að­gerða sem hafa fram­kallað efna­hag­skreppu, sem jafn­framt eykur líkur á skulda­kreppu í fram­hald­in­u. 
  • Því til við­bótar er svo lofts­lagskreppan sem hótar að brenna skóg­lendum í sívax­andi mæli, hækka yfir­borð sjávar og setja vist­kerfi jarð­ar­innar úr jafn­vægi með ófyr­ir­séðum afleið­ingum (sjá nánar um þetta hér). 

Við þurfum sterkt rík­is­vald í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi til að taka á þessum þrí­þætta vanda. Ríkj­andi sjón­ar­mið síð­ustu ára­tuga hafa hins vegar veikt rík­is­vald­ið.

Veik­ara rík­is­vald – veik­ari kreppu­úr­ræði

Kóvid-kreppan sýnir svo hversu mik­il­vægt það er fyrir þjóðir að búa við öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sem tryggir fólki við­un­andi fram­færslu þegar harðnar á dalnum (í formi atvinnu­leys­is­bóta sem veita við­un­andi trygg­ing­ar­vernd) og í formi heil­brigð­is­þjón­ustu sem veitir öllum þegnum fullt aðgengi að lækn­ingum og lyfj­um, óháð fjár­hags­stöð­u. 

Auglýsing
Þær þjóðir sem búa við veik­ari vel­ferð­ar­kerfi ráða síður við veiru­far­ald­ur­inn og hafa almennt hærri dán­ar­tíðni vegna hans. Þar verða ójafn­að­ar­á­hrif krepp­unnar einnig meiri.

Bein afleið­ing af póli­tík nýfrjáls­hyggj­unnar síð­ustu ára­tug­ina er veik­ara rík­is­vald og aðþrengd vel­ferð­ar­kerfi. Hvoru tveggja þýðir að við­náms­þróttur og geta stjórn­valda til að bregð­ast við þrí­þættu krepp­unni sem nú herjar á heim­inn er minni en þarf. Ríkið er alltaf í lyk­il­hlut­verki við að milda kreppur og byggja upp á ný.

Því er þörf á breyttri póli­tík til að byggja betur upp til fram­tíðar og tryggja að fram­farir stefni að almanna­hag en ekki fyrst og fremst að auknum fríð­indum þeirra best settu, eins og stjórn­mál nýfrjáls­hyggj­unnar gera.

Frá for­rétt­indum yfir­stéttar til almanna­hags

Að mörgu leyti má sækja fyr­ir­myndir til verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi um áherslur sem fram­sækin stjórn­mál fram­tíð­ar­innar þurfa að hafa. 

Setja þarf almanna­hag í fyr­ir­rúm og sér­stak­lega það mark­mið að bæta mest hag þeirra verst settu – á mörgum sviðum lífs­kjara, bæði sem snerta launa­kjör og ráðn­ing­ar­kjör fyrir launa­vinnu en einnig á sviði lífs­kjara­trygg­inga vel­ferð­ar­rík­is­ins. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá 2019 hefur mörg ein­kenni slíkrar kjara­stefnu. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur einnig haldið uppi miklum kröfum um öfl­ugra við­nám stjórn­valda gegn afleið­ingum krepp­unn­ar, ekki síst hvað snerti afkomu­trygg­ingar atvinnu­lausra og fjölgun starfa í grænna hag­kerfi.

Skatta­stefna þarf að útrýma sér­stökum fríð­indum hátekju- og stór­eigna­fólks, t.d. á sviði skatt­lagn­ingar fjár­magnstekna og kaup­réttar (sem reyndar var verið að auka fyrir skömmu með lækkun fjár­magnstekju­skatts – sjá hér). Skatt­leggja ber fjár­magnstekjur á sama hátt og atvinnu­tekjur og líf­eyr­is­tekj­ur. Annað er bæði órétt­látt og ósjálf­bært. 

Þá þarf að skatt­leggja mikla auð­legð (fyrir ofan frí­tekju­mark sem rúmar fjöl­skyldu­eignir í íbúð­ar­hús­næði til eigin nota) og notkun auð­linda þarf að skila þjóð­inni mun meiri auð­lind­arentu en nú er. Með því að taka einnig á útbreiddum und­an­skotum frá skatti og notkun skatta­skjóla er hægt bæði að efla inn­viði lands­ins, bæði félags­lega og í sam­göng­um, en jafn­framt væri hægt að létta skatt­byrði af þeim tekju­lægri í sam­fé­lag­inu í skref­um.

Reynsla eft­ir­stríðs­ár­anna (1945 til um 1990) sýnir að þegar hagur alls þorra almenn­ings er bættur hvað mest þá eru for­sendur fram­fara í sam­fé­lag­inu hvað bestar, hag­vöxtur mestur og tæki­færi til nýsköp­unar og tæki­færi fyrir ein­stak­linga til að kom­ast áfram í líf­inu hvað best. Þetta þarf síðan að tengja við auknar kröfur um sjálf­bærni og grænan hag­vöxt, til að vinna á þeim helstu ógnum sem steðja að vest­rænum sam­fé­lög­um.

Í seinni tíð hefur klass­ísk Key­nesísk hag­stjórn og stéttapóli­tík þokað um of fyrir lífs­stílspóli­tík (identity polit­ics), oft í bland við ein­feldn­ings­lega mark­aðs­hyggju (eins og hjá Tony Blair í Bret­landi og Bill Clinton í Banda­ríkj­un­um). Það hefur ekki dugað til að bæta hag almenn­ings, heldur veikt stöðu vest­rænna jafn­að­ar­flokka meðal verka­fólks og milli­stétta, þar sem klass­íska fylgið var hvað mest áður fyrr. 

Þetta hefur skapað jarð­veg fyrir upp­gang lýð­skrums­flokka sem margir eru á hægri væng stjórn­mál­anna, en sigla gjarnan undir fölsku flaggi verka­lýðsum­hyggju, líkt og frá­far­andi for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sagð­ist ætla að bæta hag verka­fólks en vann einkum að því að bæta eigin hag og ann­arra auð­manna. 

For­rétt­indapóli­tík yfir­stétt­ar­innar mun ekki hverfa af sjálfu sér þó hún sé bæði ósann­gjörn og ósjálf­bær, því henni er við­haldið með því valdi sem mest vegur – en það er pen­inga­vald­ið.

Að því leyti er þörf fyrir meiri áherslu á stéttapóli­tík í nútím­an­um, líkt og verka­lýðs­hreyf­ingin rekur hér á land­i. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit