Verndarstefna fyrir viðskiptafrelsi

Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um verndarstefnu og hún sýnir okkur líka að það er ævinlega vond hugmynd, skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um árið 2020 og það sem framundan er.

Auglýsing

Efna­hag­skrepp­an, sem skall yfir heims­byggð­ina á þessu maka­lausa ári 2020 vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar, er sú dýpsta í níu ára­tugi. Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um vernd­ar­stefnu; að stjórn­völd hækki tolla og leggi ýmsar aðrar hömlur á frjáls við­skipti og sam­keppni til að vernda inn­lent atvinnu­líf eða til­tekna geira þess. Sagan sýnir okkur líka að það er ævin­lega vond hug­mynd; þau ríki sem hafa orðið við slíkum kröfum hafa verið lengur að kom­ast út úr krepp­unni en þau sem við­héldu við­skipta­frelsi og sam­keppni. En það er engan veg­inn öllum gefið að læra af sög­unn­i. 



Veiran afsökun fyrir vernd­ar­stefnu?

Kröfur um vernd­ar­stefnu hafa raunar verið háværar frá því í fjár­málakrepp­unni fyrir ára­tug og ýmis stjórn­mála­öfl hafa hagn­azt á að taka undir þær. Flokkar og fram­bjóð­endur sem þríf­ast á lýð­skrumi hafa víða um lönd náð fót­festu, meðal ann­ars út á slíkan mál­flutn­ing sem geldur var­hug við hnatt­væð­ingu og alþjóða­við­skipt­um. Við þurfum ekki annað en að nefna nöfnin Trump, John­son og Bol­son­aro. Far­aldur veirunnar sem þeir smit­uð­ust af allir þrír, ásamt millj­ónum ann­arra um allan heim, er að sumra mati frá­bær afsökun fyrir því að hverfa aftur til vernd­ar­stefnu.



Við höfum ekki farið var­hluta af þess­ari umræðu hér á landi, en hún afmarkast aðal­lega við eina atvinnu­grein, land­bún­að­inn. Því hefur verið haldið fram að heims­far­ald­ur­inn sýni vel að nú þurfi Ísland að gera gang­skör að því að vera sjálfu sér nægt um mat í þágu fæðu­ör­yggis og í því skyni eigi að eyða meiri pen­ingum í land­bún­að­inn og verja hann betur fyrir sam­keppni. Far­ald­ur­inn og það efna­hags­lega högg sem honum fylgir hefur skrúfað upp þrýst­ing hags­muna­afla í land­bún­að­inum á stjórn­völd að snúa við breyt­ingum í átt til frjálsra við­skipta og sam­keppni sem átt hafa sér stað á und­an­förnum árum með því að auka aftur hömlur á inn­flutn­ing, und­an­þiggja kjöt­af­urða­stöðvar sam­keppn­is­lögum og segja upp tolla­samn­ingi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Auglýsing


Við­skipta­frelsið tryggir fæðu­ör­yggi

Fæðu­ör­ygg­is­rök­semdin gengur reyndar alls ekki upp. Stað­reyndin er sú að í verstu far­sótt, sem gengið hefur yfir heims­byggð­ina í meira en öld, hafa alþjóða­við­skipti með mat­væli verið að mestu leyti ótrufl­uð, þótt stöku vanda­mál hafi komið upp. Þrátt fyrir far­ald­ur­inn hefur mat­væla­fram­leiðsla um flest gengið sinn gang og með sam­stilltu átaki fyr­ir­tækja og stjórn­valda um allan heim hefur verið hægt að halda flutn­inga­keðjum órofn­um. Inn­flutn­ingur á mat til Íslands hefur þannig verið ótrufl­aður og ekk­ert neyð­ar­á­stand vegna vöru­skorts komið upp. 



Ef flutn­ingar til lands­ins hefðu lam­azt og ein­göngu inn­lend fram­leiðsla hefði feng­izt í búð­un­um, er hætt við að fáum hefði fund­izt þeir búa við fæðu­ör­yggi þegar t.d. allt inn­flutta græn­metið og ávext­ina hefði vant­að, pastað, kexið og korn­mat­inn, nið­ur­suðu­vör­urnar og allt hitt – stað­reyndin er sú að af um 1.900 toll­skrár­núm­erum fyrir land­bún­að­ar­vörur í íslenzku toll­skránni inni­halda aðeins um 300 vörur sem fram­leiddar eru hér á landi, enda býður nátt­úra Íslands ekki upp á mjög fjöl­breytta búvöru­fram­leiðslu. Okkar styrk­leiki er í sjáv­ar­af­urð­um.



Reyndar hefði fljót­lega farið að stór­sjá á fram­boði inn­lendrar mat­vöru líka ef flutn­ingar til lands­ins hefðu stöðv­azt, því að hún hefði þá ekki fengið hrá­efni, áburð, elds­neyti, vél­bún­að, vara­hluti, umbúðir og allt hitt sem þarf að flytja inn til að geta fram­leitt mat handa neyt­endum á Íslandi.



Ísland er þannig háð inn­flutn­ingi um fæðu­ör­yggi sitt og verður aldrei sjálfu sér nægt um allan mat. Fæðu­ör­yggi sitt á Ísland eins og flest önnur ríki undir frjálsum alþjóða­við­skiptum og öfl­ug­um, alþjóð­legum aðfanga­keðjum sem hafa hald­ið, þrátt fyrir áföll af völdum heims­far­ald­urs­ins. Ef það á að draga ein­hvern lær­dóm af þeim tak­mörk­uðu vand­kvæðum sem heims­far­ald­ur­inn hefur haft í för með sér fyrir alþjóð­legar aðfanga­keðjur er það lík­lega fremur að vera ekki háð einu ríki eða svæði um aðföng, heldur að stunda sem frjálsust við­skipti við sem flesta.



Er gott fyrir Ísland að allir séu sjálfum sér nógir?

Það gleym­ist líka stundum þegar menn tala fjálg­lega um að landið eigi helzt af öllu að fram­leiða sjálft allan mat sem það mögu­lega get­ur, að ef sama hug­mynd næði fót­festu í öllum löndum væri það alveg svaka­lega vont fyrir Ísland. Ísland er nefni­lega mat­væla­út­flutn­ings­land og flytur miklu meira út af mat­vælum en það flytur inn. Alþjóða­við­skipti með mat í heim­inum nema átta trilljónum Banda­ríkja­tala og þrír fjórðu hlutar mann­kyns­ins lifa að hluta til á inn­fluttum mat­væl­um. Þótt bara litlum hluta þessa fólks færi að finn­ast það slæm hug­mynd að borða inn­fluttan fisk, væri íslenzka hag­kerfið í vondum mál­um.



Stjórn­völd hafa að hluta til látið undan þrýst­ingi þeirra sem finnst frjáls alþjóða­við­skipti frá­bær hug­mynd þegar þeirra eigin vörur eru fluttar út, en alveg afleitt þegar sam­keppn­is­vörur eru fluttar inn. Segja má að sam­þykkt frum­varps Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að hverfa tíma­bundið aftur til eldri aðferðar við útboð á toll­kvótum fyrir búvörur sé stutt skref til móts við þá sem vildu láta banna inn­flutn­ing alfarið – sem hefði verið brot á lögum og alþjóða­samn­ing­um. Rík­is­stjórnin lét heldur ekki undan þrýst­ingi um að segja upp tolla­samn­ingnum við Evr­ópu­sam­band­ið, en óskaði eftir við­ræðum um end­ur­skoðun hans. Und­ir­bún­ingur að því að und­an­skilja enn stærri hluta land­bún­að­ar­ins sam­keppn­is­lögum er hins vegar aug­ljós­lega í gang­i.  Og veru­legur þungi er áfram í þrýst­ingnum frá þeim, sem vilja vinda ofan af umbótum í frjáls­ræð­isátt. Lesið bara nefndarálit meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar Alþingis um frum­varp ráð­herr­ans.



Verndum sam­keppni og við­skipta­frelsi

Stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda við atvinnu­lífið hafa að stærstum hluta verið breiðar og almenn­ar; styrkir, gjald­frestir og lán hafa staðið til boða öllum fyr­ir­tækjum sem upp­fylla almenn skil­yrði, svo sem um tekju­fall af völdum heims­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd hafa ekki látið hafa sig í að láta undan kröfum um sér­tæka með­ferð fyrir ein­stakar atvinnu­greinar eða fyr­ir­tækja­hópa nema í þessu eina til­vik­i. 



Enn betra hefði verið ef þau hefðu staðið í lapp­irnar og ákveðið strax í upp­hafi að læra af sög­unni og vinna sig út úr krepp­unni með meiri sam­keppni og frjáls­ari við­skipt­um. Það væri gott ef við ættum stjórn­mála­menn sem segðu skýrt: Það sem þarf helzt að vernda er sam­keppni og við­skipta­frelsi. Þannig komumst við hraðar út úr erf­ið­leik­un­um. 



Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit