Auglýsing

Það er þekkt taktík í mann­kyns­sög­unni að láta sér vaxa skegg þegar maður vill að fólk taki sig alvar­lega. Jesús kristur gerði þetta með góðum árangri fyrir rúmum 2000 árum og þetta er enn í góðu gildi. Það er sér­stak­lega algengt að gam­an­leik­arar geri þetta þegar kemur að því að reyna fyrir sér í drama­tík; Jim Car­rey, Steve Carrell, Ryan Reynolds, Gói. Robin Willi­ams vann meira að segja Óskar fyrir skeggið sitt í Good Will Hunt­ing. Trúð­ur­inn er ekki jafn mik­ill trúður ef það er þykkt, ábúð­ar­fullt skegg sem talar við mann. Og ef það er ein­hvern tím­ann tími til þess að reyna að sann­færa fólk um að maður sé ekki trúður þá er það núna.

Mér líður alltaf betur þegar ég hugsa um Bjarna Bene­dikts­son sem tragíska fígúru. Erfða­prins­inn sem hafði alla heims­ins mögu­leika en þurfti enda­laust að takast á við von­brigði örlag­anna. Ein­hvers­konar torf­kof­a­út­gáfa af Georgi fjórða, mínus þvag­sýru­gigt­in. Fæð­ist með silf­ur­skeið í munn­inum og gríð­ar­legum vænt­ingum til fram­tíðar en hefur í raun ekk­ert áhuga á því að stjórna, heldur vill bara kaupa dýr mál­verk og halda geggjuð partí; á svo í sífellt meira krefj­andi sam­bandi við föður sinn og verður að lokum svo mik­ill brand­ari að hann fæst varla til að sjást opin­ber­lega. Ef maður býr til svona hlut­verka­leik í huga sér vor­kennir maður honum næst­um, en það er samt hætt við að maður grafi undan raun­veru­leik­anum í slíkum fabúler­ing­um.

Raun­veru­leik­inn er nefni­lega sá að til þess að vera vor­kunn í jafn mik­illi for­rétt­inda- og valda­stöðu og Bjarni er í þyrfti hann að sýna ein­hverja auð­mýkt, eða í það minnsta vott af ábyrgð. En eitt stærsta vanda­mál íslenskra stjórn­mála er að hér er engin menn­ing fyrir því að taka ábyrgð. Það er algjört tabú, full­komin upp­gjöf að við­ur­kenna að eitt­hvað hafi mis­farist. Meira að segja þegar skandall­inn verður svo stór að hann er óum­flýj­an­legur getur stjórn­mála­fólk ekki einu sinni sagt orðið upp­hátt; Hanna Birna sagði ekki af sér, hún steig til hlið­ar. Sig­ríður Á. And­er­sen steig bara aðeins til hlið­ar. Ég geri ráð fyrir því að þær séu bara búnar að vera í löngu sum­ar­fríi og snúi til baka hvað úr hverju.

Auglýsing

En Bjarni skilur ekki afhverju hann ætti að biðj­ast afsök­un­ar, hann veit ekki hverju hann ætti að bera ábyrgð á. Þetta heppn­að­ist nefni­lega allt full­kom­lega. Allt þetta mold­viðri er bara til­komið vegna skorts íslensku þjóð­ar­innar á fjár­mála­læsi; hún kynnti sér bara útboðið ekki nægi­lega vel. Við erum bara ekki nógu hag­fræði­menntuð til þess að sjá hversu full­kom­lega frá­bær nið­ur­staða þetta var fyrir íslensku þjóð­ina. Ef bara ef við hefðum vits­mun­ina til að skilja og sjá. Það er ákveðin taktík að reyna að snúa umræð­unni í rök­ræðu um form og tækni­leg atriði, að vísa til útboðs­gagna, að þetta hafi allt legið fyr­ir. En þetta er ekki rök­ræða um tækni­leg atriði, þetta er sam­tal um hug­mynda­fræði. Salan á þessum hlut í Íslands­banka var hug­mynda­fræði­legur gjörn­ing­ur. Þarna var verið að taka gíf­ur­lega verð­mæta eign þjóð­ar­inn­ar, hluta hana í sundur og afhenda sér­lega útvöldum ein­stak­lingum hana á óþarf­lega lágu verði til þess eins að þessir ein­stak­lingar gætu hagn­ast um hund­ruði millj­óna. Hér erum við ekki að tala um jöfn tæki­færi, eða frjálsan mark­að, heldur erum við að tala um að sér­lega útval­inn hópur fékk þau for­rétt­indi afhent frá rík­inu að mega hagn­ast fyrir það eitt að til­heyra réttum hópi, að vera útval­inn til þess að fá sím­tal. Svo er það narra­tíf­ur­inn að þetta sé sjálf­sagt því þessir fjár­festar séu að taka á sig áhættu í við­skipt­un­um; hluta­bréfin gætu jú lækkað jafn lík­lega og hækk­að. En það er ekki eins og þetta sé eitt­hvað startup fyr­ir­tæki sem er að búa til dating app fyrir hunda eða eitt­hvað, þetta er risa­vax­inn banki, ein grunn­stoð alls fjár­mála­kerfis lands­ins. Hver er raun­veru­leg áhætta hérna?

Það var ekk­ert verið að verð­launa djarfa áhættu­fjár­festa fyrir fífldirfsku sína. Það var verið að hand­velja til­tekna ein­stak­linga til þess að fá ókeypis pen­inga. Það er hug­mynda­fræði­legur gjörn­ing­ur, það er stétta­gjörn­ing­ur. Það er fram­leiðsla á auð­stétt að afhenda fólki pen­inga fyrir það eitt að eiga pen­inga, eða hafa greiðan aðgang að ódýru láns­féi. Og þá erum við ekki einu sinni byrjuð að tala um að sölu­menn­irnir sjálfir hafi verið að selja sjálfum sér rík­is­eign­ir. Þá erum við heldur ekki einu sinni byrjuð að tala um að faðir fjár­mála­ráð­herra hafi fengið að kaupa í bank­anum sem sonur hans var að selja; „Var honum bannað að kaupa?“ spurði Bjarni graut­fúll á Sprengisandi um helg­ina þegar það var gengið á hann með þetta. Nei Bjarni, faðir fjár­mála­ráð­herra mátti ekki kaupa eigur rík­is­ins sem sonur hans fer með for­ráð yfir. Ef það er ekki ólög­legt, þá er það í það minnsta fullkomlega ósið­legt.

Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar voru eins og allir vita að taka Banka­sýsl­una, sem starf­aði í umboði fjár­mála­ráð­herra og kasta henni beint undir rút­una. Árinni kennir illur ræð­ari og nið­ur­staðan er að draga þessa ár í fjöl­miðla, halda langar ræður um hvað henni hafi mis­tek­ist að róa þessum báti og setja hana svo í kurl­ar­ann án þess að það sé búið að ákveða hvernig þessi bátur eigi að hagg­ast eftir það. Ætli Bjarni ætli ekki að nota þessar risa­vöxnu hendur sínar sem utan­borðs­mót­or. Það er næstum eins og rík­is­stjórnin sé van­hæf til að rann­saka eigin van­hæfi.

Það versta við þetta er van­virð­ingin sem allt þetta sýnir íslensku þjóð­inni sem er enn trámat­íseruð eftir einka­væð­ingu bank­anna fyrir hrun og afleið­ingum henn­ar. Það sýnir svo mikla van­virð­ingu að gera þetta ekki almenni­lega. Ef það á að taka þessa hug­mynda­fræði­legu ákvörðun að selja mik­il­væga inn­viði eins og rík­is­banka þá á að minnsta kosti að gera það þannig að sami klíku­skap­ur­inn og sama hvers­dags­lega vin­áttu­spill­ingin sé ekki látin ráða. En það er eins og hug­mynda­fræði við­skipta­lífs­ins ráði ekki við slíka hugs­un. Og í grunn­inn er það Bjarni Bene­dikts­son. Hann er við­skipta­lífið holdi klætt.

Þess vegna er Bjarni Bene­dikts­son van­hæf­ur. Það er ekki bara van­hæfi hans í fram­kvæmd­inni á þess­ari sölu, það er van­hæfið sem fylgir því að hann sprettur upp úr við­skipta­heimi fyr­ir­hrunsár­anna. Stjórn­ar­for­mennska í N1, Vafn­ings­mál­ið, Borg­un­ar­mál­ið, Falson&Co. Sú stað­reynd að hann seldi hlut sinn í Glitni á síð­ustu and­ar­tök­unum áður en bank­inn hrundi. Hann er van­hæfur því hann getur aldrei slitið sig frá þess­ari sögu sinni. Hann er van­hæfur því við munum aldrei geta treyst honum til þess að fara með eigur rík­is­ins af heil­ind­um. Traust skiptir máli. Bjarni talar mikið um að við séum bara reið því okkur finnst eitt­hvað, að þetta sé bara upp­lifun en ekki raun­veru­leik­inn. Það sem hann skilur ekki að upp­lifun er raun­veru­leik­inn. Það sem okkur finnst er umboðið sem við veitum hon­um. Það er horn­steinn lýð­ræð­is­ins.

En Bjarni ætlar ekki að fara neitt. Þrátt fyrir þessa enda­lausu röð skandala heldur hann alltaf áfram, nýjar rík­is­stjórn­ir, ný ráðu­neyti, nýir skandal­ar. Hann ætlar sér að vera eins og ein­hver stjórn­mála­manna­út­gáfa af Sísý­fosi; rúllandi sama spill­ing­ar­stein­inum upp sömu hæð­ina aftur og aft­ur, til þess eins að horfa á hann rúlla aftur niður til baka.

Franski til­vist­ar­spek­ing­ur­inn Albert Camus rit­aði einu sinni: „Maður verður að ímynda sér Sísý­fos ham­ingju­sam­an.“ Með því átti hann við að ham­ingjan sé ekki eitt­hvað enda­tak­mark, heldur til­vistin sjálf; Sísý­fos er ekki að reyna að koma stein­inum á neinn áfanga­stað, heldur nýtur hann þess bara að vinna gott dags­verk. Kannski finnur Bjarni ein­hverja til­vist­ar­lega sælu í því að selja rík­is­eignir til ríkra manna, svara fyrir enda­lausa röð eigin skandala og sam­flokks­fólks síns og mæta graut­fúll í sjón­varps­við­töl. Kannski er það bara nóg fyrir hann.

En það væri samt ósk­andi að Bjarni myndi fara að gera eitt­hvað ann­að. Hann þarf nefni­lega ekk­ert að standa í þessu. Hann gæti snúið aftur í við­skipta­lífið sem ól hann, eða bara ekki. Hann er vænt­an­lega löngu orð­inn nægi­lega efn­aður til þess að setj­ast í helgan stein. Hann gæti á morgun vaknað end­ur­nærður og ráfað um gang­ana í risa­stóra hús­inu sínu, dyttað að garð­inum sín­um, bak­að, bónað bíl­ana sína. Talið alla pen­ing­ana sína eins og Jóakim Aðal­önd.

Það væri ósk­andi því að við treystum honum ekki. Þetta er ekki til­finn­ing, þetta er stað­reynd. Sam­kvæmt nýrri könnun Mask­ínu treystir 70% þjóð­ar­innar Bjarna illa eða mjög illa. Við munum aldrei treysta hon­um. Og fjár­mála­ráð­herra sem þjóðin treystir ekki en ætlar sér samt að selja enn fleiri eignir þjóð­ar­innar er ekki sætt. Þess vegna ætti hann að stíga til hliðar og drífa sig í ótíma­bundið sum­ar­frí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði