Árið 2014: Enn eitt haftaárið á enda

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Haf­steinn Gunnar Hauks­son, hag­fræð­ingur og meist­ara­nemi við London School of Economics, fer yfir vendi­punkta í efna­hags­málum þjóð­ar­innar á árinu sem senn er á enda. Þetta var tíð­inda­mikið ár, og allt útlit fyrir að það næsta verði það lík­a. 

Gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans og gengi krón­unnarVorið 2013 tók Seðla­banki Íslands upp stefnu sem bank­inn kallar „stýrt flot­geng­i“, en hún felur í sér að bank­inn kaupir og selur gjald­eyri til þess að jafna út tíma­bundnar sveiflur í gengi krón­unn­ar. Þessi stefna hafði áber­andi áhrif á árinu 2014. Gengi krón­unnar hefur sveimað á mjög þröngu bili gagn­vart evru umhverfis 155 lung­ann úr árinu, en að mati grein­ing­ar­að­ila hafa fáar myntir verið jafn­stöðugar á tíma­bil­inu – sem hljóta að telj­ast nokkur nýmæli í til­viki krón­unn­ar.  Ef ekki væri fyrir þessi inn­grip Seðla­bank­ans, eins og gjald­eyr­is­við­skipti hans eru jafnan köll­uð, hefði krónan senni­leg­ast styrkst veru­lega á árinu, jafn­vel svo næmi tveggja stafa pró­sentu, enda nema upp­söfnuð gjald­eyr­is­kaup hans á árinu vel yfir and­virði hund­rað millj­arða króna. Það merkir að gjald­eyr­is­forði bank­ans hefur styrkst sem því nem­ur, og því nokkuð ljóst að greiðslu­jöfn­uður þjóð­ar­bús­ins stóð styrk­ari fótum á árinu en margir höfðu spáð.

Leng­ing Lands­banka­bréfs­insMeð leng­ingu Lands­banka­bréfs­ins fækk­aði Demókles­arsverð­unum yfir höfði hag­kerf­is­ins um eitt, enda var fyr­ir­séð að brattur end­ur­greiðslu­fer­ill bréfs­ins í erlendri mynt hefði að öðru jöfnu valdið tölu­verðu útflæði gjald­eyris og jafn­vel sett þrýst­ing á gengi krónnnar frá og með næsta ári. Með leng­ing­unni hefur verið skapað borð fyrir báru í greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins, sem mun von­andi draga úr áhættu við losun hafta. Þá hefur fjár­mögnun rík­is­bank­ans í erlendri mynt jafn­framt verið tryggð, auk þess sem ýmsar skil­mála­breyt­ingar á bréf­inu virð­ast gera rík­is­sjóði hæg­ara um vik að þiggja arð­greiðslur frá bank­an­um. Í ljósi þess hver ábati leng­ing­ar­innar verður er raunar nokkuð sér­kenni­legt hve langan tíma það tók stjórn­völd að veita vil­yrði fyrir þeim und­an­þágum frá gjald­eyr­is­höftum sem bú gamla Lands­bank­ans hafði beðið um – en ætli góðir hlutir ger­ist ekki hægt?

Hæga­gangur við losun haftaEf frá er talin leng­ing Lands­banka­bréfs­ins hefur lítið gerst sem hönd á festir við losun hafta á árinu. Stjórn­völd stigu traust­vekj­andi skref með ráðn­ingu erlendra ráð­gjafa síð­asta sum­ar, en afrakst­ur­inn virð­ist ætla að valda von­brigðum enn sem komið er – ekki síst því stjórn­völd höfðu skapað vænt­ingar um að dregið gæti til tíð­inda fyrir ára­mót. Þegar til­kynnt var um leng­ingu Lands­banka­bréfs­ins var full­yrt að til­lögur um heild­stæða stefnu stjórn­valda við afnám fjár­magns­hafta lægju fyr­ir. Af við­tölum við ráð­gjaf­ana erlendu má ráða að þær séu einkum ítrekun á hug­myndum um útgöngu­skatt og skulda­bréfa­skipti sem legið hafa fyrir síðan Seðla­bank­inn gaf út skýrslu um losun hafta árið 2011, án þess að frek­ari útfærsla hafi verið ákveðin end­an­lega. Við losun hafta getur útfærsla hins­vegar skilið á milli feigs og ófeigs, og því ákveðin von­brigði að vinnan sé ekki lengra komin - þótt auð­vitað sé að mörgu að huga, og hugs­an­lega gefi ráð­gjaf­arnir minna upp opin­ber­lega en efni standa til. Í öllu falli benda fjár­mála­stöð­ug­leika­skýrslur Seðla­bank­ans og aðrar útgáfur til þess að vönduð grein­ing hafi átt sér stað á umfangi vand­ans og áhrifum mis­mun­andi lausna. Það rennir enn frekar stoðum undir að herslu­mun­ur­inn sem vantar sé einkum fólgin í því að taka end­an­lega ákvörðun um útfærslu, en for­senda þess er póli­tísk áræðni – og sam­staða milli stjórn­ar­flokk­ana.

Lág verð­bólga og vaxta­lækk­anirVerð­bólga var innan þol­marka verð­bólgu­mark­miðs Seðla­bank­ans allt árið, ef frá er tal­inn des­em­ber, þegar verð­bólgan dýfði sér undir þol­mörkin og mæld­ist 0,8% á árs­grund­velli. Í fyrsta lagi er fyrir að þakka við­var­andi styrk krón­unnar á árinu, í öðru lagi verð­lækkun á hrá­vöru­mörk­uðum á síð­ari hluta árs og í þriðja lagi lágri verð­bólgu erlend­is. Svo virð­ist sem þessi hraða hjöðnun verð­bólg­unnar hafi komið Seðla­bank­anum í opna skjöldu. Á síð­ustu tveimur vaxta­á­kvörð­un­ar­fundum árs­ins lækk­aði bank­inn vexti um 75 punkta sam­tals, en svo hröð vaxta­lækkun án atrennu hefur á sér nokkuð fálm­kennd­ara yfir­bragð en mátt hefur venj­ast á tíð­inda­litlum fundum pen­inga­stefnu­nefndar und­an­gengin tvö ár. Hitt, sem ekki er síður eft­ir­tekt­ar­vert, er að verð­bólgu­vænt­ingar hafa mjakast nær verð­bólgu­mark­miði en verið hef­ur, sem bendir til þess að bank­anum sé hægt og bít­andi að takast að vinna bug á sínum helsta Akki­les­ar­hæl; skorti á trú­verð­ug­leika. Það er þó vert að velta fyrir sér hvort pen­inga­stefnan reyn­ist nægi­lega aðhalds­söm þegar hagstæðum ytri aðstæðum og gjald­eyr­is­höftum slepp­ir, ekki síst í ljósi þess að Seðla­bank­inn hefur neyðst til að setja mikið af nýju grunnfé í umferð til þess að fjár­magna gjald­eyr­is­kaup sín á árinu.

Und­ar­legar hag­tölurSeðla­bank­anum er reyndar nokkur vor­kunn að ákvarða stýri­vexti um þessar mund­ir, því hag­tölur hafa verið nokkuð þvers og kruss fyrstu þrjá fjórð­unga árs­ins. Þjóð­hags­reikn­ingar á þriðja fjórð­ungi sýndu nokkuð sterkan vöxt þjóð­ar­út­gjalda, ekki síst vegna fjár­fest­ing­ar, sem bendir að öðru jöfnu til þess að inn­lend eft­ir­spurn sé að hrökkva í gír. Hins­vegar olli mik­ill vöxtur inn­flutn­ings umfram útflutn­ing því að lands­fram­leiðslan jókst til­tölu­lega hægt á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, sem gæti verið veik­leika­merki, eða til marks um ójafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um. Þá er hægur vöxtur einka­neyslu jafn­framt nokkuð úr takti við veltu­töl­ur, og rímar illa við það sem vænta mætti nú þegar atvinnu­leysi hefur lækkað og kaup­máttur auk­ist hratt. Heilt yfir hafa mæl­ingar Hag­stof­unnar því ekki auð­veldað stefnu­smiðum að átta sig á því nákvæm­lega hver staðan í hag­kerf­inu er um þessar mund­ir; hvort það er að hitna eða kólna.

Eitt af því sem miklu skiptir fyrir íslenska þjóðarbúið, er að útflutningsgeirinn sýni góðan rekstrarárangur og búi til nauðsynlegar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Eitt af því sem miklu skiptir fyrir íslenska þjóð­ar­bú­ið, er að útflutn­ings­geir­inn sýni góðan rekstr­ar­ár­angur og búi til nauð­syn­legar gjald­eyr­is­tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Stefnu­breyt­ing við skatt­heimtuÞað er gleði­efni að fjár­lög árs­ins 2015 skuli gera ráð fyrir halla­lausum rík­is­rekstri annað árið í röð, þótt þar gæti reyndar óveru­legs aðhalds. Stóru frétt­irnar úr fjár­laga­pakk­anum eru hins­vegar þær metn­að­ar­fullu breyt­ingar sem stefnt er að við skatt­heimtu. Þar ber helst að nefna afnám almennra vöru­gjalda og fyrsta skrefið í átt að ein­földun virð­is­auka­skatts­kerf­is­ins, en hvort tveggja eru skyn­sam­leg stefnumið til lengri tíma. Beinar milli­færslur til hinna efna­minni eru enda heppi­legri leið til að jafna kjör, heldur en nið­ur­greiðslur í fríðu á borð við lágan mat­ar­skatt – þótt reyndar hafi fjár­mála­ráðu­neyt­inu gengið illa að koma þeirra stað­reynd til skila, líkt og styr um breyt­ing­arnar ber vitni um. Þá er nátt­úrupassi ferða­mála­ráð­herra jafn­framt skref í rétt átt, enda má með honum afla tekna til upbygg­ingar ferða­manna­staða um leið og ferða­menn eru rukk­aðir fyrir þann kostnað sem þeir valda náttúrunni og hver öðrum á fjöl­sóttum ferða­manna­stöð­um. Verði pass­inn gerður svæð­is- og árs­tíða­bund­inn má nýta hann enn betur til aðgangs­stýr­ingar til þess að dreifa ferða­mönnum betur um landið og árið.

Bati á fast­eigna­mark­aði og fjár­hags­stöðu heim­ilaÍbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 7% á árinu, á sama tíma og verð­lag hélst nokkuð stöðugt. Líkt og grein­ing­ar­að­ilar hafa bent á er verð fast­eigna því loks að ná í skottið á bygg­inga­kostn­aði, sem merkir að hvati til nýbygg­inga er að skap­ast að nýju (eins og bygg­inga­kranar víða um borg­ina eru til marks um) og jafn­vægi því hægt og bít­andi að kom­ast á fast­eigna­markað eftir öldu­rót síð­ustu ára. Hækk­andi fast­eigna­verð hefur jafn­framt haft þau áhrif að fjár­hags­staða heim­ila hefur batn­að, enda fast­eign oft verð­mætasta eign hvers heim­il­is. Á árinu 2013 hafði heim­ilum með nei­kvæða stöðu í fast­eign fækkað úr 25 þús­und þegar mest lét í rétt tæp­lega 16 þús­und, en gera má fast­lega ráð fyrir að sá fjöldi hafi enn lækkað á árinu 2014.

Greiðsla rík­is­sjóðs á verð­tryggðum skuldumEin helstu tíð­indi árs­ins var svo auð­vitað „leið­rétt­ing­in“ svo­kall­aða. Þótt hún hafi raunar verið kynnt á síð­asta ári og komi til fram­kvæmda á því næsta, dró engu að síður veru­lega til tíð­inda árið 2014, enda var aðgerðin þá und­ir­búin að mestu, auk þess sem lán­takar gátu séð útreikn­ing á upp­hæð­inni sem lán þeirra kemur til með að lækka um. Enn sem komið er hefur aðgerðin hvorki leitt af sér verð­bólgu­skot né spreng­ingu í einka­neyslu, þótt erf­ið­ara sé að segja til um áhrifin þegar hún kemst að fullu til fram­kvæmda. Hvernig sem fer verður þó lík­leg­ast aldrei full­komin sátt um að hags­munir þess tak­mark­aða hóps lands­manna með verð­tryggð hús­næð­is­lán hafi verið settir einna fremst í for­gangs­röð stjórn­valda með jafn­afger­andi hætti og raun ber vitni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None