Árið 2014: Flibbanaut framtíðarinnar

arid2014-thorgerdurkatrin.jpg
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðu­kona mennta- og nýsköp­un­ar­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, fjallar um mennta­mál og stöðu þess mála­flokks í íslensku sam­fé­lagi.

Í eft­ir­minni­legu lagi Hrekkju­svína á hinni klass­ísku plötu „Lög unga fólks­ins“  tromp­að­ist Lóa frænka og vildi lítið annað fram­tíð­ar­starf sjá en lækni eða lista­skáld með yfir­greiddan skalla, stærð­fræð­ing eða stór­kaup­mann nú eða bis­ness­mann – en alls ekki ferða­lang, fugla­hræðu hvað þá flibba­naut í sum­ar­frí.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Auglýsing

Ekki var aug­ljóst fyrir 12 ára stelpu­skjátu hvað Pétur Gunn­ars­son rit­höf­undur átti nákvæm­lega við fyrir 37 árum þegar hann setti orðið flibba­naut í text­ann. Reyndar mun flibba­naut hafa verið fín­heiti yfir „sæð­inga­menn” sem voru að ryðja sér til rúms á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Fílefldir karl­menn komu akandi þegar kýr voru beiða og fram­kvæmdu þennan for­vitni­lega verknað í fjós­inu og þágu kaffi á eftir í eld­hús­inu. Af ein­hverjum ástæðum var þá hætt að nota naut, hefur senni­lega þótt of mikið vesen og jafn­vel nið­ur­lægj­andi fyrir bónd­ann að hanga yfir kú og nauti meðan nátt­úran hefði sinn gang, svo sagt sé frá dásam­legum tölvu­pósti Pét­urs.

En er það bara ekki í stakasta lagi að orðið flibba­naut er ekki endi­lega á allra vit­orði? Eftir stendur að starf flibba­nauts kom til um mið­bik síð­ust aldar og hefur síðan þró­ast og breyst veru­lega með til­komu tækn­inn­ar, eins og störf gera.

Þar fyrir utan má allt eins spyrja hvort flibba­naut geti ekki einnig verið gott heiti á fram­tíð­ar­starfi sem við höfum bara ekki hug­mynd um að muni verða til staðar eftir 10 eða 20 ár.  Ein­hverju starfi sem Lóa frænka fram­tíð­ar­innar myndi líka alveg missa sig yfir.

Í dag vitum við lítt hvernig sum störf fram­tíð­ar­innar munu verða, hvað þá heita. Í því fel­ast að hluta til áskor­anir mennta­kerf­is­ins þótt orða­forði íslensk­unnar gefi ekki til­efni til ótta að finna ekki við­eig­andi starfs­heiti.

Breyt­ingar – eða ekki?



Nauð­syn­legar breyt­ingar eru framundan á íslensku mennta­kerfi og þá ekki bara breyt­ing­anna vegna.  Margt gott hefur verið gert í gegnum árin sem við getum verið stolt af – en síðan eru hlutir sem þarf að þróa betur og efla.  Allt til að efla ein­stak­ling­inn sjálfan og und­ir­búa hann undir störf fram­tíð­ar­inn­ar, gam­al­kunnug sem ný.

Menntun er drif­kraftur mannauðs, grunn­stoð sam­fé­lags­inn­viða og eflir sam­keppn­is­hæfni Íslands. Það er því engin furða að íslenskt atvinnu­líf láti sig mála­flokk­inn varða og hafi sagt mennta­stefnu eitt stærsta efna­hags­mál­ið.

Stjórn­endur í atvinnu­líf­inu gera sér sífellt betur grein fyrir því að til þess að stand­ast sam­keppni þurfa fyr­ir­tæki að hafa innan sinna vébanda hæft og vel menntað starfs­fólk. Íslensk fyr­ir­tæki búa við meiri alþjóð­legri sam­keppni en áður og ný tækni og aukið upp­lýs­inga­flæði leiðir til þess að kröfur til starfs­fólks aukast stöðugt. Að sama skapi ætl­ast ein­stak­lingar og fjöl­skyldur til þess að mennta­kerfið sé sam­keppn­is­hæft og fram­úr­skar­andi en mennta­kerfi landa skipa orðið æ stærri sess við val fjöl­skyldna þegar fram­tíð­arplön um vinnu­stað eru ákveð­in.

Verk­efni Hvít­bókar og fleiri áskor­anir



14131793324_8430106ea8_k (2)

Áherslur svo­nefndrar Hvít­bókar á lest­ur, starfs­nám og stytt­ingu náms­tíma eru góðar og gildar þótt áherslu á kenn­ara­menntun sé sakn­að. Lest­ur­inn er lyk­il­at­riði og ber að taka föstum tökum strax í leik­skóla. Þetta er ekki ein­göngu sett fram út frá róm­an­tískri sýn þar sem barn les bók sér til ynd­is­auka heldur er ljóst að ef ýtt er undir lestr­ar­hæfni strax frá byrjun er mun lík­legra að við­kom­andi ein­stak­lingur finni hæfi­leikum sínum far­veg innan skóla­kerf­is­ins og komi þaðan með sterk­ari bak­grunn og sjálfs­mynd en ella. Það minnkar líkur á brott­hvarfi síðar meir.

Aukin áhersla á lestur felur í sér áskorun fyrir sveit­ar­fé­lögin í að gera a.m.k. hluta leik­skóla­göngu að skóla­skyldu án gjald­skyldu. Áherslan á lestur mun ýta undir fjöl­breytta og mis­mun­andi hæfni barna sem mæta þarf með því að efla stærð­fræð­i-, tölvu- og for­rit­un­ar­læsi. Einnig er lík­legt að þetta kalli á breytta kennslu­hætti og aukna áherslu á verk­nám í gegnum grunn­skól­ann. Sem er fagn­að­ar­efni.

Í könnun sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins og aðild­ar­fé­lög létu gera fyrr á árinu um við­horf unga fólks­ins til iðn- og verk­náms kom í ljós að um 37% þeirra sem fóru í bók­nám í fram­halds­skóla vildu frekar fara í verk­nám en gerðu það ekki.  Um 60% þeirra sem fóru í bók­námið vildu flétta verk­nám meira inn í sjálft nám­ið. Ljóst er að unga fólkið vill starfs­nám en kerfið og umhverfið býður ekki nægj­an­lega upp á það.

Í grunn­skóla verður að eiga sér stað mark­viss kynn­ing á iðn- og starfs­námi í sam­vinnu við atvinnu­líf. Það er áskorun fyrir atvinnu­lífið að beita sér mark­visst fyrir breyt­ingum á þessu sviði. Atvinnu­lífið þarf m.a. að auð­velda starfs­nám á vinnu­stöð­um, henda út flösku­hálsum og ýta undir að nem­endur fái skír­steini upp á svo­nefnt fram­halds­skóla­próf að loknu tveggja ári námi.

Sam­hliða þeim breyt­ingum sem unnið er að á fram­halds­skóla­skóla­stigi er mik­il­vægt að leitað verði allra leiða til að nýta tím­ann í grunn­skólum betur með það að mark­miði að fleiri klári grunn­skól­ann fyrr en nú er.

Við þær kerf­is­breyt­ingar sem framundan eru má ekki gleyma fram­halds­fræðsl­unni og tengslum hennar við hin form­legu skóla­stig en við­ur­kenn­ing hins form­lega kerfis á til­vist hins óform­lega hefur verið glopp­ótt.

Fólk aflar sér ekki síður mennt­unar utan hins form­lega skóla­kerf­is, m.a. innan fyr­ir­tækja en þar á sér stað mikil gerjun og upp­bygg­ing í mennta­mál­um. Með réttu hefur verið sagt að fyr­ir­tækin séu náms­stað­ir. Mörg fyr­ir­tæki hafi lengi verið með virka fræðslu-og mennta­stefnu meðan að önnur eru að setja sér mark­mið um að efla skipu­lega þekk­ingu og færni starfs­manna.  Með til­komu hæfniramma er byggir á evr­ópsku reglu­verki má síðan brjóta niður óþarfa múra, greiða leið starfs­fólks á milli landa og auð­velda skiln­ing á fjöl­breyttri þekk­ingu sem aflað er með mis­mun­andi hætti. Nú er lag til að taka fram­halds­fræðsl­una í sam­hengi við aðrar breyt­ingar á mennta­kerf­inu.

Svo lærir sem lifir eða er því jafn­vel öfugt far­ið?



Sam­hliða fyrr­nefndum breyt­ingum á mennta­kerf­inu er óhjá­kvæmi­legt að þeir háskólar sem sinna kenn­ara­menntun breyti inn­taki kenn­ara­mennt­unar til sam­ræmis þar sem aukin áhersla verði á starfs­nám, sem og íslensku, stærð­fræði og for­rit­un.

Á Íslandi er fremur fábreytt starfs­um­hverfi kenn­ara. Skortur er á end­ur­gjöf á frammi­stöðu, starfs­fram­vindu og fjöl­breytni í skólum á fyrri stig­um. Fram­vinda í starfi veltur nær ein­göngu á starfs­aldri við­kom­andi en ekki gæðum kennslu eða öðrum fag­legum þáttum í kenn­ara­starf­inu. Þetta þarf að breyt­ast svo kenn­ara­starfið verði aðlað­andi fyrir ungt fólk. Vert er að hafa í huga að fylgni er á milli góðs kenn­ara og góðs árang­urs nem­enda.

Einnig má spyrja hvort kjara­bar­átta kenn­ara síð­ustu ára og ára­tuga hafi skilað vel laun­uðum kenn­ur­um, hvort ríki og sveit­ar­stjórnir hafi barist nægi­lega fyrir sveigj­an­legu, fjöl­breyttu og sam­keppn­is­hæfu skóla­kerfi og hvort atvinnu­lífið hafi ýtt mark­visst á slíkar breyt­ing­ar?

Til að draga fram mik­il­vægi mennt­unar hefur rétti­lega verið sagt í gegnum tíð­ina að svo lengi lærir sem lifir en allt eins má snúa þessu við og segja – að maður lifir svo lengi sem maður lær­ir.

Það er því skilj­an­legt að í huga fólks kann ákveðin ógn að stafa af breyt­ingum á mennta­kerfi þótt árangur og töl­fræði segi ann­að. Stefna og fjár­fest­ing í þessum mála­flokki vegur þungt í veg­ferð þjóða að bættum lífs­kjör­um. Því er brýnt að fólk skilji sam­hengi hlut­anna og að tengsl séu á milli þess sem vel hefur verið gert í gegnum tíð­ina og fram­tíð­ar­mark­miða. Sam­starf og sam­vinna er þýð­ing­ar­mikil en ekki síður að for­ysta sé til staðar þannig að leiðin að eft­ir­sóttu mark­miði sé bæði trú­verðug  og eft­ir­sókn­ar­verð. Þannig skap­ast svig­rúm fyrir flibba­naut fram­tíð­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None