Árið 2014: Flibbanaut framtíðarinnar

arid2014-thorgerdurkatrin.jpg
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­stöðu­kona mennta- og nýsköp­un­ar­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, fjallar um mennta­mál og stöðu þess mála­flokks í íslensku sam­fé­lagi.

Í eft­ir­minni­legu lagi Hrekkju­svína á hinni klass­ísku plötu „Lög unga fólks­ins“  tromp­að­ist Lóa frænka og vildi lítið annað fram­tíð­ar­starf sjá en lækni eða lista­skáld með yfir­greiddan skalla, stærð­fræð­ing eða stór­kaup­mann nú eða bis­ness­mann – en alls ekki ferða­lang, fugla­hræðu hvað þá flibba­naut í sum­ar­frí.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Auglýsing

Ekki var aug­ljóst fyrir 12 ára stelpu­skjátu hvað Pétur Gunn­ars­son rit­höf­undur átti nákvæm­lega við fyrir 37 árum þegar hann setti orðið flibba­naut í text­ann. Reyndar mun flibba­naut hafa verið fín­heiti yfir „sæð­inga­menn” sem voru að ryðja sér til rúms á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Fílefldir karl­menn komu akandi þegar kýr voru beiða og fram­kvæmdu þennan for­vitni­lega verknað í fjós­inu og þágu kaffi á eftir í eld­hús­inu. Af ein­hverjum ástæðum var þá hætt að nota naut, hefur senni­lega þótt of mikið vesen og jafn­vel nið­ur­lægj­andi fyrir bónd­ann að hanga yfir kú og nauti meðan nátt­úran hefði sinn gang, svo sagt sé frá dásam­legum tölvu­pósti Pét­urs.

En er það bara ekki í stakasta lagi að orðið flibba­naut er ekki endi­lega á allra vit­orði? Eftir stendur að starf flibba­nauts kom til um mið­bik síð­ust aldar og hefur síðan þró­ast og breyst veru­lega með til­komu tækn­inn­ar, eins og störf gera.

Þar fyrir utan má allt eins spyrja hvort flibba­naut geti ekki einnig verið gott heiti á fram­tíð­ar­starfi sem við höfum bara ekki hug­mynd um að muni verða til staðar eftir 10 eða 20 ár.  Ein­hverju starfi sem Lóa frænka fram­tíð­ar­innar myndi líka alveg missa sig yfir.

Í dag vitum við lítt hvernig sum störf fram­tíð­ar­innar munu verða, hvað þá heita. Í því fel­ast að hluta til áskor­anir mennta­kerf­is­ins þótt orða­forði íslensk­unnar gefi ekki til­efni til ótta að finna ekki við­eig­andi starfs­heiti.

Breyt­ingar – eða ekki?Nauð­syn­legar breyt­ingar eru framundan á íslensku mennta­kerfi og þá ekki bara breyt­ing­anna vegna.  Margt gott hefur verið gert í gegnum árin sem við getum verið stolt af – en síðan eru hlutir sem þarf að þróa betur og efla.  Allt til að efla ein­stak­ling­inn sjálfan og und­ir­búa hann undir störf fram­tíð­ar­inn­ar, gam­al­kunnug sem ný.

Menntun er drif­kraftur mannauðs, grunn­stoð sam­fé­lags­inn­viða og eflir sam­keppn­is­hæfni Íslands. Það er því engin furða að íslenskt atvinnu­líf láti sig mála­flokk­inn varða og hafi sagt mennta­stefnu eitt stærsta efna­hags­mál­ið.

Stjórn­endur í atvinnu­líf­inu gera sér sífellt betur grein fyrir því að til þess að stand­ast sam­keppni þurfa fyr­ir­tæki að hafa innan sinna vébanda hæft og vel menntað starfs­fólk. Íslensk fyr­ir­tæki búa við meiri alþjóð­legri sam­keppni en áður og ný tækni og aukið upp­lýs­inga­flæði leiðir til þess að kröfur til starfs­fólks aukast stöðugt. Að sama skapi ætl­ast ein­stak­lingar og fjöl­skyldur til þess að mennta­kerfið sé sam­keppn­is­hæft og fram­úr­skar­andi en mennta­kerfi landa skipa orðið æ stærri sess við val fjöl­skyldna þegar fram­tíð­arplön um vinnu­stað eru ákveð­in.

Verk­efni Hvít­bókar og fleiri áskor­anir14131793324_8430106ea8_k (2)

Áherslur svo­nefndrar Hvít­bókar á lest­ur, starfs­nám og stytt­ingu náms­tíma eru góðar og gildar þótt áherslu á kenn­ara­menntun sé sakn­að. Lest­ur­inn er lyk­il­at­riði og ber að taka föstum tökum strax í leik­skóla. Þetta er ekki ein­göngu sett fram út frá róm­an­tískri sýn þar sem barn les bók sér til ynd­is­auka heldur er ljóst að ef ýtt er undir lestr­ar­hæfni strax frá byrjun er mun lík­legra að við­kom­andi ein­stak­lingur finni hæfi­leikum sínum far­veg innan skóla­kerf­is­ins og komi þaðan með sterk­ari bak­grunn og sjálfs­mynd en ella. Það minnkar líkur á brott­hvarfi síðar meir.

Aukin áhersla á lestur felur í sér áskorun fyrir sveit­ar­fé­lögin í að gera a.m.k. hluta leik­skóla­göngu að skóla­skyldu án gjald­skyldu. Áherslan á lestur mun ýta undir fjöl­breytta og mis­mun­andi hæfni barna sem mæta þarf með því að efla stærð­fræð­i-, tölvu- og for­rit­un­ar­læsi. Einnig er lík­legt að þetta kalli á breytta kennslu­hætti og aukna áherslu á verk­nám í gegnum grunn­skól­ann. Sem er fagn­að­ar­efni.

Í könnun sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins og aðild­ar­fé­lög létu gera fyrr á árinu um við­horf unga fólks­ins til iðn- og verk­náms kom í ljós að um 37% þeirra sem fóru í bók­nám í fram­halds­skóla vildu frekar fara í verk­nám en gerðu það ekki.  Um 60% þeirra sem fóru í bók­námið vildu flétta verk­nám meira inn í sjálft nám­ið. Ljóst er að unga fólkið vill starfs­nám en kerfið og umhverfið býður ekki nægj­an­lega upp á það.

Í grunn­skóla verður að eiga sér stað mark­viss kynn­ing á iðn- og starfs­námi í sam­vinnu við atvinnu­líf. Það er áskorun fyrir atvinnu­lífið að beita sér mark­visst fyrir breyt­ingum á þessu sviði. Atvinnu­lífið þarf m.a. að auð­velda starfs­nám á vinnu­stöð­um, henda út flösku­hálsum og ýta undir að nem­endur fái skír­steini upp á svo­nefnt fram­halds­skóla­próf að loknu tveggja ári námi.

Sam­hliða þeim breyt­ingum sem unnið er að á fram­halds­skóla­skóla­stigi er mik­il­vægt að leitað verði allra leiða til að nýta tím­ann í grunn­skólum betur með það að mark­miði að fleiri klári grunn­skól­ann fyrr en nú er.

Við þær kerf­is­breyt­ingar sem framundan eru má ekki gleyma fram­halds­fræðsl­unni og tengslum hennar við hin form­legu skóla­stig en við­ur­kenn­ing hins form­lega kerfis á til­vist hins óform­lega hefur verið glopp­ótt.

Fólk aflar sér ekki síður mennt­unar utan hins form­lega skóla­kerf­is, m.a. innan fyr­ir­tækja en þar á sér stað mikil gerjun og upp­bygg­ing í mennta­mál­um. Með réttu hefur verið sagt að fyr­ir­tækin séu náms­stað­ir. Mörg fyr­ir­tæki hafi lengi verið með virka fræðslu-og mennta­stefnu meðan að önnur eru að setja sér mark­mið um að efla skipu­lega þekk­ingu og færni starfs­manna.  Með til­komu hæfniramma er byggir á evr­ópsku reglu­verki má síðan brjóta niður óþarfa múra, greiða leið starfs­fólks á milli landa og auð­velda skiln­ing á fjöl­breyttri þekk­ingu sem aflað er með mis­mun­andi hætti. Nú er lag til að taka fram­halds­fræðsl­una í sam­hengi við aðrar breyt­ingar á mennta­kerf­inu.

Svo lærir sem lifir eða er því jafn­vel öfugt far­ið?Sam­hliða fyrr­nefndum breyt­ingum á mennta­kerf­inu er óhjá­kvæmi­legt að þeir háskólar sem sinna kenn­ara­menntun breyti inn­taki kenn­ara­mennt­unar til sam­ræmis þar sem aukin áhersla verði á starfs­nám, sem og íslensku, stærð­fræði og for­rit­un.

Á Íslandi er fremur fábreytt starfs­um­hverfi kenn­ara. Skortur er á end­ur­gjöf á frammi­stöðu, starfs­fram­vindu og fjöl­breytni í skólum á fyrri stig­um. Fram­vinda í starfi veltur nær ein­göngu á starfs­aldri við­kom­andi en ekki gæðum kennslu eða öðrum fag­legum þáttum í kenn­ara­starf­inu. Þetta þarf að breyt­ast svo kenn­ara­starfið verði aðlað­andi fyrir ungt fólk. Vert er að hafa í huga að fylgni er á milli góðs kenn­ara og góðs árang­urs nem­enda.

Einnig má spyrja hvort kjara­bar­átta kenn­ara síð­ustu ára og ára­tuga hafi skilað vel laun­uðum kenn­ur­um, hvort ríki og sveit­ar­stjórnir hafi barist nægi­lega fyrir sveigj­an­legu, fjöl­breyttu og sam­keppn­is­hæfu skóla­kerfi og hvort atvinnu­lífið hafi ýtt mark­visst á slíkar breyt­ing­ar?

Til að draga fram mik­il­vægi mennt­unar hefur rétti­lega verið sagt í gegnum tíð­ina að svo lengi lærir sem lifir en allt eins má snúa þessu við og segja – að maður lifir svo lengi sem maður lær­ir.

Það er því skilj­an­legt að í huga fólks kann ákveðin ógn að stafa af breyt­ingum á mennta­kerfi þótt árangur og töl­fræði segi ann­að. Stefna og fjár­fest­ing í þessum mála­flokki vegur þungt í veg­ferð þjóða að bættum lífs­kjör­um. Því er brýnt að fólk skilji sam­hengi hlut­anna og að tengsl séu á milli þess sem vel hefur verið gert í gegnum tíð­ina og fram­tíð­ar­mark­miða. Sam­starf og sam­vinna er þýð­ing­ar­mikil en ekki síður að for­ysta sé til staðar þannig að leiðin að eft­ir­sóttu mark­miði sé bæði trú­verðug  og eft­ir­sókn­ar­verð. Þannig skap­ast svig­rúm fyrir flibba­naut fram­tíð­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None