Aukin tækifæri í menntun og uppbygging innviða

Kristján Þórður Snæbjarnarson segir að við sem samfélag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inn á við og byggja upp réttlátt samfélag með trausta innviði þar sem mannsæmandi laun eru greidd fyrir störfin.

Auglýsing

Árið 2021 hefur að mörgu leyti orðið allt öðru­vísi en mann grun­aði. Við bárum lík­lega flest miklar vænt­ingar til þess að geta átt eðli­legra líf í kjöl­far þess að við fengum fréttir af því í lok árs 2020 að bólu­setn­ingar voru að hefj­ast víðs­vegar um heim­inn og þar með að bar­áttan við vágest­inn sem hefur herjað á heims­byggð­ina var farin að ganga bet­ur. Okkur hefur tek­ist með miklum sam­taka­mætti sem sam­fé­lag að halda flestum þáttum sam­fé­lags­ins gang­andi og má skrifa þann árangur á mik­inn vilja fólks til bólu­setn­ing­ar. Án bólu­setn­inga værum við á allt öðrum stað í dag og hefðum lík­lega þurft að greiða miklu hærra gjald í bar­átt­unni. Síbreyti­leg veira herjar nú enn á okkur og af enn meiri þunga en áður. Sem betur fer veita bólu­efni vörn gegn alvar­legum veik­indum en við þurfum samt sem áður að leggja þó nokkuð mikið á okkur til að hamla útbreiðsl­unni.

Þrátt fyrir að okkur hafi gengið nokkuð vel í þess­ari bar­áttu þá er mér þó hugsað til sam­ferða­fólks okkar á jörð­inni sem ekki býr við jafn góðar aðstæður og okkur bjóð­ast hér á Íslandi. Fólk sem býr í fátæk­ari ríkjum heims stendur ber­skjaldað í þess­ari bar­áttu við veiruna. Það má segja að það sé áfell­is­dómur yfir rík­ari þjóðum heims að við höfum gleymt sam­stöð­unni sem þarf að ríkja á heims­vísu hvað varðar dreif­ingu bólu­efnis og þátt­töku í bólu­setn­ingu. Á meðan fjöl­mennar þjóð­ir, fátækar þjóð­ir, geta ekki byggt upp varn­ar­kerfi þá gefum við veirunni færi á að þró­ast enn frekar, stökk­breyt­ast og ná þannig að kom­ast hjá þeim vörnum sem við erum að byggja upp. Það er að sjálf­sögðu von okkar að veiran veik­ist og hún deyji út og það mjög fljót­lega en sam­staða á heims­vísu skiptir sköpum í þess­ari bar­áttu.

Á árinu sem er að líða höfum við séð fjölda áskor­ana í sam­fé­lag­inu. Hús­næð­is­málin hafa verið í brennid­epli á und­an­förnum árum. Skortur á íbúð­ar­hús­næði hefur verið við­var­andi vanda­mál of lengi. Lít­ill form­legur leigu­mark­aður hér á landi hefur auk þess gert það að verkum að oftar en ekki telur fólk það ekki val­kost að vera á leigu­mark­aði. Nú stöndum við frammi fyrir því að fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum miss­er­um. Leigu­verð hefur jafn­framt hækkað og við búum við hærri verð­bólgu en við áttum von á. Ástæður hærri verð­bólgu má finna fyrst og fremst í hækkun á vöru­verði vegna aðkeyptra aðfanga, erlendis frá, sem og að fast­eigna­verð hefur kynt undir verð­bólg­unni. Elds­neyt­is­verð hefur hækkað mjög að und­an­förnu sem telj­ast til áhrifa af heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing

Því miður sjáum við ofan í þessa stöðu að vextir hafa hækkað tölu­vert á und­an­förnum mán­uð­um. Er það til­ætlun Seðla­banka Íslands að stuðla að lægri verð­bólgu með hækkun stýri­vaxta. Draga úr þenslu í sam­fé­lag­inu. Því miður virð­ist sem Seðla­bank­inn ætli að veðja fyrst og fremst á þennan þátt sem er lík­legt að muni jafn­framt ýta undir hækkun á verð­lagi ann­arra þátta. Að stemma stigu við hærra fast­eigna­verði og koma böndum á mark­að­inn hefði þurft að koma til miklu fyrr.

Nú þegar nýtt ár tekur við þá er auk þess gott að rifja það upp að all­flestir kjara­samn­ingar á almennum vinnu­mark­aði renna út í lok árs­ins. Því er vinna hafin við und­ir­bún­ing að end­ur­nýjun kjara­samn­inga þar sem horft verður til þess­ara þátta sem skipta miklu máli. Að halda í kaup­mátt launa hér á landi mun skipta afar miklu máli en auk þess mun skipta sköpum að halda áfram þeirri veg­ferð að bæta stöðu fólks hvað varðar hús­næð­is­mál. Sam­fé­lagið þarf auk þess að umb­una launa­fólki fyrir þá menntun sem það hefur sótt sér. Launa­kjör iðn­mennt­aðs fólks þarf svo sann­ar­lega að bæta, þannig að launa­kjör haldi í við launa­skrið í sam­fé­lag­inu á und­an­förnum árum.

Við höfum lengi heyrt það hljóma, jafn­vel á bestu stöðum í sam­fé­lag­inu, að við þurfum að gera iðn- og tækni­námi hærra undir höfði í mennta­kerf­inu. Ég hef barist fyrir því um mjög langt skeið að gera hvað ég get til þess að auka aðsókn í nám­ið. Nú er svo komið að aðsókn hefur auk­ist veru­lega í iðn- og starfs­nám. Við viljum fá enn fleiri í grein­arnar okkar því þarna liggja mikil sókn­ar­færi fyrir sam­fé­lag­ið. Nú biðlum við til stjórn­valda að tryggja raun­veru­lega bætt aðgengi í iðn- og tækni­nám þannig að mögu­legt verði að fjölga á vinnu­mark­aði.

Nýverið kynnti Hag­stofa Íslands færnispá sína fyrir árin 2021 – 2035. Gert er ráð fyrir að fjölgun á vinnu­mark­aði verði um 36 þús­und manns. Það sem veldur hins vegar miklum áhyggjum er að Hag­stofan áætlar að mest fjöglun verði í fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­semi, eða sem nemur 99% aukn­ing. Aukn­ing í bygg­inga- og mann­virkja­gerð er áætluð upp á tæp 20%. Hvernig er áætlun sem þessi gerð? Ætlum við að stefna aftur á sama stað og fyrir rúmum ára­tug? Sam­fé­lagið verður að taka krappa beygju nú þegar og sækja á mið tækni­þró­un­ar, nýsköp­unar og upp­bygg­ingu inn­viða í stað þess að lifa á vátrygg­ing­um.

Við sem sam­fé­lag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inná við og byggja upp rétt­látt sam­fé­lag með trausta inn­viði þar sem mann­sæm­andi laun eru greidd fyrir störf­in. Veitum fólki tæki­færi til náms í spenn­andi greinum óháð aldri.

Höf­undur er for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands og 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit