Röð skrifa virðist nú farin af stað um stjórnleysi Dýraverndarsambands Íslands (DÍ). Það stjórnleysi hefur varað frá því dr. Ólafur Dýrmundsson, þáverandi formaður, steig úr formannsstóli 2012. Sambandið hefur ekki verið svipur frá sjón síðan, í heilan áratug. Því er eðlilega spurt: er ekki nóg komið?
Ekki fer á milli mála, að það er undirliggjandi tónn á meðal langflestra dýravina, að vilja frú Hallgerði Hauksdóttur, umboðslausan formann DÍ í burtu. Þeir krefjast þess að hún stígi til hliðar. Kröfu um afsögn er ekki hægt að kalla það, því hún er ekki í þeirri stöðu að geta sagt af sér, hún umboðslaus. Það virðist líka vera tónn umræddra skrifa og er krafan með þessum skrifum. Þá spilar það inn í að hana skortir áræði til að taka afdráttarlausa afstöðu með blóðtökubanni í umsögn, sem hún skrifar og sendir Atvinnuveganefnd Alþingis f.h. umboðslausrar stjórnar DÍ. Þar með skrifar hún f.h. allra félagsmanna DÍ og það er borðleggjandi að langflestir þeirra eru ósammála henni og stjórninni. (Rétt er að benda á að DÍ er meðvituð stytting á Dýraverndarsambandi Íslands og var ákveðin þegar Dýraverndarfélag Íslands var stofnað stuttu eftir 1900)
Umsögnin var heldur aldrei borin undir félagsfund, sem ætti að vera skylda í jafn alvarlegu máli og blóðmeramálið er. Hægur vandi hefði verið. Hefðu þeir enda aldrei samþykkt umrædda umsögn, sem er þvert á lög félagsins, þó Hallgerður reyni með útúrsnúningum og besservisserhætti að sannfæra um annað. Það hefur verið háttur Hallgerðar að þykjast ætíð vita allt manna best þegar að dýravernd kemur og oftast þvert á skoðanir meirihlutans. Að gera einfaldan hlut flókinn með miður háþróaðri „heimspeki" hefur verið vörumerki hennar. Þegar hún er svo spurð nánar út í hugmyndafræðin sína þá botna fæstir upp né niður í henni.
Ekki duga til rök færustu sérfræðinga á heimsvísu, nei Hallgerður þarf að rannsaka sjálf og sannfærast. Þetta er orðið endalaust rugl, sem ég vona að brátt muni taka endi.
Ónýtar meginstoðir dýraverndar á Íslandi
Hryggjarstykkin í íslenskri dýravernd má segja að séu 5. Þar af eru tvær meginstoðir.
- Lög um velferð dýra, 2. Landbúnaðarráðherra, 3. yfirdýralæknir (MAST), 4. Dýraverndarsamband Ísland DÍ, 5. Dýraverndarsinnar.
Tvö af þessum hryggjarstykkjum eru meginstoðir íslenskrar dýraverndar og hafa bein áhrif á framkvæmd laganna. DÍ er þar önnur, ofmetin og alltof áhrifamikil stoð. Hin er yfirdýralæknir. Opinberir aðilar hafa tilhneigingu til, að ég tel af afsakanlegri vanþekkingu með blandi af áhugaleysi, að líta alltof mikið til þeirra eins og starfshættir þeirra eru nú og færa má rök fyrir að séu andstæðir meginreglum laga um velferð dýra. Hin stoðin er yfirdýralæknir annar af tveimur æðstu stjórnendum Matvælastofnunar.
Í greinaskrifum, á undan birtingu þessarar greinar, eru afhjúpaðir starfshættir umboðslauss formanns DÍ. Það er vel gert og tímabært. Ég fagna því að aðrir hafa tekið umboðsleysi Hallgerðar til umfjöllunar eftir að ég vakti fyrstur athygli á nýlega. Ég fagna þó sérstaklega að umræddir höfundar hjóli í þau vítaverðu vinnubrögð hennar að hafna blóðtökubanni í umsögn til nefndar á vegum þingsins. Af hverju DÍ ætti að gera það skýrist síðar.
Samskipti mín við DÍ – afhjúpun
Ég hef verulega reynslu af samskiptum við umrætt samband. Sannleikur er ætíð sagna bestur og ég ætla að því að bæta fjórðu greininni við umrædd skrif og afhjúpa reynslu mína af sambandinu.
Með réttu má heimfæra viðbrögð Arnþórs beint yfir á umboðslausan formann DÍ nú. Hann heldur því fram að í svari sínu að í skrifum kvennanna felist hálfsannleikur og dylgjur, þó ekki sé notað beint það orðalag. Gagnrýni á starfshætti stjórnar DÍ hefur aldrei verið unað af hálfu þessa sambands eftir að Sigríður Ásgeirsdóttir heitin og þáv. formaður DÍ fól dr. Ólafi Dýrmundssyni lyklavöld sambandsins.
Uppgjöf og vantraust dýravina á stjórn Dýraverndarsambands Íslands er algert
Í meira en áratug hefur þröngur hópur ástríðufullra dýravina barist fyrir breytingum innan sambandsins vegna ætlaðs vægi þess á vettvangi dýraverndar. Það vægi hefur hraðminnkað. Dýravinir hafa áttað sig á því að baráttuþreki fyrir dýravernd er betur varið á öðrum vettvangi. Þeir sjá enga samleið með stjórn DÍ enda lítil kraftlaus klíka, vart meira en umræddur umboðslaus formaður og máske 1-2 aðrir aðilar, sem fáir nenna orðið að vera í samfylgd með eða eiga orðaskipti við. Það breytist þegar öflug forysta rís úr þeirri ösku, sem útrunnin og útbrunnin forysta eftir hægan bruna er orðin að. Eftirtektarvert er að engin tekur undir varnir Hallgerðar og einn stjórnarmaður hefur látið sig hverfa úr stjórn á síðustu misserum. Engin varamaður tók við enda ei kjörinn. Því er Hallgerður í bókstaflegum skilningi einráð skv. lögum sambandsins þar sem atkvæði hennar ræður úrslitum sé atkvæði jöfn á stjórnarfundum.
Meira að segja forystukind Slow food samtakanna á Íslandi, sem var einn harðasti andstæðingur þess að ég hlyti kjör, sem formaður DÍ 2012 og ég drep á síðar, þegir nú þunnum hljóðum. Skammast sín líklega nú fyrir að hafa ljáð DÍ krafta sína, til einskis. Þá er eftirtektarvert að staðgengill formanns, ritari, þorir ekki fram til varna Hallgerði.
Sem fyrr greinir lúta framangreind skrif að starfsháttum umboðslauss formanns DÍ en fáir veita honum lengur athygli utan fjölmiðla, sem hafa verið ginnkeyptir fyrir statementum hans, einkum á áhrifamestu fjölmiðlunum. Svo langt hefur nú frú Hallgerður gengið, sem umboðslaus formaður, að skrifa umsögn til Atvinnuveganefndar þar sem hún þorir ekki að leggjast gegn blóðmerahaldi og þar með ekki styðja frumvarpið. Hún telur sig, þó engan sérstakan fræðilegan bakgrunn hafi í dýrahaldi, þurfa að rannsaka betur þau rök færustu sérfræðinga, sem fyrir liggja í umsögnum um bann við blóðmerhaldi.
Ég er þakklátur þeim, sem hafa vakið máls á þessu og ætla nú í stuttu máli að reifa s.l. 10 ár í sögu þessa sambands, sem er löngu komið í þrot, vegna glannaskapar og athafnaleysis umrædds formanns og forvera hennar, þegar að dýravernd kemur. Mér er málið nefnilega mjög skylt. Ég bauð mig fram til formanns umrædds sambands fyrir réttum tíu árum og þá varð mér ljóst, að loknum formannskosningum, þar sem ég var kolfelldur, hversu svakaleg spilling ríkir í DÍ.
Örsaga fyrrverandi félagsmanns
Árið 2009 gekk ég til liðs við Dýraverndarsamband Íslands og áður hafði ég fylgst vel með því, einkum skrifa Sigríðar Ásgeirsdóttur. Þá var formaður dr. Ólafur Dýrmundsson og hafði verið um árabil. Honum var falin formennskan af Sigríði, lögfræðingi og dýraverndarsinna, sem lést 2007. Hafði hún þá af elju sinnt formannsstarfinu í áratugi. Dr. Ólafur var þá þegar þekktur fyrir dýraverndarstörf sín og tók verkefnið að sér samhliða því að vera starfsmaður Bændasamtakanna. Það tel ég hafi verið mistök, eins og augljóst hlýtur að vera vegna hagsmunaárekstra.
Dr. Ólafur er mikill dýravinur og er það óumdeilt. Leitaði ég mikið í reynslubanka hans vegna rannsókna minna við háskóla um málefni dýraverndar. Hægur og yfirvegaðar mataði hann mig af miklum fróðleik og átti oftast frumkvæðið að því að ljúka símtölum með orðunum: jæja er nú ekki nóg komið í bili. Þá hafði hann sannarlega frætt fáfróðan háskólastúdentinn með meiru en nemandinn hafði búist við.
Með aukinni þekkingu og ástríðu fyrir dýravernd óx viljinn að láta eitthvað göfugmannlegt af sér leiða í þágu dýraverndar. Viðurkennist það jafnframt að hraði okkar Ólafs fór ekki saman við að ná árangri í dýravernd. Ég vildi kýla á meinsemdir á sama tíma og Ólafur var hægari. Hóf ég að gagnrýna hann. Tók hann því, sem sönnum herramanni sæmir og sagði að lokum á eftirminnilegum aðalfundi, sem ég kem að síðar: allt er fyrirgefanlegt. - Ég tel að það hafi verið einlægni. Fyrirgefningin hafi jafnvel verið óverðskulduð því viðurkenna verð ég að ég kýldi dr. Ólaf oft hart í skrifum. Aðallega þó til að reyna að vekja hann, sem alls ekki var hvatvís. Dr. Ólafur hefur eflaust hugsað: hvað er ég að fara að hlýða fimmtugum strákgemlingi, nýskriðnum úr háskólanámi, sem þykist allt um framkvæmd dýraverndar á Íslandi.
Í forsíðumynd þessarar greinar er notað fyrsta lógó tímaritsins úr fyrstu útgáfu þess 1915. (heimild: timarit.is)
Kolfellt formannsframboð mitt á fjölmennasta aðalfundi DÍ frá upphafi
Svo fór að ég ákvað, eftir gríðarlega hvatningu og netkönnun að bjóða mig fram til formanns Dýraverndarsambands Ísland á aðalfundi í Norræna húsinu 10. mars 2012. Virtist það framboð mitt ætla að sigla til sigurs enda hafði ég vel á fjórða þúsund undirskriftir á bak við mig í opinni nethvatningu stuðningsmanna minna. Tveimur dögum fyrir kosningar kom úr „óvæntri" átt og flestum að óvörum nýtt framboð. Sif Traustadóttir dýralæknir. Nokkuð víst má telja að undirheimum Dýraverndarsambandsins hafi verið brugðið við fylgi mitt. Undirheimar Dýraverndarsambandsins eru allt bændasamfélagið og líklega MAST með ótrúleg ítök í sambandinu. Á þeim tíma hafði ég gagnrýnt margar greinar búfjárhalds á Íslandi fyrir illa meðferð dýra án þess að DÍ beitti sér með einhverjum hætti gegn því. Þ.á.m. laut gagnrýni mín að Brúneggjamálinu, starfsemi sem síðar var lokað, loðdýraeldi, svínaeldi og þröngum aðbúnaði varphænsna, sem sér ekki ennþá fyrir endann á.
Ljóst er, þvert á reglur sambandsins, að smalað hafði verið á aðalfundinn og líklega notuð til þess gögn, sem sambandið bjó yfir, félagsmannaskrá.
Kunnugleg andlit, sem þó höfðu aldrei látið sjá sig á félagsfundum sambandsins, mátti sjá á fundinum þ.á.m. núverandi yfirdýralækni, sem greinilega var ekki vel við framboð mitt og spurði einkennilegra spurninga þ.á.m. hvernig ég hygðist halda utan um þær milljónir, sem sambandið hafði setið á í áratugi án þess að brúka þær í þágu dýraverndar. Það var eins og yfirdýralækni væri mest hugað um status quo, óbreytt ástand í þeim efnum, eins og ferill hans til þessa er dæmi um. Hann spurði t.d. ekkert um stefnu mína í dýravernd hlyti ég kjör formanns. Sé ferill hans, sem yfirdýralæknir, skoðaður virðist hann í raun stefnulaus sjálfur þau ár sem hann hefur setið. Hann treystir sér t.d. ekki frekar en Hallgerður til að styðja núverandi frumvarp um bann við blóðmerahaldi í umsögn til Atvinnuveganefndar Alþingis.
Á aðalfundinum var kosinn til formanns frú Sif Traustadóttir, dýralæknir, sem varð þó skammlíf í formannsstóli eða þangað til, nú umboðslaus formaður DÍ, var kjörinn á að venju, afar fámennum aðalfundi einhvern tíma aftur í buskanum.
Tilraunir DÍ til að leggja dýraverndarstarf í rúst
Á milli mín og frú Hallgerðar hefur aldrei verið kærleikur. Henni hefur ætíð, af ástæðum mér óskiljanlegum, verið uppsigað við mig allan sína formannstíð án þess að nokkur botni upp né niður í því og þeir eru ansi margir. Ég hef þó ásamt öðrum verið á meðal öflugustu dýraverndarsinni á Íslandi s.l. áratug og því ætti henni að finnast samleið með slíkum kær og hvatning.
Talsverðri orku hefur hún varið að setja hindranir í dýraverndarstarf mitt en litlu áorkað, sem máli skiptir. Þar má nefna:
- Henni tókst að fá því hnekkt með hjálp Neytendastofu og með slatta af kostnaði fyrir DÍ að mér væri heimilt skv. áðurgreindu leyfi þáverandi formanns, að birta efni úr Dýraverndaranum og nota lénið dyraverndarinn.is
Ástæða: að ég væri að reyna að koma mér á framfæri sem dýraverndarlögfræðingi og hefði fjárhagslega hagsmuni af.
- Henni tókst að fá mér vikið úr Dýraverndarsambandi Íslands eftir að ég hafði sjálfur sagt mig úr því félagi vegna óstjórnar. Bókhald bókarans, sem er starfstitill Hallgerðar, um þau atriði var ekki betra en það. Vék einstaklingi sem ekki var félagi úr félagi.
Ástæða: ég ynni gegn dýravernd á Íslandi og markmiðum DÍ
Þá afrekaði hún að ráðleggja yfirdýralækni hvernig ætti að gabba Alþingi og heimila blóðtöku úr fylfullum hryssum með því að fara krókaleiðir í löggjöf. Það var reyndar áðurnefndur formaður, dr. Ólafur Dýrmundsson, sem samþykkti það, sem fulltrúi DÍ í Fagráði MAST. Hallgerður verður þó að teljast ábyrg fyrir því, sem formaður DÍ þá og tilnefnir í umrætt fagráð.
Henni tókst að skrifa umsögn til Atvinnuveganefndar, þar sem hún mótmælir ekki áframhaldandi blóðtöku úr fylfullum merum. Það gerir hún fyrir hönd stjórnar DÍ en ég dreg það stórlega í efa að stjórnarmenn hafi verið henni sammála um það. Ég þykist a.m.k. viss um, vegna kynna minna af tveimur stjórnarmönnum, að það hafi ekki verið átakalaust að fá það í gegn af hálfu Hallgerðar að stjórn DÍ styddi áfram blóðmeraníðið þar til annað kæmi í ljós.
Tekist hefur henni að drepa eina málgagn íslenskrar dýraverndar, Dýraverndarann, þó nægir fjármunir séu til að halda úti öflugum netmiðli með áróðri gegn illri meðferð dýra.
Henni hefur tekist að fanga athygli fjölmiðla með óskiljanlegum hætti og tjá sig um málefni í dýravernd og þykist þar tala sem formaður Dýraverndarsambandsins þegar hún er í raun og sem áður segir umboðslaus. Hún hefur einnig og sem áður segir engan sérstakan fræðilegan bakgrunn í dýrahaldi, sem máli skiptir í fjölmiðlaumræðu um dýravernd, ólíkt t.d. þeim dýralæknum, sem eru tíðir gestir á öldum ljósvakans, siðfræðingum og lögfræðingum og nú erlendra sérfræðinga í tengslum við blóðmeramálið.
Henni tókst að hrekja frá sér ein af virtustu dýraverndarsamtökum Evrópu, AWF/TSB með því að hafna samstarfi við gerð heimildamyndarinnar um blóðmeramálið.
Samkvæmt skrifum í öðrum greinum hefur henni nú tekist að gera sambandið um margt fátækara með því að ganga, að því er virðist, stjórnlaust á sjóði þess.
En boðun aðalfundar er ekki nóg. Tryggja verður að spilling aðalfundarins 2012 endurtaki sig ekki. Rafræn kosning væri þar ein leið en slíkri kosningu var með öllu hafnað 2012 þrátt fyrir að öll tækni til slíkrar kosningar væri til staðar. Rafrænni kosningu var líklega hafnað til að fyrirbyggja mitt kjör. Miklar líkur eru á því, vegna sögulega fjölmenns fundar, að félagsmenn hafi verið handvaldir þá til að tryggja að höfundur næði ekki kjöri, því absúrd niðurstaða fékkst samanborið við þær á fjórða þúsund áskoranir, sem ég fékk um að bjóða mig fram.
Þannig gæti ný stjórn orðið til
Lög félagsins eru afar fábrotin og ekki fæst betur séð en félagsmenn geti krafist tafarlauss aðalfundar án þess að formaður komið þar nokkru nærri, fellt formann og stjórn og komið DÍ aftur á koppinn. Ekkert í lögunum bannar félagsmönnum að boða til aðalfundar og Hallgerður hefur ekki slíkt neitunarvald. Ekki í lýðræðissamfélagi, ekki skv. lögum félagsins og alls ekki þegar lög félagsins hafa verið þverbrotin, bæði varðandi aðalfundi og markmiða félagsins! Tel að fyrsta verk nýrrar stjórnar, sem gæti orðið að veruleika innan fárra daga, taki félagsmenn sig saman, ætti að vera að afturkalla fjarstæðukennda umsögn Hallgerðar og stjórnar hennar um bann við blóðmerahaldi. Að lokum er brýnt, að geta þess og gera það að tillögu að nýr formaður ætti að vera launaður. Verkefnið krefst þess að formaður geti einbeitt sér í samræmi við það umfang sem íslensk dýravernd er orðin að á Íslandi svo hann geti gert DÍ að vægi í dýraverndarumræðu og framkvæmd hennar að nýju. Það er old fashion að reka félag á þessu kaliberi dýraverndar í sjálfboðaliðavinnu. Það er sjálfdautt og slíkt dettur engum reyndum dýraverndarsamtökum í hug árið 2022. Dýraverndarsamband Íslands hefur vel efnið á því!
Höfundur er lögfræðingur og áhugamaður um dýravernd.