unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur. Líf Magneu­dótt­ir, for­maður mann­réttinda­ráðs Reykja­vík­ur­.

Ótt­inn er vond­ur. Hann rænir okkur frels­inu og heftir okkur á alla lund. Hann býr til streitu og kvíða og veldur okkur hug­ar­angri.  Og það er margt sem okkur er sagt að ótt­ast. Í öllum sam­fé­lögum er ein­hver sem elur á ótta í margs konar sam­hengi og heldur þannig völdum sín­um. Sem dæmi kyndir kap­ít­al­ism­inn undir hræðsl­unni til að selja okkur gagns­laust drasl eins og nauðg­un­ar­varnir til að setja út í drykki eða nær­buxur sem tefja fyrir nauðgur­um. En stundum á ótt­inn sér líka stoð í raun­veru­leik­an­um. Í mörgum borgum er glæpa­tíðni há, ofbeldi, rán og nauðg­anir dag­legt brauð og konur og menn geta ekki gengið frjáls og örugg í sínu umhverfi. Ber­skjöld­uð­ust eru konur og börn.

Að þessu leyti er reynslu­heimur kvenna og karla ólík­ur. Kyn­bundið ofbeldi er stað­reynd. Konur verða oftar fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti á göt­um, í vinn­unni eða öðrum opin­berum rýmum.

Auglýsing

Að þessu leyti er reynslu­heimur kvenna og karla ólík­ur. Kyn­bundið ofbeldi er stað­reynd. Konur verða oftar fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti á göt­um, í vinn­unni eða öðrum opin­berum rým­um. Og það eru karlar sem áreita. Ég og allar vin­konur mínar hafa orðið fyrir ein­hvers konar áreiti, mis­jafn­lega grófu, í opin­berum rým­um. Bæði hér heima og erlend­is. Þær hafa all­ar, ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, ótt­ast um líf sitt og heilsu þegar þær eru á gangi. Bæði að kvöld­lagi og um dag. Til­finn­ing­una að ganga heim með ónot í mag­anum og lykla í hönd­unum þekkja þær all­ar. Þetta birt­ist líka í könn­unum og rann­sókn­um.

Nýleg við­horfskönnun meðal íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem Félags­vís­inda­stofnun gerði fyrir lög­regl­una um við­horf til lög­reglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim, sýndi að 44% kvenna töldu sig mjög óör­uggar í mið­bænum eftir mið­nætti. Í sömu könnun sögð­ust 19% karla vera óör­ugg­ir. Karlar eru samt mun lík­legri til að verða fyrir handa­hófs­kenndri og alvar­legri lík­ams­árás í mið­bænum um helgar heldur en kon­ur, en þá er átt við að aðili sem þeir þekkja ekki ræðst á þá. Hins vegar eru konar fremur beittar ofbeldi af ein­hverjum sem þær þekkja eða er þeim nákom­inn og oftar en ekki á stað þar sem þær eiga að vera óhultar eins og í heima­húsi kunn­ingja eða vina eða á heim­ilum sín­um. Ættu karlar þá ekki að vera hræddir við að vera niðri í bæ að næt­ur­lagi og konur að afþakka heim­boð í heima­hús?

Þetta kemur allt heim og saman við aðrar rann­sóknir og kann­an­ir. Flestar sýna að þeir hópar sem ótt­ast mest glæpi og ofbeldi eru konur og eldra fólk.

Þetta kemur allt heim og saman við aðrar rann­sóknir og kann­an­ir. Flestar sýna að þeir hópar sem ótt­ast mest glæpi og ofbeldi eru konur og eldra fólk. Það er líka for­vitni­legt að velta því fyrir sér af hverju fólk sem býr í mið­bænum er óhrædd­ara við að vera á ferli þar en fólk sem býr í úthverf­um. Við ótt­umst nefni­lega oft það sem við þekkjum ekki. Fólk sem býr í hverfum þar sem inn­flytj­endur eru margir er til dæmis umburð­ar­lynd­ara í garð þeirra en fólk sem býr í hverfum þar sem fáir inn­flytj­endur búa.

En hvað svo sem töl­fræð­inni líður um hverjir ótt­ist hvað og hver glæpa­tíðnin sé og lík­urnar á því að vera beittur ofbeldi dugar hún skammt til að sefa ótt­ann. Ótt­inn er eins og áður segir heft­andi. Hrætt fólk hreyfir sig öðru­vísi í almanna­rými og forð­ast jafn­vel að vera þar. Og það er óásætt­an­legt. Við því þarf að bregð­ast með marg­vís­legum hætti – bæði með fræðslu og vit­und­ar­vakn­ingu en líka með góðu skipu­lagi. Við þurfum mót­vægi gegn ótt­an­um.

Og hvert er mót­vægi ótt­ans og hvernig náum við því?

Margir telja að fjöl­miðlun og marg­miðlun af ýmsu tagi ýti undir vax­andi ofbeldi í sam­fé­lag­inu og það má vel vera að eitt­hvað sé til í því að stöð­ugur lestur frétta um ofbeld­is­glæpi „normaliseri“ þá svo að ofbeld­is­hneigðu fólki þyki atferli sitt rétt­læt­an­legt því „all­ir“ beiti ofbeldi. Lík­legra er þó að frétta­flutn­ingur af því tagi ýti undir ótta okkar við að verða beitt ofbeldi og geri okkur óör­ugg þegar við erum ein á ferli á almanna­færi. Þegar við höfum lesið margar fréttir sama dag­inn um barn­a­níð­inga eða nauðg­anir finnst okkur umhverfi okkar fullt af nauðgurum og níð­ingum og forð­umst að fara út eða höldum börn­unum inni. Þannig kennum við börn­unum að heim­ur­inn sé hættu­legur staður og engum sé óhætt. Við missum smám saman  al­manna­rýmið í hendur raun­veru­legra eða ímynd­aðra ofbeld­is­manna í stað þess að standa á okkar sjálf­sagða rétti til að ferð­ast um frjáls og óáreitt.

Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi að geta verið ótta­laus og öruggur í sínu nán­asta umhverfi og reyndar alls stað­ar.

Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi að geta verið ótta­laus og öruggur í sínu nán­asta umhverfi og reyndar alls stað­ar. Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi að þurfa ekki að þola kyn­ferð­is­lega áreitni eða athuga­semdir í vinn­unni, úti á götu, í skól­anum eða hvar sem er. Það eru sjálf­sögð mann­rétt­indi að geta gengið á milli staða dag sem nótt án þess að verða beittur ofbeldi. Þetta eru rétt­indi okkar allra.

Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar var stofnuð hreyf­ing til að auka öryggi kvenna og upp­ræta kyn­ferð­is- og heim­il­is­of­beldi. Hún hlaut nafnið „Take back the Night“ – end­ur­heimtum nótt­ina – og göngur og fundir af því tagi hafa verið haldnir víða um heim. Hug­myndin að baki hreyf­ing­unni er að end­ur­heimta almanna­rýmið sem ofbeld­is­menn hafa svipt okk­ur, ekki síst þegar skyggja fer af degi. Framan af voru við­burð­irnir einkum ætl­aðir konum en á síð­ari árum hafa karl­menn bæst í hóp­inn. Það er eðli­leg þróun því til að koma á kynja­jafn­rétti þurfa karlar líka að leggja sitt að mörk­um. Eftir því sem jafn­rétti kynj­anna er meira í löndum heims­ins eru kyn­bundnir ofbeld­is­glæpir færri. Má því reka fækkun ofbeld­is­brota til auk­ins jöfn­uðar í sam­fé­lög­um.

Svarið við spurn­ing­unni hér að framan er því aug­ljóst: Tökum höndum saman og sigrumst á ótt­an­um. End­ur­heimtum frelsi okkar og öryggi. End­ur­heimtum nótt­ina.

Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None