Árið 2014: Er staða lífeyrissjóðanna góð?

arid2014-folk.jpg
Auglýsing

Hrafn Magn­ús­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, skrifar um stöðu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins.            

Nú um ára­mótin er fróð­legt að velta fyrir sér stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna, - er hún góð eða er hún slæm?   Því er til að svara að staðan er til­tölu­lega góð en á öðrum sviðum þarf að takast á við ákveð­inn vanda, sem nú verður vikið nánar að.

Hrafn Magnússon. Hrafn Magn­ús­son.

Auglýsing

Góðu frétt­irnarRaun­á­vöxtun líf­eyr­is­sjóð­anna á því ári sem nú fer senn að ljúka verður fram­úr­skar­andi og vel umfram 3,5% vaxta­við­mið sjóð­anna við trygg­inga­fræði­legt upp­gjör. Reyndar hefur fjár­fest­inga­ár­angur sjóð­anna verið afbragðs góður und­an­farin þrjú ár. Fljót­lega eftir hrunið mikla á fjár­magns­mörk­unum haustið 2008 heyrð­ust háværar raddir að nú þyrfti strax að lækka vaxta­við­mið sjóð­anna og þar með líf­eyr­is­rétt­indi sjóð­fé­laga. Þessar raddir heyr­ast ekki lengur sem betur fer. Reynslan sýnir okkur að í þessum efnum ber að flýta sér hægt. Ef kemur til breyt­inga á vaxta­við­mið­inu er hyggi­leg­ast að það verði gert í áföng­um.

Önnur góð frétt er að hag­fræð­ing­arnir dr. Ásgeir Jóns­son og dr. Hersir Sig­ur­geirs­son hafa lagt  til í nýrri bók sem komin er út á vegum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða  að sjóð­irnir fái sér­staka heim­ild eða und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að fjár­festa erlendis minnst fjórð­ung þess sem iðgjöld skila sjóð­unum eða um 10 millj­arða króna árlega. Þeir Ásgeir og Hersir hafa und­an­farna mán­uði unnið að fræði­legri grein­ingu á áhrifum fjár­magns­haft­anna á íslenskt sam­fé­lag og starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna sér­stak­lega. Afrakst­ur­inn, er sem sagt bókin Áhættu­dreif­ing eða ein­angr­un? – Um tengsl líf­eyr­is­sparn­að­ar, greiðslu­jafn­aðar og erlendra fjár­fest­inga. Þess verður að vænta að þessi athugun þeirra félaga geti orðið góður veg­vísir fyrir stjórn­völd, Seðla­bank­ann og líf­eyr­is­sjóð­ina við losun gjald­eyr­is­haft­anna.

Þriðja góða fréttin er að líf­eyr­is­sjóðum fer enn fækk­andi. Líf­eyr­is­sjóður Vest­firð­inga sam­ein­ast Gildi líf­eyr­is­sjóði nú um ára­mót­in, en Gildi líf­eyr­is­sjóður er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða því alls 36 tals­ins, en þar af taka nokkrir ekki lengur við iðgjöld­um, eru svo­kall­aðir lok­aðir sjóð­ir. Grein­ar­höf­undur man eftir hátt í eitt hund­rað staf­andi líf­eyr­is­sjóðum fyrir nokkrum ára­tug­um, þannig að fækkun þeirra hefur verið mjög mik­il. Þetta er gleði­leg þróun sem ber að fagna og  sem heldur von­andi áfram.

Slæmu frétt­irnarSlæmu frétt­irnar eru hins vegar þær að hvorki gengur né rekur að leysa hinn fjár­hags­lega vanda sem líf­eyr­is­sjóðir ríkis og sveit­ar­fé­laga standi frammi fyr­ir. Um síð­ustu ára­mót nam hall­inn alls um 596 millj­örðum króna, þ.e.a.s. heild­ar­skuld­bind­ing opin­beru sjóð­anna umfram eign­ir. Ef ein­ungis er litið á áfallna stöðu nam hall­inn alls 489 millj­örðum króna.  Rétt er að benda á að um er að ræða halla á líf­eyr­is­sjóðum með ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga, en staða flestra líf­eyr­is­sjóða á almennum vinnu­mark­aði er hins vegar vel ásætt­an­leg. Ef ekk­ert er að gert þá eykst vand­inn með hverju árinu sem líð­ur, því verið er að velta skatt­byrð­inni af þessum mikla fjár­hags­lega halla yfir á kom­andi kyn­slóð­ir.

Þá virð­ist lítið miða áfram í við­ræðum aðila vinnu­mark­að­ar­ins um sam­ræmt líf­eyr­is­kerfi lands­manna. Full­trúar BSRB og BHM spyrna við fót­um. Þeir vilja ekki taka þátt í því að afnema ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga á  líf­eyr­is­sjóðum þeirra, nema að opin­berir starfs­menn fái sam­bæri­leg laun og gilda á almennum vinnu­mark­að­i.   ASÍ hefur á hinn bóg­inn  lagt þunga áherslu á að líf­eyr­is­rétt­indi á almennum vinnu­mark­aði verði jöfnuð á við rétt­indi opin­berra starfs­manna og til verði sam­ræmt líf­eyr­is­kerfi á öllum vinnu­mark­aðn­um.

Ég sat nýlega mál­þing um breyttar lífslíkur og áhrif þess á líf­eyr­is­sjóði. Í lok ráð­stefn­unnar var efnt til pall­borðsum­ræðna um efn­ið: Hvernig eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins að bregð­ast við auknum skuld­bind­ingum vegna hækk­andi lífald­urs þjóð­ar­inn­ar? Þátt­tak­endur voru full­trúar fjár­mála­ráðu­neyt­is, ASÍ, BSRB, BHM, SA og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Umræðan snérist mjög mikið um líf­eyr­is­rétt­indi opin­berra starfs­manna og hvern­ig  hægt væri að koma á sam­ræmdu líf­eyr­is­kerfi allra lands­manna og afnema ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga. Í hrein­skilni sagt var ég ekki bjart­sýnn eftir umræð­urnar í pan­eln­um. Ég sá fyrir mér  að það tæk­ist ekki á næstu miss­erum að ná ásætt­an­legu sam­komu­lagi milli allra hags­muna­að­ila um þessa þætti.

Í þessu sam­bandi ber einnig að nefna sam­spil líf­eyris frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóð­anna, en eins og kunn­ugt er þá eru skerð­ing­ar­á­kvæði almanna­trygg­inga mjög mikil og óásætt­an­leg, einkum fyrir þá sem eiga lítil líf­eyr­is­rétt­indi. Nýlegt dæmi um þetta er aft­ur­virk laga­setn­ing á líf­eyr­is­sjóð­ina varð­andi víxl­verkun á greiðslum almanna­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóða, sem sam­þykkt var á Alþingi í einu hend­ingskasti fyrir fáeinum dög­um. Svo virð­ist því miður sem stjórn­mála­menn hafi snúið líf­eyr­is­kerf­inu algjör­lega á hvolf, þannig að þeir líti svo á að líf­eyr­is­sjóð­inrir séu á fyrsta þrepi líf­eyr­is­kerf­is­ins en almanna­trygg­ingar á öðru þrepi. Það merkir að Trygg­inga­stofnun bíður með að úrskurða  elli- eða örorku­líf­eyri, og gerir það ekki  á undan líf­eyr­is­sjóð­un­um, eins og almennt hefur tíðkast.  Með þessum öfug­snún­ingi getur Trygg­inga­stofnun strax skert sínar líf­eyr­is­greiðsl­ur. Þetta er eins­dæmi hér á landi og þekk­ist hvergi meðal nágranna­þjóða okk­ar. Svo virð­ist að þeir sem halda um stjórn­völ­inn átti sig ekki á því að líf­eyr­is­sjóð­irnir voru stofn­aðir til að greiða líf­eyri, sem kæmi sem við­bót við bætur almanna­trygg­inga.

Traustið skiptir máliÉg vil að lokum nefna eitt veiga­mikið atriði, sem ég tel að líf­eyr­is­sjóð­irnir og sam­tök vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að athuga sér­stak­lega og bregð­ast við. Sam­kvæmt könn­un  MMR um traust til helstu stofn­ana sam­fé­lags­ins, bera fleiri traust til líf­eyr­is­sjóð­anna, heldur en til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, bank­anna og Alþing­is. Hins vegar bera lands­menn mun meiri traust til stétt­ar­fé­lag­anna en til líf­eyr­is­sjóð­anna.

Vænt­an­lega má rekja þessar nið­ur­stöður til hruns fjár­mála­mark­að­ar­ins í októ­ber 2008. Fjár­mála­stofn­anir fóru allar á hlið­ina. Líf­eyr­is­sjóð­irnir bogn­uðu hins vegar en brotn­uðu ekki í þeim stormi sem þá geys­aði. Hér þarf nauð­syn­lega að bæta ímynd líf­eyr­is­sjóð­anna og auka traustið á þeim. Van­traust á sjóð­ina bygg­ist vænt­an­lega á því að almenn­ingur telur að þeir hafi ekki bol­magn að standa við líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sínar í nútíð og fram­tíð.   Sú skoðun byggir á mis­skiln­ingi. Líf­eyr­is­sjóðir á almennum vinnu­mark­aði standa til­tölu­lega vel að vígi og líf­eyr­is­rétt­indi  opin­berra starfs­manna eru þrátt fyrir allt tryggð, þótt vand­inn sé mik­ill. Þessu þarf að koma til skila, svo og mik­il­vægi líf­eyr­is­sjóð­anna í íslensku sam­fé­lagi.

Við búum við gjör­breytt þjóð­fé­lag. Alþing­is­menn­irnir okkar eru ekki með sömu teng­ingu við verka­lýðs­hreyf­ing­una og áður var og þótti sjálf­sagt. Bak­land þing­manna í dag er ann­að. Nú er eng­inn Björn Jóns­son, Eðvarð Sig­urðs­son, Guð­mundur H. Garð­ars­son, Guð­mundur J. Guð­munds­son, Guð­mundur Hall­varðs­son, Hanni­bal Valdi­mars­son eða Karl Steinar Guðna­son, svo ég nefni verka­lýðs­leið­toga sem setið hafa á Alþingi og sem höfðu bæði vit og þekk­ingu að verja líf­eyr­is­sjóð­ina þegar að þeim var ráð­ist að ósekju. Þess vegna er enn brýnna í dag en áður að menn standi vakt­ina í líf­eyr­is­málum lands­manna.           

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None