Árið 2014: Er staða lífeyrissjóðanna góð?

arid2014-folk.jpg
Auglýsing

Hrafn Magn­ús­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, skrifar um stöðu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins.            

Nú um ára­mótin er fróð­legt að velta fyrir sér stöðu líf­eyr­is­sjóð­anna, - er hún góð eða er hún slæm?   Því er til að svara að staðan er til­tölu­lega góð en á öðrum sviðum þarf að takast á við ákveð­inn vanda, sem nú verður vikið nánar að.

Hrafn Magnússon. Hrafn Magn­ús­son.

Auglýsing

Góðu frétt­irnar



Raun­á­vöxtun líf­eyr­is­sjóð­anna á því ári sem nú fer senn að ljúka verður fram­úr­skar­andi og vel umfram 3,5% vaxta­við­mið sjóð­anna við trygg­inga­fræði­legt upp­gjör. Reyndar hefur fjár­fest­inga­ár­angur sjóð­anna verið afbragðs góður und­an­farin þrjú ár. Fljót­lega eftir hrunið mikla á fjár­magns­mörk­unum haustið 2008 heyrð­ust háværar raddir að nú þyrfti strax að lækka vaxta­við­mið sjóð­anna og þar með líf­eyr­is­rétt­indi sjóð­fé­laga. Þessar raddir heyr­ast ekki lengur sem betur fer. Reynslan sýnir okkur að í þessum efnum ber að flýta sér hægt. Ef kemur til breyt­inga á vaxta­við­mið­inu er hyggi­leg­ast að það verði gert í áföng­um.

Önnur góð frétt er að hag­fræð­ing­arnir dr. Ásgeir Jóns­son og dr. Hersir Sig­ur­geirs­son hafa lagt  til í nýrri bók sem komin er út á vegum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða  að sjóð­irnir fái sér­staka heim­ild eða und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að fjár­festa erlendis minnst fjórð­ung þess sem iðgjöld skila sjóð­unum eða um 10 millj­arða króna árlega. Þeir Ásgeir og Hersir hafa und­an­farna mán­uði unnið að fræði­legri grein­ingu á áhrifum fjár­magns­haft­anna á íslenskt sam­fé­lag og starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna sér­stak­lega. Afrakst­ur­inn, er sem sagt bókin Áhættu­dreif­ing eða ein­angr­un? – Um tengsl líf­eyr­is­sparn­að­ar, greiðslu­jafn­aðar og erlendra fjár­fest­inga. Þess verður að vænta að þessi athugun þeirra félaga geti orðið góður veg­vísir fyrir stjórn­völd, Seðla­bank­ann og líf­eyr­is­sjóð­ina við losun gjald­eyr­is­haft­anna.

Þriðja góða fréttin er að líf­eyr­is­sjóðum fer enn fækk­andi. Líf­eyr­is­sjóður Vest­firð­inga sam­ein­ast Gildi líf­eyr­is­sjóði nú um ára­mót­in, en Gildi líf­eyr­is­sjóður er þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða því alls 36 tals­ins, en þar af taka nokkrir ekki lengur við iðgjöld­um, eru svo­kall­aðir lok­aðir sjóð­ir. Grein­ar­höf­undur man eftir hátt í eitt hund­rað staf­andi líf­eyr­is­sjóðum fyrir nokkrum ára­tug­um, þannig að fækkun þeirra hefur verið mjög mik­il. Þetta er gleði­leg þróun sem ber að fagna og  sem heldur von­andi áfram.

Slæmu frétt­irnar



Slæmu frétt­irnar eru hins vegar þær að hvorki gengur né rekur að leysa hinn fjár­hags­lega vanda sem líf­eyr­is­sjóðir ríkis og sveit­ar­fé­laga standi frammi fyr­ir. Um síð­ustu ára­mót nam hall­inn alls um 596 millj­örðum króna, þ.e.a.s. heild­ar­skuld­bind­ing opin­beru sjóð­anna umfram eign­ir. Ef ein­ungis er litið á áfallna stöðu nam hall­inn alls 489 millj­örðum króna.  Rétt er að benda á að um er að ræða halla á líf­eyr­is­sjóðum með ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga, en staða flestra líf­eyr­is­sjóða á almennum vinnu­mark­aði er hins vegar vel ásætt­an­leg. Ef ekk­ert er að gert þá eykst vand­inn með hverju árinu sem líð­ur, því verið er að velta skatt­byrð­inni af þessum mikla fjár­hags­lega halla yfir á kom­andi kyn­slóð­ir.

Þá virð­ist lítið miða áfram í við­ræðum aðila vinnu­mark­að­ar­ins um sam­ræmt líf­eyr­is­kerfi lands­manna. Full­trúar BSRB og BHM spyrna við fót­um. Þeir vilja ekki taka þátt í því að afnema ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga á  líf­eyr­is­sjóðum þeirra, nema að opin­berir starfs­menn fái sam­bæri­leg laun og gilda á almennum vinnu­mark­að­i.   ASÍ hefur á hinn bóg­inn  lagt þunga áherslu á að líf­eyr­is­rétt­indi á almennum vinnu­mark­aði verði jöfnuð á við rétt­indi opin­berra starfs­manna og til verði sam­ræmt líf­eyr­is­kerfi á öllum vinnu­mark­aðn­um.

Ég sat nýlega mál­þing um breyttar lífslíkur og áhrif þess á líf­eyr­is­sjóði. Í lok ráð­stefn­unnar var efnt til pall­borðsum­ræðna um efn­ið: Hvernig eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins að bregð­ast við auknum skuld­bind­ingum vegna hækk­andi lífald­urs þjóð­ar­inn­ar? Þátt­tak­endur voru full­trúar fjár­mála­ráðu­neyt­is, ASÍ, BSRB, BHM, SA og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Umræðan snérist mjög mikið um líf­eyr­is­rétt­indi opin­berra starfs­manna og hvern­ig  hægt væri að koma á sam­ræmdu líf­eyr­is­kerfi allra lands­manna og afnema ábyrgð ríkis og sveit­ar­fé­laga. Í hrein­skilni sagt var ég ekki bjart­sýnn eftir umræð­urnar í pan­eln­um. Ég sá fyrir mér  að það tæk­ist ekki á næstu miss­erum að ná ásætt­an­legu sam­komu­lagi milli allra hags­muna­að­ila um þessa þætti.

Í þessu sam­bandi ber einnig að nefna sam­spil líf­eyris frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóð­anna, en eins og kunn­ugt er þá eru skerð­ing­ar­á­kvæði almanna­trygg­inga mjög mikil og óásætt­an­leg, einkum fyrir þá sem eiga lítil líf­eyr­is­rétt­indi. Nýlegt dæmi um þetta er aft­ur­virk laga­setn­ing á líf­eyr­is­sjóð­ina varð­andi víxl­verkun á greiðslum almanna­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóða, sem sam­þykkt var á Alþingi í einu hend­ingskasti fyrir fáeinum dög­um. Svo virð­ist því miður sem stjórn­mála­menn hafi snúið líf­eyr­is­kerf­inu algjör­lega á hvolf, þannig að þeir líti svo á að líf­eyr­is­sjóð­inrir séu á fyrsta þrepi líf­eyr­is­kerf­is­ins en almanna­trygg­ingar á öðru þrepi. Það merkir að Trygg­inga­stofnun bíður með að úrskurða  elli- eða örorku­líf­eyri, og gerir það ekki  á undan líf­eyr­is­sjóð­un­um, eins og almennt hefur tíðkast.  Með þessum öfug­snún­ingi getur Trygg­inga­stofnun strax skert sínar líf­eyr­is­greiðsl­ur. Þetta er eins­dæmi hér á landi og þekk­ist hvergi meðal nágranna­þjóða okk­ar. Svo virð­ist að þeir sem halda um stjórn­völ­inn átti sig ekki á því að líf­eyr­is­sjóð­irnir voru stofn­aðir til að greiða líf­eyri, sem kæmi sem við­bót við bætur almanna­trygg­inga.

Traustið skiptir máli



Ég vil að lokum nefna eitt veiga­mikið atriði, sem ég tel að líf­eyr­is­sjóð­irnir og sam­tök vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að athuga sér­stak­lega og bregð­ast við. Sam­kvæmt könn­un  MMR um traust til helstu stofn­ana sam­fé­lags­ins, bera fleiri traust til líf­eyr­is­sjóð­anna, heldur en til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, bank­anna og Alþing­is. Hins vegar bera lands­menn mun meiri traust til stétt­ar­fé­lag­anna en til líf­eyr­is­sjóð­anna.

Vænt­an­lega má rekja þessar nið­ur­stöður til hruns fjár­mála­mark­að­ar­ins í októ­ber 2008. Fjár­mála­stofn­anir fóru allar á hlið­ina. Líf­eyr­is­sjóð­irnir bogn­uðu hins vegar en brotn­uðu ekki í þeim stormi sem þá geys­aði. Hér þarf nauð­syn­lega að bæta ímynd líf­eyr­is­sjóð­anna og auka traustið á þeim. Van­traust á sjóð­ina bygg­ist vænt­an­lega á því að almenn­ingur telur að þeir hafi ekki bol­magn að standa við líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sínar í nútíð og fram­tíð.   Sú skoðun byggir á mis­skiln­ingi. Líf­eyr­is­sjóðir á almennum vinnu­mark­aði standa til­tölu­lega vel að vígi og líf­eyr­is­rétt­indi  opin­berra starfs­manna eru þrátt fyrir allt tryggð, þótt vand­inn sé mik­ill. Þessu þarf að koma til skila, svo og mik­il­vægi líf­eyr­is­sjóð­anna í íslensku sam­fé­lagi.

Við búum við gjör­breytt þjóð­fé­lag. Alþing­is­menn­irnir okkar eru ekki með sömu teng­ingu við verka­lýðs­hreyf­ing­una og áður var og þótti sjálf­sagt. Bak­land þing­manna í dag er ann­að. Nú er eng­inn Björn Jóns­son, Eðvarð Sig­urðs­son, Guð­mundur H. Garð­ars­son, Guð­mundur J. Guð­munds­son, Guð­mundur Hall­varðs­son, Hanni­bal Valdi­mars­son eða Karl Steinar Guðna­son, svo ég nefni verka­lýðs­leið­toga sem setið hafa á Alþingi og sem höfðu bæði vit og þekk­ingu að verja líf­eyr­is­sjóð­ina þegar að þeim var ráð­ist að ósekju. Þess vegna er enn brýnna í dag en áður að menn standi vakt­ina í líf­eyr­is­málum lands­manna.           

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None