Árið 2014: Fram og til baka

arid2014-ragnheidur.jpg
Auglýsing

Hug­ur­inn hvarflar til Norð­ur­slóða því fyrir til­stuðlan for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, er Ísland orð­inn vett­vangur víð­tæks alþjóð­legs sam­starfs um fram­tíð þess svæð­is. Mikil áskorun felst í nýjum tæki­færum þar og við verðum að skipa okkur verð­ugan sess í sam­starfi við aðrar þjóðir um að efla rann­sóknir og þátt­töku í stefnu­mótun með heild­ar­hags­muni að leið­ar­ljósi því ljóst er að nýjar sigl­inga­leið­ir, nýjar auð­lindir munu kalla á allt aðra auð­linda­um­ræðu en nú á sér stað og á milli fleiri þjóða.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir.

Við Íslend­ingar höfum löngum lýst legu lands­ins og aðstæðum þjóðar á þann veg að við búum á endi­mörkum hins byggi­lega heims og sú sýn hefur haft mikil áhrif á hug­ar­far og sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar. Nátt­úran til lands og sjávar hefur í gegnum tíð­ina minnt á sig í mörgum myndum og verið bæði gjöful og óvæg­in.

Auglýsing

Sem fyrr létu nátt­úru­öflin finna fyrir sér á árinu og minntu okkur óþyrmi­lega á hvað við erum í raun lítil og van­máttug þegar þau hefja upp raust sína. Enn hljómar raust þeirra í öfl­ugu gosi í Holu­hrauni, gló­andi hraunið rennur sína löngu leið, storknar síðan hægt og bít­andi, nýja hraunið fær nafn og verður ein­hvern tím­ann fært yfir­ferðar en ekki í bráð nema fugl­inum fljúg­andi. Hvað ég vildi vera einn þeirra fugla sem sæi þessi undur nátt­úr­unnar um leið og þau ger­ast

En ógnin er ekki yfir­staðin og eng­inn veit hvort eða hvenær breyt­ing verður á hegðun nátt­úru­afl­anna og hvar þau þá hefja upp raust sína að nýju og þá hvern­ig. En á Alþingi var lagt fram frum­varp sem veitir ráð­herra afar ríkar heim­ildir til að grípa inn í aðstæður sem nátt­úru­ham­farir kunna að skapa og er það alger­lega ljóst að sitt sýn­ist hverjum um það sem í því frum­varpi stend­ur. Sumir líkja frum­varp­inu við her­lög og verður fróð­legt að fylgj­ast með fram­vindu þess í með­förum þings­ins eftir ára­mót­in.

Beðið eftir skoðun umboðs­manns á leka­mál­inuLeka­málið úr Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu var fyr­ir­ferða­mikið á árinu og sér vart fyrir end­ann á því, þrátt fyrir að aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra hafi verið dæmdur og að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi sagt af sér sem ráð­herra, þá hefur Umboðs­maður Alþingis um margra vikna skeið verið að vinna að sér­stakri skoðun máls­ins. Það er hlut­verk Umboðs­manns Alþingis að gæta að því að trún­aður ríki um stjórn­sýsl­una og í sam­skiptum innan hennar og við borg­ar­ana. Þess er því beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu að Umboðs­maður Alþingis skili nið­ur­stöðum úr sér­stakri skoðun sinni á ein­staka efn­is­þáttum Leka­máls­ins.

Bar­átta þeirra, sem vilja ráð­stafa sem mestu af sínu sjálfsafla fé sjálfir, er ójöfn bar­áttu þeirra sem vilja sem mest úr rík­is­sjóði sér til handa og þar leggj­ast margir á árarnar

En í ljósi þess að upp­haf þessa leka­máls var sú ætlun að vísa hæl­is­leit­anda úr landi, þá tel ég það afar brýnt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust með hvaða hætti, með hvaða skil­yrðum og hversu hratt við viljum taka á móti erlendum rík­is­borg­urum sem og hæl­is­leit­endum sem hingað leita.

Vandað til verka við fjár­laga­gerð­inaÞað er mín trú að hér á landi sé hægt að reka gott heil­brigð­is­kerfi sem kostað er af skattfé en ég er þeirrar skoð­unar líka að þar geta fleiri komið að rekstri en opin­berir aðilar og held að við ættum í þeim efnum að horfa til þess sem Svíar hafa gert í ára­tugi. Ég hef líka þá trú að slíkt hið sama sé hægt að gera í mennta­kerf­inu en það liggur hins vegar í eðli stjórn­mál­anna að við verðum aldrei öll sátt eða sam­mála um þær aðferð­ir. Sumir segja að það sé merki um heil­brigt lýð­ræði að hlut­unum miði hægt áfram og að ágrein­ingur sé um hita­mál. Ég veit það ekki er ekki ein af þessum þol­in­móðu og vil sjá hrað­ari breyt­ingar á þessum sviðum í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Ágætur vinur minn hefur sagt að hættu­leg­asti tími fyrir skatt­greið­endur sé á aðvent­unni því þá er verið að loka fjár­lagaum­ræð­unni og allir reyna með ein­hverjum hætti að ná í pen­inga sem við skatt­greið­endur greiðum í rík­is­sjóð. Er honum bara alger­lega sam­mála. En við þing­menn vorum ekki að gæta hags­muna skatt­greið­enda við afgreiðslu fjár­laga, ef eitt­hvað er þá vorum við að tryggja það að fara enn dýpra í vasana á næstu árum þrátt fyrir lof­orð síð­ustu kosn­inga um að auka ekki rík­is­út­gjöld­in. Bar­átta þeirra, sem vilja ráð­stafa sem mestu af sínu sjálfsafla fé sjálfir, er ójöfn bar­áttu þeirra sem vilja sem mest úr rík­is­sjóði sér til handa og þar leggj­ast margir á árarn­ar. Rekstur rík­is­sjóða bólgnar og gam­alt og gott slag­orðið Báknið burt er löngu dautt því báknið er kjurt.

Hins vegar ber því að fagna að haf­ist var handa við að ein­falda virð­is­auka­skatts­kerfið og stefnt er að því að minnka þrepa­bil enn frekar, sömu­leiðis var ósann­gjarn skattur sem oft­ast hefur verið nefndur vöru­gjöld felldur brott af 800 vöru­flokk­um. En betur má ef duga skal, lækka þarf atvinnu­trygg­ing­ar-gjaldið enn frekar sem og almennan tekju­skatt bæði á ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Knústin er kannski sú eins og góður maður sagði að hafa skatt­pró­sent­una örlítið hærri en maður sjálfur kysi en að skatt­ur­inn væri flatur og eins laus við und­an­tekn­ingar og smugur og hægt er.

Mark­miðið á að vera að fækka blað­síð­unum í skatta­lög­gjöf­inni því með því móti minnkum við best vald rík­is­ins yfir ein­stak­ling­un­um. Svo er líka gott að hafa í huga að þegar skatt­kerfið er ein­falt þá er líka mjög ein­falt að lækka skatta ef þeir eru of háir.

Lands­mönnum öllum óska ég gleði­legs árs.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None