Árið 2014: Fram og til baka

arid2014-ragnheidur.jpg
Auglýsing

Hug­ur­inn hvarflar til Norð­ur­slóða því fyrir til­stuðlan for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, er Ísland orð­inn vett­vangur víð­tæks alþjóð­legs sam­starfs um fram­tíð þess svæð­is. Mikil áskorun felst í nýjum tæki­færum þar og við verðum að skipa okkur verð­ugan sess í sam­starfi við aðrar þjóðir um að efla rann­sóknir og þátt­töku í stefnu­mótun með heild­ar­hags­muni að leið­ar­ljósi því ljóst er að nýjar sigl­inga­leið­ir, nýjar auð­lindir munu kalla á allt aðra auð­linda­um­ræðu en nú á sér stað og á milli fleiri þjóða.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir.

Við Íslend­ingar höfum löngum lýst legu lands­ins og aðstæðum þjóðar á þann veg að við búum á endi­mörkum hins byggi­lega heims og sú sýn hefur haft mikil áhrif á hug­ar­far og sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar. Nátt­úran til lands og sjávar hefur í gegnum tíð­ina minnt á sig í mörgum myndum og verið bæði gjöful og óvæg­in.

Auglýsing

Sem fyrr létu nátt­úru­öflin finna fyrir sér á árinu og minntu okkur óþyrmi­lega á hvað við erum í raun lítil og van­máttug þegar þau hefja upp raust sína. Enn hljómar raust þeirra í öfl­ugu gosi í Holu­hrauni, gló­andi hraunið rennur sína löngu leið, storknar síðan hægt og bít­andi, nýja hraunið fær nafn og verður ein­hvern tím­ann fært yfir­ferðar en ekki í bráð nema fugl­inum fljúg­andi. Hvað ég vildi vera einn þeirra fugla sem sæi þessi undur nátt­úr­unnar um leið og þau ger­ast

En ógnin er ekki yfir­staðin og eng­inn veit hvort eða hvenær breyt­ing verður á hegðun nátt­úru­afl­anna og hvar þau þá hefja upp raust sína að nýju og þá hvern­ig. En á Alþingi var lagt fram frum­varp sem veitir ráð­herra afar ríkar heim­ildir til að grípa inn í aðstæður sem nátt­úru­ham­farir kunna að skapa og er það alger­lega ljóst að sitt sýn­ist hverjum um það sem í því frum­varpi stend­ur. Sumir líkja frum­varp­inu við her­lög og verður fróð­legt að fylgj­ast með fram­vindu þess í með­förum þings­ins eftir ára­mót­in.

Beðið eftir skoðun umboðs­manns á leka­mál­inu



Leka­málið úr Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu var fyr­ir­ferða­mikið á árinu og sér vart fyrir end­ann á því, þrátt fyrir að aðstoð­ar­maður inn­an­rík­is­ráð­herra hafi verið dæmdur og að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi sagt af sér sem ráð­herra, þá hefur Umboðs­maður Alþingis um margra vikna skeið verið að vinna að sér­stakri skoðun máls­ins. Það er hlut­verk Umboðs­manns Alþingis að gæta að því að trún­aður ríki um stjórn­sýsl­una og í sam­skiptum innan hennar og við borg­ar­ana. Þess er því beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu að Umboðs­maður Alþingis skili nið­ur­stöðum úr sér­stakri skoðun sinni á ein­staka efn­is­þáttum Leka­máls­ins.

Bar­átta þeirra, sem vilja ráð­stafa sem mestu af sínu sjálfsafla fé sjálfir, er ójöfn bar­áttu þeirra sem vilja sem mest úr rík­is­sjóði sér til handa og þar leggj­ast margir á árarnar

En í ljósi þess að upp­haf þessa leka­máls var sú ætlun að vísa hæl­is­leit­anda úr landi, þá tel ég það afar brýnt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust með hvaða hætti, með hvaða skil­yrðum og hversu hratt við viljum taka á móti erlendum rík­is­borg­urum sem og hæl­is­leit­endum sem hingað leita.

Vandað til verka við fjár­laga­gerð­ina



Það er mín trú að hér á landi sé hægt að reka gott heil­brigð­is­kerfi sem kostað er af skattfé en ég er þeirrar skoð­unar líka að þar geta fleiri komið að rekstri en opin­berir aðilar og held að við ættum í þeim efnum að horfa til þess sem Svíar hafa gert í ára­tugi. Ég hef líka þá trú að slíkt hið sama sé hægt að gera í mennta­kerf­inu en það liggur hins vegar í eðli stjórn­mál­anna að við verðum aldrei öll sátt eða sam­mála um þær aðferð­ir. Sumir segja að það sé merki um heil­brigt lýð­ræði að hlut­unum miði hægt áfram og að ágrein­ingur sé um hita­mál. Ég veit það ekki er ekki ein af þessum þol­in­móðu og vil sjá hrað­ari breyt­ingar á þessum sviðum í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Ágætur vinur minn hefur sagt að hættu­leg­asti tími fyrir skatt­greið­endur sé á aðvent­unni því þá er verið að loka fjár­lagaum­ræð­unni og allir reyna með ein­hverjum hætti að ná í pen­inga sem við skatt­greið­endur greiðum í rík­is­sjóð. Er honum bara alger­lega sam­mála. En við þing­menn vorum ekki að gæta hags­muna skatt­greið­enda við afgreiðslu fjár­laga, ef eitt­hvað er þá vorum við að tryggja það að fara enn dýpra í vasana á næstu árum þrátt fyrir lof­orð síð­ustu kosn­inga um að auka ekki rík­is­út­gjöld­in. Bar­átta þeirra, sem vilja ráð­stafa sem mestu af sínu sjálfsafla fé sjálfir, er ójöfn bar­áttu þeirra sem vilja sem mest úr rík­is­sjóði sér til handa og þar leggj­ast margir á árarn­ar. Rekstur rík­is­sjóða bólgnar og gam­alt og gott slag­orðið Báknið burt er löngu dautt því báknið er kjurt.

Hins vegar ber því að fagna að haf­ist var handa við að ein­falda virð­is­auka­skatts­kerfið og stefnt er að því að minnka þrepa­bil enn frekar, sömu­leiðis var ósann­gjarn skattur sem oft­ast hefur verið nefndur vöru­gjöld felldur brott af 800 vöru­flokk­um. En betur má ef duga skal, lækka þarf atvinnu­trygg­ing­ar-gjaldið enn frekar sem og almennan tekju­skatt bæði á ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Knústin er kannski sú eins og góður maður sagði að hafa skatt­pró­sent­una örlítið hærri en maður sjálfur kysi en að skatt­ur­inn væri flatur og eins laus við und­an­tekn­ingar og smugur og hægt er.

Mark­miðið á að vera að fækka blað­síð­unum í skatta­lög­gjöf­inni því með því móti minnkum við best vald rík­is­ins yfir ein­stak­ling­un­um. Svo er líka gott að hafa í huga að þegar skatt­kerfið er ein­falt þá er líka mjög ein­falt að lækka skatta ef þeir eru of háir.

Lands­mönnum öllum óska ég gleði­legs árs.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None