Fögur fyrirheit en leiðirnar óljósar – Umhverfisstefna Sósíalistaflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er til­tölu­lega nýtt stjórn­mála­afl sem vissu­lega byggir á gömlum grunni. Flokk­ur­inn hefur sett fram stefnu­skrá þar sem meðal ann­ars er fjallað um umhverf­is­mál. Stefnu­skráin er dálítið mikið í sím­skeyta­stíl, ekki verið að eyða of mörgum orðum í hlut­ina. Þetta veldur því að bein mark­mið eru óljós. Leiðir að þessum óljósu mark­miðum eru ekki alltaf skýr­ar, en fyrst og fremst lýsir stefnu­skráin við­horfum og gild­um.

Eitt þeirra við­horfa sem koma fram í stefnu­skjal­inu er að mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum sé ekki fyrir dag­inn í dag, heldur fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Þetta er kjarni máls­ins sem allt of sjaldan er nefnd­ur. En þó skyldi slá þann varnagla að fram­tíðin er ískyggi­lega nærri í umhverf­is­málum og við verðum að bregð­ast hratt við.

Eitt skeytið fjallar um að hverfa frá nýfrjáls­hyggju og að varpa ábyrgð á umhverf­is­málum á ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki. Þá er spurn, á almenn­ingur að vera laus allrar ábyrgð­ar? Árangur í umhverf­is­málum byggir á því að draga úr neyslu og sóun. Þar er hlut­verk og ábyrgð almenn­ings mik­il. Nema nátt­úru­lega ef komið væri á skömmt­un­ar­kerfi. Neðar í skjal­inu er skeyti um að leggja kvaðir á fyr­ir­tæki til að koma í veg fyrir sóun og þörf á urðun úrgangs. Má þá almenn­ingur sóa?

Auglýsing

Eitt stefnu­málið er að líta á almenn­ings­sam­göngur sem lið í umhverf­is­vernd og sjálf­sagða þjón­ustu. Á öðrum stað er stefnan að gera almenn­ingi kleift að eign­ast eða breyta far­ar­tækjum sínum fyrir vist­vænt elds­neyti. Þarna er á vissan hátt mót­sögn. Séu almenn­ings­sam­göngur góðar minnkar veru­lega þörfin á að eiga eigin far­ar­tæki. En lík­lega verður fyrst um sinn að huga að hvoru tveggja.

Mark­mið um að koma í veg fyrir svifryk með tak­mörkun á notkun nagla­dekkja er í sjálfu sér ágætt, en er ekki enn betra að tak­marka notkun einka­bíla eins og kostur er? Þá með góðu kerfi í almenn­ings­sam­göng­um.

Í sumu mætti halda að þekk­ing flokks­ins risti ekki mjög djúpt. Skeyti um að standa vörð um líf­ríki sjávar með verndun teg­unda og bann við brott­kasti. Þetta hefur nú verið í lögum um langan tíma. Hins vegar mætti fylgja lög­unum betur eftir og e.t.v. bæta þau.

Sam­an­tekt

Póli­tískt. Sós­í­alistar leita eftir fylgi meðal hinna tekju­lægri og þeim sem hafa trú á sós­í­al­isma. Segja má að í flestum atriðum ætti þessi stefna í umhverf­is­málum að höfða ágæt­lega til þessa hóps. Í stefn­unni koma fram við­horf sem miða að jöfn­uði og betra lífi fyrir alla. Helst vantar að taka dýpra í árinni varð­andi það að minnka sóun og eins er ekki minnst á að stöðva vöxt sem drif­kraft sam­fé­lags­ins. Fátt er í stefn­unni sem er lík­legt til ágrein­ings við flesta aðra flokka.

Efna­hags­lega er stefnan lítt tengd. Sem stafar senni­lega af því að leiðir að mark­miðum eru ekki greind­ar.

Sam­fé­lags­lega hliðin á stefn­unni er dálítið mikið þannig að ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki eigi að bera ábyrgð á öllu. Almenn­ingur eigi að því er virð­ist að vera alger­lega ábyrgð­ar­laus. Það gengur engan veg­inn í umhverf­is­mál­um.

Tækni­legar leiðir eru tæp­lega nefnd­ar. Þar af leiðir að ekk­ert er skoðað hvaða tækni­breyt­ingar séu nauð­syn­legar til að koma stefnu­málum áfram.

Almennt má segja að stefnu­skráin inni­haldi góð mark­mið og við­horf en sé lítið útfærð og verði fyrir vikið ekki mjög trú­verð­ug.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar