Framtíðarsýn ferðaþjónustu – ákvörðun um aðgerðir

Jóhannes Þór Skúlason segir að ef okkur heppnast vel að setja saman aðgerðaáætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu á grunni stefnurammans til 2030 munum við á næstu árum öðlast sterkari atvinnugrein sem skili samfélaginu meiri verðmætum ár hvert.

Auglýsing

Eftir rúm­lega ára­tug í störfum innan og utan stjórn­mála­flokka og stjórn­kerf­is­ins er það orðin rök­studd skoðun mín að þegar kemur að stefnu­mörkun séum við sem þjóð almennt nokkuð góð í að sjá fyrir okkur hvert við viljum kom­ast, en oft léleg í að setja skýrar og aðgerða­mið­aðar áætl­anir um það hvernig við ætlum að kom­ast þangað og fylgja þeim fast eft­ir.

Skipu­lag Stjórn­ar­ráðs Íslands, þar sem ráðu­neytin eru í raun hlið­sett mála­flokka­síló og lítil hefð er fyrir þver­lægri sam­vinnu milli síló­anna, hjálpar ekki til. Atvinnu­grein eins og ferða­þjón­usta, sem snertir mála­flokka nær allra ráðu­neyta verður reglu­lega vör við galla þessa skipu­lags.

Ef raun­veru­legur árangur á að nást í stefnu­mörkun um ferða­þjón­ustu til fram­tíðar þarf vinnan að vera með­vituð um þessa galla og vinna fram hjá þeim. Það krefst fyrst og fremst póli­tísks vilja. Stjórn­kerfið getur nefni­lega verið ótrú­lega öfl­ugt og árang­urs­ríkt þegar á reynir og skýr póli­tísk leið­sögn liggur fyr­ir.

Auglýsing

Stefnurammi um ferða­þjón­ustu til 2030

Á vegum ráðu­neytis ferða­mála, sem nú ber nafnið menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyti, hefur staðið yfir vinna síð­ustu vikur við upp­færslu stefnuramma um ferða­þjón­ustu sem var fyrst kynntur árið 2019 undir yfir­skrift­inni Leið­andi í sjálf­bærni: Fram­tíð­ar­sýn og leið­ar­ljós íslenskrar ferða­þjón­ustu til 2030. Í upp­hafi nýs árs stendur til að hefja vinnu við síð­ari hluta stefnu­mörk­un­ar­inn­ar, aðgerða­á­ætl­unar sem leggur grunn­inn að því að fram­tíð­ar­sýn stefnurammans verði að veru­leika.

Þetta er verk­efni sem upp­haf­lega var lagt upp og unnið á grund­velli sam­starfs fjög­urra ráðu­neyta, Sam­bands sveit­ar­fé­laga og Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í Stjórn­stöð ferða­mála en heims­far­ald­ur­inn haml­aði síð­ustu tvö ár.

Aðgerða­á­ætlun um ferða­þjón­ustu til 2030

Það er sann­ar­lega fagn­að­ar­efni að nú skuli stefnu­vinnan tekin upp af festu á ný. Ferða­þjón­ustan er stærsta útflutn­ings­grein þjóð­ar­inn­ar, ein mik­il­væg­asta atvinnu­skap­andi greinin í land­inu, mik­il­væg­asti drif­kraftur nýrra atvinnu­tæki­færa á lands­byggð­inni og mik­il­væg und­ir­staða lífs­kjara­bóta og auk­inna lífs­gæða um allt land. Þróun slíkrar greinar má ekki láta reka sjálf­krafa á reið­an­um.

Eins og við höfum öll séð und­an­farin ára­tug reynir ofur­hröð upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu, með tug­pró­senta vexti ár eftir ár, ekki síður harka­lega á ýmsa inn­viði sam­fé­lags­ins. Full­yrða má að ekk­ert sam­fé­lag hefði stað­ist full­kom­lega svo stíft álags­próf, og þá sér­stak­lega ekki sam­fé­lag sem enn glímdi við eft­ir­hreytur fjár­mála­hruns allt til árs­ins 2016. Þrátt fyrir það hefur ótrú­lega margt verið ótrú­lega vel gert á síð­ustu árum, en betur má ef duga skal.

Nú þegar komið er undan heims­far­aldri sjáum við ekki bara sömu áskor­an­irnar og við vorum að glíma við fyrir rúmum tveimur árum, sem hafa nú magn­ast upp, heldur sjáum við einnig nýjar áskor­an­ir. Í ein­hverjum til­fellum hafa und­an­farin tvö ár líka gefið okkur fjar­lægð og með henni skýr­ari sýn á það sem við er að glíma. Við höfum líka séð á þessum tíma að það eru engin sér­ís­lensk vanda­mál í þessu, flest nágranna- og sam­keppn­is­lönd okkar eru að glíma við sams konar áskor­anir á ein­hvern máta. Og af því má læra.

Ærin verk­efni

Ef við horfum til þess mark­miðs sem sett er fram í stefnuramm­an­um, að íslensk ferða­þjón­usta verði arð­söm og sam­keppn­is­hæf atvinnu­grein sem rekin er í sátt við land og þjóð, er ljóst að hér eru ekki bara nokkur ein­föld verk­efni sem þarf að leysa.

Meðal áskor­ana sem þarf að takast á við á næstu árum eru upp­bygg­ing og álags­stýr­ing á áfanga­stöð­um; dreif­ing ferða­manna yfir árið og um allt land; orku­skipti í sam­göngum og upp­bygg­ing orku­skipta­inn­viða; fjár­fest­inga­um­hverfi ferða­þjón­ustu og bætt aðgengi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja að fjár­magni til nýsköp­unar og vöru­þró­un­ar; ýmsar áskor­anir tengdar mannauði og auknum gæð­um, t.d. upp­bygg­ing náms­leiða í ferða­þjón­ustu­tengdum grein­um, ein­földun reglu­verks og leyf­is­veit­inga­kerf­is; aukin sam­þætt­ing stefnu varð­andi alþjóða­teng­ingar og stefnu í ferða­þjón­ustu almennt, gjald­töku­um­hverfi opin­berra aðila og einka­að­ila sem snýr að ferða­mönnum og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um; upp­bygg­ing þjóð­garða og frið­lýstra svæða; upp­færsla og nauð­syn­legar breyt­ingar á lagaum­hverfi ferða­þjón­ustu og skipt­ingu mála­flokka milli ráðu­neyta og und­ir­stofn­ana þeirra; Færsla neyt­enda­mark­aðs­setn­ingar fyrir áfanga­stað­inn Ísland úr átaks­verk­efnum yfir í föst verk­efni; stór­aukin og bætt gagna­öflun og úrvinnsla um atvinnu­grein­ina og áhrif hennar og bætt umhverfi til upp­bygg­ingar hvata- lúx­us- og heil­brigð­is­ferða­þjón­ustu.

Hér er stiklað á stóru, en af upp­taln­ing­unni geta þó allir séð í hendi sér að verk­efnin eru fæst ein­föld úrlausnar né þess eðlis að þau verði unnin innan eins ráðu­neyt­is­sílós. Aug­ljós þörf er á mik­illi sam­vinnu milli ráðu­neyta og stofn­ana, þar sem hver ber á byrgð á sínum hluta mis­mun­andi verk­efna en allir vinna sem ein heild að sömu heild­ar­mark­mið­um. Og þar er atvinnu­greinin sjálf auð­vitað ekki stikk­frí held­ur.

Árið 2023 er mik­il­vægt ár

Hjá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar höfum við mikla trú á því að þetta sé hægt. Við höfum almennt afar góða reynslu af mik­illi sam­vinnu við ráðu­neyti og stofn­anir sam­fé­lags­ins og vitum að þetta er hægt. Það mik­il­væg­asta sem þarf til er póli­tískur vilji og dírek­sjón um að hlut­ina skuli gera á þann hátt sem skilar árangri. Og við vitum að sá vilji er til stað­ar.

Því að ávinn­ing­ur­inn fyrir sam­fé­lagið allt er gríð­ar­leg­ur. Ef okkur heppn­ast vel að setja saman aðgerða­á­ætlun um upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu á grunni stefnurammans til 2030, og ef okkur heppn­ast vel að fylgja tíma­setn­ingum hennar eftir með því fjár­magni sem til þarf, munum við á næstu árum öðl­ast sterk­ari atvinnu­grein sem skilar sam­fé­lag­inu meiri verð­mætum ár hvert, meiri verð­mætum í skattfé til ríkis og sveit­ar­fé­laga og um leið styrkja enn betur und­ir­stöður lífs­kjara og lífs­gæða þjóð­ar­innar til fram­tíð­ar.

Það er því til mik­ils að vinna fyrir okkur öll á árinu 2023.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit