Gleðilega #@%$! sóttkví

Svanhildur Hólm Valsdóttir er í sóttkví. Henni hefur stundum orðið illt í stjórnarskránni og meðalhófinu á síðustu misserum og telur að þeim fjölgi sem líður þannig. Þess vegna heldur hún að yfirvöld eigi á hættu að tapa klefanum.

Auglýsing

Mig langar alls ekki til að vera týpan sem skrifar (aft­ur) ára­móta­grein um heims­far­aldur og tekur enn eitt brjálið yfir ástandi þar sem fólk er almennt að reyna að gera sitt besta. Það var heldur ekki plan­ið, alveg þangað til yngsta barnið fór í lok vik­unnar að tala um að það fyndi bara asetón­lykt. Jólin á þessu heim­ili verða því fjög­urra manna prógramm, þar sem þrír eiga að vera í sótt­kví og eitt ell­efu ára eld­hresst barn í ein­angr­un. Þetta hljómar kannski ekki svo illa, en þá á eftir að taka með í reikn­ing­inn að við eigum fimm önnur börn, þar af eitt sem býr hjá okkur en slapp naum­lega við sótt­kví, tengda­börn og þrjú barna­börn. Þetta er sem sagt ekki óska­á­stand.

Sem betur fer hafa hug­myndir fólks um sótt­kví og ein­angrun mild­ast tals­vert frá fyrstu bylgju, þegar manni fannst að umgang­ast þyrfti covid-smit­aða eins og geisla­virkan úrgang. Eða ég hef alla­vega ákveðið að skilja það þannig. Síð­ustu daga hef ég sem sagt þurft að kynna mér ýmis sótt­varna­hug­tök, eins og til dæmis útsetn­ing­ar­dag. Sótt­kví er miðuð við þann dag, en þar sem mér finnst óhugs­andi að loka barnið mitt inni í her­bergi, tala við það á FaceTime og færa því mat á bakka geri ég ráð fyrir að vera í smá ves­eni. Kannski verður þessi játn­ing til þess að ég þarf að vera í sótt­kví að eilífu, með mínar þrjár bólu­setn­ingar og nei­kvæðu covid-­próf, en ég á samt svo­lítið erfitt með að trúa því að fólk yfir­leitt fari mjög stíft eftir þessu. Sögur af ferm­ing­ar­börnum á far­sótt­ar­hót­elum hljóta að vera und­an­tekn­ing en ekki regla.

Þótt við höfum bless­un­ar­lega ekki gengið eins langt og ýmis lönd í kringum okkar er það ekki nóg til þess að álykta sem svo að hér sé allt í lukk­unnar vel­standi og að ekki megi gagn­rýna neinar ákvarð­anir sem tengj­ast sótt­vörn­um. Við hjónin erum svo heppin að geta sinnt vinnu heiman frá okkur í þessu ástandi þótt af því sé marg­vís­legt óhag­ræði. Það búa ekki allir svo vel og bæði starfs­fólk og vinnu­veit­endur eru í vanda vegna sótt­kvíar og ein­angr­un­ar, auk þess sem allt sam­fé­lagið þarf og hefur þurft að takast á við ýmsar tak­mark­an­ir. Manni hefur ein­fald­lega stundum orðið illt í stjórn­ar­skránni og með­al­hóf­inu á síð­ustu miss­erum og mér finnst þeim fjölga sem líður þannig. Þess vegna held ég að yfir­völd eigi á hættu að tapa klef­an­um.

Við erum öll mann­leg og það er þetta sam­spil vona og von­brigða sem er svo lýj­andi. Um síð­ustu ára­mót héldum við að það stytt­ist í enda­mark­ið. Bólu­efnin voru á leið­inni og allt á upp­leið. Svo breytt­ist allt. Ég held að á þessu ári hafi okkur flestum liðið eins og ein­hver hafi skráð okkur í 800 metra hlaup sem óvart varð að 3.000 metra hindr­un­ar­hlaupi. Og nú hefur enn eitt afbrigðið skotið upp koll­in­um. Þótt það virð­ist væg­ara en hin eru skila­boð stjórn­valda þannig að gera má ráð fyrir að í raun sé þetta mara­þon. Sem við ætl­uðum okkur aldrei að taka þátt í.

Auglýsing
Það er eng­inn að segja að þetta sé auð­veld staða eða að við öllum spurn­ingum sé til aug­ljóst svar. Kannski er hluti af lausn­inni samt sem áður sú að leyfa umræður um aðgerðir áður en til þeirra er grip­ið. Að rík­is­stjórnin deili bæði upp­lýs­ingum og ábyrgð með Alþingi þannig að fleiri sjón­ar­mið kom­ist að og ákvarð­anir verði gegn­særri. Síð­ast en ekki síst þarf að vera skýrt hvernig aðgerðir og hags­munir almenn­ings – hags­munir ein­stak­linga – veg­ast á. Er til dæmis verj­andi að skerða frelsi barna, tak­marka skóla­sókn þeirra eða þátt­töku í frí­stunda­starfi, til að vernda hags­muni full­orð­inna? Það má heldur ekki gleym­ast að það er ekki afsökun að kerfið sé bara svona eða regl­urnar segi eitt­hvað. Fólk tekur ákvarð­an­ir, ekki kerfi. Og ef kerfi virka ekki nógu vel eða eru ekki skyn­sam­leg, þarf að bregð­ast við.

Það hefur ekki verið fjallað oftar um neitt mál en þennan far­aldur í íslenskum fjöl­miðlum í tvö ár. Hvorki Trump, lofts­lags­mál né kosn­ingar kom­ast með tærnar þar sem hann hefur hæl­ana. Og þegar ofan á bæt­ist eigið sál­ar­tet­ur, í sótt­kví með ókeyptar jóla­gjafir og ofur­hresst covid-­barn á fjórða degi, er kannski ekki nema von að hug­ur­inn leiti á þessar slóðir undir lok árs. Ég krossa að sjálf­sögðu fingur en þekkj­andi sam­band mitt við for­sjón­ina og heppni almennt, er allt eins lík­legt að ég sitji bragð­skyns­laus á aðfanga­dags­kvöld að borða jóla­köku með rækju­sal­ati. Mér skilst nefni­lega á mér lengra komnum að þegar bragðið fer sé áferðin allt og þessi blanda sé ein­stak­lega áhuga­verð.

Svo vona ég allra vegna að ég hafi nákvæm­lega enga ástæðu til að skrifa um þessa veiru að ári.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit