Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar

Sigmar Guðmundsson skrifar um viðbrögð forstjóra Persónuverndar við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Auglýsing

Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar og hennar staðgengli, slást fyrir augljósum hagsmunum almennings á síðustu dögum. Persónuvernd gerði „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, óskaði eftir skýrslunni ásamt fleiri þingmönnum. Biðin eftir henni var löng og loks þegar skýrslan kom var hún hvorki fugl né fiskur. Lykilupplýsingum var haldið frá almenningi og þinginu með vísan í persónuverndarlög, sem var svo tilefni hinna alvarlegu athugasemda.

Helga Þórisdóttir fór svo í viðtal og kjarnaði þar hugsun sem allir ráðherrar, nú og í framtíðinni, ættu að skrifa á blað, ramma inn og hengja upp á vegg á skrifstofum sínum. „Það sem okkur finnst bara mjög miður er það að þegar mál varða mikla hagsmuni í íslensku samfélagi þá hefur stundum verið vísað til persónuverndarlaga sem skálkaskjól til að leyna upplýsingum.“ Þetta eru orð að sönnu. Fréttamenn þekkja þetta tregðulögmál kerfisins vel. Það getur þurft óskaplega eftirgangssemi og nánast glóandi tangir til að herja út upplýsingar sem varða hagsmuni almennings úr ráðuneytum og stofnunum.

Auglýsing
Helga á sem sagt allt hrós skilið fyrir framgönguna. Hún stóð í lappirnar gegn sérhagsmunum og tók sér stöðu með almenningi og sjálfsagðri kröfu um upplýsingagjöf. Fálkaorða hefur verið hengd á hálsa af minna tilefni. Stofnun hennar á að þjóna almenningi en ekki ráðherra eða ráðuneyti sem í þessu tilfelli teygði sig í ystu myrkur leyndarhyggjunnar. Viðbrögð ráðherrans voru alveg óskaplega fyrirsjáanleg. Í önugri Facebook færslu setti hann ofan í við Persónuvernd og sakaði hana um rógburð. Íslenskara verður það ekki. Staðreyndin er sú að lagatúlkun ráðuneytisins er í besta falli hæpin. Og það sem skiptir ekki síður máli, ekki var haft samband við Persónuvernd sem hefði leiðbeint ráðuneytinu á réttar slóðir. Klúðrið og ábyrgðin liggur því hjá ráðherra.

Fleiri embættismenn hafa vakið eftirtekt fyrir skelegg orð á síðustu vikum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vakti athygli á því í Stundinni að eftirlit á Íslandi sé talað niður og að stjórnvöld standi ekki með eftirlitsstofnunum. Eins var áhugavert þegar Seðlabankastjóri sagði að Íslandi væri að miklu leit stjórnað af hagsmunahópum. Þetta höfum við í Viðreisn reyndar vitað lengi, en það er hressandi og frískandi að svo háttsettir embættismenn stígi fram og segi það augljósa. Það hefur mun meiri vigt en hin hefðbundna pólitíska umræða. Það ríkir skilningur á því að embættismenn þurfi að stíga varlega til jarðar þegar þeir tala opinberlega og erfitt er fyrir þá að tala um einstök mál. En það eykur jafnframt traust þegar þeir stíga fram og tala af þunga um þær kerfislægu skekkjur sem svo víða er að finna í samfélaginu. Með því taka þeir almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Og sinna með því hlutverki sínu.

Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar