Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar

Sigmar Guðmundsson skrifar um viðbrögð forstjóra Persónuverndar við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Auglýsing

Það hefur verið aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með Helgu Þór­is­dótt­ur, for­stjóra Per­sónu­verndar og hennar stað­geng­li, slást fyrir aug­ljósum hags­munum almenn­ings á síð­ustu dög­um. Per­sónu­vernd gerði „al­var­legar athuga­semd­ir“ við skýrslu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi. Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, óskaði eftir skýrsl­unni ásamt fleiri þing­mönn­um. Biðin eftir henni var löng og loks þegar skýrslan kom var hún hvorki fugl né fisk­ur. Lykil­upp­lýs­ingum var haldið frá almenn­ingi og þing­inu með vísan í per­sónu­vernd­ar­lög, sem var svo til­efni hinna alvar­legu athuga­semda.

Helga Þór­is­dóttir fór svo í við­tal og kjarn­aði þar hugsun sem allir ráð­herr­ar, nú og í fram­tíð­inni, ættu að skrifa á blað, ramma inn og hengja upp á vegg á skrif­stofum sín­um. „Það sem okkur finnst bara mjög miður er það að þegar mál varða mikla hags­muni í íslensku sam­fé­lagi þá hefur stundum verið vísað til per­sónu­vernd­ar­laga sem skálka­skjól til að leyna upp­lýs­ing­um.“ Þetta eru orð að sönnu. Frétta­menn þekkja þetta tregðu­lög­mál kerf­is­ins vel. Það getur þurft óskap­lega eft­ir­gangs­semi og nán­ast gló­andi tangir til að herja út upp­lýs­ingar sem varða hags­muni almenn­ings úr ráðu­neytum og stofn­un­um.

Auglýsing
Helga á sem sagt allt hrós skilið fyrir fram­göng­una. Hún stóð í lapp­irnar gegn sér­hags­munum og tók sér stöðu með almenn­ingi og sjálf­sagðri kröfu um upp­lýs­inga­gjöf. Fálka­orða hefur verið hengd á hálsa af minna til­efni. Stofnun hennar á að þjóna almenn­ingi en ekki ráð­herra eða ráðu­neyti sem í þessu til­felli teygði sig í ystu myrkur leynd­ar­hyggj­unn­ar. Við­brögð ráð­herr­ans voru alveg óskap­lega fyr­ir­sjá­an­leg. Í önu­gri Face­book ­færslu setti hann ofan í við Per­sónu­vernd og sak­aði hana um róg­burð. Íslenskara verður það ekki. Stað­reyndin er sú að laga­túlkun ráðu­neyt­is­ins er í besta falli hæp­in. Og það sem skiptir ekki síður máli, ekki var haft sam­band við Per­sónu­vernd sem hefði leið­beint ráðu­neyt­inu á réttar slóð­ir. Klúðrið og ábyrgðin liggur því hjá ráð­herra.

Fleiri emb­ætt­is­menn hafa vakið eft­ir­tekt fyrir skel­egg orð á síð­ustu vik­um. For­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vakti athygli á því í Stund­inni að eft­ir­lit á Íslandi sé talað niður og að stjórn­völd standi ekki með eft­ir­lits­stofn­un­um. Eins var áhuga­vert þegar Seðla­banka­stjóri sagði að Íslandi væri að miklu leit stjórnað af hags­muna­hóp­um. Þetta höfum við í Við­reisn reyndar vitað lengi, en það er hressandi og frísk­andi að svo hátt­settir emb­ætt­is­menn stígi fram og segi það aug­ljósa. Það hefur mun meiri vigt en hin hefð­bundna póli­tíska umræða. Það ríkir skiln­ingur á því að emb­ætt­is­menn þurfi að stíga var­lega til jarðar þegar þeir tala opin­ber­lega og erfitt er fyrir þá að tala um ein­stök mál. En það eykur jafn­framt traust þegar þeir stíga fram og tala af þunga um þær ­kerf­is­læg­u ­skekkjur sem svo víða er að finna í sam­fé­lag­inu. Með því taka þeir almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni. Og sinna með því hlut­verki sínu.

Höf­undur er í 2. sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar