Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar

Sigmar Guðmundsson skrifar um viðbrögð forstjóra Persónuverndar við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Auglýsing

Það hefur verið aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með Helgu Þór­is­dótt­ur, for­stjóra Per­sónu­verndar og hennar stað­geng­li, slást fyrir aug­ljósum hags­munum almenn­ings á síð­ustu dög­um. Per­sónu­vernd gerði „al­var­legar athuga­semd­ir“ við skýrslu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins í íslensku atvinnu­lífi. Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, óskaði eftir skýrsl­unni ásamt fleiri þing­mönn­um. Biðin eftir henni var löng og loks þegar skýrslan kom var hún hvorki fugl né fisk­ur. Lykil­upp­lýs­ingum var haldið frá almenn­ingi og þing­inu með vísan í per­sónu­vernd­ar­lög, sem var svo til­efni hinna alvar­legu athuga­semda.

Helga Þór­is­dóttir fór svo í við­tal og kjarn­aði þar hugsun sem allir ráð­herr­ar, nú og í fram­tíð­inni, ættu að skrifa á blað, ramma inn og hengja upp á vegg á skrif­stofum sín­um. „Það sem okkur finnst bara mjög miður er það að þegar mál varða mikla hags­muni í íslensku sam­fé­lagi þá hefur stundum verið vísað til per­sónu­vernd­ar­laga sem skálka­skjól til að leyna upp­lýs­ing­um.“ Þetta eru orð að sönnu. Frétta­menn þekkja þetta tregðu­lög­mál kerf­is­ins vel. Það getur þurft óskap­lega eft­ir­gangs­semi og nán­ast gló­andi tangir til að herja út upp­lýs­ingar sem varða hags­muni almenn­ings úr ráðu­neytum og stofn­un­um.

Auglýsing
Helga á sem sagt allt hrós skilið fyrir fram­göng­una. Hún stóð í lapp­irnar gegn sér­hags­munum og tók sér stöðu með almenn­ingi og sjálf­sagðri kröfu um upp­lýs­inga­gjöf. Fálka­orða hefur verið hengd á hálsa af minna til­efni. Stofnun hennar á að þjóna almenn­ingi en ekki ráð­herra eða ráðu­neyti sem í þessu til­felli teygði sig í ystu myrkur leynd­ar­hyggj­unn­ar. Við­brögð ráð­herr­ans voru alveg óskap­lega fyr­ir­sjá­an­leg. Í önu­gri Face­book ­færslu setti hann ofan í við Per­sónu­vernd og sak­aði hana um róg­burð. Íslenskara verður það ekki. Stað­reyndin er sú að laga­túlkun ráðu­neyt­is­ins er í besta falli hæp­in. Og það sem skiptir ekki síður máli, ekki var haft sam­band við Per­sónu­vernd sem hefði leið­beint ráðu­neyt­inu á réttar slóð­ir. Klúðrið og ábyrgðin liggur því hjá ráð­herra.

Fleiri emb­ætt­is­menn hafa vakið eft­ir­tekt fyrir skel­egg orð á síð­ustu vik­um. For­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vakti athygli á því í Stund­inni að eft­ir­lit á Íslandi sé talað niður og að stjórn­völd standi ekki með eft­ir­lits­stofn­un­um. Eins var áhuga­vert þegar Seðla­banka­stjóri sagði að Íslandi væri að miklu leit stjórnað af hags­muna­hóp­um. Þetta höfum við í Við­reisn reyndar vitað lengi, en það er hressandi og frísk­andi að svo hátt­settir emb­ætt­is­menn stígi fram og segi það aug­ljósa. Það hefur mun meiri vigt en hin hefð­bundna póli­tíska umræða. Það ríkir skiln­ingur á því að emb­ætt­is­menn þurfi að stíga var­lega til jarðar þegar þeir tala opin­ber­lega og erfitt er fyrir þá að tala um ein­stök mál. En það eykur jafn­framt traust þegar þeir stíga fram og tala af þunga um þær ­kerf­is­læg­u ­skekkjur sem svo víða er að finna í sam­fé­lag­inu. Með því taka þeir almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni. Og sinna með því hlut­verki sínu.

Höf­undur er í 2. sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar