Hver á lag?

Magnús Hrafn Magnússon, lögmaður sem sérhæfir sig í hugverkarétti, skrifar um ágreining sem tengist höfundarrétti á tónlist.

Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn Jóhann Helga­son bíður nú áheyrnar áfrýj­un­ar­dóm­stóls í Banda­ríkj­unum í máli hans gegn Uni­ver­sal vegna lík­inda Sökn­uður við lagið You Raise Me Up. Fyr­ir­taka er fyr­ir­huguð þann 16. nóv­em­ber næst­kom­andi. Mála­til­bún­aður Jóhanns hefur ekki fengið hljóm­grunn hingað til. 

Ágrein­ingur tengdur höf­und­ar­rétti á tón­list rekur reglu­lega á fjörur dóm­stóla í Banda­ríkj­un­um. Eftir nið­ur­stöðu í svoköll­uðu Blur­red Lines máli árið 2018 milli hand­hafa höf­und­ar­réttar lags­ins Got to Give it Up eftir Mar­vin Gaye og Pharrell Willi­ams og Robin Thicke, höf­unda Blur­red Lines hafa slík mál tekið sér­staka stefnu. Nokkuð er um sam­an­burð á net­inu á lög­un­um. Dóm­stólar töldu höf­unda Blur­red Lines ekki endi­lega hafa stolið úr lag­inu miðað við hefð­bundna mæli­kvarða um sam­an­burð lag­línu og hljóma en töldu frekar að höf­und­arnir hafi, án heim­ild­ar, nýtt sér það sem kallað er „feel“ eða „vi­be“ eldra lags­ins frá 1977. Annar höf­unda lags­ins, Pharrell Willi­ams hafði m.a. áður sagt að lagið Blur­red Lines væri virð­ing­ar­vottur (e. homa­ge) til þeirrar tón­list­ar­stefnu sem lagið Got to Give it Up á rætur í. Það sem fyrst og fremst var áþekkt með lög­unum var trommutaktur og taktur (e. patt­ern) spil­aður á kúa­bjöllu sem saman mynd­uðu ákveðna stemn­ingu. Nið­ur­staðan var afar umdeild og einn dóm­ar­anna skil­aði beittu minni­hluta­á­liti og taldi að meiri­hluti dóms­ins hafi heim­ilað hand­höfum höf­und­ar­réttar eldra lags­ins það sem engum hafi áður tekist, að slá eign sinni á til­tekna teg­und tón­listar (e. musical style) og að þetta muni „strike a devasta­ting blow to fut­ure musici­ans and compos­ers everywhere“ (sjá minni­hluta­á­lit á bls. 57). Hand­hafar höf­und­ar­rétt­ar­ins töldu þetta að sama skapi sigur fyrir tón­list­ar­fólk. 

Óskýrar línur

Dóm­ur­inn og máls­höfð­unin höfðu mikil áhrif. Mála­rekstur af þessu tagi er kostn­að­ar­sam­ur, tekur langan tíma og bóta­fjár­hæðir geta verið svim­andi háar. Til dæmis var höf­undum Blur­red Lines, til við­bótar við bóta­greiðslu, gert að afsala helm­ing tekna af fram­tíðar stef­gjöldum lags­ins til erf­ingja Mar­vin Gaye. Til að forð­ast lang­vinnar og kostn­að­ar­samar deilur eru tón­list­ar­menn í Banda­ríkj­unum því ein­fald­lega farnir að gefa eftir hluta af höf­und­ar­rétti sínum ef upp koma sjón­ar­mið um að þeir hafi verið of inn­blásnir af til­tek­inni tón­list eða jafn­vel tón­list­ar­stefnu. Þannig afsal­aði til dæmis Sam Smith hluta af höf­und­ar­rétti sínum vegna lags­ins Stay With Me til Tom Petty sem samdi lagið I Won‘t Back Down þrátt fyrir að höf­undar Stay With Me hafi full­yrt að þeir hafi ekki vitað af lagi Tom Petty og alls ekki haft það í huga við sína sköp­un. Annað dæmi er afsal Taylor Swift á hluta höf­und­ar­réttar vegna lags­ins Look What you Made Me Do þar sem umræða skap­að­ist um að við­lag lags­ins (sjá 1:05 og áfram) hafi verið of „inn­blásið“ af helsta sköp­un­ar­verki hljóm­sveit­ar­innar Right Said Fred, I‘m Too Sexy.

Auglýsing
Nýjasta dæmið er tón­list­ar­mað­ur­inn Oli­via Rodrigo sem gaf út Plöt­una Sour vorið 2021. Tón­list­ar­mað­ur­inn tal­aði opin­skátt um áhrifa­valda sína fyrir útgáfu plöt­unn­ar.  All­nokkur lög á plöt­unni urðu afar hratt mjög vin­sæl. Má til dæmis nefna Dri­vers License, Good 4 U og Deja Vu. Fljót­lega eftir útgáfu plöt­unnar fóru að birt­ast sam­an­burð­ar­mynd­bönd á twitter og ann­ars staðar þar sem því var velt upp hvort Rodrigo hafi gengið of langt í að sækja sér inn­blástur í áhrifa­valda sína. Engin dóms­mál voru höfðuð en umræðan nægði til þess að Rodrigo hefur nú gefið eftir hluta höf­unda­réttar síns vegna fjölda laga á plöt­unni. Þannig hafa Para­mor­e,  höf­undar lags­ins Mis­ery Business fengið hluta af höf­und­ar­rétti lags­ins Good 4 U og Taylor Swift, höf­undur lags­ins Cruel Sum­mer fékk hluta af höf­und­ar­rétti lags­ins Deja Vu. Ekki allir þeir sem nefndir hafa verið sem fyr­ir­myndir Rodrigo hafa kraf­ist hluta úr höf­und­ar­rétti laga henn­ar. Þegar net­verjar fóru til dæmis að bera gít­ar­stefið í lagi Rodrigo, Bru­tal (sjá 0:14) við gít­ar­stef  lags­ins Pump It Up með Elvis Costello & The Attract­ions, hrós­aði Costello Rodrigo á Twitter og sagði að svona hefði þetta alltaf verið gert.

Þessi þróun hefur leitt til þess að frægt tón­list­ar­fólk er nú hik­andi við að ræða hvaðan það sækir sinn inn­blástur af ótta við að aðilar muni í kjöl­farið krefj­ast hluta af höf­und­ar­rétti laga. Ástæðan er sú að lít­ill hluti í höf­und­ar­rétti lags sem slær í gegn í Banda­ríkj­unum getur auð­veld­lega skilað umtals­verðum fjár­munum í formi stef­gjalda vegna spil­unar í útvarpi.

Himna­stig­inn

Tveir dómar hafa þó nýlega fallið vest­an­hafs í málum kunna að hafa áhrif á þessa þró­un. Ann­ars vegar er um að ræða sigur Katy Perry í máli sem varðar sam­an­burð á smelli hennar Dark Horse við lag rapp­ar­ans Marcus Gray, Joy­ful Noise. Perry hafði áður tapað mál­inu í und­ir­rétti. Hins vegar er um að ræða mál þar sem höf­undar lags­ins Spi­rit með hljóm­sveit­inni Taurus höfð­uðu gegn Robert Plant höf­undi Stairway to Hea­ven. Það er óþarfi að hlekkja á hið síð­ar­nefnda enda upp­hafs­stefið sem um ræðir svo þekkt að allir þeir sem reyna að spila það inn í gít­ar­búðum eru umsvifa­laust reknir út. Sá hluti lags­ins Spi­rit sem Taurus menn töldu Plant hafa fengið lán­aðan byrjar á 0:43 hér.

Sá mála­rekstur hófst árið 2013 en lauk árið 2020 með end­an­legum sigri Robert Plant. Höf­undar Spi­rit héldu því m.a. fram að Robert Plant hafi þekkt lagið Spi­rit þar sem hann hafi heyrt það á tón­leikum í Birming­ham árið 1970, rétt áður en Stairway to Hea­ven kom út. Bassa­leik­ari Taurus, Mark Andes nokk­ur, bar því við að eftir þá tón­leika hafi hann og Plant spilað saman snóker. Plant kom fyrir dóm­inn. Hann mundi aðspurður ekk­ert frá þessu kvöldi vegna þess að hann og kona hans lentu í bílslysi á leið heim það kvöld þar sem höfuð þeirra skall í fram­rúðu Jagu­ar­bif­reiðar hans og sem olli minnis­leysi. Tón­list­ar­sér­fræð­ingar máls­ins sögðu að sá hluti lag­anna sem kalla mætti sam­bæri­legan væri afar algengt stef sem þekkt hafi verið jafn­vel öldum sam­an. Meðal ann­ars var vísað til lags­ins Chim Chim Cher-ee frá 1964 úr dans- og söngva­mynd­inni Mary Popp­ins. 

Á Íslandi hafa dóm­stólar ekki fengið tæki­færi til að afmarka á hvaða hátt þeir muni bera saman eitt tón­verk eða hluta úr tón­verki við annað við mat sitt á því hvort um ólög­mæta notkun hug­verks sé að ræða í skiln­ingi höf­unda­laga. Slík mál hafa þó vissu­lega komið upp

Til eru dómar frá Norð­ur­lönd­unum þar sem reynt hefur á lík­indi laga í skiln­ingi höf­und­ar­réttar en íslenskir dóm­stólar líta oft til nor­rænnar fram­kvæmd­ar. Sem dæmi má nefna höf­unda sænska lags­ins Tala um Vart Du Ska Rese frá 1973 sem töldu höf­unda lags­ins Vil Du Bli Min Fru frá 1995 hafa farið ófrjálsri hendi um ein­falt fiðlu­stef í upp­hafi fyrr­nefnda lags­ins. Á það féllst Hæsti­réttur Sví­þjóð­ar. 

Höf­undur er lög­maður sem sér­hæfir sig m.a. í hug­verka­rétti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar