Konur sem „hverfislöggur“ – sterk tengslanet geta stuðlað að öruggari borg

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Steinunn Jakobsdóttir. Stein­unn Jak­obs­dótt­ir.

Í hvert sinn sem ég er spurð að því hvort það sé ekki hættu­legt að búa í Phnom Penh segi ég það sama og sagt var við mig fyrir sex árum síð­an: Á meðan ég sýni almenna skyn­semi er Phnom Penh ekk­ert hættu­legri en London eða Reykja­vík. Lyk­ill­inn að öryggi mínu er gott tengsla­net. Vinir sem passa uppá hver ann­an, tuk-tuk bíl­stjórar sem hægt er að treysta að komi mér heillri heim á kvöld­in, vinnu­fé­lagar sem stökkva til ef eitt­hvað kemur uppá. Í allri ringul­reið­inni í Phnom Penh bera flestir kam­bótar sem ég hef kom­ist í kynni við umhyggju fyrir öryggi mínu. Fyrir utan ein­staka tösku­þjófn­aði og umferð­ar­ó­höpp er Phnom Penh alls ekki hættu­leg borg fyrir konu frá Íslandi. Það sama má því miður ekki segja um margar kam­bódískar kyn­systur mín­ar.

Í Kam­bó­díu er heim­il­is­of­beldi eitt stærsta rétt­inda­vanda­mál sem steðjar að kon­um. Mis­notkun og van­virð­ing fyrir rétt­indum kvenna er oft í beinum tenglsum við félags­lega og efna­hags­lega stöðu þeirra í sam­fé­lag­inu og í Kam­bó­díu, sem og svo víða ann­ars stað­ar, hafa konur  ójafna stöðu þegar kemur að aðgengi að menntun og efna­hags­legum tæki­fær­um. Inn­grónar menn­ing­ar­hefðir gera konur ber­skjald­aðar fyrir ofbeldi og skortur á fjár­hags­legu sjálf­stæði og stuðn­ingi sam­fé­lags­ins á stóran þátt í að þær kæra sjaldan ger­end­urn­ar. Nýleg rann­sókn á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna leiddi í ljós að ein af hverjum fjórum konum hefur orðið fyrir heim­il­is­of­beldi og meira en fimmt­ungur karl­manna seg­ist hafa nauðgað konu amk einu sinni. Ein­ungis brot af þessum nauðg­unum munu nokkurn tíma verða teknar fyrir í rétt­ar­sal. Enn þann dag í dag brýtur það gegn venjum að kæra árásir eða nauðg­an­ir, sér­stak­lega ef þær eiga sér stað innan hjóna­bands, og algengt við­horf er auk þess að skella skömminni á fórn­ar­lömb­in. Því miður nær þetta við­horf einnig til yfir­valda, lög­reglu­manna og þeirra sem eiga að vernda rétt­indi kvenna í sínu starfi.

Auglýsing

Í Phnom Penh er ofbeldi veru­leiki alltof margra kvenna. Þetta er ofbeldi sem ég verð ekki vör við þegar ég geng um götur borg­ar­inn­ar, enda er það yfir­leitt falið innan veggja heim­il­is­ins.

Í Phnom Penh er ofbeldi veru­leiki alltof margra kvenna. Þetta er ofbeldi sem ég verð ekki vör við þegar ég geng um götur borg­ar­inn­ar, enda er það yfir­leitt falið innan veggja heim­il­is­ins. Í gegnum vinnu mína hér síð­ustu ár hef ég þó séð að mik­ill styrkur er fólg­inn í því að byggja upp sterk tengsla­net meðal kvenna og karla í hverfum þar sem ofbeldi og mis­notkun eru algeng. Á sama hátt og ég hef byggt mér upp mitt örygg­is­net, þá hef ég séð slíka hópa mynd­ast víðs vegar um borg­ina með góðum árangri.

Með auknu aðgengi að iðn­þjálfun og fjár­fest­ingu hef ég séð athafna­konur sem áður höfðu litla sem enga menntun eða aðgang að fjár­magni, stofna lítil fyr­ir­tæki í hverf­inu sínu og þar með auka fjár­hags­legt sjálf­stæði sitt. Þegar fjár­hags­staða þeirra er stöðug hafa þessar sömu konur verið mót­tæki­legri fyrir fræðslu um rétt­indi sín og ann­arra og fengið þjálfun í að grípa til við­eig­andi aðgerða ef þær verða vitni að mist­notk­un. Á meðan yfir­völd og lög­gæsla sinna ekki sínu hlut­verki hefur hópur kvenna og karla í fátæk­ari hverfum borg­ar­innar tekið að sér það hlut­verk að fræða aðra menn, konur og börn um hvað sé ofbeldi og geta veitt hvert öðru stuðn­ing og aðstoð. Þessir sjálf­boða­liðar sinna í dag hlut­verki eins­konar hverf­is­lög­reglu, sýni­legir í augum þolenda og hugs­an­legra ger­enda, og stuðla með því að að auknu öryggi, virð­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu.

­Fé­lags­legt og efna­hags­legt sjálf­stæði eflir ekki ein­ungis stöðu kvenna innan heim­il­is­ins, heldur innan samfélagsins.

Félags­legt og efna­hags­legt sjálf­stæði eflir ekki ein­ungis stöðu kvenna innan heim­il­is­ins, heldur innan sam­fé­lags­ins. Með því að fjár­festa í menntun og við­skipta­hug­myndum kvenna, efla sýni­leika þeirra í sam­fé­lag­inu, hvetja til opin­skárrar umræðu um rétt­indi og ábyrgð er skref tekið í átt að því að brjóta niður veggi félags­legra for­dóma um að berj­ast gegn og til­kynna mis­notkun og ofbeldi, hvort sem er gegn kon­um, körlum eða börn­um. Sam­fé­lög sem byggj­ast upp af hópum með­vit­aðra ein­stak­linga sem vinna saman að því að skapa öruggt umhverfi, eru til staðar fyrir þolend­ur, ekki hræddir við að taka ábyrgð og berj­ast gegn ger­endum og geta frætt börn sín og barna­börn um rétt­ingi sín og ann­arra er mik­il­vægt skref tekið í átt að því að byggja örugg­ari borg. Það er fjár­fest­ing sem mun hafa marg­föld­un­ar­á­hrif og smám saman stuðla að breyttu við­horfi sam­fé­lags­ins.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None