Konur sem „hverfislöggur“ – sterk tengslanet geta stuðlað að öruggari borg

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Steinunn Jakobsdóttir. Stein­unn Jak­obs­dótt­ir.

Í hvert sinn sem ég er spurð að því hvort það sé ekki hættu­legt að búa í Phnom Penh segi ég það sama og sagt var við mig fyrir sex árum síð­an: Á meðan ég sýni almenna skyn­semi er Phnom Penh ekk­ert hættu­legri en London eða Reykja­vík. Lyk­ill­inn að öryggi mínu er gott tengsla­net. Vinir sem passa uppá hver ann­an, tuk-tuk bíl­stjórar sem hægt er að treysta að komi mér heillri heim á kvöld­in, vinnu­fé­lagar sem stökkva til ef eitt­hvað kemur uppá. Í allri ringul­reið­inni í Phnom Penh bera flestir kam­bótar sem ég hef kom­ist í kynni við umhyggju fyrir öryggi mínu. Fyrir utan ein­staka tösku­þjófn­aði og umferð­ar­ó­höpp er Phnom Penh alls ekki hættu­leg borg fyrir konu frá Íslandi. Það sama má því miður ekki segja um margar kam­bódískar kyn­systur mín­ar.

Í Kam­bó­díu er heim­il­is­of­beldi eitt stærsta rétt­inda­vanda­mál sem steðjar að kon­um. Mis­notkun og van­virð­ing fyrir rétt­indum kvenna er oft í beinum tenglsum við félags­lega og efna­hags­lega stöðu þeirra í sam­fé­lag­inu og í Kam­bó­díu, sem og svo víða ann­ars stað­ar, hafa konur  ójafna stöðu þegar kemur að aðgengi að menntun og efna­hags­legum tæki­fær­um. Inn­grónar menn­ing­ar­hefðir gera konur ber­skjald­aðar fyrir ofbeldi og skortur á fjár­hags­legu sjálf­stæði og stuðn­ingi sam­fé­lags­ins á stóran þátt í að þær kæra sjaldan ger­end­urn­ar. Nýleg rann­sókn á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna leiddi í ljós að ein af hverjum fjórum konum hefur orðið fyrir heim­il­is­of­beldi og meira en fimmt­ungur karl­manna seg­ist hafa nauðgað konu amk einu sinni. Ein­ungis brot af þessum nauðg­unum munu nokkurn tíma verða teknar fyrir í rétt­ar­sal. Enn þann dag í dag brýtur það gegn venjum að kæra árásir eða nauðg­an­ir, sér­stak­lega ef þær eiga sér stað innan hjóna­bands, og algengt við­horf er auk þess að skella skömminni á fórn­ar­lömb­in. Því miður nær þetta við­horf einnig til yfir­valda, lög­reglu­manna og þeirra sem eiga að vernda rétt­indi kvenna í sínu starfi.

Auglýsing

Í Phnom Penh er ofbeldi veru­leiki alltof margra kvenna. Þetta er ofbeldi sem ég verð ekki vör við þegar ég geng um götur borg­ar­inn­ar, enda er það yfir­leitt falið innan veggja heim­il­is­ins.

Í Phnom Penh er ofbeldi veru­leiki alltof margra kvenna. Þetta er ofbeldi sem ég verð ekki vör við þegar ég geng um götur borg­ar­inn­ar, enda er það yfir­leitt falið innan veggja heim­il­is­ins. Í gegnum vinnu mína hér síð­ustu ár hef ég þó séð að mik­ill styrkur er fólg­inn í því að byggja upp sterk tengsla­net meðal kvenna og karla í hverfum þar sem ofbeldi og mis­notkun eru algeng. Á sama hátt og ég hef byggt mér upp mitt örygg­is­net, þá hef ég séð slíka hópa mynd­ast víðs vegar um borg­ina með góðum árangri.

Með auknu aðgengi að iðn­þjálfun og fjár­fest­ingu hef ég séð athafna­konur sem áður höfðu litla sem enga menntun eða aðgang að fjár­magni, stofna lítil fyr­ir­tæki í hverf­inu sínu og þar með auka fjár­hags­legt sjálf­stæði sitt. Þegar fjár­hags­staða þeirra er stöðug hafa þessar sömu konur verið mót­tæki­legri fyrir fræðslu um rétt­indi sín og ann­arra og fengið þjálfun í að grípa til við­eig­andi aðgerða ef þær verða vitni að mist­notk­un. Á meðan yfir­völd og lög­gæsla sinna ekki sínu hlut­verki hefur hópur kvenna og karla í fátæk­ari hverfum borg­ar­innar tekið að sér það hlut­verk að fræða aðra menn, konur og börn um hvað sé ofbeldi og geta veitt hvert öðru stuðn­ing og aðstoð. Þessir sjálf­boða­liðar sinna í dag hlut­verki eins­konar hverf­is­lög­reglu, sýni­legir í augum þolenda og hugs­an­legra ger­enda, og stuðla með því að að auknu öryggi, virð­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu.

­Fé­lags­legt og efna­hags­legt sjálf­stæði eflir ekki ein­ungis stöðu kvenna innan heim­il­is­ins, heldur innan samfélagsins.

Félags­legt og efna­hags­legt sjálf­stæði eflir ekki ein­ungis stöðu kvenna innan heim­il­is­ins, heldur innan sam­fé­lags­ins. Með því að fjár­festa í menntun og við­skipta­hug­myndum kvenna, efla sýni­leika þeirra í sam­fé­lag­inu, hvetja til opin­skárrar umræðu um rétt­indi og ábyrgð er skref tekið í átt að því að brjóta niður veggi félags­legra for­dóma um að berj­ast gegn og til­kynna mis­notkun og ofbeldi, hvort sem er gegn kon­um, körlum eða börn­um. Sam­fé­lög sem byggj­ast upp af hópum með­vit­aðra ein­stak­linga sem vinna saman að því að skapa öruggt umhverfi, eru til staðar fyrir þolend­ur, ekki hræddir við að taka ábyrgð og berj­ast gegn ger­endum og geta frætt börn sín og barna­börn um rétt­ingi sín og ann­arra er mik­il­vægt skref tekið í átt að því að byggja örugg­ari borg. Það er fjár­fest­ing sem mun hafa marg­föld­un­ar­á­hrif og smám saman stuðla að breyttu við­horfi sam­fé­lags­ins.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None