Mig sundlar

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Auður Jónsdóttir, rithöfundur. Auður Jóns­dótt­ir, rit­höf­und­ur.

Þegar ég var krakki og ung­lingur lifði ég í þeirri trú að Reykja­vík væri örugg borg en aftur á móti væru allar borg­irnar í hinum svo­nefndu útlöndum óör­ugg­ar. Þá skipti engu þó að ég hefði búið í útlenskri borg því ungu Íslands­hjarta hafði verið inn­rætt að í borgum í útlöndum væri nauð­syn­legt að vera með maga­buddu svo pen­ing­unum manns yrði ekki stolið og að þar væru líka menn sem réð­ust á konur á almanna­færi, í lyftum og á stór­hættu­legum diskó­tek­um.

Nú eru breyttir tímar, ég er orðin með­vit­aðri um ofbeldið í nán­asta umhverfi mínu því við lifum á upp­lýst­ari tímum en þá. Nú þyk­ist ég vita að það sé ekk­ert til sem heitir örugg borg fyrir konu, lík­urnar á að þær verði fyrir ofbeldi af ein­hverjum toga aðeins mis­mikl­ar. En það felst gríð­ar­mik­ill munur í orð­inu mis­mik­ið. Í dag lifa konur víðs­vegar um heim­inn við það að gróft ofbeldi gagn­vart þeim, ofbeldi í hinum ýmsu mynd­um, þykir ekki einu sinni frétt­næmt. Fréttir af því birt­ast ekki á for­síðum dag­blaða, eins og ger­ist þó í sumum til­vikum hér á Íslandi, heldur í besta falli sem óljós vitn­is­burður í skýrslum mann­rétt­inda­sam­taka.

Auglýsing

Þegar ég dvaldi einu sinni í Berlín heyrði ég af móður í næsta nágrenni sem var höggvin í bita fyrir framan börnin sín.

Þegar ég bjó í mið­borg Barcelona frétti ég af harm­leik í næstu götu, eig­in­maður hafði myrt eig­in­konu sína. Í gegnum tíð­ina hefur heim­il­is­of­beldi verið vanda­mál á Spáni svo þetta þóttu kannski ekki furðu­fréttir en þó var morðið frétt­næmt. Þegar ég dvaldi einu sinni í Berlín heyrði ég af móður í næsta nágrenni sem var höggvin í bita fyrir framan börnin sín. Morðið þótti sér­stak­lega frétt­næmt vegna aðferð­ar­inn­ar. Um dag­inn heyrði ég um unga móður sem var myrt í Breið­holt­inu. Ég hef reyndar heyrt um fleiri konur sem voru myrtar á heim­ilum sínum á Íslandi. Þess vegna fannst mér sér­stak­lega vel til fundið hjá Jóni Gnarr að láta féð sem fylgdi frið­ar­verð­launum Yoko Ono renna til Kvenna­at­hvarfs­ins. Ófriður á heim­ilum er nefni­lega stríð. Heim­ilið er jarð­vegur stríðs­ins, þar hefj­ast öll stríð, bæði þau sem ger­ast innan heim­il­is­ins og hin sem eru þess megnug að eyði­leggja millj­ónir heim­ila. Þessi jarðvegur er hættu­lega frjór og hann má finna í öllum lönd­um.

Á Íslandi þótti eitt sinn gott og gilt að aflífa konur fyrir það að hafa verið nauðgað af hús­bónda sín­um. Það var fyrir svona hálf­tíma síð­an.

Ofbeld­is­menn­ing fær að grass­era mis­mikið á ólíkum stöð­um, skil­yrðin fara m.a. eftir sam­fé­lögum og tíma­bil­um; félags­legum aðstæð­um, hefð­um, mennt­un, póli­tísku ástandi, stríði og friði o.s.frv. Á Íslandi þótti eitt sinn gott og gilt að aflífa konur fyrir það að hafa verið nauðgað af hús­bónda sín­um. Það var fyrir svona hálf­tíma síð­an. En svipuð óhæfu­verk fá enn að þríf­ast í öðrum sam­fé­lög­um, núna í augna­blik­inu. Hvað verður á morg­un, það veit eng­inn. Ein­hvers staðar er konum reglu­bundið nauðgað til að fylla óvin­inn, og allt hans sam­fé­lag, skömm og van­sæmd. Í gær frétti ég, í útgáfu­boði í Reykja­vík, að Helga Kress hefði nýleg leitt líkum að því að orðið skömm sé gam­alt orð yfir nauðgun, nánar til­tekið í umfjöllun um hið fræga mál Agn­esar Magn­ús­dótt­ur. Þessi merki­lega til­gáta fær mann til að skoða ofbeld­is­fullar fréttir dags­ins í dag með nýjum gler­aug­um.

Ég veit ekki hvernig það er að búa í landi þar sem allir inni­viðir sam­fé­lags­ins hafa verið sprengdir svo­leiðis í tætlur að ofbeldið fær að vaxa og dafna, ólíkt öllum litlu börn­unum sem mæð­urnar hafa fætt af sér og átt með pöbb­unum sem dóu frá þeim eða jafn­vel mönnum sem nauðg­uðu þeim eftir að eig­in­mað­ur­inn fór í Stríðið með stóra ess­inu. Ég get ekki gert mér hug­ar­lund hvernig það er að lifa líf­inu í slíkum aðstæð­um. Mig sundlar við til­hugs­un­ina eina.

Ég er vön frekar kven­vænum borg­um, eins og Berlín, borg hinna fimm hund­ruð hóru­húsa, og Reykja­vík þar sem ofbeldi gegn konum þykir að minnsta kosti nógu frétt­næmt til að það birt­ast reglu­lega hræði­legar sögur úr sam­fé­lag­inu á for­síðu DV

Ég er vön frekar kven­vænum borg­um, eins og Berlín, borg hinna fimm hund­ruð hóru­húsa, og Reykja­vík þar sem ofbeldi gegn konum þykir að minnsta kosti nógu frétt­næmt til að það birt­ast reglu­lega hræði­legar sögur úr sam­fé­lag­inu á for­síðu DV. Svo er annað mál hvort þær séu ein­ungis topp­ur­inn á ísjak­anum eða ekki. Ég sé og ég heyri. Um allar þessar konur í öllum þessum löndum þar sem það eitt að vera kona er hættu­legt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er. Ég er hepp­in.



Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None