Nýr samfélagssáttmáli

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB telur að íslenskt samfélag megi til með að gera nýjan samfélagssáttmála þar sem jöfnuður og jafnrétti verði sett í fyrsta sæti – og hugmyndir okkar um verðmætasköpun séu endurskoðaðar.

Auglýsing

Á nýju ári bíður okkar það verk­efni að gera nýjan sam­fé­lags­sátt­mála. Sam­fé­lags­sátt­mála sem byggir á þeim lær­dómi sem draga má af heims­far­aldri kór­ónu­veirunnar og efna­hags­legum áföllum vegna hans og stríðs­ins í Úkra­ínu.

Á þingi Alþjóða­sam­bands verka­lýðs­fé­laga (IT­UC) á árinu var krafan um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála und­ir­byggð þeim rökum að alþjóð­leg efna­hags­stefna hafi brugð­ist vinn­andi fólki og auk­inn ójöfn­uður og órétt­læti sé afleið­ing þess­arar úreltu stefnu. Stundin sé runnin upp fyrir nýjan sam­fé­lags­sátt­mála þar sem stjórn­völd hafa það að leið­ar­ljósi að setja fólk í for­grunn. Það sé for­senda lýð­ræð­is, jafn­rétt­is, jafnrar skipt­ingar gæða og þraut­seigj­unnar sem þarf til að bregð­ast við þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir.

Á síð­asta ári átti fjórða hvert heim­ili á Íslandi erfitt með að ná endum sam­an, það er áður en verð­bólga og vextir tóku að hækka. Það sama átti við um 52% ein­stæðra for­eldra. Leiða má líkum að því að þessi hópur hafi stækkað enda kaup­máttur rýrnað um rúm­lega fjögur pró­sent það sem af er þessu ári vegna hækk­andi verð­bólgu að ónefndum áhrifum vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans. Þessi staða nærir og við­heldur ójöfn­uði sem leiðir til auk­innar örvænt­ingar og reiði sem dregur úr trú á lýð­ræð­inu.

Auglýsing

Heilsa í for­gang

Það blasir við að fyrsta skrefið í átt að nýjum sam­fé­lags­sátt­mála snýr að heilsu enda erum við nú að vinna úr tíma­bili þar sem við færðum fjöl­margar fórnir til að tryggja eigin heilsu og ann­arra í sam­fé­lag­inu vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Við nán­ast lok­uðum hag­kerfum heims­ins, við fórum varla út úr húsi og við breyttum öllum okkar dag­legu venjum að þessu sam­eig­in­lega mark­miði.

Góð heilsa snýst ekki ein­göngu um úrvals heil­brigð­is­þjón­ustu þegar hennar er þörf heldur hvernig við vinnum mark­visst að því að tryggja hana. Við vitum úr rann­sóknum Emb­ættis land­læknis að fjár­hags­legt óör­yggi, ónæg félags­vernd og skortur á öruggu hús­næði eru helstu áhrifa­þættir heilsu­ó­jöfn­uð­ar. Sömu­leiðis aukast líkur á þung­lyndi eftir því sem fólk býr við verri félags- og efna­hags­lega stöðu líkt og rann­sókn Vörðu – rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins leiddi í ljós. Þar kemur fram að efn­is­legur skortur var einn stærsti áhættu­þáttur þung­lynd­is­ein­kenna hjá launa­fólki hér á landi á tímum Covid-19. Það er í sam­ræmi við erlendar rann­sóknir sem benda til þess að félags- og efna­hags­legur ójöfn­uður hafi auk­ist í far­aldr­inum sem hefur nei­kvæð áhrif á and­lega heilsu fólks.

Í rann­sókn Vörðu er bent á að aðgerðir stjórn­valda til að tryggja afkomu og lífs­kjör fólks í Covid-krepp­unni hafi gengið of skammt með þeim afleið­ingum að mörg heim­ili upp­lifðu bæði fjár­hags­þreng­ingar og van­líð­an. Það sé því verk­efni stjórn­valda að tryggja öllum fram­færslu sem dugir fyrir lág­marks­neyslu­við­miðum óháð efna­hags­á­standi á hverjum tíma.

Ný for­gangs­röðun

Fjöl­mörg hafa bent á galla á ríkj­andi hug­mynda­fræði um efna­hags­stefnu stjórn­valda á heims­vísu. Þannig hefur Steph­anie Kelton hag­fræð­ingur bent á að hug­myndir okkar um skuldir séu rang­ar. Kelton færir rök fyrir því að end­ur­hugsa þurfi skuldir á þann veg að þær séu stra­tegísk fjár­fest­ing til fram­tíðar og vinda þannig ofan af þeirri trú að skuldir muni stofna lang­tíma­hag í hættu. Grund­vall­ar­spurn­ingin eigi að vera hver sé besta leiðin til að skapa jafn­vægi milli verð­bólgu­á­hættu ann­ars vegar og vel­ferð­ar, vel­meg­unar og auk­ins öryggi hins veg­ar.

Algengur mis­skiln­ingur sé að líta þannig á að stjórn­völd eigi að haga fjár­málum sínum líkt og heim­il­is­bók­haldi þar sem gengið er út frá því að hættu­legt sé að skulda. Því sé ekki saman að líkja enda geti heim­ili ekki prentað pen­inga né ákveðið vexti. Skuldir má nýta til að fram­fylgja stefnu s.s. til að vinna gegn ójöfn­uði og lofts­lags­vánni. Þjóðir sem hafi sína eigin mynt muni aldrei skorta pen­inga né neyð­ast í gjald­þrot. Tak­mörk­unin felist í því hve mikið af pen­ingum megi koma í umferð áður en verð­bólga verður að vanda­máli.

Kelton bendir á að í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar séu flest ríki að átta sig á mik­il­vægi þess að fjár­fest sé í umönnun barna. Þegar for­eldrar neyð­ast til að fara af vinnu­mark­aði til að sinna börn­um, en þar axla konur enn meg­in­á­byrgð­ina, hefur það nei­kvæð áhrif á efna­hag­inn. Stjórn­völd skýli sér á bak við mýt­una um að skuldir séu hættu­legar svo ekki þurfi að setja aukið fjár­magn í slík verk­efni. Verk­efni sem ættu að vera í for­gangi og eiga það almennt sam­eig­in­legt að vera af félags­legum toga. Áhersla á nið­ur­greiðslu skulda end­ur­spegli því for­gangs­röðun sam­fé­laga.

Kate Raworth hag­fræð­ingur skorar á hólm þrá­hyggj­una fyrir hag­vexti og úreltum aðferðum við að mæla hann. Þær mæl­ingar sem við byggjum á í dag voru fyrst not­aðar árið 1934 en efna­hags­kerfin hafa að minnsta kosti tífald­ast frá þeim tíma. Í þeim mæl­ingum er ekki gert ráð fyr­ir, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti, þáttum á borð við ólaun­aða sem laun­aða vinnu sem snýr að náinni og per­sónu­legri þjón­ustu við fólk á borð við umönn­un, hjúkr­un, menntun eða félags­þjón­ustu. Ekki sé heldur mældur kostn­aður ýmissa þátta fyrir fólk og plánet­una, en kenn­ing hennar um kleinu­hringja­hag­fræði hverf­ist einmitt um sjálf­bæran vöxt.

Hag­fræð­ing­ur­inn Mari­ana Mazzucato spyr þeirrar grund­vall­ar­spurn­ingar hvernig við skil­greinum verð­mæti, hverjir ákveði hvað þau feli í sér og hvaða augum þeir sem eru „verð­mæta­skap­andi“ sam­kvæmt ríkj­andi hag­fræði­kenn­ingum líti aðra? Sem fólk sem dregur úr verð­mætum eða jafn­vel sóar þeim? Meg­in­skila­boð Mazzucato eru að efna­hags­á­kvarð­anir eigi að þjóna fólki og stjórn­völd þurfi að marka sér skýra sýn um hvernig sam­fé­lag þau vilji stuðla að, allar ákvarð­anir þeirra taki mið af því mark­miði og þannig móti þau sam­fé­lag­ið.

End­ur­nýjuð hug­mynda­fræði á nýju ári

Við eigum það til að fest­ast í viðjum van­ans og beina orku okkar í að reyna að betrumbæta núver­andi fyr­ir­komu­lag og það kerfi sem við búum við. En líkt og fjallað hefur verið um hér að framan felst verk­efnið til fram­tíðar í því að skora við­teknar hug­myndir á hólm og end­ur­hugsa for­send­urnar og grund­völl sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Á næsta ári losna kjara­samn­ingar meiri­hluta aðild­ar­fé­laga BSRB. Þær áherslur sem verða í for­gangi í aðdrag­anda kjara­samn­ings­við­ræðna eru jöfnun launa milli mark­aða, end­ur­mat á virði kvenna­stétta og að stytt­ing vinnu­vik­unnar verði fest í sessi og fram­kvæmd hennar lag­færð. Þessar áherslur BSRB lúta að því að þær stéttir sem sinna sam­fé­lags­lega mik­il­vægum störfum séu laun­aðar til jafns við virði sitt og að gera störfin eft­ir­sókn­ar­verð­ari, en ein þeirra áskor­ana sem við sem sam­fé­lag stöndum frammi fyrir er að sífellt erf­ið­ara verður að manna störf í heil­brigð­is-, félags-, og mennta­kerf­inu.

Það er mik­il­vægt og brýnt að byggja upp þá félags­legu inn­viði sem hafa ekki verið full­fjár­magn­aðir á síð­ustu árum og reynt hefur veru­lega á í heims­far­aldr­in­um. Með breyttri for­gangs­röðun er hægt að tryggja heil­brigt og gott starfs­um­hverfi starfs­fólks í almanna­þjón­ustu og betri kjör. Þannig má vinna gegn mann­eklu og nei­kvæðum áhrifum lang­tíma­á­lags í kjöl­far efna­hags­hruns­ins og nú heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Nú er tím­inn til að efla og fjölga tekju­stofnum rík­is­ins, styrkja almanna­þjón­ust­una og leið­rétta til­færslu­kerf­in. Það eflir vel­sæld og jöfnuð og mun skila sér í þrótt­meira hag­kerfi til lengri tíma.

Við verðum að setja jöfnuð og jafn­rétti í fyrsta sæti og end­ur­skoða hug­myndir okkar um verð­mæta­sköp­un. Það gerum við með því að sam­ein­ast um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit